Morgunblaðið - 08.01.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.01.2003, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2003 35 14.–16. Martin Hermannsson, Jón Reynir Reynisson, Kristinn Jens Bjartmarsson 4½ v. o.s.frv. Hjörvar og Svanberg verða fulltrúar Íslands í yngsta flokknum á Norðurlandamótinu í skólaskák sem fram fer í Þórshöfn í Fær- eyjum 14.–16. febrúar. Hannes Hlífar í 11.–18. sæti á Rilton Cup Hannes Hlífar Stefánsson (2.566) hafnaði í 11.–18. sæti á hinu árlega Rilton Cup skákmóti í Stokkhólmi í Svíþjóð. Hannes hlaut 6 vinninga. Sænski alþjóðlegi meistarinn Jonas Barkhagen (2.458) sigraði, en hann hlaut 7½ vinning. Það er óhætt að segja, að sigur hans kom á óvart en í 2.–4. sæti urðu þeir Arthur Jussupow (2.622), Tom Wedberg (2.530) og Tomi Nybäck (2.445). Alls tók 121 skákmaður þátt í efsta flokki á mótinu, þar af um 20 stór- meistarar. Góð frammistaða Davíðs Kjartanssonar í Hallsberg Davíð Kjartansson (2.224) stóð sig með ágætum á unglingamóti sem nýlega lauk í Hallsberg í Sví- HJÖRVAR Steinn Grétarsson, 9 ára Reykvíkingur, er Íslandsmeist- ari barna í skák. Íslandsmótið var haldið 4.–5. janúar og hlaut Hjörv- ar 8½ vinning af níu mögulegum. Hann var því taplaus og eina jafn- tefli hans var í þriðju umferð gegn Svanbergi Má Pálssyni, 9 ára Hafnfirðingi, sem varð í öðru sæti með 8 vinninga. Í þriðja sæti varð Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, 10 ára Reykvíkingur, með 6½ vinn- ing. Röð efstu manna varð eftirfar- andi: 1. Hjörvar Steinn Grétarsson 8½ af 9 v. 2. Svanberg Már Pálsson 8 v. 3. Hallgerður Helga Þorsteins- dóttir 6½ v. 4.–5. Smári Eggertsson, Sigurð- ur Davíð Stefánsson 6 v. 6. Ólafur Freyr Jónsson 5½ v. 7.–13. Torfi Karl Ólafsson, Aron Singh, Benedikt Sigurleifsson, Svavar Sesar Hjaltested, Sverrir Ásbjörnsson, Helgi Jarl Björnsson, Grétar Atli Davíðsson 5 v. þjóð. Davíð hlaut 5½ vinning og hafnaði í 5.–7. sæti. Halldór Brynj- ar Halldórsson (2.168) hlaut 3 vinn- inga og hafnaði 21.–24. sæti. Júgó- slavneski alþjóðlegi meistarainn Nikola Sedlak (2.497) vann örugg- an sigur á mótinu. Davíð gerði síðan enn betur á hraðskákmóti sem haldið var að loknu aðalmótinu. Þar hafnaði hann í þriðja sæti með 11½ vinning af 15. Alþjóðlegi rúmenski meist- arinn Gergely Szabo sigraði á mótinu, en hann fékk 13 vinninga. Skáknámskeið á Akureyri um helgina Hefðbundið áramótanámskeið Skákskóla Íslands fer fram á Ak- ureyri laugardaginn 11. janúar og sunnudaginn 12. janúar. Þetta er í beinu samhengi við þá stefnu Skákskóla Íslands að leita eftir samvinnu við taflfélögin í landinu og miðast námskeiðshaldið við þarfir drengja og stúlkna á Norð- urlandi. Það er haldið í samstarfi við Skákfélag Akureyrar í húsa- kynnum félagsins í Íþróttahöllinni. Námskeiðið verður með hefð- bundnum hætti. Það hefst laug- ardaginn 11. janúar kl. 11 stundvís- lega og stendur til kl. 17:30 með matarhléi kl. 12 og kaffihléi um kl. 15. Sunnudaginn 12. janúar hefst námskeiðið kl. 10 og stendur með stuttum hléum til kl. 17:30. Þátttökugjald á námskeiðinu er kr. 1000. Aðalkennari verður stór- meistarinn Helgi Ólafsson, skóla- stjóri Skákskóla Íslands. Honum til halds og trausts við kennsluna verður Hannes Hlífar Stefánsson stórmeistari. SKÁK Skáksamband Íslands ÍSLANDSMÓT BARNA 4.–5. jan. 2003 Hjörvar Steinn Grétarsson Íslandsmeistari barna Daði Örn Jónsson dadi@vks.is Verðlaunahafar á Íslandsmóti barna: Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, Hjörvar Steinn Grétarsson og Svanberg Már Pálsson. ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Mótás hf. Kranamaður óskast Mótás hf. óskar eftir kranamanni til starfa á byggingakrana. Einungis vanur maður kem- ur til greina. Upplýsingar í síma 696 4646. R A Ð A U G L Ý S I N G A R KENNSLA Tilboð janúarmánaðar Skráning í síma 562-6212 alla virka daga kl. 10 - 22 www.tolvuskoli.net Tölvuskólinn Sóltúni NAUÐUNGARSALA Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Gránugötu 6, Siglufirði, mánudaginn 13. janúar kl. 13.30 á eftirfarandi eignum: Eyrargata 6, hluti gerðarþola, þingl. eig. Guðmundur S. Guðmunds- son, gerðarbeiðandi Sparisjóður Hafnarfjarðar. Hafnartún 18, þingl. eig. Guðmundur Jón Skarphéðinsson, gerðar- beiðendur Icetech á Íslandi hf., Íbúðalánasjóður og Vátryggingafélag Íslands hf. Hávegur 9, miðhæð og ris, þingl. eig. Hörður Bjarnason, gerðarbeið- endur Sparisjóðurinn í Keflavík og Vátryggingafélag Íslands. Hólavegur 4, þingl. eig. Ómar Geirsson, gerðarbeiðandi Íbúðalána- sjóður. Hólavegur 41 og 43, þingl. eig. Sigurður Ómar Hauksson, gerðarbeið- endur Íbúðalánasjóður og Lífeyrissjóður Norðurlands. Hvanneyrarbraut 62, 0201, þingl. eig. Svavar Þórisson, gerðarbeið- andi Íbúðalánasjóður. Lækjargata 14, hl. 2, þingl. eig. Guðmundur Jón Skarphéðinsson, gerðarbeiðandi Icetech á Íslandi hf. Suðurgata 46, 50% eignar, þingl. eig. Rósa Jónsdóttir, gerðarbeið- endur Fróði hf. og Kredikort hf. Suðurgata 47b, þingl. eig. Einar Oddberg Guðmundsson, gerðarbeið- andi Íbúðalánasjóður. Sýslumaðurinn á Siglufirði, 7. janúar 2003. Guðgeir Eyjólfsson. TILKYNNINGAR Auglýsing um deiliskipu- lag í Skorradalshreppi Borgarfjarðarsýslu Samkvæmt ákvæðum 18. og 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr.73/1997 er hér með lýst eftir athugasemdum við tillögu að deiliskipu- lagi fyrir 9 frístundahús í landi Hvamms. Tillagan nær til 14 hektara lands úr landi Hvamms. Landið liggur að merkjum Dag- verðarnes og að Skorradalsvatni. Tillagan ásamt byggingar og skipulagsskilmál- um liggur frammi hjá oddvita að Grund Skorra- dal frá 08.01.2003 til 05.02.2003 á venjulegum skrifstofutíma. Athugasemdum skal skila fyrir 19.02.2003 og skulu þær vera skriflegar. Skipulags og byggingarfulltrúi. Bókaveisla Höfum tekið upp ný söfn Glæsilegar bækur m.a. Safn til sölu Íslands, Sagnablöð, Fornbréfasafn, Biskupasögur, Tíminn 1—24, Fálk- inn 30 árg., Skírnir, Óðinn, Ármann á Alþingi fp., Árbók FÍ, Árni Þórar- insson, Nýjar kvöldvökur, Lesbók Mbl. 1—33, Spegillinn, Almanak þjóðvinafél., Þorv. Thoroddsen, Ferðabókin, Landfræðisagan, Is- landica, Blanda, The Fiske Collect- ion, Sunnanfari, Sýslumannsævir, Espolin, Ýmsar þjóðsögur, Páll Ólafsson 1-11, Jónas Hallgrímsson 1847, Gestur Vestfirðingur. Allt í góðu bandi ásamt ýmsu góðgæti. Gvendur dúllari - alltaf góður Klapparstíg 35, s. 511 1925 ÝMISLEGT Frímerki - seðlar - mynt Fyrirtækið Thomas Höiland Auktioner A/S í Kaupmannahöfn er stærsta fyrir- tækið á Norðurlöndum með uppboð á frímerkjum og mynt og heldur tvö stór uppboð á hverju ári auk minni upp- boða. Dagana 11. og 12. janúar nk. munu sér- fróðir menn frá fyrirtækinu verða á Íslandi í leit að efni á næsta uppboð sem verður í maí. Leitað er eftir frímerkjum, gömlum um- slögum og póstkortum, heilum söfnum og lagerum svo og gömlum seðlum og mynt. Þeir verða til viðtals á Hótel Loftleiðum laugardaginn 11. og sunnudaginn 12. janúar kl. 10.00—12.00 og eftir nánara samkomulagi á öðrum tímum. Það er kjörið tækifæri til að fá sérfræðilegt mat á frímerkjaefni þínu, og til að koma slíku efni svo og gömlum seðlum og mynt á uppboð. Nánari upplýsingar veitir Össur Kristins- son í síma: 555 4991 eða 698 4991. Thomas Höiland Auktioner A/S Frydendalsvej 27, DK-1809 Frederiksberg C Sími 45 33862424 - Fax 45 33862425. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 18  183188  XX  HELGAFELL 6003010819 IV/V  Njörður 6003010819 II I.O.O.F. 7  18301087½  Á.S.  GLITNIR 6003010819 I H.v.  Hamar 6003010819 III  EDDA 60030108 III Fræðslufundur kl. 20:15 Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Háaleitisbraut 58-60 Samkoma í Kristniboðssaln- um í kvöld kl. 20:00. Kveðju- samkoma fyrir Kristbjörgu Gísla- dóttur og Ragnar Schram. Valdís Magnúsdóttir talar. Heitt á könn- unni á eftir. Allir hjartanlega vel- komnir. Athugið breyttan samkomutíma. FRÉTTIR Á VEFSÍÐUNNI www.ljosmynd- ari.is er boðið upp á ljósmyndanám- skeið á Netinu fyrir almenning. Hver nemandi fær sína eigin vef- síðu og hefur einn aðgang að henni. Þar er að finna mikinn fróðleik um ljósmyndun og allt á íslensku og yfir 150 skýringa-ljósmynda sem voru sérstaklega teknar með þetta fjar- námskeið í huga. Það er farið inn á öll helstu atriði varðandi myndatöku og myndbyggingu, auk þess eru hug- tök eins og ljósop, hraði, dýptar- skerpa og fjölmargt annað útskýrt bæði í máli og myndum. Nemendur fá send í tölvupósti krossapróf og ljósmyndaverkefni til að glíma við. Meðan á námskeiðinu stendur getur nemandinn sent inn fyrirspurnir. Nemandi getur einnig sent inn ljós- myndir í tölvupósti og fengið þær gagnrýndar. Þetta námskeið hentar jafnt byrj- endum og þeim sem lengra eru komnir, segir í fréttatilkynningu. Þá er þetta námskeið bæði fyrir þá sem eiga „venjulegar“ myndavélar og þá sem eru með stafrænar myndavélar. Leiðbeinandi er Pálmi Guðmunds- son, sem jafnframt er höfundur alls efnis, texta, ljósmynda og útfærslu. Skráning og allar nánari upplýsing- ar er hægt að fá á vefsíðunni www.ljosmyndari.is. Ljósmynda- nám á Netinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.