Morgunblaðið - 08.01.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.01.2003, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2003 25 ÞANNIG kynni eitthvertbarnið að spyrja eftir 25ár, þegar afleiðingarKárahnjúkaslyssins væru að fullu komnar í ljós. Kannske svaraði afinn þá: „Ég var nú bara einn ráðherranna, en við vorum nú tíu í þeirri rík- isstjórn, sem ákvað að fórna sál fyrir ál.“ II. Ég var mjög óheppinn með veður, þegar ég fór í fyrsta sinni með áætlunarbifreið milli Egils- staða og Hornafjarðar um Breiðdalsheiði og Lónsheiði, sem þá var enn farin. Eftir nokkurra daga dvöl í Horna- firði, flugum við með Gunnari frænda mínum Þorvaldssyni (f. 1947) á 4 manna Cessna-flugvél frá Árnanesi til Egilsstaða á 35 mínútum. Og hvílík fegurð. Svo gott var veðrið, glampandi sól- skin, að dýrafræðingar voru að telja hreindýrastofninn þennan dag, en hann er stærstur í Kringilsárrana. Almannaskarð, Lónsöræfi, Hamarsdalur með fossasinfóníu sína, Ódáðavötn, þar sem er uppistöðulón fyrir Grímsárvirkjun, þá Eyjólfs- staðaskógur og loks lent á Eg- ilsstaðaflugvelli. Þetta var í júlí 1972, en þá voru enn tvö ár í hringveginn. Örugglega fegursti hálftíminn, sem ég hefi lifað. III. Síðan er það árið 1981, að loks er farinn hringvegurinn, sem opnaður var 1974. Við ók- um frá Hallormsstað um Breið- dalsheiði, um Streitishvarf til Berufjarðar og þaðan til Djúpa- vogs. Þá fyrir botn Hamars- fjarðar og Álftafjarðar um hinn nýja veg um Þvottárskriður, Lónsheiði aflögð. Síðan yfir Al- mannaskarð til hótels okkar í Hornafirði. Svo mikla fegurð gat ég vart innbyrt á einum degi. Ég var orðlaus, einn fjörð- urinn tók við af öðrum, sýnu fegurri. Það varð nú lítið úr Ölpunum í samanburði við Aust- fjarðafjöllin, Guð hefur vissu- lega verið í góðu skapi, er hann skóp Austfirði, þetta varð mér alger opinberun, slíka fegurð hafði ég aldrei augum litið. Mér komu í hug orð Júlíönu föður- systur minnar, er við bræður ókum henni um Mýrar og Borg- arfjörð: „Ekki sýna mér meira í einu.“ Það má heita, að við höf- um farið hringveginn síðan á hverju ári allt til ársins 2000, að heilsu minni hrakaði. Alltaf nýir fletir á þessu meistarastykki sköpunarverksins. Út í Papey, að Brekku í Mjóafirði í annarri tilraun, í þeirri fyrri var fjörð- urinn sneisafullur af þoku. Fljótsdal og Jökuldal hefi ég þekkt allt frá 1939, dvalið oft að Hallormsstað, en þar er einna veðursælast á Íslandi. Ólafur Tryggvason húðsjúkdómalæknir gerði okkur hjónum tvo kosti, ef við vildum ná bata fyrir dóttur okkar Bergljótu vegna psor- iasis, annar væri Gran Canaria, hinn að dvelja fremst í Fljóts- dal. Á þessum stöðum væri sólin sterkust. Þessi læknir hlýtur að vera úr Fljótsdalnum hugsaði ég og fletti honum í skyndi upp í Læknatalinu og viti menn: „Ólafur Tryggvason fæddur að Víðivöllum fremri í Fljótsdals- hreppi 11. október 1913.“ IV. Baráttan gegn eyðileggingu Eyjabakka bar árangur og Norsk Hydro lyppaðist niður mest fyrir baráttu umhverfis- sinna í Noregi og um allan heim. Lífeyrissjóðum íslenskra launþega var þar með bjargað, en við lá að þeim ætti að fórna fyrir hinn norska auðhring. Síð- an Þjóðviljinn sálugi lognaðist út af, hafa engir fjölmiðlar var- að við erlendum auðhringum, en þeir færu létt með að gleypa allt Ísland í einu lagi, rústun Kára- hnjúka og Þjórsárvera væri bara byrjunin. Slík mengun, sem fylgir álverum, er nú hvergi leyfð í Evrópu, en auð- hringarnir hafa gert með sér leynilegt samkomulag um að nýta Ísland sem eina alls herjar öskutunnu, því þar í landi sé sál auðkeypt fyrir ál. V. Reykjavíkurborg er nú ætlað að ganga í 40 milljarða ábyrgð vegna 45% aðildar sinnar að Landsvirkjun. Von er til þess, að slík ábyrgð nái ekki sam- þykki í borgarstjórn, þar sem einhugur er ekki um málið með- al R-listamanna. Því verður aldrei trúað, að D-listamenn muni koma landeyðingarmönn- um R-listans til hjálpar með at- kvæðum sínum, slík svik við landið trúi ég þeim aldrei til. VI. Á borði fjármálaráðherra liggur nú heimild Alþingis fyrir 20 milljarða ríkisábyrgð vegna deCODE og verður að vara ein- dregið við undirskrift hans á slíkt plagg, nóg er fyrir okkur Reykvíkinga að burðast með 40 milljarða ábyrgð vegna Lands- virkjunar, þótt ekki bætist við hlutur okkar í „Nýju fötum keisarans“. VII. Þjóðin er nú orðin fullsödd af landsölu og veðsetningu okkar ástkæra lands, nú skal það vera stopp. Þá þyrfti barnið ekki að spyrja afa sinn að 25 árum liðn- um: „Af hverju selduð þið landið fyrir mengandi álver, eru það ekki landráð, afi minn?“ „Þú verður að skilja það, vinur minn, að flokkur minn var að þurrkast út á Austurlandi og ég varð að fórna landinu fyrir flokkinn.“ – – – Við skulum vona, að aldrei komi til þessara orðaskipta, heldur verði þessu glæfraspili með fjöregg þjóðarinnar hætt, enn er tími til þess að sjá að sér. Höfundur er lögfræðingur í Reykjavík. „Við skul- um vona, að aldrei komi til þessara orðaskipta, heldur verði þessu glæfra- spili með fjöregg þjóðarinnar hætt.“ Eftir Leif Sveinsson Hvar varst þú, afi, þegar nátt- úra Austurlands var lögð í rúst? verðbólgu verði þá 3,6% en 2,85% miðað við neysluverð í Bandaríkjun- um. Bent er á að vextir á alþjóða- mörkuðum nú séu mun lægri. Tilboð um veltilán frá Sumitomo Fram kemur að Landsvirkjun muni tryggja sér lánsfé þannig að ekki komi til lausafjárskorts. Nefnd- in telur að þetta sé afar mikilvægt fyrir eigendur þar sem aðgangur að lánsfé og lausafé sé nauðsynlegur til að tryggja að greiðslur vegna ábyrgða falli ekki á þá. Upplýst er að Landsvirkjun hafi nú þegar fyr- irliggjandi tilboð frá erlendum banka í 500 milljóna dollara veltilán, eða nokkurs konar yfirdrátt. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins er um tilboð frá Sumitomo-bankan- um að ræða sem Landsvirkjun hyggst taka, en núna er fyrirtækið með 200 milljóna dollara veltilán frá öðrum banka. Lánið frá Sumitomo þýðir m.a. að Landsvirkjun „þolir“ tveggja ára lokun markaða. Í skýrslunni segir ennfremur að samkvæmt arðsemismati Lands- virkjunar sé miðað við 25% eigin- fjárhlutfall og 75% lánsfjárhlutfall, gerð sé 11% ávöxtunarkrafa á eigið fé og reiknað með 5,5% lánsvöxtum. Á þessum forsendum fæst að veginn fjármagnskostnaður verði 6,9% sem svarar til um 5% raunávöxtunar miðað við verðbólgu á mælikvarða framleiðendavísitölu í Bandaríkjun- um. Bent er á að eigendur sambæri- legra orkuveitna á Norðurlöndum, t.d. Statkraft í Noregi og Vattenfall í Svíþjóð, geri ráð fyrir svipaðri ávöxtunarkröfu eigin fjár og Lands- virkjun, eða um 11%. Minni rekstrarkostnaður Gert er ráð fyrir að árlegur rekstrarkostnaður Kárahnjúka- virkjunar verði 740 milljónir króna. Þar af er reiknað með að mótvæg- isaðgerðir vegna umhverfisáhrifa muni kosta um 120 milljónir á ári. Nefndin segir rekstrarkostnaðinn nokkru minni í hlutfalli við fjárfest- ingu en í öðrum virkjunum Lands- virkjunar. Það megi rekja til stærð- arhagkvæmni og þess að óvenju stór hluti fjárfestinga sé í mannvirkjum sem hafi lítinn rekstrarkostnað. Samkvæmt upplýsingum frá Lands- virkjun krefst Kárahnjúkavirkjun, þegar hún verður komin í gagnið, sambærilegs starfsmannafjölda og Blönduvirkjun, þó hún sé fimmfalt minni. Útgjöld vegna trygginga Kárahnjúkavirkjunar eru áætluð um 80 milljónir kr. á ári. Hækkun varð á þessum iðgjöldum í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september 2001 en að sögn nefndarinnar er reiknað með að hækkunin gangi til baka á næstu árum. r kynnt í ríkisstjórn, borgarráði og stjórn LV í gær Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson dir við Kárahnjúkavirkjun eru hafnar og eru bormenn nú að koma sér fyrir á vettvangi við gerð aðkomuganga.      /#$#/  (#'22&3  ) ,+-./ )'*+(01$23 #  )'*+(4 +  ,-.(01$567+! +$)   ,-.(4 + *# ##    ) $)   /   ( 4 +  8*94 *)!  #4 !, #'255& #/6 (# # #'     :;< $$                  01  2    3     =# $ > ? 4 1     +   *     3  -   8*94 *)! TENGLAR ................................................... www.mbl.is www.karahnjukar.is illi arðaáls álverið, ur að gsins Al- num. Inc. ginn ábyrgjast nni og m við 40 ár komið í ursamið ð á miðju tt orku- 20 árum gsins er tstundir), verður rða má raf- da raf- ersins 1. i fram- któber  Orkuverðið verður tengt heimsmarkaðsverði á áli eins og það er skráð á hverjum tíma hjá LME, (London Metal Exhange), Málmmarkaði Lundúna.  Þegar endursamið verður um orkuverðið skal hafa hlið- sjón af orkuverði til álvera í heiminum, eins og það verður á þeim tíma.  Fjarðaáli ber skylda til þess að gjalda fullt verð fyrir 85% af samningsbundinni orku óháð notkun. Kaupskyldan gildir allan 40 ára samnings- tímann og er hún baktryggð af móðurfélaginu Alcoa Inc. eins og fyrr getur.  Verði grundvallarbreyt- ingar í álheiminum eða orku- heiminum á samningstímanum sem sannanlega valda því að halli verulega á annan aðila samningsins hvað áhættu og arð af verkefninu varðar þá getur sá aðilinn sem á er hall- að óskað eftir endurskoðun orkuverðsins. Heimild: Landsvirkjun iði úr orkusamningi ðaál (Alcoa)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.