Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
SÁ, ER þetta ritar, var upp-alinn hér í Reykjavík, ogkreppuárin frá 1931–40voru hans bernskuár.Reykjavíkurhöfn, sem
hefur oft verið nefnd lífæð Reykja-
víkur, gegndi á árum áður tiltölu-
lega miklu stærra hlutverki í bæj-
arlífinu en hún gerir í dag. Umferð
almennings um hafnarsvæðið var
meiri, enda fóru farþegaflutningar
innan lands þá að stórum hluta
fram með skipum og allar utan-
landsferðir. Hafnarbakkarnir og
bryggjurnar voru ævintýravett-
vangur fyrir okkur drengina í bæn-
um. Við undum oft við að horfa á
skipin og athafnalífið. Svo sterkt
togaði höfnin, að væri gefið frí í
kennslustund í Menntaskólanum á
mínum árum þar (1945–51), gekk
hluti okkar bekkjarbæðranna
gjarnan niður að höfn til að fylgjast
með atvinnulífinu.
Höfnin hefur lengi skapað borg-
arbúum viðurværi í margþættum
skilningi. Þar hefur lífsnauðsynjum
verið skipað á land. Þaðan hafa út-
flutningsvörur okkar farið að
stórum hluta til viðskiptamanna á
erlendri grund. Höfnin var þá einn
helsti snertiflötur okkar við al-
þjóðasamfélagið. Síðast en ekki síst
hefur hún skapað mikla atvinnu.
Eitt af því, sem lengi setti sterkan
svip á umsvif og umhverfi við
Reykjavíkurhöfn, var kolainnflutn-
ingurinn. Á lóðum við höfnina aust-
anverða voru miklir haugar af kol-
um, sem flutt voru inn, einkum frá
Bretlandi og Póllandi. Kveikjan að
þessari ritsmíð eru minningar höf-
undar um tvo menn, sem báðir
koma við sögu Reykjavíkurhafnar
fyrir iðju sína og störf tengd kola-
öflun og uppskipun.
Talið er, að kol hafi komið fyrst
hingað til lands um eða fyrir miðja
18. öld.1 Innflutningur var þá í
mjög smáum stíl, trúlega fyrst og
fremst til upphitunar í húsum
kaupmanna. En svo tóku kolaofnar
að verða æ algengari, og um 1870
var innflutningurinn orðinn um
þrjú þúsund tonn.2 Er skip fóru að
ganga fyrir gufuvélum, kolaelda-
vélar og kolakyntir miðstöðvarkatl-
ar urðu algeng tæki og Gasstöðin í
Reykjavík tók til starfa, þá marg-
faldaðist kolanotkunin. Svo fór, að
allt að 96 þúsund tonn af kolum
voru flutt til Reykjavíkur árlega.3
Ýmsar tegundir kola voru fluttar
inn auk venjulegra steinkola svo
sem smíðakol, gljákol og sérstök
kol til vinnslu í Gasstöðinni.4
Fyrst var uppskipunin þannig, að
kolin voru flutt í pokum á uppskip-
unarbátum utan af ytri höfninni og
að smábryggjum kaupmanna. Það-
an báru bæði karlar og konur pok-
ana á bakinu í land. Þetta skánaði,
þegar bryggjur stækkuðu og hest-
vagnar komu til sögunnar. Eftir að
millilandaskipin gátu lagst að
bryggju, var kolunum mokað í mál
eða stór trog í lestunum, þau síðan
hífð upp með spilum skipanna og
hvolft úr þeim í hestvagnana og
síðar á bíla. Þá vildi stundum fara
eitthvað á bryggjuna og jafnvel
milli skips og bryggju. Úr þessu
var reynt að bæta, með því að
smíða trérennur eða sliskjur til að
stjórna rennslinu á vagnana.5
Mesta framförin var, þegar fyr-
irtækið Kol og salt hf. reisti mikinn
uppskipunarkrana og tók hann í
notkun 1926. Hann fékk nafnið
Hegri, en var venjulega nefndur
Kolakraninn. Frá honum var svo-
nefndur „kjaftur“ látinn síga niður
í kolalestarnar. Hann fyllti sig þar
af kolum, var dreginn upp og síðan
inn yfir birgðasvæðið, þar sem
hann var tæmdur í bingina. Færi
stór kolamoli í kjaftopið, lokaðist
það ekki alveg, og þá hrundi gjarn-
an eitthvað úr, bæði niður á
bryggjuna og í sjóinn. Algengt var,
bæði á kreppuárunum og hvenær
sem lítið var um atvinnu, að menn
væru á höttunum eftir því sem féll
á bryggjuna. Slík kolatínsla var
bönnuð meðan Hegrinn var að
störfum, en látin óátalin þess utan,
svo sem í matartímum og eftir
vinnu á kvöldin. Þegar best lét,
gátu menn farið langt í að fylla 50
kg poka yfir daginn, en ekki var
það algengt. Þegar búið var að losa
skipið, var lag til að reyna að slæða
upp, það sem í sjóinn hafði farið.
Þegar leið á stríðsárin, gafst slíkt
lag sjaldan, því þá voru oftast skip
við bryggjuna. Þá höfðu líka allir
næga atvinnu, höfðu ekki tíma í
þetta og enda það góðar tekjur, að
þessu var ekki sinnt og lagðist það
þá alveg niður. Gott dæmi um mik-
ilvægi kolanna fyrir daglegt líf var,
að kolaverslanirnar voru oft beðnar
um kol í tombóluvinninga. Var þá
stundum einn og einn poki í vinn-
ing, en þegar verulega átti að
freista fólks til að koma á tombólu,
þá kom fyrir að hæsti vinningur
var heilt tonn af kolum, sem um
það leyti mun hafa kostað um 50
krónur.6
Þá kemur að mönnunum, sem
um var getið í upphafi og skópu
höfundi minningar. Þeir hétu Einar
Eiríksson og Þorgeir Gíslason. Þeir
eru nefndir hér vegna vinnubragða,
sem þeir stunduðu við Reykjavík-
urhöfn, atvinnuhátta sem nú eru
horfnir og hálfgleymdir.
Vorið 1934 fluttu foreldrar mínir
í íbúð á fyrstu hæð hússins að
Bergþórugötu 15. Einar Eiríksson
(1893–1972) bjó þá í kjallaraíbúð-
inni ásamt eiginkonu sinni Þórunni
Bjarnadóttur og börnum þeirra,
Guðbjörgu, Kristni, Bjarna og Guð-
mundi Gunnari. Mágur hans, Þor-
geir Gíslason (1890–1948), bjó í
næsta húsi, númer 13, ásamt sinni
konu, Kristínu Eiríksdóttur, og
tveimur sonum, Gísla og Guðna.
Húsin voru bæði kynt með kolum,
og í okkar húsi var kostnaði við
kolakaup skipt niður á íbúðirnar
eftir ákveðnu hlutfalli. Kolaversl-
anirnar sendu kolin í pokum á
vörubílum, sem óku af Vitastígnum
inn s.k. Öskustíg, milli Bergþóru-
götu og Njálsgötu. Hann dró nafn
sitt af því, að „öskubílarnir“ óku
þar inn til að hirða ösku og annað
húsasorp úr öskutunnunum, sem
stóðu við hvert hús. „Kolakarlarn-
ir“, sem voru yfirleitt tveir á hverj-
um bíl, báru pokana á bakinu inn í
kolageymslu í miðstöðvarherberg-
inu eða í kolakassa utan dyra. Ég
man, að foreldrar mínir töluðu um,
að Einar og fjölskylda hans þyrftu
sjaldan að kaupa kol og dáðu
atorku hans við að afla þeirra sjálf-
ur niður við höfn.
Einar var í senn lærður mótoristi
og járnsmíðameistari að iðn. Hann
hafði flutt hingað til Reykjavíkur
1929 austan af Eyrarbakka. Einar
vann á þessum árum við mulnings-
vélina í grjótnámi bæjarins, sem þá
var í grennd við Sjómannaskólann,
og sér enn í stálið þar að baki
húsanna við Skipholt 50. Hann var
svo í aukavinnu við Bæjarhesthús-
in, sem þá voru bak við gamla
Strætisvagnahúsið, sem nú er
verslunarhús að Snorrabraut 56.
Þar járnaði Einar hestana og gerði
við vagnana. Hann var afburðadug-
legur maður, verklagni og útsjón-
arsemi voru honum í blóð borin og
sérhvert verkfæri lék í höndum
hans. Eitt af markmiðum þessa
manns var að eignast eigið hús-
næði. Þess vegna lagði hann oft
nótt við nýtan dag til að afla tekna.
Eitt af því, sem Einar tók sér
fyrir hendur, var að afla kola af
hafnarbotninum. Hann hafði aldrei
tíma til að vera á hafnarbakkanum
og tína upp eftir Hegrann. En væri
ekki skip þar að kveldi eða á
laugardagseftirmiðdegi, þegar hann
átti frí frá störfum, þá fór hann
marga ferðina niður að höfn með
handtroll og poka á handvagni.
Eldri synir hans tveir fóru gjarnan
með til skiptis, hjálpuðu til við að
koma kolunum í poka og ýttu svo á
eftir vagninum heim. Trollið lá
heima í bakgarðinum, þegar ekki
var verið að nota það. Þetta er höf-
undi allt svo minnisstætt, að hann
fékk Bjarna, son Einars, til að
teikna trollið og rifja upp minn-
ingar um þessa horfnu atvinnu-
grein, sem engar ritaðar heimildir
virðast til um frá Reykjavíkurhöfn,
þótt þetta stunduðu ýmsir aðrir á
þessum árum bæði hér og víðar.7
Sjálfsbjargarviðleitni
á kreppuárunum
Á kreppuárunum þró-
aðist sú list að slæða kol
upp af botni Reykjavík-
urhafnar. Það var liður í
sjálfsbjargarviðleitni
duglegra manna. Þórir
Stephensen rifjar hér
upp mannlífssögur frá
hafnarbakkanum.
!
Þorgeir Gíslason Einar Eiríksson
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Skip liggja við bryggju í Reykjavíkurhöfn árið 1947 og yfir þeim gnæfir kolakraninn.
Mannlífsmyndir frá Reykjavíkurhöfn