Morgunblaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Taktu lottó í áskrift á lotto.is eða næsta sölustað N O N N I O G M A N N I | Y D D A / si a. is N M 0 7 6 4 7 • Þínar tölur eru alltaf í pottinum • Frír útdráttur fjórum sinnum á ári – gildir um Lottó, Víkingalottó og Jóker • Þú styrkir gott málefni SKOÐANAKÖNNUN Grant Thornton-endurskoðunarfyrirtækis- ins leiðir í ljós að eigendur fyrir- tækja um heim allan hafa umtals- verðar áhyggjur af þróun efnahagsmála. Einkum hafa þeir áhyggjur af efnahagshorfum í G8- ríkjunum. Svartsýnin er sér í lagi áberandi um efnahag Japans og Þýskalands, en þar er hlutfall bjart- sýni/svartsýni annars vegar –37% og hins vegar –71%. Prósentutalan er þannig fengin að hlutfall svart- sýnna er dregið frá hlutfalli bjart- sýnna. Innan Evrópusambandsins eru eigendur fyrirtækja einnig svart- sýnir á framtíðarhorfur landa sinna (–12%), og bjartsýni þeirra varðandi framtíðarhorfur eigin fyrirtækja er minni en hún hefur verið undanfarin ellefu ár. Japan er veikburða Hins vegar þykir koma á óvart að aðeins einu ári eftir 11. september eru eigendur fyrirtækja í Bandaríkj- unum bjartsýnir á efnahagshorfur, eða sem nemur 42%. Þegar eigendur fyrirtækja í lönd- unum 19 voru spurðir um hve bjart- sýnir eða svartsýnir þeir væru á efnahagshorfur lands síns næstu tólf mánuði kom í ljós að skoðanir eru mjög skiptar, en í heild voru þeir bjartsýnir sem nemur 3%. Er eig- endur voru spurðir um horfur eigin fyrirtækja, höfðu þeir mestar áhyggjur af útflutningi og atvinnu- málum. Guðmundur Snorrason, endur- skoðandi og einn af eigendum Grant Thornton endurskoðunar ehf., segir að þegar öllu sé á botninn hvolft bendi orð eigenda fyrirtækja til mik- illa vandkvæða. „Víða um heim eru þeir mjög svartsýnir og jafnvel þar sem nokkurrar bjartsýni gætir geta pólitískir atburðir, eins og mögulegt stríð gegn Írak, og sú staðreynd að efnahagskerfi heimsins eru mjög háð hvert öðru, komið í veg fyrir batnandi ástand,“ segir hann. „Margir eigendur fyrirtækja víða um heim eru fremur svartsýnir og það endurspeglar efnahagslegar þrengingar um heim allan. Banda- rískt efnahagslíf er í kyrrstöðu, evrusvæðið og Japan eru veikburða og ótti ríkir um að ástandið eigi enn eftir að versna. Árangurinn er sér- staklega slakur í stóru löndunum á evrusvæðinu,“ heldur Guðmundur áfram. Ýmislegt jákvætt Hann segir að ýmislegt sé þó upp- örvandi í könnuninni. Eigendur fyr- irtækja í mörgum ríkjum, m.a. Bandaríkjunum, séu fremur bjart- sýnir á aukna veltu og atvinnumál á komandi ári. Guðmundur segir að niðurstöður úr könnuninni, sem sé fyrsta hnattræna skoðanakönnunin meðal eigenda fyrirtækja, sýni að margir þeirra séu fullir efasemda. „Bjartsýni er mjög takmörkuð hvað varðar efnahag á hnattræna vísu og horfur eru ekki góðar. Ef í ljós kem- ur að bjartsýni Bandaríkjamanna er ekki á rökum reist, verður 2003 enn eitt erfiðleikaárið fyrir viðskipta- heiminn. Einkum hefur alþjóðavið- skiptaheimurinn áhyggjur af vænt- anlegum samdrætti í útflutningi.“ Niðurstöður könnunarinnar leiða í ljós að rúmlega helmingur eigenda fyrirtækja í Bandaríkjunum er bjartsýnn á horfur í efnahagsmálum á komandi ári. 51 af hundraði er bjartsýnn, en aðeins 9% svartsýn; hlutfallið er því 42%. Hins vegar eru einungis 6% af eigendum fyrirtækja í Japan bjart- sýn, en alls eru 77% svartsýn á efna- hagshorfur lands síns. Hlutfallið er því –71%. Í Hong Kong er hlutfallið –30% og í Singapúr –8%. Þjóðverjar svartsýnastir í ESB Í heild voru eigendur fyrirtækja í ESB sem tóku þátt í könnuninni svartsýnir á efnahagshorfur fyrir árið 2003. Eigendur fyrirtækja í ESB sem tóku þátt í könnuninni eru svartsýnir á efnahagshorfur fyrir árið 2003. Þjóðverjar voru allra manna svartsýnastir, en hlutfallið þar er –37%. Spánverjar og Ítalir voru næstir í röð þeirra svartsýn- ustu með hlutföllin –19% og –15%. Bjartsýnustu eigendurna var að finna í Svíþjóð með 19% og á hæla þeim komu Grikkir með 14% hlut- fall. Nokkur svartsýni eigenda fyrirtækja Bjartsýni í bandarískum fyrirtækjum & '   ())*+    ,- ./                             ! " #    $ %&" '(   )       *    +,- .   /-   .  ,0 /- +1- + 23    4, '   5  016   7& 3  -+1 $ 3  8 8 8 8 8 9 8 8 8 8 8 8  9        HLUTAFÉ Lífs hf. hefur verið lækkað um 170 milljónir króna. Skráð hlutafé félagsins eftir lækk- unina er 430 milljónir króna að nafnverði. Frá þessu var greint í til- kynningu frá félaginu til Kauphallar Íslands í gær. Sturla Geirsson, forstjóri Lífs hf., segir að ástæðan fyrir lækkun hlutafjárins sé sú að fullur sigur hafi unnist í Frumaflsdeilunni svo- kölluðu. Hann segir að það hlutafé sem fyrrverandi stjórn Lyfjaversl- unar Íslands, eins og Líf hét áður, hafi gefið út sem greiðslu fyrir Frumafl á síðasta ári, hafi verið endurheimt. „Öll þau málaferli sem stjórn Lífs hefur staðið í vegna Frumaflsmálsins hafa fyrst og fremst gengið út á að endurheimta þetta hlutafé,“ segir Sturla. „Mat stjórnar félagsins er að útgáfa þessa hlutafjár hafi verið ólögleg, enda hefur það komið á daginn.“ Frumaflsdeilan snerist um kaup Lyfjaverslunar Íslands á fyrirtæk- inu Frumafli ehf. Tveir af fimm stjórnarmönnum í félaginu, ásamt stórum hluthöfum, reyndu að koma í veg fyrir kaupin, sem meirihluti stjórnarinnar gekk frá 20. júní 2001. Meirihluti hluthafa félagsins snerist svo á sveif með stjórnarmönnunum tveimur á hluthafafundi 10. júlí 2001 og var kaupunum á Frumafli rift í framhaldi af því. Upphófust þá málaferli á báða bóga. Jóhann Óli Guðmundsson, eig- andi Frumafls, ákvað í byrjun nóv- ember síðastliðnum að falla frá varnarbaráttu í máli þar sem þrír hluthafar í Lífi kröfðust þess að kaupsamningurinn um Frumafl yrði ógiltur. Hlutafé Lífs lækkað eftir lok Frumaflsdeilunnar ● GEFINN hefur verið út endanlegur hámarksafli á úthafsrækju á yf- irstandandi fiskveiðiári. Leyfilegt verður að veiða 30.000 tonn en áður hafði samkvæmt aflamarki verið gef- inn út 23.000 tonna kvóti til bráða- birgða. Leyfilegur heildarafli á síð- asta fiskveiðiári, samkvæmt aflamarki, var 35.000 tonn. Veiðar á úthafsrækju hafa gengið erfiðlega undanfarin ár og leyfilegur afli ekki náðst. Á síðasta fiskveiðiári var kvótinn 35.000 tonn, 10.000 tonnum meiri en árið áður. Ekki náð- ist að veiða upp í kvótann fisk- veiðiárið 2000 til 2001 og því voru flutt um 4.600 tonn frá því ári yfir á það síðasta. Á síðasta fiskveiðiári var leyfilegur heildarafli því um 39.600 tonn, en aðeins tæp 27.400 tonn veiddust. Töluverðar veiðiheim- ildir féllu því ónýttar niður, en flutt voru tæp 7.000 tonn yfir á þetta fisk- veiðiár. Leyfilegur heildarafli á þessu ári verður því tæplega 37.000 tonn. Veiða má 37.000 tonn af úthafsrækju ● FULLTRÚAR framkvæmdanefndar um einkavæðingu og fulltrúar Sam- sons eignarhaldsfélags ehf. hittust á fundi í gær til að ræða sölu á 45,8% hlut ríkisins í Landsbanka Íslands til Samsons. „Það var stefnt að því að klára þetta fyrir jól og enn hefur þeirri áætl- un ekkert verið breytt,“ sagði Ólafur Davíðsson, formaður framkvæmda- nefndar um einkavæðingu, í samtali við Morgunblaðið eftir fundinn. Ólaf- ur sagði einnig að verið væri að vinna áfram í málinu og að þessir að- ilar yrðu í sambandi áfram en hann sagðist ekkert geta tjáð sig efnislega um viðræðurnar. Áætlun um sölu Landsbanka óbreytt ● LAUNAVÍSITALA miðað við með- allaun í nóvember hækkar um 0,1% frá fyrra mánuði samkvæmt frétt frá Hagstofunni. Vísitalan hefur hækkað um 5,7% síðustu 12 mánuði. Vísitala byggingarkostnaðar reikn- uð um miðjan desember, er 0,04% hærri en í síðasta mánuði, en vísital- an gildir fyrir janúar. Síðustu tólf mánuði hefur bygg- ingavísitalan hækkað um 4,6%. Í ár er vísitalan að meðaltali um 7,3% hærri en í fyrra. Launa- og bygginga- vísitölur hækka KINE ehf. sem er lítið fyrirtæki á heilbrigðistæknisviðinu hefur að undanförnu náð stórum einkadreif- ingarsamningum sem eiga að tryggja fyrirtækinu um 450 milljónir króna brúttó næstu þrjú árin. Þetta eru fyrstu alvörusamningar fyrir- tækisins, en það hefur að mestu verið að þróa vörur sínar þau þrjú ár sem það hefur verið starfandi, að sögn Ástu G. Harðardóttur framkvæmda- stjóra Kine. „Gengið hefur verið frá og skrifað undir einkadreifingarsamninga við Taívan og Spán og svipaðir samning- ar hafa náðst við Bretland, Japan og Íran og hefur sá síðastnefndi verið sendur utan til undirskriftar. Sam- kvæmt söluáætlun umræddra dreif- ingaraðila munu þessir samningar skila um 450 milljónum í brúttó- tekjum á næstu þremur árum. Við erum einnig í samningaviðræðum við sjö aðila sem hafa áhuga á því að ger- ast einkadreifendur á vörum okkar í Hollandi, Austurríki, Grikklandi, Kóreu, Indlandi, Egyptalandi og Jórdaníu, auk þess sem viðræður eru nýbyrjaðar við áhugasama dreifend- ur í Brasilíu, Mexíkó, Frakklandi, Ítalíu, Sviss og Portúgal. Auk þess eru í gangi viðræður við tvo sterka aðila um OEM samninga þar sem vörur okkar yrðu seldar undir vöru- merkjum umræddra fyrirtækja. Annað þeirra er hollenska fyrirtækið Enraf-Nonius sem hefur afar sterka stöðu á sportmarkaðnum með dreif- ingaraðila í 80 löndum. Hitt fyrirtækið er Thought Technology, kanadískt lækninga- tækjafyrirtæki sem hefur áhuga á að breikka úrval sitt í EMG vörum. Samn- ingar af þessu tagi eru mjög spennandi fyrir Kine,“ segir Ásta. Hreyfigreining- artækni Framleiðsla Kine er hreyfigreiningar- tækni. Helstu vöru- merkin eru Kine Myo sem er þráðlaust og stafrænt EMG tæki sem mælir virkni í vöðvum. „Það eina þráðlausa í heiminum sem er algerlega þráð- laust,“ segir Ásta. Kine View er stafrænn tvívíddar- hugbúnaður ætlaður til gagnasöfn- unar og greiningar á hreyfingum með hjálp einfaldra verkfæra. Loks er Kine Pro sem er heildarlausn í hreyfigreiningu sem býður upp á faglega, hlutlæga og einfalda leið til að afla upplýsinga og greina þær. Kine er hátæknifyrirtæki þar sem keppinautarnir erlendis eru 20 til 30 manna fyrirtæki en fastráðnir starfs- menn Kine eru fjórir- .„Við höfum haft yfir- bygginguna litla svona í byrjun, en ef það fer að ganga vel þá höfum við alla burði til að stækka og munum gera það í samræmi við aukna eft- irspurn eftir framleiðslu okkar,“ sagði Ásta. Kine á Medica „Kine tók þátt í sýn- ingunni Medica sem haldin var í Düsseldorf dagana 20.–23. nóvem- ber. Medica er stærsta lækningatækjasýning Evrópu og þótt víðar væri leitað. Þetta var afar gagnlegt, við funduð- um með núverandi dreifingaraðilum, öðrum sem verið er að semja við og einnig hittum við fjölda nýrra aðila. Tveir starfsmenn voru á bás Kine og sá þriðji var í því að stofna til kynna við heppilega aðila. Við teljum að þátttakan á Medica hafi verið afar gagnleg og hún muni skila okkur góðum samningum í náinni framtíð,“ sagði Ásta að lokum. Stórir dreifing- arsamningar Ásta G. Harðardóttir. Lítið íslenskt fyrirtæki á heilbrigðistæknisviðinu semur við erlend fyrirtæki ● SAMRÆMD vísitala neysluverðs í EES-ríkjum var óbreytt milli október og nóvember samkvæmt upplýs- ingum frá Hagstofunni. Á sama tíma lækkaði samræmda vísitalan fyrir Ís- land um 0,2%. Frá nóvember 2001 til jafnlengdar í ár var verðbólgan, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, 2,1% að meðaltali í ríkj- um EES, 2,2% á evrusvæðinu og 2,3% á Íslandi. Samræmd EES vísi- tala Íslands lækkaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.