Morgunblaðið - 08.01.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.01.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segir við Morgunblaðið að skýrsla eigenda- nefndar Landsvirkjunar sé mjög mikilvæg fyrir þá sök að hún staðfesti for- sendur Landsvirkjunar og að útreikningar hafi verið faglega unnir og vel rök- studdir. Niðurstaðan sé sú að yfirgnæfandi líkur séu á því að Kárahnjúkavirkjun skili hagnaði, bæði til Landsvirkjunar og þjóð- arinnar. Valgerður segist líta svo á að arðsemi virkj- unarinnar sé fullnægjandi. Hún hafi sannfærst um það við lestur skýrslunnar. „Auðvitað er ekkert algjörlega öruggt í þess- um heimi. Þannig er nú bara lífið og stjórn- málamenn eru ekki óvanir því að þurfa að taka ákvarðanir á grundvelli upplýsinga, sem ekki eru eitt hundrað prósent, enda væri þá ráðist í litlar framkvæmdir. Landsvirkjun gefur sér ákveðnar forsendur sem almennt eru notaðar á þessu sviði og byggja á spám viðurkenndra fyr- irtækja sem starfa í kringum áliðnaðinn. Það er hæpið að hægt sé að benda á aðrar skyn- samlegar leiðir til að vinna svona arðsemismat. Niðurstaða nefndarinnar er fengin og það skiptir miklu máli að hún kemur frá fagaðilum, sem komust að sameiginlegri niðurstöðu. Þetta er ekki síst mikilvægt vegna þess að umræðan að undanförnu hefur mikið snúist um arðsem- ina. Þær fullyrðingar sem hafa verið uppi um að verkefnið sé óarðbært eru að mínu mati hraktar með skýrslu eigendanefndar,“ segir Valgerður. BORGARRÁÐ Reykjavíkur hefur ekki tekið beina afstöðu til skýrslu eigendanefndar um arðsemi og áhættu Kárahnjúkavirkjunar. Málið verður tekið aftur fyrir í borgarráði á þriðju- daginn í næstu viku. „Skýrslan var lögð fram í borgarráði í hádeginu [í gær] þannig að það hefur ekki gefist mikill tími til þess að fara yfir hana,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri. „Það komu fram fjölmarg- ar spurningar í borgarráði sem verður leit- ast við að fá svör við í framhaldinu. Það er til lítils að láta vinna svona skýrslu ef menn ætla sér ekki að fara vel yfir hana. Þarna er heldur ekki sjálfstætt arðsemismat á ferðinni, nefndin byggir á mati Lands- virkjunar. Hún fer yfir það og reynir að meta forsendurnar og aðferðafræðina.“ Stærð ábyrgðar og arðsemi skipta mestu máli Ingibjörg segist vilja gefa sér tíma til að fara yfir málið áður en hún taki afstöðu. „Það er tvennt sem ég hef alltaf lagt áherslu á. Annað er stærð ábyrgðarinnar, það er auðvitað töluvert mál fyrir sveit- arfélög eins og Akureyri og Reykjavík að gangast í svona stórar ábyrgðir sem þau eiga strangt til tekið ekki fyrir. Hitt er svo arðsemin, því betri sem hún er því minni líkur eru á að það reyni á ábyrgðina. Þetta eru þeir þættir sem ég hef viljað skoða sér- staklega sem fulltrúi eins af eigendum Landsvirkjunar.“ Ingibjörg segir ljóst að nefndin geri ekki athugasemdir við aðferð og vinnubrögð í arðsemismatinu. „Nefndin telur að aðferða- fræðin sé í samræmi við það sem þykir fag- legt og eðlilegt að beita í verkefni af þess- um toga. En hún bendir jafnframt á það að þarna séu ákveðnir þættir sem séu háðir meiri óvissu en aðrir og þá sérstaklega ál- verð og stofnkostnaðurinn sem geti haft einna mest áhrif á arðsemismatið. Þetta þurfa menn auðvitað að skoða. Nefndin tel- ur þó í sjálfu sér að það séu ekki miklar lík- ur á því að ábyrgðir lendi á eigendunum. Hún bendir jafnframt á að það sé svo auð- vitað eigendanna að ákveða hvort metin arð- semi virkjunarinnar sé fullnægjandi að teknu tilliti til þeirrar áhættu sem í þessu felst.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Fjölmargar spurningar komu fram Skýrsla eigendanefndar vegna Kárahnjúkavirkjunar kynnt eigendum Landsvirkjunar Ráðherra sáttur en borgin vill svör KRISTJÁN Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Ak- ureyri segist vera mjög sáttur við skýrslu eig- endanefndar um arðsemi og áhættu vegna Kárahnjúkavirkjunar og telja hana vel unna en nú liggi fyrir að ræða hana í bæjarstjórn; það verði gert strax í fyrramálið. Kristján segist þó telja skýrsluna og niðurstöður hennar styrkja og undir- byggja jákvæða niðurstöðu af hálfu Akureyrarbæjar til verkefnisins. Kristján vísar í því efni til samþykktar bæjarráðs frá 19. des- ember en í henni kom fram að bæjarráðið væri samþykkt því að Landsvirkjun hrinti áformum um Kárahnjúkavirkjun í framkvæmd að upp- fylltum þeim markmiðum sem fram hefðu ver- ið sett af eigendum um arðsemi af starfsemi Landsvirkjunar. Hann telji að skýrslan sé til þess fallin að auka tiltrú á að þessi markmið geti náðst. Kristján Þór Júlíusson Undirbyggir já- kvæða niðurstöðu FRIÐRIK Sophusson, forstjóri Landsvirkj- unar, segist vera sáttur við skýrslu eigenda- nefndarinnar, ekki síst þar sem nefndin telji niðurstöður Landsvirkj- unar vel rökstuddar og að vinnubrögðin séu vönduð og fagleg. Friðrik segir að sam- kvæmt áliti Landsvirkj- unar verði raunarðsemi eiginfjár 11%, miðað við að eiginfjárhlutfall sé 25%. Það sé eðlileg arðsem- iskrafa í raforkurekstri, bæði með tilliti til arðsemiskrafna í hlið- stæðum rekstri á Norðurlöndunum og í Bandaríkjunum. Friðrik bendir á að eigendur Landsvirkj- unar hafi á árinu 1996 komið sér saman um að stefna að 5–6% raunávöxtun eiginfjár Landsvirkjunar, sem sé verulega lægri en áætluð raunávöxtun vegna Kárahnjúkavirkj- unar. „Samkvæmt skýrslu eigendanefndarinnar eru líkur á að arðsemi Kárahnjúkavirkjunar verði lægri en lánsvextir nánast engar og lík- ur á að ábyrgðir falli á eigendur eru hverf- andi,“ segir Friðrik. Friðrik Sophusson Arðsemiskrafan eðlileg í raf- orkurekstri Valgerður Sverrisdóttir Arðsemin full- nægjandi þó að ekkert sé öruggt ELFAR Guðni Þórðarson, listmálari á Stokkseyri, hefur í nær tvö ár haft vinnuaðstöðu í frystihúsinu á Stokkseyri, sem gengur núna undir nafninu menningarhúsið, þótt þar sé enn þá fiskvinnsla. Í stórum sölum hússins hafa verið haldnar menningarsamkomur og þar er nú kominn vísir að Tónminjasafni Íslands þar sem komið hefur verið fyrir persónulegum munum og handritum Páls Ísólfssonar tón- skálds. Í húsinu er meðal annars 30 fermetra Íslandskort með merkingum á 106 vitum í kringum landið en merkingarnar eru rafvæddar og kvikn- ar á þeim undir tónverki Páls Ísólfssonar, Brennið þið vitar. Vinnuaðstaða Elfars er í gamla þvottasal hússins en þar hefur hann að undanförnu verið að mála brimmyndir og Stokkseyrarstemningar, auk þess að mála myndir á útsíður bókhaldsskjalamappna sem voru í eigu frystihússins. Morgunblaðið/RAX Málar í þvottasal frystihússins á Stokkseyri INGI Sigurðsson, bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum, segir blendnar tilfinn- ingar fara um Eyjamenn þegar þeir minnast upphafs gossins í Vest- mannaeyjum sem hófst 23. janúar 1973. Í ár eru því 30 ár liðin frá byrjun gossins sem hafði staðið í fimm mán- uði og tíu daga þegar því lauk 3. júlí. „Við köllum þetta ekki hátíðarhöld í upphafi goss. Hátíðarhöldin eru í sumar við lokin,“ segir Ingi. Gosloka- nefnd er að ljúka við dagskrá til að minnast þessara atburða. Fimmtu- daginn 23. janúar mun fólk safnast saman á nokkrum stöðum í bænum og mætast á miðri leið áður en stefn- an er tekin á höfnina þar sem minn- ingarathöfn fer fram. „Það verður sérstök messa í Landakirkju sunnudaginn 26. janúar. Stefnt er að því að allir prestar, sem hafa þjónað í Vestmannaeyjum frá goslokum, taki þátt í henni. Þar á meðal er Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands,“ segir bæjarstjórinn. Eyjaprestar minnast upp- hafs goss LÍFEYRISSJÓÐUR starfsmanna ríkisins hefur ákveðið að taka yfir rekstur séreignadeildar sjóðsins en Kaupþing hefur hingað til séð um rekstur séreignadeildarinnar. Yfir- færsla deildarinnar frá Kaupþingi til LSR stendur yfir, en séreignadeildin hefur verið rekin af Kaupþingi frá stofnun hennar árið 1999. Haukur Hafsteinsson, fram- kvæmdastjóri LSR, segir að sér- eignadeildin hafi verið rekin að öllu leyti af Kaupþingi frá stofnun hennar árið 1999. Það hafi bæði tekið til ið- gjaldabókhalds og fjárfestinga, en nú hafi verið tekin ákvörðun um að rekstur deildarinnar verði sameinað- ur rekstri sjóðsins. Þessi ákvörðun sé tekin í tengslum við endurskipulagn- ingu rekstrarins sem feli meðal ann- ars í sér að eignastýring hafi verið styrkt með fjölgun starfa á því sviði, auk þess sem nýtt tölvukerfi hafi ver- ið tekið í notkun hjá sjóðnum. Hér eftir muni sjóðurinn sjálfur og starfs- menn hans sjá um öll innlend verð- bréfaviðskipti og stór erlend fjár- málafyrirtæki muni veita ráðgjöf varðandi erlend verðbréfaviðskipti. Haukur sagði að á sínum tíma þeg- ar séreignadeildin tók til starfa hefði þótt eðlilegt að leita til aðila utan sjóðsins með rekstur hennar meðal annars vegna þess að þar var reynsla fyrir hendi af slíkum rekstri, auk þess sem tölvukerfi sjóðsins þá hefði ekki boðið upp á möguleika á að halda utan um rekstur séreignadeildarinnar til viðbótar rekstri samtryggingadeildar sjóðsins. Reksturinn hefði því verið boðin út og tilboð Kaupþings reynst hagstæðast. Um 3.500 sjóðfélagar eru í sér- eignadeild LSR og nema eignir deild- arinnar 1.200–1.300 milljónum króna. LSR tekur til sín rekst- ur séreignadeildar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.