Morgunblaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 58
ÞAÐ læðist reglulega að manni sá
grunur að það sé heill hellingur af
óþekktu liði þarna úti, lokað inni í bíl-
skúr, heima í
stofu eða inn í
herbergi sínu á
hótel mömmu, að
búa til mjög svo
frambærilega
tónlist og oft og
tíðum áhugaverð-
ari en sú sem verið er að gefa út. Fátt
er gleðilegra en þegar þessi innilok-
aða tónlist losnar úr læðingi og nær
til eyrna almennings. Utan þess sem
fram kemur í umslagi veit ég lítil sem
engin deili á Ég … eða Mér, séu
beygingarreglur virtar – nei það er
eitthvað undarlegt, höldum okkur við
Ég. Eftir því sem ég næst kemst hef-
ur sveitin lítið sem ekkert komið fram
opinberlega undir þessu skemmti-
lega nafni. Þegar „Geitungarnir mín-
ir“ tók að óma ótt í sumar kom maður
því af fjöllum og fylltist forvitni enda
hreint ekki á hverjum degi sem svo
stórsmellið og límkennt íslenskt lag
skýtur upp kollinum. Forvitni sú var
enn viðvarandi í sarpinn bættust 10
lög, á fyrstu plötu Ég sem ber hið
kokhrausta nafn Skemmtileg lög.
Og skemmst er frá því að segja að
Ég er enn að koma manni í opna
skjöldu, núna með alveg stór-
skemmtilegri plötu, þar sem í fyrir-
rúmi er hin hreinræktaða gleði sem í
rokkinu getur vel falist, stemning og
stuð. Stuð! Stuð! Stuð!
En tónlistin er samt ekkert létt-
meti. Þetta er ekkert hnakkaskotið
froðusnakk heldur vel þétt gítarrokk,
á stöku stað vel margslungið og
kaflaskipt, hrátt og frumstætt. Ef
finna á einhverja samsvörun þá kem-
ur einna helst í hugann nett loðið síð-
bítl, einkum vegna skemmtilegra
bakradda og McCartney-legs bassa-
leiks, áhrif sem hinir bresku Super-
grass hafa einnig samnýtt af smekk-
vísi í gegnum tíðina og reyndar líka
The Boo Radleys – man einhver eftir
þeim? Hugmyndaríkir textarnir
vekja líka oftast áhuga þótt þeir eigi
reyndar til að fara út í fullmikið bull.
Söngstíll aðalsprautunnar og laga-
höfundarins Róberts Arnar Hjálm-
týssonar á reyndar til að verða full-
einhæfur fyrir heila plötu og
sýrudúlleríið keyrir á köflum fram úr
hófi. Annars er þetta allt saman
meira og minna að svínvirka og
„Geitungarnir mínir“ hreint ekki eini
smellurinn á plötunni og nægir þar að
nefna „Ég er minn eigin læknir“,
„Minneapolis 92%“ og Dr. Gunna-
legt „Lengst uppi á fjalli“.
Málið er því einfalt. Skemmtileg
lög er plata sem ber nafn með rentu.
Ég er í svaka stuði
ÉG
Skemmtileg lög
Fyrsta plata hljómsveitarinnar Ég heitir
Skemmtileg lög. Ég eru Róbert Örn
Hjálmtýsson söngur, dvergakór, bassi,
gítar, orgel, trommur, dvergabanjó, Stein-
dór Ingi Snorrason gítar, Baldur Sívert-
sen Bjarnason gítar víbrafónn, Arnar Ingi
Hreiðarsson bassi, Sigurður Breiðfjörð
Jónsson. Lög og textar eftir Róbert og
Steindór samdi þrjú þeirra með honum.
Róbert stjórnaði upptökum.
Íslenska járnbrautin
Skarphéðinn Guðmundsson
Morgunblaðið/Golli
Ég, um mig, frá mér, til mín.
Tónlist
KVIKMYNDIR/TÓNLIST
58 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
VELDUR hver á heldur. Það er
ekki á allra færi að gera myndir um
ástvinamissi en jafnvel enn vanda-
samara að draga upp viðunandi lýs-
ingu á þeirri óbærilegu reynslu að
vera skyndilega sviptur þeim sem
maður elskar mest í ósveigjanlegan
hramm geigvænlegra sjúkdóma. Við
höfum margoft séð afþreyingariðnað-
inn fást við þetta vandasama við-
fangsefni og oftast verða undir. T.d.
lék Susan Sarandon krabbameins-
sjúka konu ekki alls fyrir löngu í óþol-
andi vellumynd þar sem verið var að
velta sér upp úr mannlegum harmleik
á ódýrasta máta. Þá greindi menn
mjög á um ágæti Myrkradansara
Lars von Trier sem margir líktu við
yfirgengilega sápuóperu.
Ekkert slíkt er uppi á teningnum í
En sång för Martin. Danski leikstjór-
inn Bille August tekur fyrir miskunn-
arlausan hrörnunarsjúkdóm sem
kenndur er við Alzheimer og lýsir sér
fyrst í minnistapi en ágerist mishratt í
síauknum vitglöpum uns hann dregur
sjúklinginn til dauða. August er vissu-
lega mistækur og á að baki miðlunga
einsog Hús andanna og Lesið í snjó-
inn en þess á milli gerir hann snilld-
arverk á borð við Pelle sigurvegari og
Trú, von og kærleikur. Í þann hóp
bætist Söngur handa Martin þar sem
hann gengur afdráttarlaust til verks
og segir átakanlega sögu umbúða-
laust. Hlífir okkur gjörsamlega við
væmni og vettlingatökum og skapar
eina áhrifamestu mynd síðari ára.
Nýtur fulltingis afburðaleikaranna
Svens Wallter, þessa alltof sjaldséða
stórleikara sem hreif mann fyrst fyrir
röskum aldarfjórðungi í Mannen på
taket, og Viveku Seldahl, sem jafnar
fullkomlega magnaðan mótleikara
sinn.
Aðalpersónurnar eru miðaldra
listamenn; konsertmeistarinn Barb-
ara (Seldahl), fiðluleikari í sinfóníu-
hljómsveit sem fær til liðs við sig
stjórnandann Martin (Wallter), sem
jafnframt er virt og þekkt tónskáld.
Bæði búa í hamingjusnauðum hjóna-
böndum og ekki þarf að orðlengja það
að þau verða ástfangin og varpa frá
sér ónýtinu, giftast og verða alsæl um
sinn. Óvænt og fölskvalaus ástin, sem
þau uppgötva á tímaskeiði þegar flest
slík sund eru almennt að lokast, og
tónlistarlífið veita þeim ómælda lífs-
fyllingu. Barbara hættir störfum til
að geta aðstoðað mann sinn við list-
sköpunina og hamingjan ræður ríkj-
um.
Í fyrstunni fer að votta fyrir smá-
vægilegu minnisleysi hjá hinum bráð-
snjalla Martin en enginn telur ástæðu
til að taka það alvarlega fyrr en það
fer að aukast til vandræða. Hann leit-
ar til læknis og þá kemur miskunn-
arlaus sannleikurinn í ljós: Martin er
haldinn hinum ólæknandi Alzheim-
ersjúkdómi og hjónunum sagt að það
besta sem þau geti gert í stöðunni sé
að reyna að haga sér sem lengst eins-
og ekkert hafi ískorist. Sem er í raun
gálgafrestur því veikindin gefa engan
grið og líf hjónanna hrynur í rúst á ör-
stundu.
Sem fyrr segir er En sång för
Martin raunsæ mynd sem vafalaust
dregur upp sanna mynd af þessum
skelfilega sjúkdómi. Því kemur hún
beint í andlitið á áhorfandanum og
lætur örugglega engan ósnortinn.
Eftir því sem ég best veit er Alzheim-
ersjúkdómurinn misfljótur að kné-
setja fórnarlömb sín, í tilfelli Martins
er framvinda hans hröð og algjörlega
óviðbúin. Ástríkið og hamingjan má
sín lítils gagnvart slíkum örlögum.
Eftir situr aðeins sársaukinn og miss-
irinn.
En sång för Martin skilur við mann
meyran sem barn og knýr áhorfand-
inn til að velta fyrir sér fallvaltleika
lífsins. Örlög Martins og Barböru
hljóta að vera verri en dauðinn. Ann-
ars getur maður fátt sagt, enginn veit
fyrr en reynt hefur. August er hins
vegar ekki með neinar ódýrar mála-
miðlanir heldur gerir sitt ýtrasta til
að segja ógnarlega sögu á trúverð-
ugan hátt með fullri virðingu fyrir of-
urviðkvæmu viðfangsefninu. Hann á
tvímælalaust þakkir skildar fyrir að
opna augu áhorfandans fyrir hverf-
ulleikanum og kenna manni að meta
betur gæfuna og njóta hennar og hlúa
að sínu á meðan maður er þess um-
kominn.
Hinn óbærilegi missir
KVIKMYNDIR
Regnboginn (Bíófélagið 101)
Leikstjórn: Bille August. Handrit Bille
August, byggt á Boken om E, eftir Ullu
Isaksson. Kvikmyndatökustjóri: Jörgen
Persson. Tónlist: Stefan Nilsson. Aðal-
leikendur: Sven Wallter, Viveka Seldahl,
Rune Brynjolfsson, Linda Källgren, Lisa
Werlinder, Peter Engman, Klas Dahl-
stedt. 115 mín. Egmont/Nordisk Film.
Danmörk/Svíþjóð 2001.
EN SÅNG FÖR MARTIN (SÖNGURINN
HANS MARTINS)
Sæbjörn Valdimarsson
Sérstök jólasýning!
29. des. kl. 14. örfá sæti laus
5. jan. kl. 14 laus sæti
12. jan. kl. 14. laus sæti
19. jan. kl. 14. laus sæti
Kvöldverður fyrir og eftir sýningar
Miðasala er opin frá kl. 10-16 virka daga,
kl. 14-17 um helgar, frá kl. 19 sýnd.
Ósóttar pantanir seldar 4 dögum fyrir
sýningar. Sími 562 9700
Munið gjafakortin!
Lau 28/12 kl. 21 Jólasýning
Nokkur sæti
Fös 3/1 kl. 21 Uppselt
Lau11/1 kl 21
Grettissaga
saga Grettis
leikrit eftir Hilmar Jónsson byggt
á Grettissögu
sun 29. des kl. 20,
HÁTÍÐARSÝNING, nokkur sæti
föst 3. jan, kl 20, laus sæti
föst 10. jan, kl 20, laus sæti
Miðasala í síma 555 2222 0g á www.hhh.is og midavefur.is
Miðasala er opinn alla virka daga frá 15.00 til 19.00.
Nánari upplýsingar um Grettissögu og máltíð á Fjörukránni
fyrir sýningu á www.hhh.is
Stóra svið
SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI
eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson
Frumsýning lau 11/1kl. 20 UPPSELT
2. sýn su 12/1 kl 20 gul kort,
3. sýn fö 17/1 kl. 20 rauð kort 4.sýn lau 18/1 græn kort
SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller
Lau 28/12 kl 20, Su 29/12 kl. 20
Sýningum fer fækkandi
HONK! LJÓTI ANDARUNGINN
e. George Stiles og Anthony Drewe
Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna
Su 29/12 kl 14, Su 12/1 kl 14,
Nýja svið
Þriðja hæðin
Litla svið
Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga.
Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is
Miðasala: 568 8000
HERPINGUR e. Auði Haralds og
HINN FULLKOMNI MAÐUR e.Mikael Torfason
í samstarfi við DRAUMASMIÐJUNA
Lau 28/12 kl 20, Fö 10/1 kl 20
Síðustu sýningar
RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare
í samstarfi við VESTURPORT
Má 30/12 kl 20, UPPSELT,
Fö 3/1 kl. 20
SÓL & MÁNI eftir Sálina hans Jóns míns og Karl Ágúst Úlfsson
FORSALA AÐGÖNGUMIÐA STENDUR YFIR - GJAFAKORT Á TILBOÐSVERÐI TIL JÓLA
JÓN OG HÓLMFRÍÐUR e. Gabor Rassov
frekar erótískt leikrit í þrem þáttum
Su 29/12 kl 20, Fö 3/1 kl. 20
GJAFAKORT Í LEIKHÚSIÐ - FRÁBÆR JÓLAGJÖF
JÓLAGAMAN BORGARLEIKHÚSSINS
Jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum í leikbúningi ofl.
Su 5/1 kl 14 og 15 - Kr 500
15:15 TÓNLEIKAR
Takemitsu, George Crumb. Benda
Lau 21/12 kl 22 - ath. breytan tíma
Hversdagslegt
kraftaverk
eftir Évgení Schwarz
Leikstjóri: Vladimir Bouchler.
Lau. 21.12. kl. 19 laus sæti
fös. 27.12. kl. 20
lau. 28.12. kl. 19
Barn fær frítt í fylgd með fullorðnum
í leikhúsið yfir jólin.
Miðasölusími sími 462 1400
www.leikfelag.is
Jólasöngvar
Kórs Langholtskirkju
í Langholtskirkju
Fös. 20. des. kl. 23:00
Lau. 21. des. kl. 23:00
Sun. 22. des. kl. 20:00
Kór Langholtskirkju
Gradualekór Langholtskirkju
Stjórnandi:
Jón Stefánsson
Einsöngvarar:
Ólöf Kolbrún Harðardóttir
Ólafur Kjartan Sigurðarson
Úrvals hljóðfæraleikarar
Kakó og piparkökur í hléi
Ógleymanleg jólastemmning
Miðasala í Langholtskirkju
og við innganginn
klang@kirkjan.is
Laugardag 21. des. kl. 16.00
Lúðrasveitin Svanur
Jólatónleikar
Stjórnandi:
Haraldur Árni Haraldsson.
Skógarhlíð 20 105 Reykjavík
Sími 551 5677
Miðasala í húsinu
klukkutíma fyrir tónleika