Morgunblaðið - 05.01.2003, Síða 15

Morgunblaðið - 05.01.2003, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 2003 15 KONUNGLEGA breska fuglavernd- arfélagið (Royal Society for the Protection of Birds) hefur sent Davíð Oddssyni forsætisráðherra bréf vegna fyrirhugaðrar byggingar Kára- hnjúkavirkjunar. Í bréfinu varar fé- lagið alvarlega við afleiðingum fram- kvæmdanna fyrir fuglalíf á svæðinu. Höfundur bréfsins, Graham Wynne, aðalframkvæmdastjóri fé- lagsins, segir að félagið og Alþjóða- fuglaverndarsamtökin líti svo á að áhrif þessara framkvæmda séu svo al- varleg á sameiginlega fuglastofna að þau gefi tilefni til að farið verði fram á formlega málshöfðun á vettvangi Bernar-sáttmálans, sem Íslendingar eru aðilar að, snemma á þessu ári. Lýsir hann jafnframt þeirri von sinni að til þess þurfi ekki að koma og fer fram á það við forsætisráðherra að hann beiti sér fyrir því að fram- kvæmdum verði tafarlaust frestað. Slæm áhrif á heiðagæsastofninn Í bréfinu segir einnig að aðgerð- irnar á svæðinu muni hafa sérstak- lega slæm áhrif á stofn íslensk-græn- lensku heiðagæsarinnar. Með framkvæmdunum yrði tekin áhætta á að verulega yrði gengið á heildarstofn heiðagæsarinnar. Það veki um leið al- varlegar spurningar um hvort Íslend- ingar standi við alþjóðasáttmála um umhverfismál. Bent er á að framkvæmdirnar muni hafa áhrif á alþjóðlega mikil- vægu fuglasvæði sem sé dvalarstaður 4% Evrópustofns kjóans (arctic skua) og 2% grágæsarinnar í Evrópu. Félagið sendi einnig afrit af bréfinu til umhverfisráðherra og álfyrirtæk- isins Alcoa. Í bréfinu er lýst miklum áhyggjum af því að framkvæmdir skuli þegar vera hafnar við Fremri- Kárahnjúka þrátt fyrir fyrirliggjandi álit um umhverfisáhrif fram- kvæmdanna. Konunglega breska fuglaverndar- félagið er stærsta fuglaverndarfélag í heiminum, það er í tengslum við Fuglaverndarfélag Íslands og eru bæði félögin aðilar að Alþjóðafugla- verndarsamtökunum, BirdLife Int- ernational. Konunglega breska fuglaverndarfélagið varar við afleiðingum virkjunar við Kárahnjúka Gefur tilefni til málshöfðunar á vettvangi Bernar-sáttmálans HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt 18 ára pilt í hálfs árs skilorðsbundið fangelsi fyrir líkams- árás aðfaranótt 17. nóvember 2001 í miðbæ Reykjavíkur. Honum var gef- ið að sök að hafa veist að 34 ára gömlum manni með eftirlíkingu af skammbyssu, krafið hann um pen- inga og misþyrmt honum í félagi við jafnaldra sinn. Hann var sakfelldur fyrir vopna- lagabrot með því að hafa borið loft- byssuna á almannafæri en sýknaður af ákæru fyrir ránstilraun. Dómur- inn taldi það til refsiþyngingar að ákærði hefði veist að manninum á al- mannafæri algjörlega að tilefnis- lausu, mundað byssu að honum og barið hann þrívegis í höfuðið með henni. Ákærði hlaut 60 daga fangelsis- dóm fyrir fíkniefnabrot í október 2001 og fjögurra mánaða fangelsi fyrir þjófnaðarbrot í desember sama ár. Var síðari dómurinn dæmdur upp að þessu sinni og ákærða gerð refs- ing í einu lagi sem varð hegningar- auki að hluta til. Félagi piltsins sem ákærður var fyrir þátttöku í árásinni var sýknaður í málinu. Pétur Guðgeirsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Verjandi sakfellda var Atli Gíslason hrl. Verjandi þess sem dómurinn sýknaði var Ólafur Örn Svansson hdl. Málið sótti Katrín Hilmarsdóttir fyrir hönd ákæru- valds. Sex mán- aða fang- elsi fyrir tilefnis- lausa árás ♦ ♦ ♦ JÓN Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, segist stefna að því að kveða upp úrskurð í kæru vegna Norðlingaölduveitu um miðj- an þennan mánuð. Hann segir að mikið sé búið að vinna í málinu og það sé að styttast í verklok. Jón var skipaður umhverfisráð- herra til að taka afstöðu til kærunn- ar. Lögbundnir frestir til að afgreiða kæruna eru liðnir. „Ég geri mér grein fyrir því að frestirnir eru löngu liðnir. En það segir í lögunum um umhverfismat að ráðherra hafi ríka rannsóknar- skyldu. Í ljósi þess hef ég sett hóp manna í að vinna fyrir mig í þessu. Ég hef líka sjálfur rætt við marga og reynt að setja mig vel inn í málið. Ég vil gjarnan fara að ljúka þessari vinnu og vona að það takist um miðj- an þennan mánuð,“ sagði Jón. Úrskurðað um miðjan mánuðinn Norðlingaölduveita BÆJARRÁÐ Kópavogs hefur sam- þykkt að hækka almennt gjald í Sundlaug Kópavogs úr 200 í 220 kr. Breytingin tók gildi um áramót. Aðgangseyrir barna verður óbreyttur og kostar stakur miði 100 krónur og tíu miða kort kostar 500 krónur. Tíu miða kort fyrir fullorðna hækkar úr 1.500 í 1.650 krónur. Gjaldskrá hækkaði um áramót Sundlaug Kópavogs www.nowfoods.com

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.