Morgunblaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 56
DAGBÓK 56 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Goða- foss kemur og fer í dag. Vigri, Freri, Borgin og Queen T koma í dag. Fréttir Bókatíðindi 2002. Núm- er föstudagsins 20. des- ember er 34179. Mannamót Aflagrandi 40. Jóla- súkkulaði í dag sem hefst með jólabingói kl. 14. All- ir velkomnir. Árskógar 4. Kl. 13–16.30 opin smíða- og handa- vinnustofan. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 12.30 böðun, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 13–16 frjálst að spila í sal. Að- ventumessa með sr. Kristínu Pálsdóttur kl. 10. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Mánud: Kl. 16 leikfimi. Fimmtud: kl. 13 tré- skurður, kl. 14 bókasafn- ið, kl. 15–16 bókaspjall, kl. 17–19 æfing kór eldri borgara í Damos. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 op- in handavinnustofan, hárgreiðslustofan opin kl. 9–16.45 alla daga nema mánudaga. Félagsstarfið, Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handa- vinnustofan, kl. 9–12 applikering, kl. 10–13 op- in verslunin. Félagsstarfið, Furugerði 1. Kl. 9, aðstoð við böðun og smíðar og útskurður. kl. 10, leikfimi og kl. 14 verður jólabíó. Allir vel- komnir. Félagsstarfið, Hæðar- garði 31. Kl. 9–12 böðun, kl. 9–16.30 opin vinnu- stofa, myndlist, kl. 9.30 gönguhópurinn Gönu- hlaup leggur af stað, kaffi á eftir göngunni, allir velkomnir, kl. 14 brids og spilamennska, hárgreiðslustofan opin 9–14. Vinsamlegast pant- ið Þorláksmessuskötuna í dag. Félagsstarfið, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hár- snyrting, kl. 10–12 versl- unin opin, kl. 11 leikfimi, kl. 13. „Opið hús“, spilað á spil. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjá- bakka) kl. 20.30. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Félags- heimilið Hraunsel verður lokað til mánudagsins 6. janúar 2003. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan op- in kl. 10–13 virka daga. Morgunkaffi, blöðin og matur í hádegi. Skrif- stofa félagsins er í Faxa- feni 12, sími 588 2111. Gerðuberg, félagsstarf, kl. 9–16.30 vinnustofur opnar kl. 12 skötuveisla í Kaffi Bergi frá hádegi spilasalur opinn, föstu- daginn 3. janúar ára- mótaguðsþjónusta í Digraneskirkju. Á eftir verður ekið um höf- uðborgarsvæðið ljósum prýtt. Skráning á þátt- töku hafin, allar upplýs- ingar um starfsemina á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 málm- og silf- ursmíði, kl. 13 bókband. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið til kl. 17, heitt kaffi á könnunni. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, útskurður, fótaaðgerð og hár- greiðsla. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun. Fótaaðgerð, hár- snyrting. Allir velkomn- ir. Korpúlfarnir, eldri borg- arar í Grafarvogi. Vatns- leikfimi í Grafarvogslaug á þriðjud. kl. 9.45 og föstud. kl. 9.30. Uppl. í s. 5454 500. Norðurbrún 1. Kl. 9–13 tréskurður, kl. 9–17, hár- greiðsla kl. 10–11 boccia. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15–14.30 alm. handavinna, kl. 10– 11 kántrýdans, kl. 11–12 stepp, kl. 13.30–14.30 Sungið við flygilinn, kl. 14–15 félagsráðgjafi á staðnum, kl. 14.30–16 dansað í aðalsal. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla og myndlist, kl. 9.30 bók- band og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir og leikfimi, kl. 12.30 leir- mótun, kl. 13.30 bingó. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Brids kl. 13.15 í dag. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13, kl. 10 á laugardögum. Ungt fólk með ungana sína. Hitt húsið býður ungum foreldrum með börnin sín á fimmtud. kl.13–15 á Loftinu í Hinu húsinu, Pósthússtræti 3–5. Opið hús og kaffi á könnunni, djús, leikföng og dýnur fyrir börnin. Hressingarskálinn. Í dag föstudag 20. des. frá kl. 16.30 mun Steindór Andersen kveða rímur og Monika Abendroth spila á hörpu. Sigurbjörg Þrastardóttir les frum- samin ljóð við túlkun Lovísu Lóu látbragðs- leikara. Thor Vilhjálms- son les úr bók sinni Sveigur og Þórunn Valdimarsdóttir les úr bók sinni Horfinn heim- ur. Árið 1900 í nærmynd. Allir velkomnir. Minningarkort Minningakort Áskirkju eru seld á eftirtöldum stöðum: Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31, þjón- ustuíbúðum aldraðra við Dalbraut, Norðurbrún 1, Apótekinu, Glæsibæ og Áskirkju, Vesturbrún 30, sími 588-8870. KFUM og KFUK og Samband íslenskra kristniboða. Minning- arkort félaganna eru af- greidd á skrifstofunni, Holtavegi 28 í s. 588 8899 milli kl. 10 og 17 alla virka daga. Gíró- og kreditkortaþjónusta. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eftir- töldum stöðum í Reykja- vík: Skrifstofu Hjartaverndar, Holta- smári 1, 201 Kópavogi, s. 535-1825. Gíró- og greiðslukort. Dval- arheimili aldraðra, Lönguhlíð, Garðs Apó- tek, Sogavegi 108, Ár- bæjar Apótek, Hraunbæ 102a, Bókbær í Glæsibæ, Álfheimum 74, Kirkju- húsið, Laugavegi 31, Bókabúðin Grímsbæ v/Bústaðaveg, Bókabúð- in Embla, Völvufelli 21, Bókabúð Grafarvogs, Hverafold 1–3. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eftir- töldum stöðum á Reykja- nesi: Kópavogur: Kópavogs Apótek, Hamraborg 11. Hafn- arfjörður: Lyfja, Set- bergi. Sparisjóðurinn, Strandgata 8–10, Kefla- vík: Apótek Keflavíkur, Suðurgötu 2, Lands- bankinn, Hafnargötu 55– 57. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eftir- töldum stöðum á Vest- urlandi: Akranes: Hagræði hf., Borgarnes: Dalbrún, Brákarbraut 3. Grundarfjörður: Hrann- arbúð sf., Hrannarstíg 5. Stykkishólmur: Hjá Sesselju Pálsd., Silf- urgötu 36. Ísafjörður: Póstur og sími, Að- alstræti 18. Stranda- sýsla: Ásdís Guðmundsd. Laugarholti, Brú. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eftir- töldum stöðum á Austur- landi: Egilsstaðir: Gallerí Ugla, Miðvangur 5. Eskifjörður: Póstur og s., Strandgötu 55. Höfn: Vilborg Einarsdóttir, Hanarbraut 37. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eftir- töldum stöðum á Norð- urlandi: Ólafsfjörður: Blóm og gjafavörur, Að- algötu 7. Hvammstangi: Verslunin Hlín, Hvammstangabraut 28. Akureyri: Bókabúð Jón- asar, Hafnarstræti 108, Möppudýrin, Sunnuhlíð 12c. Mývatnssveit: Póst- húsið í Reykjahlíð. Húsa- vík: Blómasetrið, Héð- insbraut 1, Raufarhöfn: Hjá Jónu Ósk Péturs- dóttur, Ásgötu 5. Í dag er föstudagur 20. desember, 354. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Forustusauðurinn fer fyrir þeim, þeir ryðjast fram, fara í gegnum hliðið og halda út um það, og kon- ungur þeirra fer fyrir þeim og Drott- inn er í broddi fylkingar þeirra. (Mika 2, 13.) 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 birki, 4 þrúga, 7 hörku- frosts, 8 fráleitt, 9 doka við, 11 tala, 13 drepa, 14 lygnir, 15 gort, 17 erfitt verk, 20 ílát, 22 jarðeign, 23 Gyðingar, 24 gyðja, 25 tarfi. LÓÐRÉTT: 1 bugða, 2 dáin, 3 fæði, 4 afbrotamann, 5 sníkju- dýr, 6 hindra, 10 hvetja, 12 rödd, 13 augnhár, 15 málæði, 16 konu, 18 skjóðu, 19 sverð, 20 hafði upp á, 21 skaði. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 lostafull, 8 dílum, 9 líkna, 10 ill, 11 útför, 13 ansar, 15 linna, 18 strák, 21 lít, 22 blund, 23 annir, 24 linnulaus. Lóðrétt: 2 orlof, 3 tímir, 4 fella, 5 lokks, 6 edrú, 7 saur, 12 önn, 14 nýt, 15 labb, 16 nauði, 17 aldan, 18 stagl, 19 runnu, 20 kort. Þakkir til Esso ÞANNIG er mál með vexti að ég fór á bensínstöð hjá Esso við Skógarsel. Þar fékk ég ekki þá þjónustu sem ég taldi mig eiga rétt á svo ég ákvað að senda póst á esso@esso.is. Og þar stóð sko ekki á viðbrögðunum. Ég fékk svar um hæl að ég ætti að fá alla þá þjónustu sem völ væri á og spurt var hvort ekki væri allt í lagi svo að ég sagði sögu mína. Dag- inn eftir hringdi stöðvar- stjórinn í Skógarseli í mig og við ræddum málin og í framhaldi af því fékk ég sendan glaðning heim. Langaði mig að þakka þeim hjá Esso kærlega fyrir þessi frábæru viðbrögð. HJL. Að athuga vel verðið 13. desember sl. var ég að versla í Hagkaupum í Skeif- unni. Ég ákvað að kaupa tvö lítil tæki sem auglýst voru í Hagkaupabæklingi og áttu að kosta 4.990 stykkið. Ým- islegt fleira keypti ég en þegar ég ætlaði að borga á kassanum fannst mér heild- arupphæðin fullmikil svo ég skoðaði kassakvittunina. Kom þá í ljós að þessi tæki höfðu hækkað um 1.000 kr. stykkið, kostuðu 5.990. Þeg- ar farið var að athuga málið og rætt við yfirmann var mér sagt að 5.990 væri rétta verðið þótt þetta tæki væri auglýst á 4.990 í bæklingn- um. Fékk ég þetta leiðrétt en ég vil benda fólki á að at- huga vel verðið áður en það borgar núna í jólaösinni. Er þetta ekki í fyrsta skipti sem ég lendi í þessu. Hafliði Helgason. Þakkir ÉG vil koma á framfæri þakklæti mínu til Guðmund- ar Olgeirssonar læknis og hans starfsfólks á heilsu- gæslustöð Seltjarnarness fyrir góða móttöku og að- stoð vegna veikinda konu minnar. Meyvant Meyvantsson. Tapað/fundið Nokia-sími tapaðist NOKIA 6110 tapaðist ein- hvers staðar á leiðinni frá Lyfju á Laugavegi að Klapparstíg 15. des. síðast- liðinn. Skilvís finnandi vin- samlegast hafi samband í síma 897 7595 eða 561 7595. Mokkahúfa týndist BRÚN mokkahúfa týndist föstudaginn 13. des. á leið- inni frá Bankastræti að Garðastræti. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 551 3518 eða 820 7505. Dýrahald Lúsífer er týndur LÚSÍFER er eins og hálfs árs gamall fress, svartur með hvíta grímu, hvíta bringu, hvítar loppur og svartan fegurðarblett á nef- inu. Hann var með bleika hálsól og eyrnamerktur 561. Hann týndist frá Urðarstíg 14 fyrir nokkru en þangað var hann nýfluttur og ratar þess vegna ekki heim og gæti verið hvar sem er. Þeir sem hafa orðið varir við Lúsífer láti vita í síma 552 3014 eða 551 1717. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Víkverji skrifar... INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttirborgarstjóri hefur hrært upp í hinni pólitísku umræðu með því að gefa kost á sér til þingmennsku. Fróðlegt var í gær að lesa hvað pólitísku vefritin höfðu um þessa ákvörðun borgarstjórans að segja. Sínum augum lítur hver á silfrið, eins og þar stendur. x x x VEFÞJÓÐVILJINN: „Af frétt-um síðdegis í gær mátti ætla að stórtíðindi hefðu gerst því allir fréttatímar og spjallþættir fylltust af umfjöllun um að sjálf Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri ætl- aði að gefa kost á sér í komandi þingkosningum. Þó er það nú svo að þetta ætti ekki að vera nokkrum manni tíðindi – nema ef til vill þeim sem hafa trú- að því að orð Ingibjargar séu þess virði að tekið sé mark á þeim … En þeim sem kemur framboð Ingi- bjargar á óvart er nokkur vorkunn þegar aðdragandinn er skoðaður, því stjórnmálamaður hefur líklega aldrei gefið afdráttarlausara loforð en Ingibjörg hefur gert um þetta efni.“ KREML.IS: „Nú er ljóst aðIngibjörg Sólrún Gísladóttir mun taka fimmta sætið á framboðs- lista Samfylkingarinnar í Reykja- víkurkjördæmi norður. Ljóst er að innkoma hennar í landsmálin á eftir að verða mikil vítamínsprauta fyrir Samfylkinguna og fylgismenn hennar enda hefur eftir henni verið beðið. Eftir að KREML.IS lét gera skoðanakönnun um áhrif innkomu hennar nú í haust var sett á hana mikil pressa, um tíma leit út fyrir að andstæðingum Samfylkingarinn- ar tækist að koma í veg fyrir að hún gæfi kost á sér, nú er hins vegar ljóst að Ingibjörg hefur ákveðið að verða við þeirri áskorun sem ítrek- að hefur verið sett fram.“ x x x DEIGLAN.COM: „Farsinn íkringum fréttirnar af fram- boði Ingibjargar í gær var ótrúleg- ur. Í fyrstu spurðist út að leitað hefði verið til hennar og var um það fjallað í Fréttablaðinu og í morg- unfréttum Ríkisútvarpsins. Síðdeg- is sama dag virðist sem formaður Samfylkingarinnar hafi ákveðið að hefja einleik – að því er virðist í þeim tilgangi að hjálpa Ingibjörgu að skemma það litla sem eftir er af trúverðugleika hennar … Dagurinn í gær, sem átti að verða dýrðardag- ur í lífi Ingibjargar Sólrúnar og til- vist Samfylkingarinnar, varð póli- tísk katastrófa.“ x x x PÓLITÍK.IS: „Það eru gríðar-lega góðar fréttir fyrir alla ís- lenska jafnaðarmenn að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgastjóri, hef- ur ákveðið að þiggja 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. Það er ljóst að þessi sterki stjórnmálamað- ur mun styrkja Samfylkinguna til muna og draga fram skarpar línur milli þeirra einstaklinga og leiðtoga sem munu takast á í komandi al- þingiskosningum. Ingibjörg Sólrún hefur verið gagnrýnd fyrir að taka þessa ákvörðun vegna fyrri yfirlýs- inga sinna. Fólk þarf þó að átta sig á því að aðstæður breytast hratt í pólitík. Í pólitík fær maður oft að- eins eitt tækifæri, a.m.k. fær maður aðeins eitt tækifæri í einu. Það var því hárrétt ákvörðun hjá Ingibjörgu Sólrúnu að grípa þetta tækifæri.“ RAFMAGNSVEITA Reykjavíkur hafði verið á eilífum hrakhólum um borgina vegna húsnæðis í 40 ár áður en hún náði loks að sameinast við Ármúla og Suðurlandsbraut. Snyrtimennska og góð þjónusta hefur alltaf verið í hávegum höfð hjá Raf- magnsveitunni. Einu sinni heyrði ég erlendan gest sem kom á Suðurlands- braut skömmu eftir að flutt var að „ef áfram heldur sem horfir með garðinn við hús RR verður þetta falleg- asta lóð við opinbera bygg- ingu á Norðurlöndum. Og það hefur ræst eins og sjá má á mynd í Fast- eignablaði Morgunblaðsins 10. des. sl. Eftir sameiningu orku- fyrirtækjanna nú um alda- mótin var tekin ákvörðun um að byggja sameigin- legar höfuðstöðvar við Réttarháls. Það er því mik- ið fagnaðarefni að þessi þjóðþrifafyrirtæki sem þjóna drjúgum hluta lands- manna hafa loksins komist í húsnæði sem hæfir svo góðum fyrirtækjum. Með ósk um friðsæla framtíð og áframhaldandi góða þjónustu. Fyrrum starfsmaður. Setur svip á bæinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.