Morgunblaðið - 08.01.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.01.2003, Blaðsíða 22
SUÐURNES 22 MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ VIÐ aftansöng á aðfangadag jóla þakkaði sóknarpresturinn séra Lilja Kr. Þorsteinsdóttir fyrir gjafir sem kirkjunni á Ingjaldshóli höfðu borist frá velunnurum sínum. Sérstaklega þakkaði hún fyrir stórpeningagjöf frá Gísla Ketilssyni á Hellissandi en Gísli færði kirkjunni eina milljón og þrjú hundruð þúsund krónur. Gjöfin er minningargjöf um systkini og fósturbróður Gísla og foreldra hans, hjónin á Stakkabergi, Kristínu Þorvarðardóttur og Ketil Björnsson. Gísli hafði eitt hundrað ára af- mæli sóknarkirkju sinnar í huga með þessari veglegu peningagjöf. Hann lagði til að peningunum yrði fyrst og fremst varið til að kosta lýs- ingu á kirkjunni að utan og á um- hverfi hennar og stuðla þannig að hátíðarsvip kirkjunnar á aldar- afmælinu. Sóknarnefndinni tókst að standa þannig að verki að búið var að koma búnaði fyrir sem til þurfti við lýs- inguna á aðfangadagskvöldið. Kirkjan á hólnum var ljósum prýdd og stjörnur himinsins lýstu upp Snæfellsjökul. Sannkallað hátíð- arumhverfi. Kirkjan á Ingjaldshóli stendur hátt og nú í skammdeginu blasir hún við upplýst frá byggðunum á Hellissandi og Rifi og frá þjóðveg- inum frá Enni að Gufuskálum. Sóknarnefndin og sóknarprest- urinn buðu Gísla að heimsæka sig í kirkjuna eftir áramótin. Þar var sest að veisluborði og Gísla þökkuð vegleg gjöf. Í sóknarnefnd Ingjalds- hólskirkju eru: Þorbjörg Alexand- ersdóttir formaður, Árni Jón Þor- geirsson, Jensína Guðmundsdóttir, Hulda Skúladóttir og Hjörtur Ár- sælsson. Ingjaldshólskirkja er elsta stein- steypta kirkja í heiminum, sam- kvæmt könnun Harðar Ágústs- sonar. Kirkjan verður eitthundrað ára haustið 2003. Stórgjöf til Ingjaldshólskirkju Morgunblaðið/Hrefna Magnúsdóttir Á Ingjaldshóli. F.v. Árni Jón, Þorbjörg, Gísli, séra Lilja, Hulda og Jensína. Hellissandur SÁ siður hefur tíðkast í Ólafsvík á þrettándanum að börn hafa farið úr húsi til húss og fengið sér nammi í gogginn. Á mánudagskvöld mátti sjá börn á hlaupum á milli húsa og létu þau ekki leiðindaveður á sig fá. Alstað- ar var mjög vel tekið á móti börn- unum og voru ýmsir klyfjaðir sæl- gæti og öðru góðgæti. Vonandi að þetta nammi endist í nokkrar vikur því ef það er borðað jafnóðum, er víst að Karíus og Baktus kætast mjög. Fyrirhugaðri álfabrennu og flug- eldasýningu var frestað vegna veð- urs. Morgunblaðið/Alfons Ólafsvík MIKILL mannfjöldi tók þátt í að kveðja jólin í Árborg og fagna nýju ári með blysför frá Tryggvaskála á Sel- fossi og álfabrennu á íþróttavellinum þar sem fólkið fylgdist með glæsilegri flugeldasýningu. Mál manna er að aldrei hafi jafnmargir fylgst með þessum árlega viðburði sem Ung- mennafélag Selfoss stendur að í sam- starfi við sveitarfélagið. Fólk kom að vanda víða að úr nágrannabyggðum Selfoss og fyllti knattspyrnuvöllinn og áhorfendastæðin. Jólasveinarnir kvöddu börnin og héldu til sinna heimkynna í Ingólfsfjalli. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Jólasveinarnir stilltu sér upp er þeir höfðu tendrað í bálkestinum. Jólin kvödd í Árborg Selfoss ALLT árið 2002 var mikil aukning á farþegum Flugfélags Vestmanna- eyja. Mest hefur aukningin verið um Bakkaflugvöll. Sunnudaginn 22. desember sl. fór tuttuguogfimmþúsundasti flugfar- þeginn um Bakkaflugvöll á árinu og er það met hjá Flugfélagi Vest- mannaeyja. Af þessu tilefni afhenti Arnór Páll Valdimarsson, eigandi FV, Huldu Ragnarsdóttur 25.000. farþeganum blómvönd að viðstödd- um Magnúsi Sigurjónssyni flug- manni hjá FV. Morgunblaðið/Sigurgeir 25.000 farþegar frá Bakka Vestmannaeyjar Snapað í gogginn HAFDÍS Hill hefur opnað listhús í húnæði sínu, Stapakoti í Innri-Njarð- vík. Í fyrsta áfanga var opnað gallerí með munum 15 listamanna en í næsta mánuði næskomandi mun hún opna listasmiðju þar sem listamönn- um gefst kostur á að vinna að list sinni. „Þar sem ég veit að svo margir eru að starfa í bílskúrum sínum og eiga erfitt með að koma verkum sínum á framfæri er hugmynd mín með þessu listhúsi að ná fólki út úr bílskúrum sínum og verða meira áberandi,“ sagði Hafdís í samtali við Morgun- blaðið. Hafdís og samstarfskonur hennar tvær, þær Viktoría Marinusdóttir og Sigrún Hill, hafa unnið í leir frá 1996 og sótt fjölmörg námskeið. Vorið 2000 opnuðu þær lítið gallerí á heim- ili Hafdísar við Tunguveg í Njarðvík og urðu þá varar við þörfina fyrir list- hús. „Við fengum fjölmargar fyrir- spurnir um hvort við byðum ekki upp á námskeið og gætum brennt leir- muni fyrir fólk,“ sagði Sigrún. Hafdís bætti við að þegar hún hafi eignast draumahúsið sitt, Stapakot, hafi hún ákveðið að nú væri tækifærið komið til að opna slíkt listhús. Að sögn Hafdísar hefur listhúsið fengið frábærar viðtökur. „Fólk hef- ur haft á orði að hingað sé gott að koma úr amstrinu niðri í bæ og ekki spillir að hér er frábært útsýni. Hug- myndin er líka að reyna að stíla nokk- uð inn á ferðamenn og þá geta þeir í leiðinni notið þessa frábæra útsýnis. Útlendingar hafa verið mjög hrifnir af íslensku handverki og hafa haft á orði að það þyrfti að gera meira af því að selja það erlendis. Við höfum verið að selja verk okkar í Íslandia, Rammagerðinni, Eden og Geysi, en önnum því miður ekki meiru.“ Hafdís vill hvetja fólk sem er að starfa við listsköpun af einhverju tagi að hafa samband hafi það áhuga á að sýna í galleríinu. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Hafdís og Sigrún Hill og Viktoría Marinusdóttir í listhúsinu Stapakoti. Leirmunir þeirra og tólf annarra listamanna eru til sölu í listgalleríinu. „Vil ná fólki út úr bílskúrunum“ Innri-Njarðvík Hafdís Hill hefur opnað listhús í íbúðarhúsi sínu BÚMENN á Suðurnesjum hafa fengið lánsloforð frá Íbúðarlána- sjóði vegna byggingar tíu íbúða í Garði og sex íbúða í Grindavík. Lánin verða afgreidd á næsta ári en Búmenn stefna að afhendingu íbúðanna á þessu ári. Að sögn Ásgeirs Hjálmarsson- ar, formanns Suðurnesjadeildar húsnæðissamvinnufélagsins Bú- seta, hefur Bragi Guðmundsson verktaki þegar hafið á eigin ábyrgð byggingu nokkurra íbúða í parhúsum í nágrenni við þær íbúðir sem hann byggði fyrir Bú- menn og afhentar voru á síðasta ári. Búmenn fengu lánsloforð fyrir tíu íbúðum fyrir jólin en lánin verða greidd út á árinu 2004. Vonast Ásgeir til að hægt verði að semja við Braga um að ljúka byggingu húsanna á þessu ári þannig að á næstunni verði hægt að auglýsa eftir kaupend- um og afhenda þeim hús sín á árinu. Búmenn fengu einnig lánslof- orð vegna byggingar sex íbúða til viðbótar í Grindavík, við sömu götu og íbúðir sem Búmenn af- hentu þar í sumar. Vonast Ásgeir til að hægt verði að auglýsa íbúð- irnar og afhenda þær á þessu ári. Áhugi í Reykjanesbæ Verið að er byggja hús fyrir Búmenn í Vogum og félagið er að undirbúa byggingu íbúða í Sandgerði. Ásgeir segir að mesti þrýstingurinn sé þó á byggingu Búmannaíbúða í Reykjanesbæ. Íbúar þar séu alltaf að ganga í félagið og hafi mikinn áhuga á að nýta sér þetta búsetuúrræði. Segir Ásgeir að framvinda máls- ins þar strandi á skipulagi en vonast til að lóðir fáist. Búmenn hafa sótt um lán til byggingar átta íbúða í Reykjanesbæ á árinu 2005. Lánsloforð til byggingar 16 Búmannaíbúða Garður/Grindavík STARFSMENN Þjónustumiðstöðv- ar Reykjanesbæjar taka þessa dag- ana á móti jólatrjám til förgunar. Eftir að jólin eru kvödd á þrett- ándanum fellur til mikið af jólatrjám og byrjuðu starfsmenn Þjónustu- miðstöðvarinnar að taka við þeim í gær. Því verður haldið áfram næstu daga. Þeir beina þeim tilmælum til fólks að setja trén á lóðarmörk og binda þau við ljósastaur eða grind- verk ef hvasst er. Hirða jólatrén til förgunar Reykjanesbær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.