Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 46
FÓLK Í FRÉTTUM
46 SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Stóra svið
SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI
eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson
Frumsýning lau 11/1kl. 20 UPPSELT
2. sýn su 12/1 kl 20 gul kort, UPPSELT
3. sýn fö 17/1 kl. 20 rauð kort 4. sýn lau 18/1 græn kort,
5. sýn fö 24/1 blá kort
SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller
Í kvöld kl 20, Su 19/1 kl 20
Sýningum fer fækkandi
HONK! LJÓTI ANDARUNGINN
e. George Stiles og Anthony Drewe
Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna
Su 12/1 kl 14, Su 19/1 kl 14
Nýja svið
Þriðja hæðin
Litla svið
Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga.
Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is
Miðasala: 568 8000
HERPINGUR e. Auði Haralds og
HINN FULLKOMNI MAÐUR e.Mikael Torfason
í samstarfi við DRAUMASMIÐJUNA
Fö 10/1 kl 20
Síðasta sýning
RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare
í samstarfi við VESTURPORT
Fö 10/1 kl 20, Lau 18/1 kl 16
JÓN OG HÓLMFRÍÐUR e. Gabor Rassov
frekar erótískt leikrit í þrem þáttum
Lau 11/1 kl 20, Fö 17/1 kl 20
FÁAR SÝNINGAR EFTIR
JÓLAGAMAN BORGARLEIKHÚSSINS
Jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum í leikbúningi ofl.
Í dag kl 14 og 15 - Kr 500
KVETCH eftir Steven Berkoff
í samstarfi við Á SENUNNI
Fim 9/1 kl 20, Lau 18/1 kl 20.
Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500
sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is
AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUNNAR
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
Hljómsveitarstjóri: Peter Guth
Einsöngvari: Garðar Thór Cortes
Einleikari: Lucero Tena
Miðvikudaginn 8. janúar kl. 19:30
Fimmtudaginn 9. janúar kl. 19:30
Föstudaginn 10. janúar kl. 19:30
Laugardaginn 11. janúar kl. 17:00
Vínar-
tónleikar
í Háskólabíói
LAUS SÆTI
LAUS SÆTI
ÖRFÁ SÆTI LAUS
UPPSELT
12. jan. kl. 14. örfá sæti
19. jan. kl. 14. örfá sæti
26. jan. kl. 14. laus sæti
2. feb. kl 14. laus sæti
Í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi
4. sýning í dag sunnudag 5. janúar. kl 16.00
5. sýning laugardag 12. janúar kl.16.00
6. sýning. sunnudag 13. janúar kl 16.00
Aðeins 10 sýningar
Ath. syningarnar hefjast kl. 16.00
Miðalsala í Hafnarhúsin
alla daga kl. 10-17. Sími 590 1200
Kvöldverður fyrir og eftir sýningar
Munið gjafakortin
Miðasala er opin frá kl. 10-16 virka daga,
kl. 14-17 um helgar, frá kl. 19 sýnd.
Ósóttar pantanir seldar 4 dögum fyrir
sýningar. Sími 562 9700
Sun 12/1 kl 21
Fös 17/1 kl 21 Uppselt
fim 16. jan kl. 21, sýning
til styrktar Kristínu Ingu
Brynjarsdóttur, laus sæti
föst 17. jan kl. 21,
frumsýning, UPPSELT
lau 25. jan kl. 21,
laus sæti
Grettissaga
saga Grettis
leikrit eftir Hilmar Jónsson byggt
á Grettissögu
Föst 10. jan, kl 20, laus sæti,
lau 18. jan, kl 20.
Miðasala í síma 555 2222 0g á www.hhh.is og midavefur.is
Miðasala er opinn alla virka daga frá 15.00 til 19.00.
Nánari upplýsingar um Grettissögu og máltíð á Fjörukránni
fyrir sýningu á www.hhh.is
Síðustu sýningar
Sunnudagur 5. janúar kl. 20.00
Selló og píanó
Margrét Árnadóttir og Lin Hong leika
einleikssvítu eftir Bach nr. 5 í c-moll,
sónötu nr. 4 í C-dúr og Etýðu op. 10
nr. 1; Noktúrnu op. 55 nr. 2 og sónötu
fyrir selló og píanó í g-moll op. 65 eftir
Chopin.
Verð kr. 1.500/1.200.
Sunnudagur 12. janúar kl. 20.00
TÍBRÁ: Tvö píanó og slagverks-
hópurinn Benda
Píanóleikararnir Hrefna Eggertsdóttir
og Jóhannes Andreassen og slagverks-
hópurinn Benda leika verk eftir Bartók,
Britten og Cage.
Verð kr. 1.500/1.200.
TÍU kvikmyndagerðarmenn af
eldri og yngri kynslóð stilltu saman
strengi sína á 100 ára fæðingaraf-
mæli Halldórs Laxness og unnu hver
sína myndskreytinguna við texta eft-
ir Nóbelsskáldið að eigin vali. Nið-
urstaðan er sjónvarpsmyndin Tíu
Laxnessmyndir sem sýnd var í Sjón-
varpinu á jóladag en framleiðandi
hennar er Sveinbjörn I. Baldvinsson.
Þetta er athyglisverð tilraun, sem
býður upp á margar túlkunarleiðir,
líkt og sjá má í þeim ólíku nálgunum
sem hver og einn leikstjóri velur við
verkefni sitt, hvað efnistök og mynd-
ræna úrvinnslu varðar.
Í myndhlutanum Það vaxa blóm á
þakinu sviðsetur Ágúst Guðmunds-
son kafla úr Heimsljósi er lýsir sam-
skiptum Ólafs Kárasonar og Veg-
meyjar. Þannig fer Ágúst þá leið að
búa til nokkurs konar örmynd, þar
sem persónur birtast þar í búningum
í anda sögutímans og ákveðin fram-
vinda er rakin í gegnum stutt mynd-
ræn brot sem óma undir upplestrin-
um. Allt önnur er nálgun Dags Kára
við söguna í þættinum Óður til
pönnukökunnar en þar er örstutt
brot úr Heimsljósi, er lýsir undur-
samleika pönnukökunnar, fangað og
spunnið út frá því í gegnum mynd og
tónlist. Textinn verður því fyrst og
fremst útgangspunktur, og tengi-
punkturinn pönnukakan sem eitt-
hvert alíslenskt fyrirbæri, allt að því
heimspekilegur réttur sem veitir
skjól og huggun í tilverunni.
Heimsljós er reyndar það verk sem
flestir hafa valið að vinna með í sínum
þáttum, Erlendur Sveinsson leggur
út af Sjömeistarasögunni og Heims-
ljósi í þættinum Heimþrá og Ásdís
Thoroddsen vinnur með lokakafla
skáldsögunnar í sínum þætti sem
heitir einfaldlega Sögulok. Mynd-
skreytingar þeirra Erlendar og Ás-
dísar endurspegla ólíkar nálgunarað-
ferðir leikstjóranna við verkefni sitt,
sá fyrrnefndi notast við sviðsetningu
úr sögunni, fangelsisgarð Hegningar-
hússins við Skólavörðustíg, til að
vinna út frá við myndskreytingu og
túlkun á hugleiðingum sögumanns.
Ásdís Thoroddsen leggur ekki beint
út frá efni lesna kaflans, heldur gæðir
hann lífi með því að sýna myndir af
vinnandi fólki í samtímanum sem
hlustar á lestur sögunnar í útvarpinu.
Lárus Ýmir Óskarsson velur einn-
ig að nota atriði úr hversdagsleikan-
um í samtímanum sem myndskreyt-
ingu við kafla úr Vefaranum mikla frá
Kasmír í þættinum Ég sé mína sæng
en Hilmar Oddsson notar bókstaf-
legri sviðsetningu á ástríðufullum
samskiptum Diljár og Steins Elliða
um fagra sumarnótt á Þingvöllum.
Þar er upplesturinn færður í bak-
grunninn, kaflinn er fyrst og fremst
leikinn og aðeins klykkt út með einni
ljóðrænni setningu í lokin.
Sá þáttur sem tvímælalaust stend-
ur upp úr er Kveðið eftir vin minn eft-
ir Óskar Jónasson. Á meðan texti
Laxness og upplesturinn er yfirskip-
aður hinni kvikmyndalegu úrvinnslu
að nokkru en mismiklu marki í öllum í
hinum þáttunum, fær Óskar Jónas-
son lesturinn og túlkunina til að
renna saman í gríðarsterka heild í
sínum þætti. Bjarni „móhíkani“ Þórð-
arson, fyrrum söngvari Sjálfsfróunar,
les þar og túlkar ljóðmælandann sem
yrkir eftir vin sinn í ljóðinu „Kveðið
eftir vin minn“ úr Kvæðakveri Lax-
ness. Áhrifarík myndskeið úr veru-
leika drykkjufólks kallast á við hug-
leiðingar ljóðmælandans um slíkt líf.
Þannig notar Óskar frásagnarrýmið
til þess að búa til heildstætt verk sem
er meira en myndskreyttur lestur,
heldur býr yfir margræðri merkingu
þar sem ljóð Laxness og sagan, sem
sprettur upp úr túlkuninni, kallast á
og skapa eftirminnilega heild.
Ragnar Bragason gerir tilraun til
nýstárlegrar og óvæntrar túlkunar
sem ekki heppnast nógu vel í Eftir-
leit, myndskreytingu við kafla í Sjálf-
stæðu fólki. Þar er Bjartur í Sum-
arhúsum orðinn að drukkinni
eftirlegukind djammlífsins í Reykja-
vík á bjartri sumarnóttu, og eru
tengslin of langsótt til þess að nægi-
lega lifandi samspil skapist milli text-
ans og hinnar myndrænu útfærslu.
Kristín Jóhannesdóttir leggur á
sterkan og túlkandi hátt út frá kafla
um skáldsöguna og almættið í
Kristnihaldi undir Jökli í þættinum
Guð er snjótittlingur. Lesari í þeim
kafla er sjálfur Laxness og kallast
lestur skáldsins og ný tónlist Hilmars
Arnar Hilmarssonar skemmtilega á.
Fjölmargir leikstjóranna leggja
mikið upp úr tónlistinni, frumsamda
tónlist er að finna í fjölmörgum þátt-
anna, og koma reyndir flytjendur
bæði úr rokkgeiranum og þeim klass-
íska. Slowblow gefur pönnuköku-
myndhverfingu Dags Kára notalegan
blæ, Hilmar Örn Hilmarsson semur
tónlist við a.m.k. tvo þætti og tónlist
Barða Jóhannssonar fullkomnar hinn
eftirminnilega þátt Óskars Jónasson-
ar. Þrautreyndir leikarar lesa og
túlka hlutverk þáttanna og er fram-
lag leikmanna í slíkum hlutverkum
ekki síður áhugavert.
Vel við hæfi er að ljúka myndsyrp-
unni á framlagi Friðriks Þórs Frið-
rikssonar, en hann velur að vinna
með fyrsta kaflann í Íslandsklukk-
unni út frá einfaldri heildarhugmynd.
Undir lestri kaflans um þjóðartákn
Íslendinga eru birtar andlitsmyndir
af bæði nýjum og rótgrónum Íslend-
ingum af ólíkum uppruna, asískum,
afrískum og frönskum svo dæmi séu
nefnd. Þessi úrvinnsla Friðriks Þórs
á hugmyndum um veruleika þjóðar-
innar í ljósi hefðarinnar kallast
skemmtilega á við kvikmyndagjörn-
inginn Brennu-Njáls sögu, þar sem
þjóðarstoltið Njála var færð í óvænt
samhengi.
Grunnhugmynd þessa kvikmynda-
verkefnis er snjöll og til þess fallin að
skila vönduðu sjónvarpsefni. Þar hef-
ur hver og einn leikstjóri með hönd-
um stutt og viðráðanlegt verkefni
sem leyst er úr með því að nostra við
alla þætti málsins.
Samtal myndar og texta
Sjónvarp
RÚV
Það vaxa blóm á þakinu. Handrit og leik-
stjórn: Ágúst Guðmundsson. Óður til
pönnukökunnar. Handrit og leikstj.: Dag-
ur Kári. Ég sé mína sæng. Leikstj.: Lárus
Ýmir Óskarsson. Handrit: Guðrún S.
Gísladóttir, Lárus Ýmir Óskarsson.
Heimþrá. Leikstj.: Erlendur Sveinsson.
Kvikmyndataka: Sigurður Sverrir Páls-
son. Kveðið eftir vin minn. Handrit og
leikstj.: Óskar Jónasson. Sögulok. Leik-
stj. og handrit: Ásdís Thoroddsen. Eft-
irleit. Handrit og leikstj.: Ragnar Braga-
son. Sumarnótt á Þingvöllum. Handrit og
leikstj.: Hilmar Oddsson. Guð er snjótitt-
lingur. Handrit og leikstj.: Kristín Jóhann-
esdóttir. Fyrsti kafli. Handrit og leikstj.:
Friðrik Þór Friðriksson. Framleiðandi:
Sveinbjörn I. Baldvinsson. Kvikmynda-
félagið Túndra ehf., 2002. Sýnt 25. des.
Tíu Laxnessmyndir
Morgunblaðið/Jim Smart
Kvikmyndagerðarmennirnir tíu
tóku á ólíkan máta á sköp-
unarverkum Laxness.
Heiða Jóhannsdóttir
ÞRÁTT fyrir að plötusala hérlendis
hafi sjaldan eða aldrei verið meiri
en í fyrra dróst plötusala saman um
tæplega 9% í Bandaríkjunum árið
2002. Árið var þó ekki jafnhart hjá
öllum þar vestra og geta rapparar
og sveitasöngvarar fagnað umfram
aðra.
Eminem var söluhæstur en plata
hans The Eminem Show var mest
selda platan í Bandaríkjunum á síð-
asta ári en hún seldist í 7,6 millj-
ónum eintaka.
Ennfremur hefur platan með lög-
unum úr kvikmyndinni 8 Mile selst í
3,5 milljónum eintaka og er hún í 5.
sæti yfir söluhæstu plötur ársins.
Eminem lék stórt hlutverk í mynd-
inni og einnig eru lög með honum á
disknum þannig að árið 2002 var
gott ár fyrir þennan harðorða
bandaríska rappara.
Samkvæmt könnun dagblaðsins
New York Times flokkast 60%
þeirra platna er hafa setið í efsta
sæti sölulista á árinu undir rapp
eða sveitatónlist. Í raun hafa flestar
topp-tíu-plötur á síðasta ári talist til
þessara tónlistartegunda.
Um 12% söluaukning varð á
sveitatónlist á árinu og er það eini
tónlistarflokkurinn þar sem salan
eykst. Alls dróst plötusala saman
um 8,7% á árinu 2001 en árið 2000
var samdrátturinn tæplega 3%.
Rapparinn Nelly var næst-
söluhæstur og á eftir fylgja Avril
Lavigne, Dixie Chicks, Pink, Ash-
anti, Shania Twain og breiðskífa
með lögunum úr O Brother, Where
Art Thou?
Plötusala dregst saman í Bandaríkjunum
Eminem
söluhæstur
Reuters
Frá heimsfrumsýningu 8 Mile í Los
Angeles í nóvember á síðasta ári.
Eminem naut aldeilis velgengni á
árinu.