Morgunblaðið - 05.01.2003, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 05.01.2003, Qupperneq 19
Myndir Bjarna og skýringar sýna þetta atvinnutæki vel. Einar smíðaði bæði rammann og tönnina og reið sjálfur vörpuna. Er hann hafði sökkt trollinu, brá hann drátt- artauginni um öxl sér og dró það eftir botninum meðfram bakkanum, aðallega fyrir framan Kolakranann en einnig stundum við togara- bryggjuna, þótt þar væri minna að hafa. Ekki minnist Bjarni þess, að mikið væri í pokanum, þegar dreg- ið var upp, en alltaf einhver reyt- ingur. Hann man ekki heldur eftir nema einum manni öðrum við þessa iðju á sama tíma. Einar mun ekki hafa stundað þetta lengur en til 1938.8 Þorgeir Gíslason flutti hingað með fjölskyldu sína austan af Stokkseyri 1923. Hann vann hér ýmis störf hin fyrstu ár og varð þekktur fyrir dugnað og verklagni. Á árunum 1925–26 hóf hann, ásamt Guðmundi Jónssyni í Múla við Suð- urlandsbraut, að taka að sér upp- skipun í ákvæðisvinnu og ekki síst á kolum. Undirbuðu þeir á stund- um Kolakranann, og unnu þannig mikið fyrir Kveldúlf hf., Gasstöðina og fleiri. Þeir höfðu aðgang að liði úrvalsmanna, sem þeir stjórnuðu við verkið. Þorgeir smíðaði sérstak- ar sliskjur, sem reyndust vel. Eitt- hvað munu innflytjendur hafa gagnrýnt, að of mikið af kolum færi í sjóinn. Talið er, að þeir Þorgeir og Guðmundur hafi fyrstir brugðist við þeirri gagnrýni og farið að nota undirbreiðslur milli skips og bryggju. Þær munu hafa verið not- aðar í fyrsta skipti, er þeir unnu eitt sinn fyrir Kveldúlf hf. Þeir Ólafur og Richard Thors, sem þar voru í forystu, komu þá niður á höfn og lýstu sérstakri ánægju með þennan búnað. Gasstöðin, er var þar sem Lögreglustöðin stendur nú, var fyrst með eigin bryggju í Rauðarárvíkinni, en síðar var gas- kolunum einnig skipað upp í höfn- inni. Gísla Þorgeirssyni, sem oft var að störfum með föður sínum, er það minnisstætt, þegar röð hest- vagnanna með kolin var óslitin neð- an af bryggju og inn í Gasstöð.9 Síðar vann Guðmundur í Múla mikið að því að útvega möl í kjöl- festu fyrir skip, sem sigldu tóm héðan. Þorgeir gerðist verkstjóri við byggingar hjá Einari Kristjáns- syni húsasmíðameistara og síðar Byggingafélaginu Stoð hf. Vann hann þannig m.a. við Háskólann, Bæjarhúsin við Hringbraut, Arn- arhvol og Iðnskólann. Þorgeir var einnig í hópi þeirra, sem öfluðu sér kola til heimilisnota af hafnarbotn- inum, en mun hafa hætt því um það leyti sem höfundur fer að muna eft- ir Einari við þessa iðju.10 Tómas Guðmundsson orti hið fal- lega ljóð Við höfnina. Hann segir þar, að raust Kolakranans flytji „boðskap hins nýja dags“. Hegrinn breytti öllum vinnuaðferðum. Sí- aukin vélvæðing og tækni hafa þeg- ar valdið því, að jafnvel hann er horfinn. Reykjavíkurhöfn tekur breytingum samkvæmt boðskap hvers nýs dags. Um leið verða fornir atvinnuhættir að sögu, sem þarf að skrá. Þess vegna hafa fram- angreindar mannlífsmyndir verið færðar á blað. Heimildir: 1 Guðmundur Jónsson, Magnús S. Magn- ússon: Hagskinna 1997, s. 436. 2 Halldór Bjarnason: The foreign trade of Iceland, 1870-1914, doktorsritgerð 2001, töfluviðauki. 3 Guðjón Friðriksson: Saga Reykjavíkur Bærinn vaknar 1870–1940 Fyrri hluti 1991, s. 327. 4 Ásgeir Jónsson fv. frkvstj. Kol og salt hf., Frímann Jónsson fv. forstj. Ísaga og Gísli Þorgeirsson fv. kaupm. 2002. 5 Guðjón Friðriksson 1991, I, 327. Ásgeir Jónsson 2002. 6 Guðjón Friðriksson 1991, I, 327. Ásgeir Jónsson og Frímann Jónsson 2002. 7 Pétur G. Kristbergsson: Horfin handtök 1998, s. 39–49. 8 Bjarni Einarsson húsgagnasm. 2002. 9 Gísli Þorgeirsson 2002. Guðni Þorgeirsson fv. kaupm. 2002. Guðjón Friðriksson 1991: I, 381. 10 Gísli Þorgeirsson 2002. Guðni Þorgeirsson 2002. Höfundur er fyrrverandi dómkirkju- prestur og staðarhaldari í Viðey.. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 2003 19 RX300 LEXUS STYRKIR SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S TO Y 19 84 5 0 1/ 20 03 LEXUS N†B†LAVEGI 6 SÍMI 570 5400 WWW.LEXUS.IS PERPETUUM MOBILE VÍNARTÓNLEIKAR SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS V Í N A R T Ó N L E I K A R S I N F Ó N Í U H L J Ó M S V E I T A R Í S L A N D S 8 . J A N Ú A R K L . 1 9 . 3 0 , 9 . J A N Ú A R K L . 1 9 . 3 0 , 1 0 . J A N Ú A R K L . 1 9 . 3 0 O G 1 1 . J A N Ú A R K L . 1 7 . 0 0 M I ‹ A P A N T A N I R O G S Í M A S A L A Í S Í M A 5 4 5 2 5 0 0 . ÚTSALA 20-60% afsláttur af öllum skóm Dömu-, herra- og barnaskór Kringlunni 8–12  sími 568 6211 Skóhöllin  Firði, Hf.  sími 555 4420

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.