Morgunblaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 45 ✝ Berglind JanaÁsgrímsdóttir fæddist í Reykjavík 5. apríl 1982. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Foss- vogi miðvikudaginn 11. desember síðast- liðinn. Foreldrar hennar eru Ásgrím- ur Stefánsson, starfsmaður ÁTVR, f. 5. sept. 1950 á Stóru-Þúfu í Eyja- og Miklaholtshreppi, og Hólmfríður Salóme Jónsdóttir, fjarritari, f. 28. feb. 1952 í Reykjavík. Berg- lind var yngst þriggja systkina, en eldri systkinin eru Laufey Ásgríms- dóttir, bókasafns- og upplýsingafræðing- ur, f. 28. mars 1975 í Reykjavík, og Jón Ásgrímsson, starfs- maður ÁTVR, f. 15. maí 1978 í Reykja- vík. Berglind ólst upp á Stóru-Þúfu í Eyja- og Miklaholts- hreppi á Snæfells- nesi. Útför Berglindar Jönu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku Berglind, við munum alltaf sakna þín, elskan. Við þökkum þér samverustundirnar, en við vitum jafnframt, að þú ert að fylgjast með okkur og ert hjá okkur. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafn síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. … Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Hvíl þú í friði, vina. Mamma og pabbi. Berglind systir mín er dáin í blóma lífsins. Það fá víst ekki allir hrukkur í þessu jarðlífi. Berglind var falleg og góð mann- eskja. Hún var einlæg, næm og hafði hlýtt hjartalag. Í sveitinni, þar sem við ólumst upp á Stóru-Þúfu, eyddi hún mörgum stundum með húsdýr- um og gæludýrum, sem hún hafði mikla gleði af og sýndi þeim bæði natni og umhyggjusemi. Berglind var mjög listhneigð. Hún var tónelsk og tók meðal annars námskeið í gít- arleik á grunnskólaaldri. Ég man eftir henni heima þar sem hún sat stundum við löngum stundum við lagasmíðar. Hún hafði einnig mjög gaman af því að teikna og vinna með leir. Þegar ég hugsa til baka, þá man ég oftar en ekki eftir henni við þá listsköpun og nutum við fjölskyldan gjarnan afrakstursins af listsköpun- inni. Ein leirstyttan er mér sérstak- lega hugleikin, en það er kúluvarpari sem einbeittur á svip undirbýr sig til að kasta kúlunni. Þetta listaverk fékk pabbi að gjöf frá henni. Berg- lindi þótti afskaplega gaman að gefa og þiggja gjafir. Hún vandaði sig við gjafaval og var mjög örlát. Stærsta gjöfin sem hún gaf mér var þó sú að vera mér góð systir, traustur og hreinskiptinn vinur. Hún bar hag minn fyrir brjósti og þótti vænt um mig og fjölskylduna okkar. Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla, Og þótt ég hefði spádómsgáfu og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekking, og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú, að færa mætti fjöll úr stað, en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt. ... En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur. (Biblían: 1Kor. 13.) Ég skil við þig Berglind, systir mín, með þakklæti í huga fyrir kær- leikann sem þú sýndir mér og fyrir samfylgdina í lífinu. Ég mun sakna þín og varðveiti minninguna um þig í hjarta. Þín systir Laufey. Það er erfitt að sjá á eftir þér, Berglind mín. Við áttum svo margar góðar stundir saman. Ég var mjög stoltur af þér. Ég fann líka hversu stolt þú varst af mér og leist upp til stóra bróður. Uppáhaldsáhugamál okkar beggja var að veiða í Laxánni heima. Þegar ég fór að veiða, þá var lang- skemmtilegast að fara með þér. Bæði varstu mikil aflakló og hafðir gríðarlegan áhuga. Hnýttir sjálf flugur og hafðir þínar eigin aðferðir, sem voru hrein snilld. Þú stundaðir frjálsar íþróttir fram til 16 ára aldurs og án þess að æfa mikið varstu með þeim bestu á land- inu í þínum aldursflokki í sprett- hlaupum og millivegalengdum. Eitt sinn tókstu þátt í spjótkasti í stúlknaflokki á meistaramóti Íslands 14 ára og yngri. Þó svo að þú hefðir aldrei æft spjótkast, þá vannstu í hörkuspennandi keppni við 30 aðra keppendur og varst stigahæsta stúlka mótsins í einni grein. Þá var ég montinn af þér. Þú hafðir mikinn áhuga á tísku og vissir fjölmargt um fyrirsætur og tískuhönnuði. Þú þekktir einnig marga leikara og stundum þegar við Hrefna horfðum á bíómynd og þekktum ekki leikarana, þá spurðum við þig og þú þuldir upp nöfn þeirra og meira að segja nöfn auka-auka- leikara. Það gat verið nokkuð skond- ið. Fyrir sex vikum síðan gafstu mér mynd af þér. Fyrir fjórum vikum síð- an faðmaðir þú mig. Ég vissi ekki hvað var í vændum, en takk fyrir að kveðja mig. Vertu sæl að sinni og hafðu ekki áhyggjur af okkur. Við Laufey systir, Víðir, mamma, pabbi, amma og allir hinir spjörum okkur. Þinn bróðir, Jón. Okkur systkinin langar að minn- ast frænku okkar með fáeinum orð- um. Á svona stundum koma upp margar spurningar og ótal góðar minningar um skemmtilegar sam- verustundir. Efst í huga er minningin um lítinn ljóshærðan stelpuhnokka heima á Stóru-Þúfu sem ávallt fagnaði komu okkar systkinanna í sveitina. Það var ýmislegt sem við frændsystkinin brölluðum saman og óteljandi drullukökur bakaðar bak við fjár- húsin. Eftir að þið fluttust til Reykjavík- ur minnkaði sambandið, en áfram hélst góður vinskapur, þá sérstak- lega með ykkur Huldísi, sem er næst þér í aldri. Það voru ófáar stundirnar sem þið áttuð saman, þú varst alltaf til í að gera eitthvað skemmtilegt og margir leikir urðu til í sveitinni. Ekki má gleyma 17. júní-hlaupunum í Borgarnesi, þegar þú komst, sást og sigraðir, því þú varst bæði fljót og sterk. Eftir hlaupið fengum við gott í gogginn í Skalló og gasblöðrur sem glöddu okkur frænkurnar. Þú varst falleg, listræn og gefandi, alltaf var stutt í brosið en veikindin settu mark sitt á persónuna og gerðu það að verkum að þú fékkst ekki að njóta þín til fullnustu. Það er óskaplega sárt og ósann- gjarnt að missa yndislega frænku og góða vinkonu, sem átti allt lífið fram- undan. Þú varst mikill prakkari og hafði Elsa Hrönn, litla systir, mjög gaman af því að stússast með þér hjá ömmu hvort sem var í sveitinni eða hér í Borgarnesi. Þú reyndist henni góð vinkona og besta frænka í heimi. Stórt skarð er höggvið í litla fjöl- skyldu sem seint verður fyllt, sorgin er mikil og viljum við biðja góðan guð að varðveita og styrkja þau Ása, Fríðu, Laufeyju, Jón, Víði og ömmu Laufeyju á þessum erfiðu tímum. Megi góðar minningar lifa. Elva, Lilja, Huldís, Stefán og Elsa Hrönn. Litla frænka mín, Berglind, er dá- in. Ég á erfitt með ad trúa því, hún sem var aðeins 20 ára og átti lífið framundan. Um hugann læðast minningar frá því hún var yngri og tók á móti okk- ur, fjölskyldu minni og mér, þegar við komum í heimsókn í sveitina. Þar var alltaf vel tekið á móti okkur og ekki síst Berglind, sem sýndi okkur dýrin og ýmislegt fleira sem tilheyrir sveitinni. Þegar fjölskyldan flutti á höfuð- borgarsvæðið, kom fyrir að Berglind og Fríða, mamma hennar, kæmu til okkar gangandi í Galtalindina, í heimsókn. Alltaf var Berglind elsku- leg í viðmóti og hafði ekki á móti því að passa litla frænda sinn, hann Stef- án Orra, þótt stuttur væri fyrirvar- inn. Vor ævi stuttrar stundar er stefnd til Drottins fundar, að heyra lífs og liðins dóm. En mannsins sonar mildi skal máttug standáí gildi. Hún boðast oss í engils róm. Svo helgist hjartans varðar. Ei hrynur tár til jarðar í trú, að ekki talið sé. Í aldarstormsins straumi og stundarbarnsins draumi oss veita himnar vernd og hlé. (Einar Ben.) Með þessum fátæklegu orðum kveð ég frænku mína Berglindi og bið Guð að styrkja Fríðu, Ása, Lauf- eyju, Jón og aðra ættingja og vini hennar í sorginni. Halldóra Óskarsdóttir og fjölskylda. BERGLIND JANA ÁSGRÍMSDÓTTIR ekki. Hann var sannkallaður vinur vina sinna. Steini bjó ásamt vinkonu sinni, Dagbjörtu, í kjallaranum í sambýl- inu sem var í Sigluvogi 5. Það er óhætt að segja að aldrei var logn- molla í kringum hann Steina. Hann var stemningsmaður og kom öllum í kringum sig í gott skap. Hann var mikill brandarakarl og söngurinn ómaði ósjaldan frá Steina og gjarn- an var gripið í gítarinn. Við lentum í því erfiða hlutverki í Sigluvogi að þurfa að setja Steina landamæri af ýmsum ástæðum. Því tók hann af miklu jafnaðargeði og seint gleymast þau fleygu orð Steina þegar hann rakst á okkur á ein- hverjum óæskilegum stað: ,,Nú var ég aldeilis tekinn í landhelgi.“ Hann var einstaklega orðheppinn og orðaforðinn mikill. Steini var hjálpsamur og ávallt reiðubúinn að aðstoða okkur í hvívetna. Hann hafði gaman af eldhússtörfum og þegar hann eldaði var uppáhaldið ,,vinnukonuvandræði“ og ósjaldan var tekið lagið við eldamennskuna. Fjölskylda Steina var honum mikils virði og reyndist honum ætíð vel. Við viljum votta henni samúð okkar. Minningin um Steina lifir í hjarta okkar. Nú er hann kominn í aðra landhelgi og mun taka á móti okkur þar síðar. Fyrir hönd íbúa og starfsfólks í Sigluvogi, Laufey og Sigríður. Minningar margar frá þeim tíma er við áttum samleið, elsku Steini minn, rifjast nú upp í huga mínum og eru mér svo dýrmætar. Þú sem varst alltaf svo góður við mig og gast fyrirgefið mér allan minn óhemjugang. Fyrir það vil ég þakka þér, elsku vinur minn. „Þar sem góðir menn fara eru Guðs vegir“ og ég veit að á hans vegum mun þér vel farnast. Ástin hefur hýrar brár en heldur sundurleitar, ein er mjúk en önnur sár en þó báðar heitar. (S. Breiðfj.) Hjartans kveðja. Guðlaug. Steini minn, við söknum þín mik- ið. Við Aldís trúum því ekki að þú sért farinn. Við vonum að þér líði vel núna, það var gaman að vera með þér í Bjarkarási og það var gaman að kynnast þér. Við kveðjum þig núna. Guð veiti ættingjum og vinum þínum styrk. Stefán. Steini var besti vinur minn. Mér fannst skemmtilegast þegar hann var uppi hjá okkur að spjalla. Mér þótti mjög vænt um Steina. Við dönsuðum oft saman í Árseli og skemmtum okkur á jólahátíðinni á sunnudaginn. Steini var svo skemmtilegur. Hann spilaði vel á gítarinn sinn og söng, það var mjög gaman. Ég sakna vinar míns og var mjög sorgmædd af því hann dó. Stundum var Steini svo fyndinn að við hlógum helling saman. Honum brá oft þegar ég hnerraði, það fannst okkur báðum svo fyndið. Steini var svo sætur drengur. Hann var bara 50 ára. Karólína. Það er skrítið að koma í Byggð- arenda þessa dagana og vera ekki boðið brosandi góðan daginn eða fá smá stríðni svona til að létta lund- ina. Steini var alltaf mættur við úti- hurðina þegar einhver kom eða fór og þar af leiðandi sá fyrsti sem mað- ur sá og sá síðasti sem maður kvaddi. Steini var sannkallaður gleðigjafi, með sína léttu lund. Þau eru mörg minningarbrotin sem reika gegnum hugann, Steini var alltaf tilbúinn að rétta öllum hjálparhönd og aðstoðina veitti hann ávallt með bros á vör. Það er oft gleði og glaumur hér í Byggð- arenda og á svoleiðis stundu átti Steini það til að grípa gítarinn sinn og söng af mikilli innlifun fyrir okk- ur, það var aukaatriði fyrir Steina hvort söngtextinn væri réttur eða gítarinn rétt stilltur, músikin var að- alatriðið. Og ef of langt var í gít- arinn þá dansaði hann fyrir okkur. Við höfðum nýlokið við að setja upp öll jólaljósin og skreytt hvern glugga í húsinu. Þetta voru góðar stundir því að sjálfsögðu var Steini aðalmaðurinn og til staðar þegar hans var þörf. Smákökubaksturinn tókst líka afar vel og uppáhalds kök- urnar hans Steina sem hann valdi að baka fyrir þessi jól voru mömmu- kökur, sagði að mamma sín hefði alltaf bakað þær fyrir jólin, en Steini vildi bregða aðeins út af og hafði kremið rautt og gult, fannst það líka fallegra þannig. Steini var mikil félagsvera og naut þess að vera innan um fólk, enda vinamargur. Þegar verið var á ferðinni hitti Steini nánast alltaf ein- hvern sem hann þekkti og var þá jafnan heilsað með orðunum: Bless- aður vinur. Steini var góður gest- gjafi og ekki spillti fyrir áhugi hans á eldamennsku þar sem honum þótti gaman að bjóða fram afraksturinn. Síðasta sumar fórum við í bústað- arferð og þar var Steini í essinu sínu, stjórnaði söngnum á kvöldin og var hrókur alls fagnaðar í skoð- unarferðum. Hápunkturinn var svo langþráð heimsókn í Kántrýbæ. Með þessum orðum viljum við kveðja vin okkar, minning hans mun lifa áfram í hjörtum okkar. Við vott- um ættingjum Steina okkar innileg- ustu samúð. Starfsmenn og íbúar Byggðarenda 6. Steingrímur, vinnufélagi okkar og vinur, er dáinn. Það voru þungbær- ar fréttir sem bárust okkur að morgni föstudagsins 13. des. Það er erfitt fyrir okkur að horfast í augu við þá staðreynd að Steingrímur kemur ekki framar í Ásgarð og strá- ir kring um sig gleði eins og hann var vanur og okkur öllum þótti svo vænt um. Steini (eins og við kölluðum hann), byrjaði að vinna hér í Ásgarði í byrjun árs 2000, hann hafði reynd- ar unnið hér í stuttan tíma fyrir nokkrum árum. Hann féll vel inn í hópinn, léttlyndur og söngelskur. Það var ekki sjaldan sem hann hóf upp raust sína við vinnuna og þá tóku allir undir. Það leyndi sér heldur ekki í fimm- tugsafmæli Steina að hann var hluti af stórri, söngelskri fjölskyldu. Þar var nú kátt á hjalla. Steini var samviskusamur og áhugasamur um það sem var í gangi hjá okkur hverju sinni, ekki síst þegar við vorum í okkar árlega leik- listarstússi. Hann náði að vera með í tveimur uppfærslum með okkur, í „Ævintýrinu“ eftir Goethe lék hann ferjukarlinn af innlifun, en hápunkt- urinn var þegar hann lék kóng í „Hamlet“, en það verk fórum við með til Finnlands fyrir rúmu ári. Þar var Steini hrókur alls fagnaðar. Ein minning er ógleymanleg úr þeirri ferð: Um borð í ferjunni, sem flutti okkur milli Svíþjóðar og Finn- lands, var heilmikið ball um kvöldið og dansgólfið var þétt skipað. Ein- hvers staðar í þvögunni var Steini að dansa við undirspil fjörugrar hljóm- sveitar. Svo rofaði svolítið til í þvög- unni þannig að við sáum fram að sviðinu. Þangað var Steini kominn, dansandi með ásláttarhljóðfæri að láni frá hljómsveitinni, og spilaði með og söng af öllum lífs og sálar kröftum. Svona var hann, einlægur, velvilj- aður og glaðvær og lifði sig inn í það sem hann tók þátt í. Við fundum líka það vel þegar Steini byrjaði að vinna allan daginn ekki alls fyrir löngu. Þá fékk morgunsöngurinn okkar, sem búið er að kyrja hér árum saman, allt í einu nýtt líf og varð allur mun glaðlegri. Það er stórt skarð höggvið í hóp- inn okkar, hinn glaðværi hlátur og söngur Steina hljómar á öðrum stað núna. Þó er það svo skrýtið að það er næstum því eins og við heyrum hann hér – ennþá. Við þökkum þér samfylgdina, elsku vinur. Samstarfsfólk í Ásgarði, handverkstæði. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, sonar, föður, stjúpföður, bróður og afa, ÍSLEIFS ARNAR VALTÝSSONAR, Klukkubergi 12, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu í Hafn- arfirði og til lækna og starfsfólks á gjörgæslu- deild Landspítalans við Hringbraut. Sigurbjörg Þorvarðardóttir, Halldóra Skúladóttir, Valtýr Sigurður Ísleifsson, Aðalbjörg Guðgeirsdóttir, Harpa Melsteð, Björgvin Pétursson, systkini og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.