Morgunblaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 48
MINNINGAR 48 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Magnúsína Guð-mundsdóttir var fædd á Brekku á Ingjaldssandi 20. september árið 1916. Hún lést á Sjúkrahúsi Ísafjarðar 11. þessa mánaðar. Foreldrar hennar voru Guðrún Magnúsdóttir og Guðmundur Einars- son bóndi og refa- skytta á Brekku á Ingjaldssandi. Magn- úsína var 13. barn Guðrúnar en hún eignaðist alls 17 börn með Guðmundi. Fimm börn þeirra hjóna létust í æsku. Þeirra verður ekki getið hér nánar. Þau sem upp komust auk Magnúsínu voru: Helgi, f. 22.10. 1899, d. 16.3. 1986; Hall- dóra, f. 20.11. 1900, d. 18.3. 1991; Þóra, f. 18.8. 1903, d. 6.7. 1991; Guðmundur Óskar, f. 30.7. 1906, d. 13.7. 1986; Guðrún, f. 16.5. 1910, d. 2.10. 1999; Guðríður, f. 12.8. 1912; Jón Halldór, f. 3.12. 1913, d. 20.6. 1991; Kristján, f. 27.9. 1918, d. 28.3. 1988; Ragnar Gísli, f. 25.9. 1920, d. 7.3. 1929, eignaðist hún fimm börn. Þau eru: Ármann, f. 11.6. 1948, d. 15.11. 1993; Oddur Ævar, f. 1.11. 1950, kvæntur Ásdísi Björk Ás- mundsdóttur og eiga þau þrjá syni; Unna, f. 9.3. 1952, gift Jónasi Arn- órssyni og eiga þau þrjú börn; Ingj- aldur Brynjar, f. 23.6. 1954, fv. kona hans er Kristín Stefánsdóttir og eiga þau fjögur börn og eitt barnabarn, og Vilhelmína Halla, f. 16.12. 1957, maki hennar er Guð- mundur Hólm Indriðason og eiga þau fjórar dætur. Lengst af bjó Magnúsína á Flat- eyri. Hún og Guðmundur Ármann stofnuðu heimili árið 1948 og bjuggu þar samfellt í 34 ár. Fyrir utan öll heimilisstörfin, sem hún innti af hendi, vann hún iðulega ýmis önnur störf utan heimilis, s.s. við ræstingar og fisk- vinnslu. Af þeim störfum ber hæst það afrek Magnúsínu, að skúra gamla og nýja Barnaskólann á Flat- eyri í hart nær þrjá áratugi. Á meðan Flateyri var og hét árið 1982 tóku hjónin sig upp og fluttu í Hveragerði. Þar bjuggu þau til árs- ins 1991 er þau fluttu aftur vestur á firði. Á Ísafirði bjuggu þau upp frá því. Útför Magnúsínu verður gerð frá Ísafjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Holti í Önundarfirði. 13.8. 2002; Guðdís Jóna, f. 1.1. 1924, og Guðmunda Jónína, f. 10.6. 1926. Guðmundur Einars- son eignaðist alls 21 barn. Með Katrínu Gunnarsdóttur eign- aðist hann fjögur börn. Þau voru: Einar, f. 30.9. 1892, d. 16.7. 1966; Sigríður, f. 1.7. 1894, d. 17.9. 1992; Gunnar, f. 30.5. 1898, d. 24.10. 1987; og Her- dís, f. 30.5. 1898, d. 8.1. 1990. Með fyrri manni Magnúsínu, Gunnari Eysteinssyni, f. 31.8. 1917, d. 23.10. 1986, eignaðist hún tvö börn. Þau eru Kolbrún, f. 9.12. 1939, gift Erling Jóni Sigurðssyni. Þau eignuðust sjö börn. Tvö þeirra dóu sama dag og þau fæddust. Barnabörn þeirra eru 15; Hrafn- kell, f. 24.6. 1942, kvæntur Svan- björtu Þorleifsdóttur og eiga þau fimm börn og tvö barnabörn. Með seinni manni Magnúsínu, Guðmundi Ármanni Oddssyni, f. Elsku mamma. Núna er komið að nokkrum kveðjuorðum til þín. Það er margs að minnast. Allt eru það ljúfar og góðar endurminningar. Eftirfar- andi vísa lýsir því nánar: Hver minning dýrmæt perla að loknum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Ég veit það fullvel, að þú varst á móti löngum lofræðum um fólk. Ég leyfi mér að skilja skoðun þína þann- ig, að þú hafir verið á móti oflofi sem fólk kreistir upp úr sér af þýlyndi einu saman. Slík skrif fæst ég aldrei við, hvorki nauðugur né viljugur. Þú hrós- aðir þeim sem áttu það skilið. Það ætla ég líka að gera núna. Þú átt það sannarlega inni hjá mér. Alltaf varst þú fylgjandi því sem fegrað gat og bætt mannlífið og umhverfi þess. Þú varst sjálfri þér samkvæm og hafðir efni á því að benda fólki á það sem betur mátti fara ef því var að skipta. Þá skipti ekki máli hvort í hlut átti sjálfur séra Jón eða Sigga skrína. Hin síðari ár hefur faðir minn margsagt mér hversu mikið hann dáði þig, mamma mín. Ungur að árum féll hann kylliflatur fyrir þér. Honum fannst þú vera einstaklega falleg kona og hefðir sterkan og mikinn persónu- leika. Ekki minnkaði hrifning hans þegar þið hófuð búskap og hann kynntist einstökum dugnaði þínum, ósérhlífni, samviskusemi, mikilli ábyrgðarkennd, nýtni og nægjusemi. Við systkinin vorum mjög lánsöm að eiga þig fyrir móður. Þú lagðir þig alla fram við það að gera þitt besta. Þú stjanaðir við okkur alla tíð og varst sístarfandi frá morgni til kvölds. Það er ótrúlegt hversu miklu þú komst í verk. Allt var í röð og reglu. Þú eldaðir hollan og góðan mat og bakaðir vikulega. Allt var prjónað og saumað heima. Flest munum við systkinin eftir fyrstu búðarkeyptu flíkinni. Á haustin var unnið af kappi við sláturgerð. Heilu kjötskrokkarnir voru verkaðir. Sumt fór í hakk, annað í smásteik, gúllas eða eitthvað annað. Þú bjóst til heimsins bestu kæfu. Pabbi hafði sérstakt dálæti á ber- jatínslu. Það var mikil vinna við að hreinsa berin, sulta og safta allt það magn sem hann tíndi. Enda var búrið orðið matarlegt á aðventunni. Allar hillur voru svo fullar af kökuboxum, sultukrukkum, saftflöskum og fleiru góðgæti, að við bræðurnir áttum erf- itt með það að finna rúsínurnar og sveskjurnar sem þú faldir fyrir okk- ur. Alla tíð varstu ung í anda. Besta dæmið um það er þegar þú varst orð- in rúmlega áttræð. Þú varst á heim- leið í strætó á Ísafirði. Vagnstjórinn hafði stöðvað vagninn. Hann kallaði aftur í vagninn og spurði hvort gamla konan ætlaði ekki fara út þarna. Þá leist þú aftur fyrir þig en sást enga gamla konu þar. Síðan kallaðir þú til baka í mesta sakleysi, að hér væri engin gömul kona. Það glumdi við hlátur í vagninum og þá rann loksins upp fyrir þér, að vagnstjórinn hafði beint orðum sínum til þín. Þegar þú komst heim úr þeirri ferð hlóst þú manna mest að sjálfri þér. Þú varst einstaklega hraust nema tvö síðustu æviárin. Hreysti þína gast þú eflaust þakkað að hluta smámorg- unleikfimi sem þú stundaðir lengi vel og reglulegum gönguferðum, löngu áður en þær komust í tísku. Mesta ánægju hafðir þú af gönguferðum úti í óspilltri náttúrunni. Þar naust þú kyrrðarinnar og þar skynjaðir þú vel eilífðina og öll lífsundur skaparans mikla. Þér var það þyrnir í augum að sjá skran og rusl liggjandi á víða- vangi. Ósjaldan tókstu heim með þér ýmiss konar smárusl og fleygðir því þegar heim kom. Bæjaryfirvöld léstu vita af öðru skrani þegar þú varst þess fullviss að það yrði ekki fjarlægt í bráð. Gott dæmi um það hversu létt þú gast verið á þér gerðist fyrir aðeins þremur árum, þegar þú dvaldir á heimili mínu um tíma. Þú ætlaðir þér að fara að lesa og vildir liggja fyrir og láta fara vel um þig. Þegar þú komst að tvíbreiðu rúminu lá faðir minn við rúmstokkinn, steinsofandi og hrjót- andi. Ekki vildir þú vekja hann. Þá gerðir þú þér lítið fyrir og vippaðir þér fimlega yfir klyftarháan rúmgafl- inn. Sérhver nútímaunglingur getur öfundað þig af slíkum tilþrifum eins og þú sýndir þá. Þú lést þér aldrei leiðast. Einu sinni sagðir þú mér frá því, að þú létir þig alltaf hlakka til einhvers sem framundan væri. Það gat t.d. verið góð bók sem þú varst að lesa eða eitt- hvert áhugavert efni í útvarpi eða sjónvarpi. Þær voru ófáar bækurnar sem þú last um dagana. Slíkan munað léstu aldrei eftir þér fyrr en öll skyldustörf voru að baki. Þú hafðir líka yndi af því að segja öðrum frá þeim sögum sem þú last hverju sinni. Þú fórst létt með það að endursegja söguþráð heilla bóka svo atburðir og fólk urðu ljóslifandi í frásögn þinni. Þótt þú hafir haft yndi af því að segja sögur, þá sagðir þú ekki kjaftasögur. Slíkt var fyrir neðan virðingu þína. Þér fannst fólk fara illa með tíma sinn, sem stundaði þá iðju að snapa sér þvílíkar sögur út og blaðra þeim. Sjálf varst þú góður áheyrandi. Ósjaldan bentir þú manni á betra málfar og leiðréttir allar rassbögurn- ar. Fyrir daga sjónvarpsins voru laug- ardagskvöldin þér mikil upplyfting. Þá daga hamaðist þú við það að þrífa allt hátt og lágt og skúra út úr dyrum. Heimilið angaði allt af bónlykt og hreingerningarefnum. Að verki loknu klæddir þú þig upp á og fórst í þitt fín- asta púss. Hátíð var í bæ. Þá var sest niður við útvarpið og beðið með óþreyju eftir því að framhaldsleikritin byrjuðu. Þegar leikritin hófust var hlustað með athygli og þú barst lof á uppáhaldsleikarana þína. Sérstaklega er mér minnisstætt leikritið: Um- hverfis jörðina á 80 dögum. Aldrei heyrði maður þig kvarta eða tala um það, að þú værir þreytt. Þótt heimilisstörfin krefðust síns tíma hafðir þú alltaf tíma til þess að hugsa af alúð um öll inniblómin og heima- garðinn, bæði á Flateyri og í Hvera- gerði. Í sameiningu gerðuð þið Ár- mann, bróðir okkar, hann að sannkölluðum lystigarði. Enda kom að því að garðurinn í Hveragerði vann til verðlauna fyrir glæsileik. Ekki gleymdir þú málleysingjun- um, öllum snjótittlingunum sem þú gafst reglulega og hændir að þér eða heimilisdýrunum, öllum köttunum og svo hundinum, honum Trygg gamla. Það var eftirtektarvert hvað feldur þeirra var fallega gljáandi. Þú fullyrt- ir, að það stafaði af lýsinu sem þú gafst þeim vel útilátið. Ef þú gast ekki tekið Trygg með þér þegar þú skrappst t.d. í búð, þá talaðir þú við hann og sagðir honum að hann yrði að bíða rólegur heima, en þú gæfir hon- um í staðinn súkkulaðibita við heim- komuna. Hann skildi það, enda rukk- aði hann þig ákafur um bitann þegar þú komst til baka. Bæði þér og Tryggi þótti það mjög miður ef súkkulaðið gleymdist. Þú varst alltaf mjög gestrisin. Það var eftirtektarvert hversu oft ungt fólk kom í heimsókn. Þú leyfðir því að njóta sín og varst ekki með óþarfa að- finnslur eða siðaprédikanir í þeirra garð eins og stundum vill brenna við hjá þeim fullorðnu. Það var engu lík- ara en að börn og unglingar hændust að þér. Í þau hartnær 30 ár sem þú skúraðir Barna- og unglingaskólann á Flateyri minnist ég þess ekki að þú hafir fengið nokkurt þeirra fjölmörgu ungmenna sem þú umgekkst þar upp á móti þér. Nærvera þín var indæl þótt þú hefðir ákveðnar skoðanir á mönnum, málefnum og pólitíkinni. Þú fylgdist alla tíð með stjórnmálum. Þér hefði farið vel úr hendi að taka til á stjórn- arheimilinu. Þú hefðir dustað rykið af stjórnarandstöðunni, fleygt út hinu fánýtinu og sett réttlætið í öndvegi. Einhvern veginn hef ég það á til- finningunni að þú hafir lesið öll þessi skrif yfir öxl mér, því mér finnst hljóma í eyrum mínum: ,,Ertu orðinn vitlaus strákur! Ekki ætlarðu að láta landsmenn lesa alla þessa vitleysu um mig. Ég gæti hreinlega óskað mér niður í jörðina ef þú gerðir það!“ Jú, þannig fer það einmitt, móðir mín. Þú varst sátt við guð og menn og varst tilbúin að fara til betri heima. Þú varst sárþjáð. Þér líkaði illa að geta ekki orðið öðrum að liði. Í löngum veikindum þínum fannst þér erfitt að láta aðra ala önn fyrir þér. Þú varst aldrei sátt við slíkt hlutskipti enda þótt þitt eigið hlutskipti í lífinu hafi alla tíð verið að hugsa um velferð ann- arra. Við vitum öll, að guð, góðir englar, vinir, horfnir ættingjar og Ármann þar fremstur í fylkingu taka á móti þér opnum örmum. Hafðu kærar þakkir fyrir allan kærleik þinn, örlæti og fórnfýsi, fyrr og síðar. Heimsins besta mamma, við erum öll mjög stolt af þér. Hvíl í friði. Gott er sjúkum að sofna meðan sólin er aftanrjóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. (D.S.) Oddur Ævar og systkin. Það var snemma vors árið 1955, að piltungur nokkur, ríflega seytján að aldri, sté á land á stað þann, sem á Fjörðum vestur heitir Flateyri. Byggð þessi stendur í Önundarfirði, sem umgirtur er, að minnsta kosti í þann tíma í mínum augum, fegurstu fjöllum á Íslandi, að öðrum bergrisum ólöstuðum. Í hjarta þessa unga pilts, sem nú er að vísu nokkuð kominn til ára sinna, bærðist heit ást, eftirvænt- ing og þrá, þar sem tilgangur farar þessarar var að komast á fund elsk- aðrar unnustu sinnar. Þar sem pilt- korn þetta gekk á land upp, heitir Hafnarstræti og liggur gata sú allt frá hafnarsvæðinu upp til kirkju staðar- ins. Þetta voru hin fyrstu spor sem ég sté á þennan fallega stað. Hélt ég sem leið lá án þess þó ég gerði mér grein fyrir hvert halda skyldi en einhverra hluta vegna hélt ég í átt til kirkju- plássins. Þetta var um mitt hádegi og því ekki ýkja margir á ferli. Miðsveg- ar milli guðshússins og hafnarsvæð- isins mætti ég konu nokkurri. Hún var tíguleg í fasi, hnarreist og fögur og af henni stafaði ljómi sem minnti á fágaðan gimstein sem lýsti af orku og yndisleika. Okkur varð litið hvoru á annað sem snöggvast og gengum nokkur spor hvort fram hjá öðru. Síð- ar komst ég að því, án þess að við hefðum áður kynnst, ellegar augum litið hvort annað, að í raun vissum við ýmislegt hvort um annað. Árum síðar komst ég að því að hughrifin voru á rökum reist. Ég mun hafa sagt við sjálfan mig: „Ég er viss um að þetta er mamma hennar Kollu.“ Hún sagði löngu síðar: „Mikið er hann sætur, strákurinn hennar Kollu.“ Greinarkorn þetta er ekki til þess ritað að fjalla um rómantík eða annað þar að lútandi, í þeim efnum tekur hvað við af öðru hvort sem er. Sporin okkar þegar við mættumst munu aldrei mást, að minnsta kosti ekki í mínum huga, vegna þess að ég veit hvar þau lágu. Oft hef ég komið til Flateyrar síðan og yfir sporin okkar feykist mold og ryk, þó glitra þau ávallt í mínum augum eins og af gulli gerð séu. Elsku tengdamamma, þú gafst mér það dýrmætasta sem þú áttir, þinn eigin frumburð. Einu sinni sagð- ir þú, annaðhvort í gamni eða alvöru, að ég hefði tekið við uppeldi dóttur þinnar úr þínum höndum. Síðan eru liðin nær fimmtíu ár og ég held að í þetta sinn hafi þér skjátlast, það var hún sem tók að sér uppeldi mitt, sem betur fer. Tengdamamma, þín spor verða ekki fleiri í þessum synduga heimi. Nú liggja þau upp á við til dýrðlegs fagnaðar Herra þíns og vonandi verða öll þín spor hér og annars stað- ar okkur til eftirbreytni. Eitt hef ég ekki minnst á enn, en það eru mannkostir þínir sem fáum eru gefnir. Líf okkar mannanna hér á jörð er varðað bæði gleði og sorg, stundum nær óyfirstíganlegri sorg. Ein er sú kenning kristninnar sem þú kunnir að tileinka þér og innihald þeirrar kenningar verður hinsta kveðjan til þín frá mér: Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsam- ur, hreykir sér ekki upp. Hann hegð- ar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki lang- rækinn. Hann gleðst ekki yfir órétt- vísinni, en samgleðst sannleikanum. Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. Erling Jón Sigurðsson. Mig grunaði ekki þegar ég hringdi í ömmu um daginn að það yrði síðasta skiptið sem ég talaði við hana. En þegar ég rifja upp samtalið, held ég að amma hafi þá vitað að Guð vildi fara að fá hana til sín. Ég hafði orð á því við hana að mig langaði til að fljúga vestur og heimsækja hana. Amma hikaði en sagði svo: „Nei, elsk- an mín, mundu bara eftir mér eins og ég var.“ Og svo margs er að minnast. Í þessu síðasta spjalli okkar hlógum við þegar við rifjuðum upp sumarið sem Gummi afi málaði prestsetrið í Holti. Ég var sjö eða átta ára gömul og heimtaði að fá að hjálpa afa því ég vildi fá að borga með mér, fyrir fæði og húsnæði, sagði amma. Við rifjuð- um upp berjaferðirnar okkar, þegar við fórum saman upp í Hlíð og komum heim með fötur hlaðnar bláberjum og krækiberjum sem við borðuðum með hnausþykkum rjóma. Ég man eftir innkaupaferðunum með ömmu út í Kaupfélag. Oft gengum við þangað og á leiðinni heim komum við stundum við í Allabúð þar sem amma keypti eitthvert góðgæti handa mér, en amma átti alltaf eitthvað gott í poka- horninu handa barnabörnunum sín- um. Hún bakaði mikið, enda margir munnar í fæði á Eyrarveginum. Ég man að eftir annasaman dag við mar- hnútaveiðar niðri á bryggju átti hún alltaf vínarbrauð og snúða eða ný- steiktar kleinur með kaldri mjólk handa svangri veiðikonu. Amma var dugmesta kona sem ég hef nokkurn tíma kynnst. Hún eign- aðist sjö börn, og af þeim er móðir mín elst. Mér verður oft hugsað til ömmu þegar ég, með öll nútímaþæg- indi, býsnast yfir þyngslum heimilis- halds og barnauppeldis. Auk þess að vera sjö barna móðir og margra barna amma, vann amma í fiski í frystihúsinu á Flateyri. Hún skúraði barnaskólann í mörg ár og einnig sá hún um hreingerningu í kirkjunni. Hún eldaði á hverjum degi ofan í heil- an hóp af fólki, bakaði og þreif. Þegar ég var hjá ömmu kom hún heim í há- deginu úr frystihúsinu til að gefa okk- ur að borða. Hún gekk spölinn heim úr frystihúsinu, oft með níðþunga poka í hvorri hendi, fulla af mjólk sem hún hafði sótt í Kaupfélagið á leiðinni heim. Mér fannst amma alltaf vera í góðu skapi. Ég hlakkaði alltaf til þegar hún var búin að vinna á daginn. Þá komu nágrannar eða frændfólk – því við átt- um „heila þjóð af frændfólki“ á Flat- eyri – í kaffisopa fyrir kvöldmatinn sem ég fékk að hjálpa henni að und- irbúa á meðan ég hlustaði á fullorðna fólkið skrafa um það sem efst var á baugi í bænum hverju sinni. Þegar ég varð eldri fékk ég svo að taka þátt í kaffidrykkjunni við eldhús- borðið hennar ömmu og spjallinu sem stundum stóð langt fram á kvöld. Ég held stundum að ég hafi byrjað að drekka kaffi bara af því að það minnti mig á notalegheitin heima hjá ömmu á Flateyri. Á hverjum sunnudegi eldaði amma lambahrygg eða læri í hádegismatinn. Ég gleymi aldrei sunnudagssteikinni hennar ömmu. Það voru ljúfustu steikur í heimi. Stundum var svo þétt setið við matarborðið að ekki komust allir fyrir. Oft tók amma diskinn sinn og setti hann ofan í hnífaparaskúffu því ekkert var borðplássið. „Þá sér enginn hvað ég borða mikið,“ sagði hún og skellihló. Ömmu var svo margt til lista lagt. Auk þess að vera frábær matreiðslu- kona var hún listakona í garðyrkju. Garðurinn hennar var sá fallegasti í öllu þorpinu og logaði í öllum regn- bogans litum þegar sumra tók. Amma var glæsileg kona. Hún var ófeimin og ákveðin og bar höfuðið hátt. Ég hef alltaf hugsað mér að ég yrði heppin ef ég fengi að líkjast henni, ekki aðeins í fasi heldur einnig í útliti, því amma var ekki í kjallaran- um þegar Guð skapaði æskublómann. Ég er þakklát fyrir stundirnar sem við amma áttum saman. Þær voru ekki aðeins skemmtilegar, heldur einnig lærdómsríkar, því amma var svo ljúf og góð við alla og virtist eiga ótæmandi birgðir af þolinmæði og styrk, nokkuð sem oft reyndi á, því líf- ið lék hana ekki alltaf mjúkum hönd- um. Við amma sáumst ekki mikið síð- ustu árin, enda langt á milli Ameríku MAGNÚSÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.