Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala opnar kl. 13.30 HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Rapparinn Lil Bow Wow finnur galdraskó sem Jordan átti og kemst í NBA! Margur er knár þó hann sé smár - frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Sýnd kl. 2 og 4. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. kl. 3, 7 og 10.30 YFIR 53.000 GESTIR DV RadíóX Sýnd kl. 2, 5, 6.30, 8 og 10. B.i.12 ára “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com i „Turnarnir gnæfa yfir bestu myndir ársins“ SV. MBL ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com 1/2HK DV „Besta mynd ársins“ FBL i f fi i i . i i . i “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com i i i RadíóX DV YFIR 53.000 GESTIR. Sýnd kl. 5.15 og 7.40. B.i. 12 ára Sýnd kl. KRAFTSÝNING kl. 12, 2, 4, 8, 10 og KRAFTSÝNING kl. 12. KRAFTsýningar kl. 12 og 12 „Turnarnir gnæfa yfir bestu myndir ársins“ SV. MBL ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com 1/2HK DV „Besta mynd ársins“ FBL i f fi i i . i i . i MARKAÐUR fyrir óhljóðalist og tilraunakennda tónlist er ekki stór, þótt hann fari stækkandi, og sala á slíkum diskum lítil þótt hún sé kannski mikil á íslenskan mæli- kvarða. Útgáfan er því oft á safn- skífum, sem auðveldara er að selja (og einnig eru margir óhljóðalista- menn og tilraunatónlistarvinir ekki góðir nema í litlum skömmt- um). Þessi safnplata þeirra Still- uppsteypumanna, „The Immediate Past Is Of No Interest To Us“, sem er síðasta platan sem sveitin sendir frá sér sem tríó, inniheldur einmitt lög sem tekin voru upp og unnin fyrir ýmsar safnplötur aðrar en eru ekki enn komin út. Það er ákveðinn galli að ekki kemur fram á plötunni hvenær hvert lag er tekið upp eða hvort þau séu yfirleitt í tímaröð, enda hefði það gefið skífunni meira vægi, gert hana að einskonar sögu- legu yfirliti. Það kemur þó fram í bæklingnum að lögin séu tekin upp á árunum 1995 til 2002, en Sig- tryggur Berg sagði í viðtali fyrir skemmstu að þeir félagar hefðu síðan lít- illega átt við þau þegar skífan var sett saman. Það hefði svo verið gott að vita hvort einhver laganna, og þá hver, séu gerð eftir að Heimir sagði skil- ið við þá félaga sína. Óhljóðalistin (og tilraunatónlist að nokkru leyti) er í kreppu um heim allan, menn hafa troðist hver á eftir öðrum inn í blindgötu píet- isma óhljóðanna, komist að því að það öngstæti er ekki ýkja langt og ekki líður á löngu að búið er að gera allt sem hægt er á því sviði. Stilluppsteypa hefur að nokkru gengið þann veg þegar litið er yfir plötur sveitarinnar en sem betur fer verið iðin við að hlaupa út- undan sér eins og heyra mátti á síðustu breiðskífu þeirra félaga, „Stories Part Five“, þar sem greinilega mátti heyra að menn voru á leið út úr mestu óhljóða- tilraununum. „The Immediate Past Is Of No Interest To Us“ er ekki beinlínis framhald af því, enda á plötunni lög frá fyrri tím- um, en nýjustu lögin, ef ágiskun mín er rétt, eru í rökréttu fram- haldi af „Stories Part Five“ og benda til þess að næsta hljóðvers- skífa eigi eftir að verða býsna spennandi svo ekki sé meira sagt. Það kemur varla á óvart að „The Immediate Past Is Of No Interest To Us“ er fjölbreytt plata og sem slík gott yfirlit yfir þróunina í óhljóðatónlist síðustu árin, enda Stillupsteypa jafnan í fremstu línu þegar sú list var annars vegar. Sum laganna eru suð og smellir en önnur undirfurðulegar takttilraun- ir. Vel kann ég að meta lögin „We Crawled out of the MostlyWood Works (Ten Years Ago)“, skemmtileg smámynd sem hefði mátt vera mun lengra og lagið „Taking Things a Bit More Ser- iusly from Now On (Ten Years After)“ með stökkbreyttan big- beat takt undir. „Hello, Mr. Robot Man“ er skemmtileg prógamm- músík, „It’s Not Pointless“ diskó frá Helvíti, bráðfyndið lag (sjá diskókúluna á umslagi), og „Rob- ots Do Queer Things under Press- ure“ þar sem beyglað trommusóló birtist óforvarandis og síðan geysi- svalur bíboptaktur. Ekki má svo gleyma lokalagi plötunnar, „falda“ laginu sem birtist ókynnt aftast með fjarskyldan ættingja bíbop- taksins í farteskinu, en nú veru- lega æstan og súran. Þannig er þessi plata upp full af skemmtan og fjöri í bland við alvarlegri pæl- ingar. TÓNLIST Skemmtan og fjör Stilluppsteypa The Immediate Past Is Of No Interest To Us The Immediate Past Is Of No Interest To Us, safnplata Stilluppsteypu. Hljómsveit- ina skipa í dag Sigtryggur Berg Sigmars- son og Helgi Þórsson, en Heimir Björg- úlfsson var einnig meðlimur þegar obbinn (allt?) af því sem á plötunni er var tekið upp og unnið. B-Boy gefur út 2002, 12 tónar dreifa. B-Boy Árni Matthíasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.