Morgunblaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 20
ERLENT 20 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Laugavegi s. 511 4533 Kringlunni s. 533 4533 Smáralind s. 554 3960 Mikið úrval af tískuskartgripum TED LAPIDUS RAUF Denktash, leiðtogi Kýpur- Tyrkja, hét því í gær að leggja sig fram um að ná samkomulagi við Kýp- ur-Grikki og tryggja þannig að eyj- arhlutarnir geti samtímis gengið í Evrópusambandið, ESB. Hann gagnrýndi harkalega Sameinuðu þjóðirnar fyrir að setja tímamörk, 28. febrúar, fyrir deiluaðila til að ná sam- an um tillögur þar sem kveðið er á um sambandsríki beggja þjóðarbrota, í líkingu við fyrirkomulagið i Sviss. Denktash, sem er 79 ára gamall og gekkst undir mikla hjartaaðgerð fyr- ir skömmu, fordæmdi einnig þá ákvörðun ESB að bjóða Kýpur- Grikkjum inngöngu í sambandið ef ekki næðust samningar. Sagði Denk- tash að Kýpur-Grikkir, sem eru mun fleiri en grannarnir, yrðu að sýna sveigjanleika. „Ef þeir segjast þegar vera orðnir aðilar að ESB og ekki þurfa á Tyrkjum að halda verður keppikefli okkar að halda núverandi stöðu og vernda ríki okkar,“ sagði hann. Tyrkland er eina ríkið sem viður- kennir lögmæti ríkis Kýpur-Tyrkja. Tyrkir hernámu héruð tyrknesku- mælandi Kýpurbúa á norðurhluta eyjarinnar 1974 eftir að reynt hafði verið að sameina með hervaldi héruð grískumælandi fólks Grikklandi sjálfu. Báðir deiluaðilar eru ósáttir við til- lögur SÞ, Denktash telur réttindi síns fólks ekki nógu vel tryggð. Glafc- os Clerides, hinn 83 ára leiðtogi Kýp- ur-Grikkja, krefst þess m.a. að réttur allra þeirra hundraða þúsunda sem urðu að yfirgefa heimili sín 1974 til að snúa aftur heim verði tryggður. Leiðtogi Kýpur-Tyrkja segist vilja semja AP Rauf Denktash, leiðtogi Kýpur- Tyrkja, ræðir við blaðamenn. Ankara. AFP. HÓPAR sem studdu talibanastjórn- ina í Afganistan eru í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna nefndir meðal þeirra sem neyða börn til að taka þátt í stríðsátökum, en niðurstöður skýrslunnar voru kynntar fyrr í þessari viku. Þetta er í fyrsta sinn sem greint er frá því í skýrslu sem þessari hvaða ríki eða hópar upp- reisnarmanna iðka þennan ósið. Í skýrslunni eru 23 aðilar frá 5 löndum nefndir til sögunnar sem brotlegir við alþjóðalög er kveða á um að ekki skuli kalla í herinn börn yngri en 15 ára. Eru stríðandi fylk- ingar í Búrúndi, Kongó, Líberíu og Sómalíu, auk nokkurra hópa í Afg- anistan, sérstaklega fordæmdar fyr- ir að neyða börn til að gegna her- mennsku. Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, segir í aðfaraorðum með skýrsl- unni að þessi listi sýni að „þeir sem gerast sekir um að brjóta gegn al- þjóðlegum viðmiðum komist ekki upp með það athugasemdalaust“. Hins vegar þyrfti að grípa til frekari ráðstafana. T.d. þyrfti að kynna fyr- ir fólki hver áðurnefnd viðmið væru, auk þess sem styrkja mætti eftirlit með brotum af þessari tegund. Öryggisráð SÞ hefur þrívegis ályktað gegn því að börn séu neydd til að taka þátt í stríðsátökum og tveir alþjóðasáttmálar eru í gildi um aldurstakmörk hermanna.                        !   "# $       %  # & %  '  (  )  * +  #   ## "#  ,     )   !   ) )  -                      !      "!  # $$   $   !     % $$  &  '   #        '    " .   /001000     20  1        4            (   (567           8   7  41 41         7  ) ( 7  4            !(  )*)+ ,   #$    #          (-  ,.55  ( 3:03000       .'    7   ;3000 5230003<   7         5=0  >    3 33=0 #  1 (       !   7  4              "# ?    #      (    7   "$%&!% ' @  7  ,   "#    (     7  )7     956 Þátttaka barna í stríði fordæmd í skýrslu SÞ Sameinuðu þjóðunum. AP. ÞORSKUR og skyldar fisktegund- ir hafa verið fæða milljóna Evrópu- manna öldum saman en nú syrtir í álinn. Þorskurinn er orðinn svo dýr fæða að neytendur hrista höfuðið og strunsa fram hjá þegar þeir heyra það, segja fisksalar. „Guð einn veit hvað verður um okkur,“ segir Jose Alberto, sem á versl- unina Rei do Bacalhau (Þorsk- kónginn) í Lissabon. Ráðherrar sjávarútvegsmála í Evrópusam- bandinu sitja enn á rökstólum í Brussel og reyna að ná samkomu- lagi um niðurskurð á veiðum aðild- arríkjanna en hvorki gengur né rekur. En fiskifræðingar segja að annaðhvort verði veiðarnar skorn- ar niður við trog eða þorskstofnum í Norðursjónum útrýmt. Útlitið er því svart fyrir fisksala ekki síður en sjómenn en nýjar tegundir eldisfisks á borð við leir- geddu og Nílarkarfa sækja á og koma að nokkru í stað hefðbund- inna tegunda. Kollegar Albertos, þeir John Strike, fisksali ársins í Bretlandi, Jan van der Plas í Hol- landi og Johnny Pauwels í Belgíu, taka undir kvein Portúgalans. Meðalverð á þorskkílóinu í Belgíu var í fyrra 12 evrur, um þúsund krónur, það var um 18 evrur á árinu sem er að líða og líklegt að það fari í 25 evrur, rösklega 2.100 krónur, á næsta ári, að sögn Pauw- els. Strike segir að stutt sé í að verðið eitt valdi því að þorskur hverfi af markaðnum. Þjóðarréttur Englendinga er fiskur og franskar (fish and chips) og samkvæmt hefðinni á fiskurinn að vera þorskur. En fisksalar í borginni Rugby skýra frá því að megnið af þorskinum komi nú frá löndum utan ESB, þ. á m. Fær- eyjum, Grænlandi og Eystrasalts- löndunum. Einn þeirra, Andrew Thrasyvoulou, segist vera að huga að því að kaupa þorsk frá Nýja- Sjálandi, hinum megin á hnettin- um. Eldisþorskur lausnin? Portúgalar eru mestu fiskneyt- endur í ESB, meðalneyslan á mann er um 60 kíló árlega en með- altalið í sambandinu um 23 kíló. Þorskur er hefðbundinn matur um jólin í landinu, í verslunum við göt- una Rua do Arsenal við Tagus-fljót í Lissabon hangir þurrkaður þorskur í rjáfrinu, saltaðar gellur og kinnar eru í kössum á gang- stéttinni. Eitt af því sem getur breytt myndinni er þorskeldi. Pauwels í Belgíu segist nú þegar kaupa eld- isþorsk frá Eistlandi, Noregi og Danmörku. „Gæðin eru í lagi,“ seg- ir hann. „Vandinn er að þeim tekst ekki að framleiða nóg.“ Fisksalar harma þorskskortinn Stofnar í Norðursjó í stórhættu og verðið upp úr öllu valdi Halle í Belgíu. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.