Morgunblaðið - 05.01.2003, Side 25
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 2003 25
LEIKHÓPURINN Á senunni sýnir
leikritið Kvetch á nýja sviði Borg-
arleikhússins og verður fyrsta
sýningin næstkomandi fimmtudag
kl. 20. Leikritið var frumsýnt í
Vesturporti í október sl.
„Sýningin fékk frábæra dóma
og aðsókn varð langt fram úr
björtustu vonum,“ segir Felix
Bergsson, einn leikaranna í sýn-
ingunni. „Í kjölfarið var farið að
skoða að flytja sýninguna í
stærra húsnæði og varð úr að
samningar tókust við Borgarleik-
húsið og verður sýningin sýnd á
nýja sviðinu næstu vikurnar.“
Kvetch fjallar um fimm einmana
manneskjur í firrtum heimi og
stöðugan kvíðann sem nagar þau
inn að beini. Verkið er farsi sem
gerist í kringum þau Frank og
Donnu, hjón sem eiga fátt orðið
sameiginlegt nema ef vera skyldi
endalausa angist og hræðslu
hvort við annað og umhverfið.
Leikararnir eru, auk Felix,
Edda Heiðrún Backman, Steinn
Ármann Magnússon, Ólafur Darri
Ólafsson og Margrét Ákadóttir.
Leikstjóri er Stefán Jónsson.
Morgunblaðið/Jim Smart
Margrét Ákadóttir, Ólafur Darri Ólafsson, Edda Heiðrún Backman, Steinn
Ármann Magnússon og Felix Bergsson í Kvetch.
Kvetch í Borgarleikhúsið
Sigrún Birgisdóttir arkitekt held-
ur fyrirlestur í Norræna húsinu kl.
12.05–13 á þriðjudag. Fyrirlest-
urinn er í hádegisfundaröð Sagn-
fræðingafélags Íslands sem haldin
er í samstarfi við Borgarfræðaset-
ur. Erindi sitt nefnir Sigrún Borg-
in: rými – flæði – byggð og fjalla
um einkenni hinnar vestrænu borg-
ar út frá byggðamynstri miðkjarna
fyrri tíma sem breyst hefur í dreifð-
ar jaðarbyggðir og borgarflæmi nú-
tímans. Fjallað verður um bæði
fyrri og seinni tíma hugmyndir er
varða formgerð hinnar útópísku
borgar og hina margbreytilegu
þætti og áhrifavalda á nútíma kjör-
lendi borgarbúa. Fyrirlesturinn er
hluti af fundaröðinni „Hvað er
borg?“ sem staðið hefur yfir frá því
í september 2002. Samtals verða
fjórtán fyrirlestrar fluttir um þetta
efni en röðinni lýkur í byrjun apríl.
Sigrún Birgisdóttir er lektor í inn-
anhúss- og landslagsarkitektúr við
Buckinghamshire Chilterns Uni-
versity College á Bretlandi. Auk
þess starfar hún sjálfstætt og í
samstarfi við arkitektastofuna
Cherie Yeo Architecture and De-
sign. Hún hefur einnig sinnt
kennslu við Central St. Martin’s í
London og starfað á arkitektastof-
unum Pip Horne Architecture and
Design, Pierre d’Avoine Architects
og David Connor Architects.
Upplýsingar um dagskrá hádeg-
isfundanna eru á slóðinni www.aka-
demia.is/saga og www.borg.hi.is.
Á NÆSTUNNI
NÁMSKEIÐ í kvikmyndaklippingu
verður hjá Kvikmyndaskóla Íslands
dagana 10., 11. og 12. janúar. Kenn-
ari er Valdís Óskarsdóttir. Horft
verður á myndir í endanlegri útgáfu
og síðan skoðað fyrsta klipp.
Fimmtudaginn 9. janúar verða þrjár
bíósýningar í Kvikmyndaskóla Ís-
lands þar sem þátttakendum er gef-
inn kostur á að horfa á þær myndir
sem verður fjallað um á námskeiðinu
en Valdís hefur klippt þær allar.
Myndirnar eru Julien Donky-boy,
1999, sýnd kl. 13, Festen, 1998, sýnd
kl. 15, Finding Forrester, 2000, sýnd
kl. 17.
Þátttakendur skrái sig á sýningar
í Kvikmyndaskólanum.
Námskeið í kvikmyndaklippingu
Alltaf á þriðjudögum
Tölvu- og rekstrarnám
Námsbraut fyrir þá sem vilja læra bókhald og fá virkilega góða tölvukunnáttu.
Vinsælt nám fyrir þá sem vilja skipta um starf eða bæta stöðu sína á vinnumarkaði.
Morgun- og kvöldtímar, 280 kennslustundir. Verð kr. 196.000.
Tölvunotkun 1, 2 og 3
Stutt og hnitmiðuð námskeið fyrir byrjendur og lengra komna. 60 kennslustundir, engin
heimavinna. Morgun-, kvöld- og dagtímar. Verð aðeins kr. 45.000 hvert námskeið.
Tölvur og vinnuumhverfi 1 og 2
Ítarlegt og gagnlegt nám. Bæði fyrir þá sem eru að byrja og þá sem ætla sér að ná mjög góðum
tökum á tölvunni. Morgun- og kvöldtímar, 120 kennslustundir. Verð kr. 84.000 hvort námskeið.
Einnig kennt í fjarnámi.
Tölvur og vinnuumhverfi 50+
Sérstakur hópur fyrir þá sem eru um fimmtugt og eldri. Nú er tækifærið fyrir þá sem finnst þeir hafa
misst af lestinni. Farið verður ítarlega í öll grunnatriði tölvunotkunar þannig að þátttakendur verða
eftir námskeiðið öruggir í allri almennri tölvunotkun. Morgun- og kvöldtímar, 120 kennslustundir.
Verð kr. 84.000. Reyndir kennarar og vingjarnlegt andrúmsloft.
Tölvur og kennsluumhverfi, fjarnám
Hentar þeim kennurum sem vilja styrkja stöðu sína og verða öruggir tölvunotendur. Þetta nám er
ætlað byrjendum á tölvur en er líka heppilegt fyrir þá sem vilja bæta þá grunnþekkingu sem þeir hafa.
160 kennslustundir, verð kr. 112.000.
Hagnýt netumsjón fyrir kennara
Þetta nám er sérstaklega hannað fyrir þá sem þurfa að sjá um netkerfi í skólum eða hafa umsjón
með tölvustofunni. 100 kennslustundir, verð aðeins kr. 120.000.
Tölvuþjónusta 1 og 2
Tvö stutt námskeið fyrir þá sem vilja læra hagnýt atriði í uppsetningu og þjónustu við PC tölvur.
Námskeiðin eru að miklu leyti verkleg. Hvort námskeið er þrír dagar og kostar kr. 45.000.
Athugið að félagsmenn flestra stéttarfélaga eiga rétt á styrk úr fræðslusjóðum.
Nánari upplýsingar í síma 568 5010.
R a f i ð n a ð a r s k ó l i n n k y n n i r f j ö l b r e y t t t ö l v u n á m á v o r ö n n 2 0 0 3
Skeifan 11b · 108 Reykjavík · Sími 568 5010 · Fax 581 2420 · skoli@raf.is · www.raf.is
Fyrir þá sem vilja ná árangri