Morgunblaðið - 05.01.2003, Qupperneq 8
FRÉTTIR
8 SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
„Hún“ er komin til að máta græjurnar, stólinn, hárkolluna, sólina, gleraugun, olíuna, reglu-
strikuna, og hvað þau heita nú öll þessi pólitísku hjálpartæki, herra.
Öxulveldi hins illa?
Ólík en keimlík
og samofin
NÁMSKEIÐ meðyfirskriftinni „Öx-ulveldi hins illa? –
nútímasaga Írak og Íran“
verður haldið við Endur-
menntunarstofnun Há-
skóla Íslands dagana 7., 9.,
13. og 16. janúar næstkom-
andi. Leiðbeinandi er dr.
Magnús Þorkell Bern-
harðsson, lektor í nútíma-
sögu Mið-Austurlanda og
íslam við Hofstra-háskól-
ann í New York.
– Segðu okkur fyrst eitt-
hvað frá námskeiðinu.
„Í þessu námskeiði verð-
ur fjallað um nágrannarík-
in Írak og Íran á 20. og 21.
öld. Þó að löndin séu ákaf-
lega ólík, er pólitísk saga
þeirra að mörgu leyti
keimlík og samofin. Til
dæmis lýsti George Bush Banda-
ríkjaforseti því yfir vorið 2002 að
ríkin tilheyrðu, ásamt Norður-
Kóreu, öxulveldi hins illa, „axis of
evil“, eins og hann komst að orði,
frá sjónarmiði Bandaríkjanna. En
þó að þessar þjóðir hafi verið mik-
ið í fréttum að undanförnu og þá
yfirleitt í neikvæðum tón er saga
þessara ríkja á margan hátt saga
tuttugustu aldarinnar í hnotskurn.
Í þessu námskeiði verður því
fjallað um ýmis mikilvæg stef í
sögu Mið-Austurlanda og hvernig
þau hafa verið útfærð í Írak og Ír-
an. Að lokum verða umræðurnar
um framtíðarskipan þessara
ríkja.“
– Geturðu útskýrt fyrir okkur
hvernig þú byggir námskeiðið
upp?
„Fyrsti tíminn tekur fyrir stofn-
un Írak 1921 og tilkomu Pahlavi-
veldisins í Íran. Annar tíminn tek-
ur fyrir byltingarnar 1958 og 1978.
Þar ræðum við m.a. hvers vegna
trúarlegir hópar náðu yfirhönd-
inni í Íran. Í þriðja tímanum tök-
um við m.a. fyrir hugmyndafræði
og stjórnarfar Saddams Hussein
og Ayatollah Khomeini og í fjórða
tímanum förum við yfir átta ára
langt tilgangslaust stríð þessara
þjóða 1980–88, Persaflóastríðið og
veltum fyrir okkur framtíð þess-
ara ríkja.“
– Hver er tilurð þessa nám-
skeiðs?
„Þetta er fjórða námskeiðið sem
ég held í samvinnu við Endur-
menntunardeild Háskóla Íslands
og öll hafa verið um málefni Mið-
Austurlanda. Þau sem á undan
hafa verið hafa öll verið mjög vel
sótt, 40 til 70 þátttakendur, og þar
sem líklegt er að það dragi til tíð-
inda á þessum slóðum á næstunni
þótti mér tilvalið að stinga upp á
þessu námskeiði.“
– Hverjir sitja þessi námskeið?
„Það er fólk úr öllum áttum,
fjölmiðlafólk, lögreglumenn, fólk
tengt stofnunum og fyrirtækjum
sem hafa einhver tengsl við þenn-
an heimshluta og bara venjulegt
fólk. Áhugi manna er mikill og Ís-
lendingar eru t.d. mun upplýstari
um málefni Mið-Austurlanda held-
ur en t.d. almenningur í
Bandaríkjunum.“
– Hver eru markmið-
in með þessu nám-
skeiði?
„Markmiðið er að
fræða fólk um Íran og Írak. Fyrir
marga eru þetta bara nöfn úr fyr-
irsögnum blaða og sjónvarpsfrétt-
um. Nauðsynlegt er að fólk viti
bakgrunn og forsögu, þarna eru
mikil örlög og saga samtvinnuð
sem og framtíð þessara landa sem
verður að teljast frekar óljós sem
stendur. Allt sem þarna gerist get-
ur haft víðtæk margvísleg áhrif
um heim allan.“
– Verður eitthvað ráðið í fram-
tíð þessara landa?
„Já, við munum velta fyrir okk-
ur framtíðarhorfum þessara landa
sem við munum meta út frá stjórn-
málasögu þeirra. Ef stríð verður
um Írak, hvort sem það stendur
stutt eða langt og endar með því
að stjórn Saddams yrði steypt,
gæti það leitt af sér langt óvissu-
ástand í Írak þar sem ýmsir hópar
myndu berjast um völdin. Líkleg
útkoma væri stjórn Sunni-araba
sem gæti mögulega með tímanum
endurlífgað gamla konungsdæmið
Hashimita sem sameiningartákn.
Hvað gæti gerst í Íran er einnig
nokkuð áhyggjuefni. Um Íran hef-
ur verið nokkur friður í ein tólf ár
og hefur landið styrkt sig í millitíð-
inni, bæði efnahagslega og hern-
aðarlega. Hins vegar er þar mjög
sterk umbótahreyfing sem ógnar
veldi klerkanna sem hafa haldið
völdum síðan í byltingunni. Þessi
öfl takast nú á í landinu og ætla
mætti að við umbótaöflunum verði
ekki spornað. Hins vegar er ekki
víst að klerkarnir taki því friðsam-
lega. Sjálfir náðu þeir völdum með
byltingu og vita því allt um slíka
framvindu. Þeir vita líka að keis-
arinn féll ekki hvað síst vegna þess
að hann var ekki nógu fljótur að
bregðast við og þeir munu ekki
ætla sér að gera sömu mistökin.
Þarna er því í raun eldfimt bak-
land sem gæti endað með blóðs-
úthellingum. Falli klerkarnir á
endanum tekur stór
hópur umbótasinnaðs
ungs fólks við stjórnar-
taumunum, en sá hópur
er jafnframt mjög mis-
litur í pólitík rétt eins
og gengur. Það gæti farið svo að
það fengi byr að reisa við keisara-
dæmið gamla, ekki ósvipað og í
Írak, rétt til að hafa sameining-
artákn. Sonur síðasta keisara
stendur nú á fertugu og er virkur
talsmaður þessa vestur í Banda-
ríkjunum, en þangað flutti íranska
elítan öll eftir byltinguna og hefur
haldið þar uppi öflugri stjórnar-
andstöðu.“
Magnús Þorkell Bernharðsson
Magnús Þorkell Bernharðsson
er fæddur 7.12. 1966. Stúdent frá
VÍ og með BA í stjórnmálafræði
og guðfræði frá HÍ 1990. MA
próf í trúarbragðafræði frá Yale
Divinity School og nam síðan ar-
abísku í Damaskus í Sýrlandi.
Doktorsnám í nútímasögu Mið-
Austurlanda frá Yale-háskóla
1999. Fjallaði ritgerðin um þjóð-
ernishyggju í Írak. Lektor í nú-
tímasögu Mið-Austurlanda og ísl-
am við Hofstra-háskóla í New
York. Maki er Margrét McCom-
ish lögfræðingur og eiga þau tvö
börn, Bernharð 5 ára og Karen
Magneu 2 ára.
Ætla ekki að
gera sömu
mistökin
NÝLIÐINN desember var einn hinn
hlýjasti sem vitað er um hérlendis
frá því að samfelldar mælingar hóf-
ust um 1820. Þetta er samkvæmt
upplýsingum frá Veðurstofu Ís-
lands. Hlýindin voru sérstaklega
mikil um sunnanvert landið.
Í Reykjavík var álíka hlýtt í des-
ember 1933 og nú þegar meðalhit-
inn var 4,5°C en hæst komst hann
12,0°C. Á Akureyri var hann hins
vegar 2,4°C sem er þriðji hlýjasti
desember sem vitað er um þar.
Meðalhiti var -0,6°C á Hveravöllum
en þar hefur desember aldrei orðið
jafnhlýr og nú.
Þurrt fyrir norðan
– vott fyrir sunnan
Úrkoma var 50% yfir meðallag í
Reykjavík í mánuðinum eða 119
mm en á Akureyri mældust aðeins
16 mm sem er tæplega þriðjungur
meðalúrkomu. Er mánuðurinn einn
af fimm þurrustu desembermán-
uðum þar frá því að mælingar hóf-
ust 1928.
Þá mældust sólskinsstundir 7,6 í
Reykjavík í desember sem er 5
stundum undir meðaltali. Á Akur-
eyri mældist sólskin í aðeins 20
mínútur eins og algengt er þar um
slóðir.
Desember var með eindæmum
snjólaus en aldrei varð alhvítt í
Reykjavík og hefur það aðeins
tvisvar gerst áður, árin 1952 og
1987. Aldrei varð heldur alhvítt á
Akureyri í desember nú og verður
að teljast líklegt að snjóleysið norð-
anlands sé einsdæmi að því er fram
kemur í frétt Veðurstofunnar.
Desember fádæma hlýr og snjólítill