Morgunblaðið - 05.01.2003, Síða 30

Morgunblaðið - 05.01.2003, Síða 30
LISTIR 30 SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ELÍAS M.V. Þórarinsson var fæddur á Hrauni í Keldudal í Dýra- firði árið 1926 og lést af slysförum ár- ið 1988. Hann var alla tíð bóndi, báta- smiður, refaskytta og sitthvað fleira fékkst hann við. Fram eftir árum bjó hann í Keldudalnum og var síðastur bóndi þar, en á seinni árum átti hann heima á Sveinseyri. Ungur að árum kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Kristjönu S. Vagnsdóttur, og eignuð- ust þau átta börn. Alla tíð vann Elías hörðum höndum og lagði nótt við dag og þótti afar duglegur maður. Dýr- firðingar kölluðu hann sveitarskáld sitt, því að hann var ótrauður að fara með kvæði sín á mannamótum, orti afmæliskvæði og útfararljóð og frá honum flugu margar smellnar stök- ur. Sjálfur kallaði hann sig Jarlinn af Keldudal. Ekki fékk Elías notið mikillar skólagöngu. Stopull farskóli varð að nægja honum. En kveðskapur hans ber þess merki að hann hefur verið talsvert vel lesinn, einkum í ljóðmæl- um eldri skálda. Elías mun hafa byrjað ungur að yrkja. Elsti skáldskapurinn í þessu safni er frá árinu 1942, þegar hann var sextán ára, og sleitulaust orti hann til hinsta dags. Nú hafa börn og tengdabörn Elías- ar, ásamt ekkju hans, tekið sig til og safnað saman öllum þeim skáaldskap hans, sem til náðist. Á prentuðu um- slagi utan um bækurnar segir, að þau hafi lagt mikla vinnu í þá söfnun: „Vísur og kvæði fundum við t.d. á spýtum, fjárhúsveggjum, bátum, sem hann smíðaði, en kveðskapur Elíasar varð til í dagsins önn og þá hripað niður á allt það, sem var hendi næst.“ Árangur þessa söfnunarstarfs varð fjögurra binda safn, liðlega 1.300 blaðsíður. Er nú rétt að lýsa stuttlega inni- haldi þessara fjögurra binda. Í fyrsta bindinu eru óársett kvæði, en greinilega frá ýmsum tímum. Þarna er yfirleitt hinn allra snotrasti skáldskapur og virðist sem í þetta bindi hafi verið safnað því besta, sem höfundur orti. Hér er að finna nokkur mikil kvæði, sem hverju alþýðuskáldi væri sómi að. Má nefna Galdra-Loft, Bjarna á Sjöundá, Dauða böðulsins, Axlar-Björn, Stóra-Jón og faktorinn og kvæðið Á heiðinni. Mörg önnur prýðileg kvæði eru í þessu bindi. Þá eru hér nokkrar þul- ur, sem ég kann að vísu ekki eins vel að meta. Þrjú viðtöl eru hér við Elías og þrjár minning- argreinar. Annað bindið er allt annars eðlis. Það ber yf- irtitilinn Gránuvísur og stökur. Hér eru vísur skráðar í aldursröð. Líklega eru birtar vísnakompur höfundar. Sú fyrsta heitir Grána I (1942–1943), næsta nefnist Grána II (1942– 1943) og sú þriðja Gránudóttir 1944. Er sú fyrsta langlengst. Síðan koma ársettar stökur í flokkum, 1940–50, 1950–60, 1960–70, 1970–80, 1980–88. Æði er skáldskapurinn höttóttur hér. Víða er að finna ágætar stökur, en einnig ber talsvert á lélegum leir- burði, ljótum vísum og klámi heldur grófu. Þriðja bindi ber yfirskriftina Gam- anmál. Fer þar langmest fyrir tæki- færiskvæðum. Sex kvæði eru um frystihússkemmtun, 21 kvæði um hjónaböll, þrjú þorrablótskvæði og fimmtán sjómannadagskvæði ásamt ýmsu fleiru. Yfirleitt er þetta laglega ort, en höfðar varla til annarra en þeirra sem til þekkja. Þá er fjórða bindið. Fyrri hluti þess er ljóð og má þar finna allmörg lagleg ljóð og vísur. Í öðrum hluta eru sögur og leikrit. Sögurnar eru fjórar stuttar smásögur og leikritið eitt. Þetta er smellinn og fyndinn sam- setningur og sýnir, að höfundurinn var prýðilega ritfær og hefði gjarnan mátt láta fleira frá sér fara af því tagi. Í þriðja lagi eru svo Eftirmæli. Þar hefur Elías verið heldur betur stór- tækur, því að eftirmælin eru rúmlega fimmtíu talsins. Fá skáld þola að allt sé birt, sem þau hafa borið við að yrkja allt frá fyrstu tilraunum. Sjálf sjá þau einatt til þess að vanburða tilraunir þeirra flækist ekki fyrir fótum manna, brenna þær eða eyða með öðrum hætti. Hafi eitthvað af slíku fundist að mönnum látnum þykir það ekki alltaf velgerningur að birta það, enda þótt sumir telji hvern snepil stór- skáldanna gulls ígildi. En Elías M.V. Þórarinsson var vitaskuld ekki stórskáld og að mínum dómi þoldi hann illa að svo nærri væri gengið ljóðasyrpum hans. Hér hefði því verið þörf á að grisja allverulega. Hygg ég að betur hefði á því farið að hafa bindin ekki nema tvö. Þá hefðu hinir bestu eiginleikar skáldsins komið betur fram að ég hygg. En þeir voru fremur öðru rík samúð hans með lít- ilmagnanum og öllum þeim sem áttu undir högg að sækja og sterk og fölskvalaus ættjarð- arást eða öllu heldur ást á því umhverfi sem fóstraði hann. Bækur þessar eru sérstaklega vel útgefn- ar. Prófarkir hafa verið ágætavel lesnar og efn- isskrár eru eins og best verður á kosið. Ágóði af sölu bókanna rennur í Þyrlusjóð og er það vissulega virðingarvert. Ljóðasafn Jarlsins af Keldudal BÆKUR Ljóðmæli Elías Mikael Vagn Þórarinsson frá Hrauni í Keldudal (Jarlinn af Keldudal). Útg.: Sig- geir Stefánsson, Hrafngerður Ösp Elías- dóttir, 2002. I.b. 342.bls., II.b. 344 bls., III.b. 313 bls., IV.b. 320 bls. ANDBYR – LJÓÐASAFN I–IV Elías M.V. Þórarinsson Sigurjón Björnsson Árbók Barða- strandarsýslu 1980–1990 er komin út. Rit- stjórar eru Jóhann Ás- mundsson, Ari Ív- arsson og Ragna Steinunn Eyjólfs- dóttir. Árbókin kom fyrst út árið 1948 og síðast kom út 12. árgangur Árbókarinnar sem náði yfir árin 1975–1979 en hug- mynd ritstjórnar er að framvegis komi Árbókin út árlega. Meðal efnis nýju bókarinnar má nefna: Samgöngur og samgöngumál í Rauðasandshreppi eftir Ara Ívarsson og einnig á Ari þar greinarnar Á bökkum Bæjaróss, Pétur Jónsson, fræðamaður frá Stökkum og Lestrarfélag Rauðsendinga. Annála úr mörgum hreppum sýsl- unnar og skrár yfir látna, sem ýmsir hafa skráð. Þá eru greinar eftir Þórð Jónsson frá Látrum, Lárus J. Guð- mundson, Sigríði Guðbjartsdóttur, Össur Guðbjartsson, Hjört Þór- arinsson, Gísla Konráðsson, Sighvat Borgfirðing, Júlíus Sigurðsson á Litla- nesi og Magðalenu Thoroddsen. Snorri Jóhannesson, formaður Barð- strendingafélagsins, ritar skýrslu fé- lagsins fyrir árið 2001 og María S. Gísladóttir ritar skýrslu kvennadeildar þess. Útgefandi er nýstofnað Sögufélag Barðastrandarsýslu og Vestfirska for- lagið. Bókin er 243 bls., prentuð í Gutenberg. Barðstrendingafélagið styrkir endurútgáfuna. Verð: 2.150 kr. Árbók F l o k k u r Gjalddagi Innlausnarverð* á kr. 10.000,00 1989 2.fl. A 1989 1.fl. A 1981 1.fl 15.1.2003 – 14.1.2004 Lokagjalddagi 10.1.2003 Lokagjalddagi 25.1.2003 31.986,95 35.858,85 411.255,80 kr. kr. kr. Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka Íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík. Innlausnarverð er höfuðstóll vextir, vaxtavextir og verðbætur.* Reykjavík, 4. janúar 2003

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.