Morgunblaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 42
UMRÆÐAN 42 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ NÁNAST vikulega birtast fréttir um að hverri stórbyggingunni á fæt- ur annarri skuli breytt í hótel. Á nokkrum smærri stöðum á lands- byggðinni eru í gangi áform um að byggja ný hótel og að bæta her- bergjum við þá gististaði sem fyrir eru vegna þess að í júlí er alltaf svo mikið að gera! Það sem ávallt virðist gleymast er að sumarið er einungis 2–3 mánuðir af árinu og því lýsir ár- angur sumarsins raunverulegum ár- angri á ársgrundvelli. Þessi umræða sem rís hæst í júlí á ári hverju er ekki ferðaiðnaðinum til góðs því að þegar kemur fram í nóvember og herbergin standa auð kemur annað hljóð í strokkinn. Ef miðað er við umræðuna í sumar lítur út fyrir að hvert smáþorp á Íslandi haldi að það geti orðið miðpunktur ferðaiðn- aðarins. En hvar eru gestirnir? Þessi nýju hótel eru ekki nauðsyn- leg fyrir erlendu ferðamennina sem heimsækja Ísland kannski 10 vikur ársins og heldur ekki nauðsynleg fyrir Íslendingana sem kjósa frekar að dvelja á einkaheimilum, í sum- arbústöðum eða nota tjöld og tjald- vagna. Hver getur arður þessara hótela orðið sem hafa aðeins 10 vik- ur af 52 til að þéna sæmilega? Utan- landsferðir eru hér á landi taldar miklu meira spennandi og framandi yfir vetrarmánuðina heldur en að ferðast um Ísland. Því miður munu sveitahótel ekki standa undir rekstrarkostnaði og því síður stofn- kostnaði með aðeins 10 vikna há- annatímabil og einstaka hópa yfir vetrartímann. Í Reykjavík er nú nóg framboð á gistirými. Já, hér var eitt sinn skortur, aðallega árin 1999 og 2000 en þá hrópaði svo til öll ferðaþjón- usta á fleiri hótel. Margir sáu þá tækifæri til að byggja hótel sem þeir svo leigðu rekstraraðilum gegn himinháu verði. Bendir þetta til til- hneigingar til gróðafíknar af fjár- festum. Erlendis er það talið eðli- legt að fjárfesting í hótelum sé langtímafjárfesting en hér á landi vilja hóteleigendur verða ríkir einn, tveir og þrír. Nú hefur markaðurinn breyst og Ísland er orðið eitt af dýrustu ferða- mannalöndum heims og þykir ferða- mönnum oft að þeir fái ekki mikið fyrir peningana sína. Allar spár og hugmyndir um að Ísland bjóði eina milljón ferðamanna velkomna hing- að árlega eru undir því komnar að framboð flugsæta verði aukið. Einn- ig ber Ferðamálaráð mikla ábyrgð á eftirspurn til Íslands, en innan Ferðamálaráðs tel ég pólitíkina ráða of miklu og bagalegt er hvernig ráð- ið breytir um stefnu á hverju ári. Áherslan fór úr „einnar nætur æv- intýri“ í að leggja áherslu á heilsu- lindir (Spa); því næst var mottóið „Nátturulega fallegt“ tekið upp en nú er hinsvegar allt of mikil áhersla lögð á helgarstuð í Reykjavík. Frek- ar hefði Ferðamálaráð mátt móta ákveðna stefnu og halda sig við hana í nokkur ár. Ofan á þetta allt saman er ekki einu sinni til sérstakt vörumerki fyrir Ísland. Við ættum að líta til landa svo sem Austurríkis og Írlands og hvernig þau hafa kom- ið sér á framfæri sem ferðamanna- lönd. Af þeim gætum við mikið lært. Fleiri hótel? Það er eðlilegt og ánægjulegt að einhver aukning verði á hótelum og gistirými. Samt sem áður vil ég fyrst sjá meiri vel- gengni hjá þeim hótelum sem nú þegar eru til staðar áður en við deil- um sama fjölda ferðamanna á enn fleiri hótel. Möguleikarnir á að aukning herbergja verði til ágóða eru ekki miklir. Íslenski hóteliðn- aðurinn ætti ekki að apa eftir mis- tök minkabúa, laxeldisstöðva og núna nýverið, fasteignasöluskrif- stofa sem héldu að óendanlegir tekjumöguleikar væru í þeirra greinum. Það er aðeins takmarkað rými fyrir samkeppnisaðila í þessu litla landi og hugsunin „ég get þetta betur en hann“ virkar ekki alltaf. Þetta sjáum við greinilega úti á landi þar sem sveitahótelin eiga í verulegum vanda. Mikill tími og vinna fer í, oft án árangurs, að greiða niður lán og skuldir. Ekki bætir það úr að á síðustu sex árum hefur nýting sveitahótelanna stöð- ugt minnkað yfir vetrartímann. Eig- endaskipti eru tíð og hótelin bera sig ekki. Það lítur út fyrir að innan fárra ára verði bankar landsins og Byggðastofnun stærstu hóteleig- endur á Íslandi vegna vanskila lána. Dæmi eru um að hótel í Reykja- vík þurfi að lækka verð sitt niður fyrir kostnaðarverð til að fá sem flestar gistinætur og peningaflæði. En þrátt fyrir lágt verð bíða gestir ekki í röðum eftir að komast inn á eitthvað hótelið, né bíða þeir spenntir eftir nýjum hótelum nema hótelið skipi sér nýjan sess á mark- aði sem ekki var til áður. Á lands- byggðinni væru gistihús og heima- gisting heppilegri þar sem þau eru ódýrari í byggingu og rekstri en hótel. Ísland er ekki eina fallega land heimsins, við erum í samkeppni við marga aðra ferðamannastaði. Ég hvet því fjárfesta til að hugsa málið vandlega áður en þeir breyta húsi sínu í hótel! Fleiri hótel? Eftir Renato Grünenfelder „Dæmi eru um að hótel í Reykjavík þurfi að lækka verð sitt niður fyrir kostn- aðarverð.“ Höfundur er framkvæmdastjóri. HLUTUR Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun er vel á annan tug milljarða króna. Ábyrgir borgar- fulltrúar hljóta að spyrja sig fyrir hönd umbjóðenda sinna: Er það góð ráðstöfun fjármuna? Er hægt að nýta það fé betur fyrir borgina? Hvers vegna er 12–14 milljörðum króna frá Reykvíkingum betur varið í hlut í Landsvirkjun en annars stað- ar? Örugg eign Reikna má með að þetta fé sé í nokkuð öruggri geymslu. Lítil hætta á að það tapist. En er það nóg? Það er tæpast hlutverk borgarinnar að geyma peninga í fyrirtækjum sem tengjast ekki beint þjónustuhlut- verki hennar við Reykvíkinga eða áætlunum um uppbyggingu í borg- inni. Sögulega séð kunna að hafa verið forsendur fyrir því að borgin byggði upp Landsvirkjun með rík- inu. En þær eru varla fyrir hendi enn. Nú hafa skapast sögulegar for- sendur fyrir því að borgin dragi sig út úr Landsvirkjun og láti pen- ingana vinna fyrir sig á nýjum vett- vangi. Lítill arður Þessi rök skerpast enn í ljósi þess að borgarbúar eiga myndarlegt orkufyrirtæki sjálfir sem mun keppa í síauknum mæli við Landsvirkjun. Nú fær borgin lítið fyrir að geyma fé sitt á þessum stað; snautlegar 120 milljónir á ári fyrir að gangast í 40 milljarða króna ábyrgð á skuldum Landsvirkjunar. Síðan bætist við að borgin er stór minnihlutaeigandi (45%) sem fær engu ráðið um för í þessu fyrirtæki. Þar ræður ríkið. Menn ræða nú mjög um það að í hlutafélögum eigi að auka skyldur meirihlutaeigenda til að kaupa út þá sem eiga stóran minnihluta. Einmitt til að minnihluta sé ekki haldið í áhrifalausri gíslingu. Slík er staða borgarinnar í dag í Landsvirkjun. Dautt kapítal Fyrir Reykvíkinga gildir að láta þetta kapítal vinna fyrir sig í arð- bærum verkefnum sem skipta borg- arbúa máli. Hvað gerir ríkið við bankana? Selur þá. Losar fé til að greiða skuldir eða grafa jarðgöng eða hvað annað það sem talið er hag- kvæmt eða samrýmast hlutverki rík- isins. Á sama hátt gæti Reykjavík- urborg losað um þessa eign sína til arðbærra verkefna. Sönnunarbyrðin Þeir sem vilja halda þessari eign innan Landsvirkjunar verða að sýna fram á að sú fjárvarsla sé hin arð- samasta sem gefst. Séu aðrir kostir til að nýta fjármagnið, sem gefa meiri ávöxtun, eigum við að nýta þá. Nefna má niðurgreiðslu lána; borgin gæi farið langt með að borga upp skuldir sínar og hætt að greiða af þeim vexti. Eða fjármögnun samgöngumann- virkja: Sundabraut hefur verið reiknuð í 10–14% arðsemi (mun meiri en Kárahnjúkavirkjun). Borg- in gæti lánað ríkinu þetta fé til að hraða öllum þremur áföngum Sundabrautar og fengið greitt í skömmtum á framkvæmdatímanum. Það fé mætti svo nýta til enn frekari uppbyggingar samkvæmt ströngum arðsemiskröfum í borginni. Ráð- stefnuhús? Þekkingariðnaður í Vatnsmýrinni? Tækifærin til að láta kapítalið vinna fyrir sig eru fyrir hendi. Kárahnjúkavirkjun og eign borgarinnar Í raun koma áformin um Kára- hnjúkavirkjun þessu máli ekki við. Menn getur greint á um virkjunina og það hvort borgin eigi að standa í orkuvinnslu norðan Vatnajökuls til álvers í Reyðarfirði. Ekki síst vegna þess að nú verðum við Reykvíkingar að ráðast í eigin stórvirkjun á Hellis- heiði vegna hitaveitu. Menn geta varað við því að borgin gangist í ábyrgð fyrir 45 milljörðum vegna virkjunarinnar eða tekið siðferðis- lega ábyrgð á náttúruspjöllum. En hvað sem mönnum finnst um Kára- hnjúkavirkjun geta borgarfulltrúar ekki skorast undan þeirri ábyrgð að ávaxta fjármuni borgarinnar og eignir út frá kröfum sem snúast um arðsemi og þjónustu við Reykvík- inga. Því eru furðulegt að fylgjast með borgarfulltrúum Sjálfstæðis- flokksins gefa út skilyrðislausar yf- irlýsingar um að borgin eigi að ábyrgjast tugmilljarða lán vegna Kárahnjúkavirkjunar, jafnvel áður en fyrir liggur hvort arðsemi hennar sé næg! Frelsum fjármagnið Það kapítal sem borgin á bundið í Landsvirkjun væri betur komið í öðrum verkefnum. Fjármagn á að flæða. Eigandinn hlýtur að gera kröfur til að það flæði eftir þeim brautum sem þjóna hagsmunum hans best. Því er eðlileg krafa að rík- isvaldið þakki borgarbúum fórnfúsa bindingu auðmagns í Landsvirkjun með því að frelsa það til annarra verkefna. Fyrir Reykjavík. Dautt fé í Landsvirkjun Eftir Stefán Jón Hafstein Höfundur er borgarfulltrúi. „Því er eðli- leg krafa að ríkisvaldið þakki borg- arbúum fórn- fúsa bindingu auð- magns í Landsvirkjun með því að frelsa það til annarra verkefna. Fyrir Reykjavík.“ Síðumúla 34 - sími 568 6076 Antik er fjárfesting Antik er lífsstíll skart og perlur skólavörðustíg 12 á horni bergstaðastrætis sími 561 4500 Þetta langar mig í ... Mér líkar það sem er á léttum nótum Guðbjörn Guðbjörnsson söngvari Gallerí Fold - um jólin - Opið til kl. 22.00 Gerður Gunnarsdóttir Jóhannes S. Kjarval Rauðarárstíg 14-16, sími 551 0400 Kringlunni, sími 568 0400, www.myndlist.is Daði Guðbjörnsson Mörkinni 3, sími 568 7477 www.virka.is Opið mán.-fös. frá kl. 10-18 og laugard. frá kl. 10-14 Gjafabréf til saumakonunnar nýtist vel þar sem efnaúrvalið er mikið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.