Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
bílar
ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM
SMÁAUGLÝSING
AÐEINS 995 KR.*
Áskrifendum Morgunblaðsins
býðst smáauglýsing fyrir aðeins 995 kr.*
Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðjudögum.
* 4 línur og mynd.
HAFÐU SAMBAND!
Auglýsingadeild Morgunblaðsins. Sími 569 1111 eða augl@mbl.is
„ÞAÐ fléttast saman örbirgð og
ömurleg búsetuskilyrði, enda býr
fólkið hér í slíkum hreysum að
venjulegum Íslendingi dettur
varla í hug að þau séu notuð sem
mannabústaðir,“ segir Anna Þrúð-
ur Þorkelsdóttir, sendifulltrúi hjá
Rauða krossi Íslands, um þær að-
stæður sem mæta starfsmönnum
Rauða krossins í Mangaung, 300
þúsund manna fátækrahverfi í
borginni Bloemfontein í miðri Suð-
ur-Afríku.
Þar hefur verið starfrækt verk-
efni á vegum norska Rauða kross-
ins, „Community Home Based
Care“, sem er heimahlynning fyrir
alnæmisjúka. Íslenski Rauði
krossinn er ennfremur að setja
sams konar verkefni á laggirnar í
Galesewe, sem er 100 þúsund
manna fátækrahverfi við Kimber-
ley sem er 155 km vestan við Man-
gaung. Anna Þrúður, sem var for-
maður RKÍ um 6 ára skeið, hefur
undanfarna sex mánuði verið
sendifulltrúi í Mangaung og Gale-
sewe og heldur fljótlega aftur utan
í eftir jólafrí á Íslandi.
A.m.k. 30 milljónir smitaðar
„Það eru endalaus verkefni sem
bíða Rauða krossins, því ný könn-
un sýnir að í héruðunum Free
State og Northern Cape í S-Afr-
íku, þar sem Mangaung og Gale-
sewe eru, er einna hæst hlutfall al-
næmismitaðra í Suður-Afríku. Það
kom mjög á óvart.“ Talið er að um
42 milljónir manna í heiminum séu
alnæmissmitaðar og langflestir
smitaðra eru í sunnanverðri Afr-
íku, eða um 30 milljónir manna.
Segir Anna Þrúður að þessi tala sé
mjög varlega áætluð. Grunur leik-
ur á mun meiri útbreiðslu sjúk-
dómsins en vegna mikilla fordóma
Afríkubúa gagnvart sjúkdóminum
eru tölur vanáætlaðar.
„Fólk fer ekki í HIV-próf nema
tilneytt og dánarvottorðin hljóða
sjaldnast upp á alnæmi, enda deyr
fólk úr berklum, lungnabólgu og
ýmsum öðrum sjúkdómum sem
herja á það þegar HIV-veiran hef-
ur brotið niður ónæmiskerfi sjúk-
linganna,“ segir hún „Þetta er
skelfilegur faraldur og það fylgir
því talsvert andlegt álag að horfa
upp á ungt fólk hrynja niður úr al-
næmi. Þetta hefur það í för með
sér að fjöldi barna verður mun-
aðarlaus þegar mæður þeirra
deyja, því ef feðurnir eru ekki dán-
ir, eru þeir oft farnir burt af heim-
ilunum. Þeir láta sig bara hverfa
þegar erfiðleikar steðja að.“
Næturkuldar og frost
á veturna
Í S-Afríku er nú hásumar og um
28–36 stiga hiti, en vetur leggst að
þegar tekur að vora hér á norð-
urhvelinu og nær hámarki í júlí.
Fylgja vetrum miklir næturkuldar
og oft frost sem erfitt verður að
standast í óupphituðum kofaskrifl-
um í Mangaung, sem eru að mestu
gerð úr spýtnarusli, múrsteinum
og bútum úr bárujárnsplötum.
„Fólk lifir nær eingöngu á maís-
vatnsgraut ef nokkuð matarkyns
er að hafa yfirhöfuð. Meðal at-
vinnubærra manna er 46% at-
vinnuleysi í Free State og Nort-
hern Cape og hlutfallið er miklu
hærra í fátækrahverfunum.
Glæpatíðnin er mjög há og algengt
að bílstjórar á vegum úti séu
stöðvaðir, rændir og drepnir, jafn-
vel fyrir einn farsíma.
Það kemur mér mjög á óvart að
fólk skuli svelta í því ríka landi
sem Suður-Afríka er. Það er til
nógur matur í landinu en mikið
skrifræði og ólæsi stendur í vegi
fyrir því að fólk fái þær sáralitlu
bætur sem það á rétt á. Þó kemur
mest á óvart hve lítið hefur þokast
í baráttunni við kynþáttamisréttið
á undanförnum árum. Hér í ríki
Búanna er aðskilnaðarstefnan í
fullum blóma.“
Sendifulltrúi hjá RKÍ um alnæmi í S-Afríku
„Skelfilegur faraldur“
Morgunblaðið/Árni Torfason
Anna Þrúður Þorkelsdóttir, sendifulltrúi hjá RKÍ.
LOKASPRETTURINN í frágangi
og innréttingum á nýjum barnaspít-
ala Hringsins er nú í fullum gangi
og stendur til að vígja hann hinn 26.
janúar næstkomandi, á 99 ára af-
mæli Kvenfélagsins Hringsins. Í
kjölfarið mun starfsemi spítalans
verða flutt í nýja húsnæðið.
Að sögn Ásgeirs Haraldssonar,
yfirlæknis á Barnaspítalanum,
stendur yfir vinna við uppsetningu
innréttinga og sömuleiðis er byrjað
að setja upp tæknibúnað á borð við
rafmagnstæki og lyftur. „Á næstu
vikum verður síðan hafist handa við
að koma fyrir lækningatækjum og
því sem þeim tilheyrir og þessu á
öllu að ljúka á næstunni,“ segir
hann.
Sömuleiðis segir Ásgeir und-
irbúning að sjálfum flutningnum
langt kominn en hann krefst tals-
verðrar skipulagningar. „Við flytj-
um alla sjúklinga í um 80 sjúkra-
rúm auk umtalsverðrar
göngudeildar, bráðamóttöku og
starfsaðstöðu starfsfólks svo það er
töluvert fyrirtæki að flytja alla þá
starfsemi.“
Ný tæki smátt og
smátt að koma
Stór hluti tækjabúnaðar er flutt-
ur af gamla spítalanum á þann nýja
og nefnir Ásgeir sem dæmi tækja-
búnað vökudeildar, sem er gjör-
gæsla nýbura og fyrirbura. „Það er
mjög dýr tækjabúnaður, allir hita-
kassar, öndunarvélar, hjartarafsjár
o.s.frv. Öll þessi tæki flytjum við
með okkur en stærra húsnæði og
aukin starfsemi krefst aukinna
tækja og þau eru smátt og smátt að
koma. Verulegur hluti þeirra verð-
ur gefinn af ýmsum félagasam-
tökum og fyrirtækjum.“
Að vonum bíða margir með
óþreyju eftir því að nýja húsnæðið
verði tekið í notkun. „Það er mikil
tilhlökkun og eftirvænting, bæði
hjá starfsfólkinu og skjólstæð-
ingum okkar,“ segir Ásgeir. „Það
eru bæði börn sem eru með lang-
vinn veikindi og börn með end-
urtekin veikindi eða endurteknar
innlagnir. Nú sjá þau fram á að inn-
an skamms batni aðstaðan verulega
fyrir þau og aðstandendur þeirra
og það er mjög ánægjulegt.“
Barnaspítalinn vígður á 99 ára afmæli Kvenfélagsins Hringsins
Talsverða skipulagningu þarf
vegna flutnings starfseminnar yfir í
nýja húsnæðið en sjúklingar í um 80
sjúkrarúmum verða fluttir yfir auk
göngudeildar, bráðamóttöku og
aðstöðu starfsfólks.
Unnið er að uppsetningu innréttinga þessa dagana en á næstunni verður
lækningatækjum komið fyrir í nýja spítalanum.
„Mikil til-
hlökkun
og eftir-
vænting“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
UNDIRBÚNINGUR vegna björg-
unar Guðrúnar Gísladóttur KE-15,
sem liggur á 40 metra dýpi undan
ströndum N-Noregs, er aftur kominn
á fullt eftir nokkurra daga jólafrí
björgunarteymisins á Íslandi.
Ásgeir Logi Ásgeirsson, verkefna-
stjóri aðgerða í Noregi, segir stefnt að
því að skipið verði komið til hafnar
fyrir miðjan janúar. Það fari þó eftir
veðri. Upphaflega stóð til að skipið
væri komið til hafnar fyrir jól, en veð-
ur tafði aðgerðirnar. Nú er verið að
flytja viðbótarbaujur til Lófóten sem
munu gera björgunarmönnum kleift
að stýra tönkum sem á að sökkva nið-
ur að skipinu og nota til að lyfta því
upp á yfirborð sjávar.
Ásgeir Logi reiknar með að allar
baujurnar verði komnar um helgina
og þá geti lokaundirbúningur hafist.
Veðurspáin er ágæt að hans sögn.
„Það er reyndar svolítið kalt, en það
hefur verið stillt og gott veður. Ég
vona bara að það haldist.“ Mengunar-
varnir norska ríkisins (SFT) gáfu eig-
endum skipsins tíma til áramóta til að
fjarlægja olíuna úr skipinu, en eig-
endur hafa frest til maí til að koma
skipinu af hafsbotni. Ásgeir segir að
norsk yfirvöld sýni skilning á því að
menn fái ekki við veðrið ráðið.
„Það kom þessi suðvestan hvellur,
sá eini sem komið hefur í haust. Hann
gerði það að verkum að helmingurinn
af kafaradögunum fór í landlegu,“
segir Ásgeir, en alls koma fjórtán Ís-
lendingar að aðgerðunum auk tólf
norskra kafara. Ákveðið hafi verið að
fjarlægja bæði skip og olíu í einu, loka
mengunina inni í skipinu og koma
með það þannig að bryggju í stað þess
að gata olíutankana. Um borð í skip-
inu þegar það sökk voru 870 tonn af
frystri síld og 300 tonn af olíu.
„Þetta er mikil aðgerð, stórt verk-
efni sem hefur ekki verið unnið áður
og þó við höfum áætlað að gera hlut-
ina á einn veg getur komið í ljós að
ekki sé hægt að gera þá þannig. Þá
þurfa menn að leika af fingrum fram
og finna lausnir sem ganga. Óneitan-
lega hafa komið upp slík atvik sem
tefja verkefnið,“ segir Ásgeir Logi.
Allt kapp lagt á að ná
skipinu upp sem fyrst
UM 40% ungmenna notuðu ekki
getnaðarvörn við fyrstu kynmök og
tóku því áhættu með þungun og kyn-
sjúkdóma. Yfirleitt líður um ár frá því
ungt fólk byrjar að meðaltali að hafa
kynmök og þar til það leitar til læknis
vegna getnaðarvarnar. Þetta kemur
fram í rannsókn Sóleyjar S. Bender,
dósents við hjúkrunarfræðideild HÍ,
sem kynnt var á Vísindaráðstefnu HÍ.
Meðalaldur við fyrstu kynmök
reyndist vera 15,4 ár. Ungmennin
hófu að nota getnaðarvarnir að með-
altali 15,8 ára og byrjuðu að leita til
læknis vegna getnaðarvarna að með-
altali 16,2 ára. Alls notuðu 60% getn-
aðarvörn við fyrstu kynmök, þar af
var pillan notuð í 9% tilvika og smokk-
urinn í 76% tilvika.
Segir í ágripi um rannsóknina að
ungt fólk á Íslandi byrji fyrr að hafa
kynmök en víða í nágrannalöndunum.
Fleiri stúlkur byrjuðu snemma að
hafa kynmök en strákar. Bæði strák-
ar og stelpur byrjuðu seinna að hafa
kynmök ef þau höfðu sterk viðhorf til
ótímabærrar þungunar, en fyrr ef
margir vinir voru byrjaðir að hafa
kynmök. Búseta hjá einu foreldri og
að vera ekki í skóla virtist auka lík-
urnar á að byrja fyrr að hafa kynmök.
Spurningalisti var sendur til 2.500
ungmenna á aldrinum 17–20 ára úr
þjóðskrá, 20% piltar og 80% stúlkur.
224 strákar og 1.181 stúlka reyndust
kynferðislega virk. Svarhlutfall var
70%. Alls höfðu 83% haft kynmök
einu sinni eða oftar.
40% notuðu
ekki getn-
aðarvörn
í fyrsta
skiptið