Morgunblaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 38
LISTIR 38 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ L árusi kom ekki dúr á auga. Jú, rétt til getið, það voru fjár- málaáhyggjurnar. Sama hvað hann reyndi; að rölta fram í eldhús og fá sér heitt kakó (sem reynd- ar sullaðist á tærnar á honum, eins og til að leggja áherslu á ástandið), nudda iljarnar á sjálf- um sér með ilmolíu, ekkert gekk. Sennilega var hann búinn að snúa sænginni við einum hundraðogsjötíusinnum, en það var ekki fyrr en hann fór að hugsa um tengdamóður sína, fljótandi á dívani á Þingvalla- vatni, sem hann loksins sofnaði. Þá var klukkan orðin hálfsex og klukkutími þangað til hann átti að vakna. Lárus var því skiljanlega ekki í jólaskapi, þegar hann mætti til vinnu í Stálsmiðju Sigursveins örskömmu seinna. Samt var kominn 20. desember. Hann hafði gengið til vinnu eins og vanalega og þennan morgun hafði verið sérstaklega jólalegt. Það hafði snjóað um nóttina í algjöru logni, þannig að mjöllin settist á trén og lýsti upp um- hverfið í samvinnu við ljósa- staurana, þótt skammdegið væri auðvitað í hámarki. Lárus gekk framhjá miðaldra konu, sem var að skafa af bílnum sínum með hann í gangi. Þegar verkinu var lokið opnaði hún dyrnar og þá heyrði Lárus, í örskamma stund, óminn af jólalaginu Jóla- hjól með Sniglabandinu og Stef- áni Hilmarssyni: „Undir jóla-, hjólatré er pakki,“ heyrðist hon- um textinn vera. Lárusi var ekki huggun í því. Vonleysið heltók hann. Ætli nokkur fjölskyldufaðir sé jafn illa staddur í veröldinni? Búið að loka fyrir kreditkortið enn einu sinni, eftir síðustu törnina í spilakössunum. Engan yfirdrátt lengur að fá, enda réði hann ekki einu sinni við vaxtagreiðsl- urnar. Það var ekki einu sinni inni í myndinni að tala við Jak- ob bróður, enda var hann sjálf- ur kominn í þónokkur vandræði eftir að hafa gengið í ábyrgðir fyrir bróður sinn. Lalli hafði ekki sagt Jófríði nákvæma stöðu mála. Hún vissi jú að staðan væri almennt ekki góð, en ekki um síðustu spila- kassaævintýr og að lokað hefði verið fyrir greiðslukortið. Síðan um mánaðamót hafði hún borg- að fyrir daglega neyslu með varasjóðnum sínum, sem mamma hennar hafði gefið henni í arf, eftir að hafa barist við brjóstakrabbamein í fjögur ár. Það myndi sennilega reynast heldur erfitt að segja henni tíð- indin. En hvað um það, loks var Lárus kominn í vinnuna. Hann klæddi sig í gallann og settist inn í eldhúskrók með köllunum. Menn voru í besta skapi. Hvers vegna skyldu þeir ekki vera léttir í lundu? Jólin nálguðust jú óðum, með hangiketi og öðru hnossgæti sem stálsmiðir fúls- uðu ekki við. Ragnar, sem gjarnan hafði spaugyrði á vör, sagði brandara um mann sem hafði misst aleiguna og var bor- inn út á jólanótt. Allir skelli- hlógu. Nema Lárus. Honum var ekki hlátur í huga. Dagblaðið hafði af einhverjum völdum ekki verið komið inn um lúguna þegar Lárus hafði lagt af stað í morgun. Hann kom auga á það á borðinu, við hliðina á kaffibollanum hans Einars. Um það bil er menn hugðust hefja vinnu greip hann í blaðið, svona aðeins til að fletta því og vera ekki algjörlega fáfróður um tíðindi dagsins. Þá mundi hann allt í einu eft- ir því að Víkingalottóið hafði verið í gærkvöldi, með tvöföld- um fyrsta vinningi. Samtals hundraðogníutíumilljónir króna. Hann hafði misst af útsending- unni; sagst hafa þurft að fara á fund með gömlum skólafélaga. Í raun hafði hann farið út í Gull- námu, í spilakassana. En hvað um það. Á forsíðu var sérstök frétt um að vinningurinn hefði fallið, óskiptur, á miða sem keyptur hefði verið á Íslandi. Hjartað í Lárusi fór að slá aðeins hraðar. „Íslendingur hlaut tvöfaldan fyrsta vinning í Víkingalottóinu í gærkvöldi, en miðinn var seld- ur í söluturninum Bakkanesvegi 5. Vinningshafinn hefur ekki gefið sig fram, en vinningstöl- urnar voru 12, 18, 26, 35, 47 og 48. Bónustölurnar voru …“ Hérna hætti Lárus lestrinum. Hann byrjaði að skjálfa eins og hrísla og lagði blaðið frá sér. Hjartslátturinn var ógurlegur. Gat það verið? Hann leit aftur á tölurnar. Já, ekki bar á öðru. Til að vera alveg viss hljóp hann eins og fætur toguðu að fatahenginu, til að ná í miðann úr veskinu. Þórður fram- kvæmdastjóri kallaði: „Lárus minn, er ekki kominn tími til að fara að koma sér að verki,“ en hann heyrði það ekki. Hann var heillengi að ná mið- anum úr veskinu, svo skjálf- hentur var hann. Að lokum hafði hann erindi sem erfiði. Jú, ekki bar á öðru. Lárus Árelíus- son var orðinn milljónamær- ingur. Honum tókst með naum- indum að bæla æsinginn og láta sem ekkert væri. Á einhvern furðulegan hátt áttaði hann sig á því að þetta kæmi vinnu- félögum hans ekki við. Aldrei hafði hann áður sýnt slíka sjálfsstjórn. Dagurinn leið eins og í draumi. Lárus leiddi hugann að öllum jólagjöfunum sem hann myndi hafa efni á að kaupa. Heimilistölvu handa Andra. Sú myndi koma að góðum notum í skólanum. DVD-karókíspilara handa Ernu Vigdísi. Æðsti draumur tólf ára stúlku. Dem- antshálsmen handa Jófríði. Hún ætti það svo sannarlega skilið fyrir tryggðina í öll þessi ár. Það var kátt á hjalla á litla heimilinu um kvöldið. Lárus hafði aldrei verið eins ham- ingjusamur. Síðustu krónurnar úr varasjóðnum fóru í dýrindis kínverska máltíð. Þrátt fyrir svefnleysi undanfarinna daga sofnaði Lárus ekki fyrr en hálf- fjögur. Þá höfðu þau talað sam- an um framtíðina klukkustund- um saman. Svo kom í ljós að tölurnar í blaðinu höfðu verið rangar eftir allt saman. Jólasaga Lalli hafði ekki sagt Jófríði nákvæma stöðu mála. Hún vissi jú að staðan væri almennt ekki góð, en ekki um síðustu spilakassaævintýr og að lokað hefði ver- ið fyrir greiðslukortið. VIÐHORF Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is SJÁLFSTJÁNING höfundar er ávallt afhjúpandi. Hæpið er að fela sig á bak við orð. Sumir höfundar leggja þó meira af sjálfum sér í hug- verk sín en aðrir. Þetta átti t.a.m. við um symbólistana frönsku sem lögðu áherslu á að túlka tilfinningar sínar líkt og rómantíkerar en vildu gera það á fágaðan hátt. Baudelaire var forveri þeirra, raunar kannski upp- hafsmaður nútímaljóðsins og vafa- laust fyrirmynd. Hann leit á sig sem flaneur eða dandy svo að slett sé bæði á frönsku og ensku sem út- leggja mætti á íslensku sem fagur- kera eða heimsmann. Bæði eru orðin þó ónákvæm þýðing. Ég hygg að sú mynd sem Ármann Reynisson vill af sér draga í Vinj- ettum II sé dálítið í þessum anda bókmenntalegs dandyisma. Hún er t.a.m. eftirminnileg myndin sem hann teiknar af hvítflibbasakamann- inum í fangelsi úti á landi innan um „morðingja, nauðgara, barnaníðinga, dópsala“ í vinjettu sem hann nefnir Jól í útlegð. Þegar kemur að hátíða- matnum hrúga heimilismenn, sem klæddir eru sínum ,,daglegu druslum“, „mismunandi sortum af girnilegum matnum á diskinn hjá sér, stappa öllu saman og skófla upp í sig á nokkrum mínútum“. Þeir strunsa síðan til herbergja sinna, taka upp fábrotna pakka og fara að sofa. En hvítflibbinn „geng- ur hnarreistur um svið- ið, klæddur í dökkblá jakkaföt með viðeig- andi þverslaufu og horfir á leiksýninguna. Meðan hann hlýðir síð- ar um daginn á aftan- söng frá Dómkirkjunni grætur hann ömurleg örlög sín“. Vinjettur eru bók- menntaform sem ein- kennist af einhvers konar snöggri innsýn, stuttri ritgerð, oft dag- bókarkenndri, eða stuttri frásögn. Áhersla er lögð á fágun og ná- kvæmni uppbyggingarinnar. Segja má að þessi skilgreining eigi við um flestar vinjettur Ármanns. Margt er þar vel gert. Má í því samhengi nefna vel heppnaða dæmisögu sem nefnist Dauðinn og myndhöggvarinn. Þá er vert að nefna þær vinjettur sem tjá sára fangelsisreynslu og þegar höf- undur leyfir sér frjálslyndi í um- ræðum um kynferðismál. Það sem aftur á móti truflar þann lesanda sem hér tjáir skoðun sína er hversu þröng heimssýn heims- mannsins virðist og hve framandi og tímavillt hún er á tímum rapps, hryðjuverka og fjölmenningar- neyslu. Það má segja að hún og þau vandamál sem höfundur fjallar um í vinjettum sínum séu oddborgaraleg að grunni til og hefðu kannski átt betur við á fyrri hluta 20. aldarinnar. Viðfangsefnin eru í þeim dúr. Rætt er um elskendur á skíðum í St. Moritz, sendiherra- veislur, málverk gam- alla meistara og mál- verkafalsanir, illa meðferð á alþingishá- tíðarstelli og tolla á lúxusvörum sem leiða til þess að fólk fær ekki notið sem skyldi inn- flutts uppáhaldsdes- erts eða jólaköku. Sannast sagna snerta þau vandamál þennan lesanda ekki hót, höfða engan veginn til hans og virðast honum oft á tíðum fremur hégómleg. Sama gildir um andrúms- loft og hneigð vinjettanna. Ólíkt Baudelaire og módernistum sem voru í senn í andófi gegn neyslu- hyggju iðnaðarsamfélagsins og leit- uðu á djúpið í því andófi snúast gam- ansögur og hugleiðingar Ármanns fremur um ytri ásýnd hlutanna og neysluvörunnar en innviði þeirra og/ eða heimspekilegan kjarna lífsins. Hvað sem því líður er margt þokkalega gert í þessari bók. Hún er umfram allt annað heiðarleg sjálfs- tjáning, hversu áhugaverð sem sú tjáning er. Bókin sjálf er eigulegur gripur og vel að útgáfunni staðið. Með íslenska frumtextanum er ensk þýðing en furðu vekur að þýðingin og frumtextinn eru aldrei á sömu opnu og kann ég enga skýringu á því. Oddborgaraleg heimssýn BÆKUR Vinjettur eftir Ármann Reynisson, Ár – Vöruþing. 2002 – 95 bls. VINJETTUR II Ármann Reynisson Skafti Þ. Halldórsson ná ákveðinni sátt við sjálfan sig. Slík sátt er grunnurinn í allri sjálfsvinnu. Ef maður er ekki sátt- ur við sig eins og maður er, verða svo margar hindranirnar í vegi fyrir því að öðlast hamingju. Það eru ákveðnir þættir í fari okkar og útliti sem við getum breytt, en öðrum þáttum verður einfaldlega ekki breytt, og verð- um við að læra að sættast við þá. Þetta lýtur ekki síst að út- litslegum atriðum, s.s. hvort maður sé há- eða lágvaxinn, stór- eða smábeinóttur, og svo mætti lengi telja. Maður verður bara að segja við sjálfan sig: Ókei. Þetta er ég! All- ir hinir eru öðruvísi og það er allt í lagi. Við búum hins vegar í svo miklu samanburðarsamfélagi að við för- um ósjálfrátt að eltast við að upp- fylla ákveðna ímynd, í leit okkar að viðurkenningu. Þannig eru all- ir að leita að væntumþykju og oft leitum við að henni á rangan hátt. Það fylgir því hins vegar alveg ný vellíðan og hamingja að vera sátt- ur við sjálfan sig eins og maður er.“ Guðrún segir bókina henta kon- um á öllum aldri, allt frá unglings- stúlkum til kvenna sem eru að fara í gegnum breytingarskeiðið. „Með því að láta bókina heita Gerðu það bara! vísa ég til draumanna sem við göngum með allt lífið en gerum ekkert til að láta rætast. Þegar grunnurinn er í lagi er nauðsynlegt að stíga skref- inu lengra og taka dálitla áhættu. Það sem ég geri er að hvetja kon- ur til að taka skrefið og fara út fyrir hinn örugga þægindahring sem þær hafa skapað sér,“ segir Guðrún. Gerðu það bara! kemur út hjá útgáfunni Leiðarljósi sem sérhæf- ir sig í útgáfu sjálfsræktarefnis. GERÐU það bara! nefnist ný sjálfsræktarbók fyrir konur á öll- um aldri eftir Guðrúnu Berg- mann. Guðrún hefur í rúman ára- tug verið leiðbeinandi á sjálfsræktarnámskeiðum fyrir konur bæði heima og erlendis og byggir hún bókina efni sem þar hefur verið unnið með. „Það má segja að ég setji margt af því sem ég hef verið að kenna á námskeið- unum í eina bók. Hugmyndin er sú að hafa bókina sem ein- faldasta og aðgengi- legasta. Þannig er þetta nokkurs konar vinnubók, þar sem komið er beint að kjarna málsins, þó svo að einnig sé gert ráð fyrir að þeir sem nota bókina geti leitað sér frekari upplýsinga.“ Í handbókinni er fjallað um ýmsar aðferðir og leiðir til þess að öðlast ánægjulegra og innihalds- ríkara líf. Bókin er fyrst og fremst ætluð konum, og segist Guðrún þar byggja á reynslu sinni af því að vinna með konum. „Ég hef kynnst hugarheimi kvenna svo vel, bæði í gegnum námskeiðs- vinnunna og vegna þess að ég er sjálf kona og hef farið í gegnum marga af þeim erfiðleikum sem rætt er um sjálf. Leiðbeiningarnar í bókinni set ég því fram vegna þess að ég veit að þær virka.“ Bókin skiptist í nokkra kafla, þar sem fjallað er um skrefin sem hægt er að taka. Þar er farið inn á nauðsyn þess að sættast við sjálfa sig, að henda reiður á fjármálum, fjallað er um heilbrigði og líkam- ann og nauðsyn þess að sættast við fortíðina. „Öll göngum við með ákveðna byrði óuppgerðra hluta á herð- unum. Í bókinni fjalla ég um það hvernig við getum unnið úr hlut- unum, en fyrst er nauðsynlegt að Að sættast við sjálfan sig Guðrún Bergmann Frá liðnum tím- um og líðandi hefur Pjetur Haf- stein Lárusson skráð. Davíð Dav- íðsson prófessor bregður ljósi á mannlíf og sam- félag fyrir austan fjall og víðar á fyrri öldum og fram á okkar daga, segir frá því hvernig var að alast upp í Skólavörðuholt- inu milli stríða. Jóhann Pétursson vitavörður og bókasafnari segir m.a. frá fólki und- ir Jökli, samfélagi bókaunnenda og bókahöndlara í Reykjavík um og eft- ir miðja síðustu öld. Jón frá Pálmholti, skáld og for- maður Leigjendasamtakanna, segir frá uppvexti á stríðstímum norður í Eyjafirði og á stundum ískyggilegu sambýli við breska herinn, sam- félagi skálda og listamanna í Reykjavík eftirstríðsáranna. M.a. varpar hann nýju ljósi á örlög skáldsins Bólu-Hjálmars. Vilhjálmur Eyjólfsson bóndi og hreppstjóri á Hnausum á Með- allandi lýsir mannlífi í sveitunum milli sanda fyrr og síðar og merkum og sérkennilegum persónum, þessa heims og annars. Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 189 bls. Verð: 3.980 kr. Frásögn Maddaman með kýrhausinn eftir Helga Hálfdan- arson er endur- útgefin en hún kom fyrst út árið 1964 í sam- nefndum pésa. Í fréttatilkynn- ingu segir m.a.: „Merking tiltekinna hluta Völuspár og einstakra vísna hefur lengi verið umdeild og margir um það skrifað. Nú blandar Helgi Hálfdanarson, mik- ilvirkasti þýðandi heimsbókmennta á íslensku, sér í þá umræðu og setur hér fram róttækar hugmyndir um túlkun og lestur þessa merkilega kvæðis.“ Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 104 bls., prentuð í Odda hf. Kápu hannaði Anna Cynthia Leplar. Verð: 3.990 kr. Völuspá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.