Morgunblaðið - 05.01.2003, Side 47
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 2003 47
Smoochy skal deyja
(Death to Smoochy)
Gamanmynd
Bandaríkin 2002. Sam-Myndbönd VHS.
Leikstjórn Danny DeVito. Aðalhlutverk
Robin Williams, Edward Norton Danny
DeVito, Catherine Keener.
DANNY DeVito er að mörgu leyti
vanmetinn kvikmyndagerðarmaður.
Hann er í það minnsta lúmskari en
flestir. Myndir hans hafa flestar látið
lítið yfir sér, (Throw Moma from the
Train, The War of the Roses, Mat-
ilda) með hversdagslegum sögum og
tiltölulega smáar í sniðum, þótt leik-
araliðið sé jafnan með glæstara móti
enda vinmargur
með afbrigðum.
Death To
Smoochy hefði átt
að hafa flest til að
bera til að geta orð-
ið hans besta mynd,
leikaraliðið hreint
fádæma safaríkt og
sagan fáránlega
frumleg; flugbeitt
stunga á yfirborðskenndum og pen-
ingadrifnum heimi barnasjónvarps-
ins. Williams í enn einu yfirspilinu
leikur Rainbow Rudolph, stjórnanda
vinsælasta barnaþáttarins, sem er
óforskammaður og sjálfumglaður
fauti, merkilegt nokk. Þegar Rudolph
lendir í fjármálahneyksli er hann rek-
inn með skömm og óþolandi lífsglaður
hugsjónapési, umræddur Smoochy
(Norton), fær starf hans. Upp frá því
verður það þráhyggja Rodolphs að
koma Smoochy fyrir kattarnef. Hér
er vissulega margt smellið, Norton og
Keener frábær, og sum skotin á
skemmtanaiðnaðinn hitta í mark en
yfirgangurinn er alltof mikill og Willi-
ams satt best að segja óþolandi (hvort
sem honum er ætlað að vera það eða
ekki.) Skarphéðinn Guðmundsson
Á vígvelli
barna-
tímans
Skyldukynni
(Duty Dating)
Gamanmynd
Bandaríkin, 2002. Skífan VHS. (96 mín)
Bönnuð innan 12 ára. Leikstjórn: Cherry
Norris. Aðalhlutverk: Lee Everett,
Cynthia Formbes og Eric Gustavson.
DUTY Dating er ein af þessum
furðumyndum sem rata í tækið hjá
manni, og mætti helst lýsa henni sem
dálítið brjóstumkennanlegri útgáfu af
dæmigerðri gamanmynd um leit
ungrar konu að draumaprinsinum.
Við kynnumst þar Nikki, ungri konu
sem gengur vel í starfi, en er alger-
lega kærastalaus. Í túlkun leikkon-
unnar Lee Everett
birtist þessi sögu-
hetja því sem ákaf-
lega örvæntingar-
full og taugaveikluð
ung kona, og liggur
beinast við að
álykta að þetta
ástand skapist af
skorti hennar á því
að vera trúlofuð.
Áhorfandum er síðan boðið upp á það
að fylgjast sem fremur misheppnuð-
um tilraunum Nikki til þess að finna
sér draumaprins og er allt að því að
erfitt að fylgjast með þeirri fram-
vindu vegna þess hversu örvænting-
arfullt allt það ferli er. Í bakgrunni
húkir þó góður maður sem er verð-
ugur ásta Nikki, en flestir verða að ég
held löngu búnir að missa áhugann á
því að vita hvað verður úr þeim mögu-
leika fyrir miðja mynd. Heiða Jóhannsdóttir
Myndbönd
Sorgleg
gaman-
mynd
♦ ♦ ♦
BILLY Bob Thornton virðist hafa
séð að sér og lætur sína fyrrver-
andi, Angelinu Jolie, ekki í friði.
Hann hringir stöðugt í leikkonuna,
sem er sem stendur í stefnumóta-
sambandi við annan fyrrverandi
eiginmann, Jonny Lee Miller.
Billy Bob vill ólmur fá Angelinu
aftur í faðm sinn og segist vera
breyttur maður. Leikkonan sótti
um skilnað eftir að orðrómur um
framhjáhald hans gekk fjöllum
hærra. Billy Bob segist vita að
hann hafi verið sjálfselskur og hafi
orðið afbrýðisamur vegna athygl-
innar sem Angelina veitti ætt-
leiddum syni þeirra, Madd-
ox …Pierce Brosnan er
mannlegur þrátt fyrir að James
Bond virðist ekki vera það. Hann
óttast ellina og kvíðir fyrir hálfrar
aldar afmælinu. „Það er stórt skref
fyrir mig að verða fimmtugur.
Maður finnur fyrir því hversu
hratt tíminn líður. Ég hef hugsað
um dauðann og ævi mína og verð
að segja að ellin er ekki fyrir neina
aum-
ingja.“ …Halle
Berry beinlínis
missti leikarann
Patrick Stew-
art við tökur á
kvikmyndinni X-
Men 2. Hún
leikur ofurhetj-
una Storm og
varð að halda á
Patrick upp
snævi þakið fjall en Patrick leikur
Xavier prófessor í myndunum,
sem er bundinn við hjólastól. Halle
hélt á Patrick upp fjallið með hjálp
samleikara þeirra, Alan Cumming.
Ekki vildi betur til en svo að Halle
missti takið og tók hún leikarana
tvo með sér í fallinu. Þríeykið
slapp með skrekkinn og fannst at-
vikið nokkuð skoplegt í ljósi þess
að þau leika ofurhetjur í mynd-
inni … Reese Witherspoon hefur
játað að hún sé langt í frá mesta
glæsimamman í leikskóla dóttur
sinnar. „Það líður ekki sá dagur að
ég sé ekki búin að hella niður á
mig kaffi eða einhverju þegar ég
fer með hana í leikskólann. Ég er
algjör sóði, sagði Reese, sem á
tveggja ára dótturina Avu, með
eiginmanninum Ryan Philippe …
Justin Timberlake finnst hann
vera ljótur. Þrátt fyrir að hann hafi
verið með glæsikvendum á borð við
Britney Spears, Janet Jackson
og Alyssu Milano er hann ekki
öruggur með útlit sitt. „Mér finnst
ég alls ekki sætur. Ég er með of
stórt nef, ég er með mjög loðnar
augabrúnir, hræðilegt hár, sem ég
verð alltaf að klippa mjög stutt og
ljóta og stóra fætur,“ sagði hann.
FÓLK Ífréttum
Patrick StewartAngelina Jolie og Billy Bob Thornton.