Morgunblaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Kristófer Matth-ew Challender fæddist í Keflavík 26. nóvember 1976. Hann lést 9. desem- ber síðastliðinn. For- eldrar hans eru Erla María Erlendsdóttir, f. 13. desember 1947, og Melvin Fred Challender, f. 19. jan- úar 1947. Kristófer á fjögur systkini. Þau eru: Erlendur Eiríks- son, f. 30. október 1969, kvæntur Elfu Maríu Magnúsdóttur; Vilhelmína Ósk Ólafsdóttir, f. 9. desember1986; Roger Challender, f. 13. mars 1969, og Melissa Chall- ender, f. 13. mars 1982. Erla og Fred giftust 1973 og slitu samvist- ir 1980. Erla er gift Ólafi Erni Gunnarssyni og á hann þrjár dæt- ur, Dýrleifu, Lindu Björk og Helgu Dóru. Melvin Fred Challender er kvæntur Karen Challender og eiga þau dótturina Mel- issu. Móðurafi Krist- ófers var Erlendur Indriðason, f. 11. október 1898, d. 25. desember 1990, móð- uramma er Vilhelm- ína Arngrímsdóttir, f. 22. júní 1909. Föð- urafi er Melvin Fred Challender og föður- amma er Anna Ruth Challender. Kristófer var í sambúð með Sig- ríði Ástu Einarsdóttur, f. 21. febr- úar 1980, og eignuðust þau litlu dótturina Emblu Challender, f. 17. ágúst 2001. Útför Kristófers verður gerð frá Víðistaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukka 13.30. Elskulegur bróðir minn og vinur. Fyrir alls ekki svo löngu hefði mig langt því frá órað fyrir að hér sæti ég nú og reyndi að koma hugsunum mínum og tilfinningum um þig niður á blað svo að úr yrði falleg minning- argrein. Því reynist mér það afar erfitt, einnig vegna þess að þegar hugur minn reikar til þín rifjast upp hafsjór af yndislegum minningum og skemmtilegum sögum. Þar ert þú að venju hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi og kveikjan að þessum sög- um er oftar en ekki eitt þinna út- hugsuðu uppátækja sem flestir gátu skemmt sér yfir, að lokum að minnsta kosti. Þar get ég nefnt sem dæmi þegar þú tókst upp á því að ganga um í pilsi, sjálfum sér og öðr- um til skemmtunar. Þetta ætti að klingja einhverjum bjöllum hjá þeim sem þig þekktu. Þegar ég heimsótti þig í Sundhöll- ina fyrr í haust gladdi það mig mjög svo mikið að sjá hve vel þú varst út- lítandi. Þú hafðir tekið þig til og lagt rækt við bæði líkama og sál, sem var auðséð. Glaðlegur varstu alltaf en þetta síðdegi geislaðir þú bókstaf- lega af hreysti og heilbrigði. Ég minnist þess að þegar ég var yngri varðst þú oft óafvitandi að sýn- ingargripi, er ég þóttist sýna vinkon- unum íbúðina en var í raun aðeins að sýna þeim minn margumtalaða bróð- ur. Ég sat hjá þér dágóða stund í Sundhöllinni og við ræddum lífsins gang og þar bar auðvitað hæst litla sólargeislann þinn, litla ljósið þitt í lífinu, hana Emblu litlu. Aldrei hef ég vitað stoltari föður en þig. Ég man hve hamingjan geisl- aði af þér og stoltið og umhyggjan skein úr augum þínum er ég og mamma komum askvaðandi inn á sjúkrastofuna aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Embla litla leit dagsins ljós hið fyrsta sinn. Og seinna, þegar fram liðu stundir gátuð þið tvö setið tímunum saman og dundað ykkur, jafnvel við að end- urtaka sama leikinn í þaula og aldrei þreyttist þú á þessu. Já, hún var svo sannarleg yndi augna þinna og er fyrir víst enn, þar sem þú situr á himnum og fylgist með henni. Ég fæ ekki betur séð en að yfir andlit þitt færist bros við þá sýn sem fyrir aug- un ber. Því lofa ég, að við munum alltaf gæta hennar fyrir þig og vernda hana á lífsins löngu og hlykkjóttu braut. Fyrir mér varstu alltaf bróðir full- ur kærleika og þú hafðir þéttasta og besta faðmlag í öllum heiminum. Þetta sama faðmlag hefur eflaust þerrað margan táraflauminn í gegn- um tíðina og ég vissi að ég gat alltaf leitað til þín þegar mér leið illa, en þann kost nýtti ég mér því miður allt of sjaldan. Þú hafðir vingjarnlegt viðmót og tileinkaðir þér skemmtilega fram- komu enda varst þú vel liðinn hvar sem þú komst. Þá ósk á ég heitasta, sem og aðrir er nutu þeirra forréttinda að fá að kynnast þér, að ég hefði getað kvatt þig áður en þú yfirgafst þetta líf, en það verður víst ekki á allt kosið. Ég trúi því að nú líði þér betur og að þú dveljir á stað þar sem ríkir ei- lífur friður. Ég mun alltaf elska þig og aldrei gleyma þér, elsku bróðir minn, ég þakka þér fyrir allar góðu stundirn- ar og hlakka til að hitta þig aftur þegar að því kemur. Þín systir Helma. Elsku hjartans bróðir minn og vinur. Ég elska þig svo mikið og hef alltaf gert. Ég vildi bara óska þess að ég hefði getað sýnt þér það meira. Ég hefði ekki getað beðið um betri bróður en þig. Þú varst svo yndisleg- ur og elskulegur. Ég mun ávallt minnast þíns fallega bross og skemmtilega hláturs, það hefur allt- af verið svo stutt í brosið hjá þér. Þú ert elskulegasta persóna sem ég veit um og ég veit að ég er ekki sá eini sem finnst það. Allir sem ég þekki sem kynntust þér að einhverju ráði eru sammála mér um það. Við höfum átt svo margar góðar stundir saman, bara ekki eins marg- ar og ég hefði viljað. Manstu þegar við fórum út til pabba saman eftir að þú fermdist? Ég gleymi ekki þegar við vorum að fara á allar þessar bíla- sýningar, hvað ég hafði mikinn áhuga á bílunum en þú á stelpunum, sem sýnir bara hversu þroskaðri þú varst en ég, þó að ég sé sjö árum eldri. Svo kom það seinna í ljós að þú lést taka myndir af þér með öllum sýningarstelpunum á svæðinu, ómet- anlegar myndir. Þú ert alveg ein- stakur. Manstu tímann sem við áttum saman í Danmörku? Hvað það var gaman að hafa þig þarna með mér. Vinna, skemmtun, og við lékum okk- ur saman, já, við rifumst öðru hvoru, en við erum jú bræður. Þá fyrst átt- aði ég mig á því hvað þú áttir ein- staklega auðvelt með að tala við ókunnuga og eignast vini, sérstak- lega kvenkyns. Þegar þú varst að reyna koma mér saman við þessa sænsku, hvað get ég sagt? Þú hafðir hæfileika til að láta öðrum líða betur. Það gat alltaf hver sem er leitað til þín með sín persónulegu vandamál og þú lést þeim alltaf einhvern veg- inn líða betur. Þú fordæmdir aldrei neinn. Svo voru það nú allar keppnirnar sem við háðum hvor á móti öðrum. Þú varst svo fjölhæfur og þér var margt til lista lagt, Kristófer. Það var hreinlega óþolandi að spila við þig körfubolta, þú vannst alltaf og þú vissir hvað ég gat tekið því vel. Manstu þegar við spiluðum tuttugu og einn einu sinni uppi í skóla með Gulla að ég held? Ég sem ætlaði ald- eilis að taka þig, kominn með einhver sex stig í forskot. Nei, þá kveiktir þú bara í sígarettu, stilltir þér upp og hittir ellefu körfur í röð, leikurinn búinn, já, og reyndar allur dagurinn fyrir mér. Svo tala ég nú ekki um alla tölvuleikina sem við spiluðum. Ég reyndi hvað ég gat til að vinna þig, æfði jafnvel í leyni en ekki dugði það til. Þetta eru ógleymanlegar stundir. Kristófer þú áttir svo marga góða eiginleika sem þú sjálfur vissir ekki af. Þú varst svo klár þegar þú nennt- ir því. Þegar þú lagðir hug þinn við efnið þá varstu alveg ótrúlegur. Hún dóttir þín er dæmi um hvers slags kraftaverk þú ert fær um. Öðru eins fallegu og ljúfu barni hef ég aldrei kynnst, ég öfunda þig, Kristófer. Hún er algjör engill. Við fórum gegnum margt, bæði súrt og sætt, saman, elsku bróðir. Ég veit að ég var stundum of harður við þig, óréttlátur og ætlaðist til of mikils af þér, ég biðst afsökunar á því. Ef það væri ekki fyrir þennan hræðilega sjúkdóm sem hélt aftur af þér í allan þennan tíma. Þú stóðst þig frábærlega, Kristófer, ég er stoltur af þér. Það er bara þetta líf. Þetta þjóðfélag sem við lifum í er bara svo krefjandi og erfitt stundum. Ég skil þig vel, elsku Kristófer, ég skil þig vel. Það eru góðu stundirnar sem við áttum saman sem ég mun alltaf minnast. Ég þakka Guði fyrir okkar síðasta samtal. Ég mun aldrei gleyma þér, þú verður alltaf í mínu hjarta. Ég elska þig, Kristófer, meira en nokkur orð fá lýst. Hlakka til að sjá þig aftur. Þinn bróðir Erlendur. Elsku bróðir minn. Mig langar til að kveðja þig i hinsta sinn með nokkrum orðum, Við ólumst upp saman, og leit ég alltaf á þig sem litla bróður. Þú varst lítill hnokki, ljós- hærður, fallegur drengur og það varstu fram á síðasta dag, en hafðir bara stækkað svolítið. Sú er raunin að við mannfólkið göngum í gegnum gleði og sorgir í lífinu, og það var líka reynsla þín. Sumir segja að ekki verði lagt á okkur meira en við get- um borið, en ég held að það sé mikill misskilningur. Ég man þann dag að þér fæddist lítill sólargeisli, hún Embla litla. Ég veit að þú vakir yfir henni og gætir. Elsku Kristófer. Þú varst góður, hlýr, innilegur og kurteis ungur drengur. Minningin um þig mun lifa í hjarta mínu og verður vel varðveitt, þar til við hittumst á ný. Þá veit ég að þú tekur á móti okkur með faðmlagi, sem kveðjum þig nú með söknuði. Elsku mamma, pabbi, Embla, Sigga, systkini og fjöldskyldur og allir aðrir ástvinir. Ykkur til handa bið ég guð að styðja ykkur og styrkja í þessari miklu sorg. Meðan veðrið er stætt berðu höfuðið hátt og hræðist eigi skugga á leið. Bak við dimmasta él glitrar lærvirkjans ljóð upp við ljóshvolfin björt og heið, þó steypist í gegn þér stormur og regn og þó byrðin sé þung sem þú berð þá stattu fast og vit fyrir víst þú ert aldrei einn á ferð. (Höf. ók.) Elsku Kristófer, Guð veri með þér. Þín systir að eilífu. Dýrleif Ólafsdóttir. Þegar lífsglaður, vel gefinn ung- lingur tapar áttum í lífinu, fara fjót- lega af stað margskonar samverk- andi kraftar þar sem allar leiðir voru reyndar til bjargar. Stundum duga þær skammt, ekkert reynist nógu haldgott, það þarf eitthvað svo miklu meira, kannski eitthvað sem enginn mannlegur máttur orkar. Elskulegur systursonur minn, Kristófer Matthew hafði vissulega allt til að bera sem prýtt gat ungan mann. Ég sé hann fyrir mér glaðan og stoltan með Emblu, litlu stúlkuna sína, í fanginu og lífið virtist svo sannarlega brosa við þeim. Í einni svipan breyttist allt þegar þau hörmulegu tíðindi bárust að Krist- ófer væri dáinn. Hvílíkt reiðarslag, þegar ungur maður deyr í blóma lífs- ins er það sár og óbætanlegur missir fyrir foreldra, dóttur, unga móður, systkini, ömmur, afa, já, okkur öll sem elskuðum þennan ljúfa dreng. Erfitt er að sætta sig við að hann sé okkur horfinn, samt er hann okk- ur svo nálægur, maður minnist geisl- andi brossins, sterka persónuleikans og hjartahlýjunnar. Alla vildi hann umvefja ást og kærleika, sérstaklega mömmu sína, sem hann mat umfram aðra. Minningarnar eru yndislegar og þökkum við þær af alhug. Elsku Erla systir mín, guð gefi þér og okkur öllum sem elskuðum Kristófer styrk til að bera og takast á við söknuðinn og sorgina. Við reyn- um að hafa það að leiðarljósi að við sameinumst öll á ný. Elsku hjartans Kristófer minn, guð varðveiti þig og gefi þér frið. ... en anda sem unnast fær aldregi eilífð að skilið (Jónas Hallgr.) Anna Erlendsdóttir. Ég sit hér og hugsa: Hvernig gat þetta gerst, hvernig stendur á því að Kristófer frændi er farinn frá okkur og við sitjum eftir með sorg í hjarta? Þegar hann fæddist fyrir 26 árum var ég svo spennt, sjálf átti ég tveggja ára dreng og eignaðist svo annan tveim árum seinna, Kristján Björn. Milli hans og Kristófers myndaðist mikill og góður vinskapur sem þeir ræktuðu og héldu ævinlega síðan. Minningarnar um þennan fal- lega dreng eru svo margar og ljúfar, aldrei mun ég gleyma geislandi bros- inu og kímnigáfunni. Ég heimsótti ömmu okkar daginn eftir að þessar hræðilegu fréttir bárust og sátum við saman og skoðuðum gamlar myndir. Þar rákumst við á mynd af frændunum, sonum mínum tveim og honum, þar sem þeir stóðu saman við flugvél, nýkomnir úr flugferð, allir brosandi út að eyrum, geislandi af lífsgleði. En árin liðu og Kristófer villtist af brautinni beinu og gekk stundum erfiðlega að fóta sig í lífinu. Fyrir einu og hálfu ári tókst honum þó að ná tökum á vandamáli sínu, hann eignaðist litlu dótturina Emblu, augasteininn sinn, sem hann sá ekki sólina fyrir og var mikill og góður pabbi. Aldrei gleymi ég deg- inum sem hann kom í heimsókn til okkar með hana og var augljóst hve stoltur hann var og hreykinn. Því miður var baráttan ekki endanlega unnin. Hverjum gat dottið í hug þeg- ar ég hitti bróður hans, Erlend, fyrir nokkrum vikum í Minneapolis að við myndum hittast svona fljótt aftur undir svona kringumstæðum? Þegar bróðir minn dó fyrir 15 árum, ungur að árum, stóð Kristófer, bara lítill drengur við gröf hans og hágrét. Ekki óraði mig fyrir því þá að ég myndi standa núna yfir gröf hans og syrgja hann. Ég veit í hjarta mínu að Krissi bróðir, afi og frændi hans Kiddi hafa tekið að móti honum, hon- um líður betur núna og sársaukinn sem hann hefur þurft að þola er horf- inn. Sársaukinn sem nístir hjarta okkar allra sem eftir sitja hverfur þó ekki á næstuni. Elsku Erla mín, eng- in fátækleg orð geta linað þjáningu þína, ég get aðeins beðið góðan Guð að blessa þig og styrkja. Þó Krist- ófer sé nú horfinn frá okkur lifa í hugum okkar allar fallegu og góðu minningarnar um drenginn þinn. Ég votta syskinum hans og öllum öðrum ættingjum og vinum mína dýpstu samúð og bið Guð að styrkja okkur í sorg okkar. Anna Karen Kristjánsdóttir. Ljúfur drengur er genginn. Leiðir hans og dóttur okkar lágu saman um skeið. Deildu þau bæði gleði og sorg og bjartasti geislinn varð litla dóttir þeirra. En vonir bresta og veruleik- inn verður oft þungbær, en með hverju nýju lífi vaknar ný von, sem nú er okkur huggun. Megi guð sefa sorg og lífið veita líkn, en lögmál þess er kærleikurinn sjálfur. Í hans nafni vottum við að- standendum dýpstu samúð. Einar og Svanhildur. Ég veit ekki hvar ég á að byrja, elsku Feri minn, ég er að vakna eftir símtalið sem ég fékk um það að þú værir farinn. Ég trúði því ekki því viljasterkari og jákvæðari dreng hef ég ekki kynnst. Þú varst allt í öllu, það var alveg sama hvað gekk á. Það eina sem ég get gert er að halda áfram og vera jákvæður, það kenndir þú mér. Það sem þú gafst mér er það dýr- mætasta sem ég á í dag, og það er minning um þig í huga mér, ég get nálgast þig í bæn og hugleiðslu og það hjálpar mér. Þegar ég hugsa til þín þá byrja ég að brosa, því það seg- ir enginn sögurnar eins og þú, brosið þitt og hláturinn þinn gleymist aldr- ei. Þú ert vinur í raun og það er svo sárt að þetta þurfti að fara svona. Ef ég gæti breytt því þá myndi ég gera það, þú veist það. Það sem ég er þér þakklátur fyrir er tíminn sem ég átti með þér og það tekur enginn frá okk- ur. Við munum hittast á ný, hlæja saman og líta yfir farinn veg. Minn hugur er allur hjá þínum nánustu og sérstaklega litlu prinsessunni þinni. Drottinn, ég fel hann þér á vald til þess að byggir með honum og gerir við hann sem þér þóknast. Leystu hann úr sjálfsfjötrunum, svo honum auðnist betur að lúta vilja þínum. Taktu frá honum erfiðleikana, svo að sigurinn yfir þeim megi bera vitni um mátt þinn, kærleik og lífsvegu gagnvart þeim, sem hann leitast við að hjálpa. Hjálpaðu honum alltaf að gera vilja þinn. Ég elska þig og sakna þín mikið. Guð blessi þig, Feri minn. Þinn vinur að eilífu Ingibergur Þór. Lífið er skrítið og stundum hugsar maður um tilgang lífsins. Hvað er gott líf og hvað er vont líf. Öll erum við misjöfn og því er líf okkar allra ólíkt en ég trúi því að hver og einn reyni eins og hann getur að lifa lífinu í sátt við sjálfan sig og aðra. Mark- mið lífsins er að lifa lífinu lifandi og njóta þess að vera til, því það er ekki sjálfsagður hlutur að vakna á hverj- um morgni og sjá sjálfan sig og þá sem maður elskar mest. Maður kynnist mörgum á lífsleiðinni, sumir hafa mikil áhrif á mann en aðrir KRISTÓFER MATTHEW CHALLENDER MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudagana, frá þriðjudegi til sunnudags. Greinunum er hægt að skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist), á disklingi eða í vélrituðu hand- riti. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Bréfsími fyrir afmælis- minningargreinar er 569 1115. Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgunblaðsins Kaupvangs- stræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrifuðum greinum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.