Morgunblaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
BEINMERGS- og nýrnaflutningar
eru í undirbúningi á Landspítala –
háskólasjúkrahúsi og er talið að þeir
geti hafist um mitt næsta ár. Gert er
ráð fyrir samtals um 15 aðgerðum á
ári og er áætlað að kostnaður aukist
ekki frá því sem nú er.
Jóhannes Gunnarsson, lækninga-
forstjóri Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss, segir að beinmergsflutn-
ingar hafi lengi verið á döfinni á
spítalanum. Undirbúningi hafi verið
frestað fyrir nokkrum árum, þar sem
þörfin hafi skyndilega minnkað, en
nú hafi sjúklingum, sem þurfi á bein-
mergsflutningi að halda, fjölgað og
það réttlæti aðgerðir hér á landi.
Þekkingin hafi líka aukist og sé öll til
staðar hérna auk þess sem tækja-
búnaður sé til, en hann sé samnýttur
í öðrum tilgangi, m.a. í Blóðbankan-
um. Þetta gefi færi á því að hrinda
málinu af stað með tiltölulega litlum
eða nánast engum stofnkostnaði og
verið sé að kanna hvort útreikningar
þess efnis að ekki þurfi að bæta við
miklum kostnaði standist. Fyrir liggi
að það að senda sjúklinga til útlanda
vegna beinmergsflutnings sé tals-
vert hár þröskuldur og því fari færri
en þurfi. Þess vegna sé áætlað að
þessum sjúklingum fjölgi en samt sé
talið að hægt sé að gera hvern bein-
mergsflutning fyrir minna fé en ver-
ið sé að borga Svíum fyrir þessar að-
gerðir. Gangi dæmið upp sé stefnt að
því að hefja framkvæmdir um mitt
næsta ár, en gert sé ráð fyrir um sjö
aðgerðum á ári.
Að sögn Jóhannesar eru svipuð
áform uppi varðandi nýrnaflutn-
ingana. Þar sé eingöngu verið að tala
um flutninga úr lifandi nýrnagjöfum
en um átta aðgerðir á Íslendingum
hafi farið fram í Kaupmannahöfn á
ári. Íslenskur læknir hafi unnið við
svona aðgerðir í Bandaríkjunum í
mörg ár og hann sé mjög áhugasam-
ur um að aðstoða við aðgerðir á Ís-
landi með því að koma til landsins
tvisvar til þrisvar á ári. Þó nokkrir
aðrir íslenskir læknar hafi tekið þátt
í svona störfum meðan þeir hafi verið
í sérnámi erlendis og talið sé að næg
þekking sé til staðar.
Beinmergs- og nýrnaflutningar gerðir á Landspítala
Reiknað er með um
15 aðgerðum á áriFRAMLEIÐSLA á kjúklingum í nóv-ember nam 511 tonnum sem er89,7% meira en í nóvember í fyrra.
Ekki seldust hins vegar nema 414
tonn þannig að um 19% framleiðsl-
unnar fóru beint í frystigeymslur
þar sem talsvert er fyrir af kjúkling-
um. Á síðustu 12 mánuðum hefur
sala á kjúklingum aukist um 15,1%,
en framleiðslan hefur hins vegar
aukist um 54,6%. Þetta kemur fram í
tölum frá Bændasamtökunum.
Á síðustu þremur mánuðum hefur
framleiðsla á kjúklingum verið 138
tonnum meiri en salan. Birgðasöfn-
un hefur einnig orðið á svínakjöti, en
munur á framleiðslu og sölu á þessu
þriggja mánaða tímabili er 166 tonn.
Á síðustu 12 mánuðum hefur sala
á kjöti aukist um samtals 2,4%.
Framleiðslan á sama tíma hefur hins
vegar aukist um 6,9%. Söluaukn-
ingin er mest í kjúklingum (15,1%)
og svínakjöti (13,3%). Svo er hins
vegar að sjá að heldur sé að hægja á
þessum vexti því sala í nóvember er
nokkru minni er í október.
Sala á lambakjöti var 15% meiri í
nóvember en í sama mánuði í fyrra.
Salan hefur hins vegar dregist mikið
saman á árinu. Ef litið er á síðustu
12 mánuði er sala á lambakjöti ein-
ungis 444 tonnum meiri en á svína-
kjöti. Sala á svínakjöti hefur aukist
mjög mikið og ef sú þróun heldur
áfram á næsta ári eru allar horfur á
að neysla á svínakjöti verði meiri á
næsta ári en neysla á lambakjöti.
Það markar tímamót, enda hefur
lambakjöt verið það kjöt sem þjóðin
hefur borðað mest allra kjöttegunda
í um 1100 ár.
19% fram-
leiðslunnar
eru óseld
*
+ &<
/-
&<
&<
K+,&<
$ &<
+
&''&
,
-. / .0
&''#
*5
8
S9
8 8 )*+%,
8
S 8 S
9
8
)-+-,
„ÞIÐ ERUÐ bestu áhorfendur í heimi,“ sagði Chris
Martin söngvari Coldplay við fimm þúsund gesti Laug-
ardalshallar á tónleikum sveitarinnar þar í gærkvöldi.
Viðbrögðin létu ekki á sér standa og sveitin var tvíveg-
is klöppuð upp.
Svitinn bogaði af andliti sveitarmeðlima sem lifðu sig
inn í tónlistarflutninginn á sviðinu, baðaðir marglitum
ljósum. Í salnum tóku áhorfendur rækilega undir með
söng og dansi svo úr varð rafmagnað andrúmsloft.
Morgunblaðið/Kristinn
Við suðumark
í Höllinni
Chris Martin þenur raddböndin.
HORFUR eru á því að sjónvarps-
áhorfendur fái notið eins konar
kvennaspaugstofu á skjánum í
haust.
Í samtali við Eddu Björgvins-
dóttur leikkonu kemur fram að
nokkrar þekktar grínleikkonur séu
farnar að vinna að grínþáttum fyr-
ir sjónvarp. Auk Eddu skipa hóp-
inn leikkonurnar Helga Braga
Jónsdóttir, Ólafía Hrönn Jóns-
dóttir, Halldóra Geirharðsdóttir og
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir.
Edda segir að hópurinn muni
vekja athygli á sér með vorinu.
„Síðan er gert ráð fyrir að sýn-
ingar hefjist á annarri hvorri sjón-
varpsstöðinni – þeirri sem er ynd-
islegri við okkur – í haust,“ segir
Edda.
Kvennaspaug í sjón-
varpinu næsta haust?
Meiri sérviskupúki/B2
GREIÐSLUKORTAVELTA
einstaklinga í desember hefur
minnkað um 10% frá í fyrra og
um 5% hjá fyrirtækjum sam-
kvæmt upplýsingum Europay.
Fyrstu tvær vikur þessa mán-
aðar hafa einstaklingar verslað
fyrir 841 milljón króna á
greiðslukort sín en í fyrra var
veltan 933 milljónir króna á
jafnlöngu tímabili.
Árið 2000 var veltan 897
milljónir kr. Öll árin hefur velt-
an aukist frá nóvember til des-
ember en áberandi minnst að
þessu sinni, eða um 1,38%. Til
samanburðar jókst veltan milli
mánaða um 18,72% árið 2000 og
um 13,41% í fyrra. Þá snar-
minnkar greiðslukortavelta
fyrirtækja milli nóvember og
desember á þessu ári miðað við
fyrri ár. Nú minnkar hún um
28,54% eða úr 79 milljónum í 56
milljónir en árin tvö þar á und-
an jókst hún um tæp 4% í des-
ember. Velta fyrirtækja fyrstu
13 daga desembermánuðar hef-
ur minnkað, en hún var 66,8
milljónir árið 2000 og er nú 56,6
milljónir.
Samkvæmt upplýsingum frá
VISA Ísland hefur desem-
berveltan aukist um 7% frá í
fyrra. Miðað er við samanlagða
veltu einstaklinga og fyrir-
tækja, sem var 4,6 milljarðar í
fyrra og 5 milljarðar nú.
Samdráttur
í greiðslu-
kortaveltu
RAFORKUNOTKUN við-
skiptavina Orkuveitu Reykja-
víkur á höfuðborgarsvæðinu
náði sögulegu hámarki um kl.
19 á þriðjudag þegar heildar-
notkunin fór í 167,2 MW. Fyrra
met var frá fimmtudeginum 20.
desember á síðasta ári þegar
notkunin fór hæst í 163,5 MW
um kl. 16 þann daginn. Íbúar á
höfuðborgarsvæðinu notuðu
rafmagn einnig í miklum mæli í
gær en metið frá þriðjudegin-
um var þó ekki slegið. Munaði
þar aðeins 2 MW.
Mælingin sem hér um ræðir
er klukkutíma meðaltalsgildi
raforkunotkunar á höfuðborg-
arsvæðinu, að Hafnarfirði und-
anskildum. Að sögn Gunnars
Aðalsteinssonar hjá Orkuveitu
Reykjavíkur hefur það verið
vaninn undanfarin ár að met
hafa fallið á aðventunni þegar
undirbúningur jólanna hefur
staðið sem hæst. Áður var met-
ið gjarnan slegið á aðfangadag
þegar jólasteikurnar voru í ofn-
inum eða pottunum en Gunnar
segir aukna raforkunotkun at-
vinnulífsins einnig hafa haft sitt
að segja.
„Verslanir eru opnar lengur
og sum fyrirtæki starfandi
fram á kvöld og þetta bætist við
eldamennskuna, jólaköku-
baksturinn og öll jólaljósin,“
segir Gunnar.
Raforku-
notkun
aldrei meiri