Morgunblaðið - 20.12.2002, Síða 42

Morgunblaðið - 20.12.2002, Síða 42
UMRÆÐAN 42 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ NÁNAST vikulega birtast fréttir um að hverri stórbyggingunni á fæt- ur annarri skuli breytt í hótel. Á nokkrum smærri stöðum á lands- byggðinni eru í gangi áform um að byggja ný hótel og að bæta her- bergjum við þá gististaði sem fyrir eru vegna þess að í júlí er alltaf svo mikið að gera! Það sem ávallt virðist gleymast er að sumarið er einungis 2–3 mánuðir af árinu og því lýsir ár- angur sumarsins raunverulegum ár- angri á ársgrundvelli. Þessi umræða sem rís hæst í júlí á ári hverju er ekki ferðaiðnaðinum til góðs því að þegar kemur fram í nóvember og herbergin standa auð kemur annað hljóð í strokkinn. Ef miðað er við umræðuna í sumar lítur út fyrir að hvert smáþorp á Íslandi haldi að það geti orðið miðpunktur ferðaiðn- aðarins. En hvar eru gestirnir? Þessi nýju hótel eru ekki nauðsyn- leg fyrir erlendu ferðamennina sem heimsækja Ísland kannski 10 vikur ársins og heldur ekki nauðsynleg fyrir Íslendingana sem kjósa frekar að dvelja á einkaheimilum, í sum- arbústöðum eða nota tjöld og tjald- vagna. Hver getur arður þessara hótela orðið sem hafa aðeins 10 vik- ur af 52 til að þéna sæmilega? Utan- landsferðir eru hér á landi taldar miklu meira spennandi og framandi yfir vetrarmánuðina heldur en að ferðast um Ísland. Því miður munu sveitahótel ekki standa undir rekstrarkostnaði og því síður stofn- kostnaði með aðeins 10 vikna há- annatímabil og einstaka hópa yfir vetrartímann. Í Reykjavík er nú nóg framboð á gistirými. Já, hér var eitt sinn skortur, aðallega árin 1999 og 2000 en þá hrópaði svo til öll ferðaþjón- usta á fleiri hótel. Margir sáu þá tækifæri til að byggja hótel sem þeir svo leigðu rekstraraðilum gegn himinháu verði. Bendir þetta til til- hneigingar til gróðafíknar af fjár- festum. Erlendis er það talið eðli- legt að fjárfesting í hótelum sé langtímafjárfesting en hér á landi vilja hóteleigendur verða ríkir einn, tveir og þrír. Nú hefur markaðurinn breyst og Ísland er orðið eitt af dýrustu ferða- mannalöndum heims og þykir ferða- mönnum oft að þeir fái ekki mikið fyrir peningana sína. Allar spár og hugmyndir um að Ísland bjóði eina milljón ferðamanna velkomna hing- að árlega eru undir því komnar að framboð flugsæta verði aukið. Einn- ig ber Ferðamálaráð mikla ábyrgð á eftirspurn til Íslands, en innan Ferðamálaráðs tel ég pólitíkina ráða of miklu og bagalegt er hvernig ráð- ið breytir um stefnu á hverju ári. Áherslan fór úr „einnar nætur æv- intýri“ í að leggja áherslu á heilsu- lindir (Spa); því næst var mottóið „Nátturulega fallegt“ tekið upp en nú er hinsvegar allt of mikil áhersla lögð á helgarstuð í Reykjavík. Frek- ar hefði Ferðamálaráð mátt móta ákveðna stefnu og halda sig við hana í nokkur ár. Ofan á þetta allt saman er ekki einu sinni til sérstakt vörumerki fyrir Ísland. Við ættum að líta til landa svo sem Austurríkis og Írlands og hvernig þau hafa kom- ið sér á framfæri sem ferðamanna- lönd. Af þeim gætum við mikið lært. Fleiri hótel? Það er eðlilegt og ánægjulegt að einhver aukning verði á hótelum og gistirými. Samt sem áður vil ég fyrst sjá meiri vel- gengni hjá þeim hótelum sem nú þegar eru til staðar áður en við deil- um sama fjölda ferðamanna á enn fleiri hótel. Möguleikarnir á að aukning herbergja verði til ágóða eru ekki miklir. Íslenski hóteliðn- aðurinn ætti ekki að apa eftir mis- tök minkabúa, laxeldisstöðva og núna nýverið, fasteignasöluskrif- stofa sem héldu að óendanlegir tekjumöguleikar væru í þeirra greinum. Það er aðeins takmarkað rými fyrir samkeppnisaðila í þessu litla landi og hugsunin „ég get þetta betur en hann“ virkar ekki alltaf. Þetta sjáum við greinilega úti á landi þar sem sveitahótelin eiga í verulegum vanda. Mikill tími og vinna fer í, oft án árangurs, að greiða niður lán og skuldir. Ekki bætir það úr að á síðustu sex árum hefur nýting sveitahótelanna stöð- ugt minnkað yfir vetrartímann. Eig- endaskipti eru tíð og hótelin bera sig ekki. Það lítur út fyrir að innan fárra ára verði bankar landsins og Byggðastofnun stærstu hóteleig- endur á Íslandi vegna vanskila lána. Dæmi eru um að hótel í Reykja- vík þurfi að lækka verð sitt niður fyrir kostnaðarverð til að fá sem flestar gistinætur og peningaflæði. En þrátt fyrir lágt verð bíða gestir ekki í röðum eftir að komast inn á eitthvað hótelið, né bíða þeir spenntir eftir nýjum hótelum nema hótelið skipi sér nýjan sess á mark- aði sem ekki var til áður. Á lands- byggðinni væru gistihús og heima- gisting heppilegri þar sem þau eru ódýrari í byggingu og rekstri en hótel. Ísland er ekki eina fallega land heimsins, við erum í samkeppni við marga aðra ferðamannastaði. Ég hvet því fjárfesta til að hugsa málið vandlega áður en þeir breyta húsi sínu í hótel! Fleiri hótel? Eftir Renato Grünenfelder „Dæmi eru um að hótel í Reykjavík þurfi að lækka verð sitt niður fyrir kostn- aðarverð.“ Höfundur er framkvæmdastjóri. HLUTUR Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun er vel á annan tug milljarða króna. Ábyrgir borgar- fulltrúar hljóta að spyrja sig fyrir hönd umbjóðenda sinna: Er það góð ráðstöfun fjármuna? Er hægt að nýta það fé betur fyrir borgina? Hvers vegna er 12–14 milljörðum króna frá Reykvíkingum betur varið í hlut í Landsvirkjun en annars stað- ar? Örugg eign Reikna má með að þetta fé sé í nokkuð öruggri geymslu. Lítil hætta á að það tapist. En er það nóg? Það er tæpast hlutverk borgarinnar að geyma peninga í fyrirtækjum sem tengjast ekki beint þjónustuhlut- verki hennar við Reykvíkinga eða áætlunum um uppbyggingu í borg- inni. Sögulega séð kunna að hafa verið forsendur fyrir því að borgin byggði upp Landsvirkjun með rík- inu. En þær eru varla fyrir hendi enn. Nú hafa skapast sögulegar for- sendur fyrir því að borgin dragi sig út úr Landsvirkjun og láti pen- ingana vinna fyrir sig á nýjum vett- vangi. Lítill arður Þessi rök skerpast enn í ljósi þess að borgarbúar eiga myndarlegt orkufyrirtæki sjálfir sem mun keppa í síauknum mæli við Landsvirkjun. Nú fær borgin lítið fyrir að geyma fé sitt á þessum stað; snautlegar 120 milljónir á ári fyrir að gangast í 40 milljarða króna ábyrgð á skuldum Landsvirkjunar. Síðan bætist við að borgin er stór minnihlutaeigandi (45%) sem fær engu ráðið um för í þessu fyrirtæki. Þar ræður ríkið. Menn ræða nú mjög um það að í hlutafélögum eigi að auka skyldur meirihlutaeigenda til að kaupa út þá sem eiga stóran minnihluta. Einmitt til að minnihluta sé ekki haldið í áhrifalausri gíslingu. Slík er staða borgarinnar í dag í Landsvirkjun. Dautt kapítal Fyrir Reykvíkinga gildir að láta þetta kapítal vinna fyrir sig í arð- bærum verkefnum sem skipta borg- arbúa máli. Hvað gerir ríkið við bankana? Selur þá. Losar fé til að greiða skuldir eða grafa jarðgöng eða hvað annað það sem talið er hag- kvæmt eða samrýmast hlutverki rík- isins. Á sama hátt gæti Reykjavík- urborg losað um þessa eign sína til arðbærra verkefna. Sönnunarbyrðin Þeir sem vilja halda þessari eign innan Landsvirkjunar verða að sýna fram á að sú fjárvarsla sé hin arð- samasta sem gefst. Séu aðrir kostir til að nýta fjármagnið, sem gefa meiri ávöxtun, eigum við að nýta þá. Nefna má niðurgreiðslu lána; borgin gæi farið langt með að borga upp skuldir sínar og hætt að greiða af þeim vexti. Eða fjármögnun samgöngumann- virkja: Sundabraut hefur verið reiknuð í 10–14% arðsemi (mun meiri en Kárahnjúkavirkjun). Borg- in gæti lánað ríkinu þetta fé til að hraða öllum þremur áföngum Sundabrautar og fengið greitt í skömmtum á framkvæmdatímanum. Það fé mætti svo nýta til enn frekari uppbyggingar samkvæmt ströngum arðsemiskröfum í borginni. Ráð- stefnuhús? Þekkingariðnaður í Vatnsmýrinni? Tækifærin til að láta kapítalið vinna fyrir sig eru fyrir hendi. Kárahnjúkavirkjun og eign borgarinnar Í raun koma áformin um Kára- hnjúkavirkjun þessu máli ekki við. Menn getur greint á um virkjunina og það hvort borgin eigi að standa í orkuvinnslu norðan Vatnajökuls til álvers í Reyðarfirði. Ekki síst vegna þess að nú verðum við Reykvíkingar að ráðast í eigin stórvirkjun á Hellis- heiði vegna hitaveitu. Menn geta varað við því að borgin gangist í ábyrgð fyrir 45 milljörðum vegna virkjunarinnar eða tekið siðferðis- lega ábyrgð á náttúruspjöllum. En hvað sem mönnum finnst um Kára- hnjúkavirkjun geta borgarfulltrúar ekki skorast undan þeirri ábyrgð að ávaxta fjármuni borgarinnar og eignir út frá kröfum sem snúast um arðsemi og þjónustu við Reykvík- inga. Því eru furðulegt að fylgjast með borgarfulltrúum Sjálfstæðis- flokksins gefa út skilyrðislausar yf- irlýsingar um að borgin eigi að ábyrgjast tugmilljarða lán vegna Kárahnjúkavirkjunar, jafnvel áður en fyrir liggur hvort arðsemi hennar sé næg! Frelsum fjármagnið Það kapítal sem borgin á bundið í Landsvirkjun væri betur komið í öðrum verkefnum. Fjármagn á að flæða. Eigandinn hlýtur að gera kröfur til að það flæði eftir þeim brautum sem þjóna hagsmunum hans best. Því er eðlileg krafa að rík- isvaldið þakki borgarbúum fórnfúsa bindingu auðmagns í Landsvirkjun með því að frelsa það til annarra verkefna. Fyrir Reykjavík. Dautt fé í Landsvirkjun Eftir Stefán Jón Hafstein Höfundur er borgarfulltrúi. „Því er eðli- leg krafa að ríkisvaldið þakki borg- arbúum fórn- fúsa bindingu auð- magns í Landsvirkjun með því að frelsa það til annarra verkefna. Fyrir Reykjavík.“ Síðumúla 34 - sími 568 6076 Antik er fjárfesting Antik er lífsstíll skart og perlur skólavörðustíg 12 á horni bergstaðastrætis sími 561 4500 Þetta langar mig í ... Mér líkar það sem er á léttum nótum Guðbjörn Guðbjörnsson söngvari Gallerí Fold - um jólin - Opið til kl. 22.00 Gerður Gunnarsdóttir Jóhannes S. Kjarval Rauðarárstíg 14-16, sími 551 0400 Kringlunni, sími 568 0400, www.myndlist.is Daði Guðbjörnsson Mörkinni 3, sími 568 7477 www.virka.is Opið mán.-fös. frá kl. 10-18 og laugard. frá kl. 10-14 Gjafabréf til saumakonunnar nýtist vel þar sem efnaúrvalið er mikið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.