Morgunblaðið - 08.01.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.01.2003, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2003 13 að formaður einkavæðingarnefndar tæki við stjórnarformennsku þar, féll Hreinn frá þeirri hugmynd á síðustu stundu og þeir Jón Ásgeir tefla fram Tryggva Jónssyni, aðstoðarfor- stjóra Baugs. Það var með semingi sem fjölskyldan í Vestmannaeyjum samþykkti að Tryggvi Jóns- son yrði formaður stjórnarinnar, en hún sam- þykkti þó þá tilhögun og Tryggvi var gerður að stjórnarformanni í stað Jóns Ingvarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Sölumiðstöðv- ar hraðfrystihúsanna, sem fjölskyldan í Vest- mannaeyjum hafði fengið til þess að taka við stjórnarformennsku við fráfall Sigurðar að- eins örfáum mánuðum áður. Gat vart talist smekklegt Ástæður þess að forsætisráðherra var svo andvígur því að Hreinn Loftsson tæki við sem stjórnarformaður TM eru nokkuð augljósar: Tryggingamiðstöðin er fjármálafyrirtæki af stærri gerðinni. Það gat vart talist smekklegt eða við hæfi að formaður einkavæðingar- nefndar væri formaður stjórnar slíks fyrir- tækis, enda ekki fráleitt að hugsa sér að ýmiss konar hagsmunaárekstrar gætu orðið, t.d. að því er varðaði einkavæðingu ríkisbankanna, sem var ærið ofarlega á baugi um þetta leyti, eða fjárfestingarstefnu TM, eða raunar hvað eina sem varðaði banka-, tryggingar- og/eða fjármálastarfsemi í landinu. Strax eftir að Tryggvi Jónsson var orðinn formaður stjórnar TM í lok marsmánaðar 2001, var hann mjög vel látinn sem stjórn- arformaður. Gunnari Felixsyni, forstjóra TM, líkaði vel við hann og að vinna með honum að stefnumótun og markmiðasetningum og sama máli gegndi um aðra stjórnendur og starfs- menn. Kristján Ragnarsson, formaður bankaráðs Íslandsbanka, var í september 2001 farinn að gera sér ljósa grein fyrir því að Jón Ásgeir og félagar voru að seilast til valda á ýmsum svið- um ljóst og leynt til þess að bæta stöðu sína í Íslandsbanka, eða öllu heldur að ná undirtök- unum í bankanum. Þannig sá Kristján Ragnarsson að þeir í Orca voru á höttunum eftir bréfum Straums í Tryggingamiðstöðinni, sem þá átti 10,72% í TM, og Kristján lýsti þegar áhyggjum sínum og andstöðu við þau áform Jóns Ásgeirs og fleiri, að sóst yrði fyrir hönd Íslandsbanka eft- ir stjórnarsæti í Tryggingamiðstöðinni út á 20% eignarhlut bankans í Straumi. Kristján og raunar ýmsir innan Íslandsbanka, að Bjarna Ármannssyni undanskildum, töldu að hætta kynni að vera á því, vegna sterkra tengsla Íslandsbanka við Straum og TM, að bankinn drægist inn í deilumál á milli aðila, sem gætu verið óþægileg fyrir bankann frá viðskiptalegu sjónarmiði. Vildi forðast hagsmunaárekstra Auk þess taldi bankaráðsformaðurinn, að ætti Íslandsbanki fulltrúa í stjórn TM, þá væri bankinn þar með orðinn ábyrgur fyrir rekstri tryggingafélags og um leið kominn í sam- keppni á tryggingamarkaði, sem vart gæti verið þægilegt fyrir bankann, svo ekki sé dýpra í árinni tekið, með hliðsjón af viðskipt- um við annað tryggingafélag og stóran eig- anda í bankanum – Sjóvá-Almennar. Þegar þetta var, um miðjan september 2001, þá voru áform þeirra Jóns Ásgeirs Jó- hannessonar og Hreins Loftssonar að gera Þórð Má Jóhannesson, framkvæmdastjóra Straums, að þriðja stjórnarmanninum í TM á eftir þeim Hreini Loftssyni og Jóni Ásgeiri. Horfið var frá þeim áformum við þetta eftir afar hatrömm átök við Kristján Ragnarsson og fleiri í Íslandsbanka. Þau átök voru einkum á milli bankaráðsformannsins, Kristjáns Ragnarssonar, og annars forstjóra Íslands- banka, Bjarna Ármannssonar, sem vildi að Þórður Már yrði stjórnarmaður í TM. Jón Ásgeir vildi eigi að síður knýja það í gegn að Straumur fengi fulltrúa í stjórn TM, sem væri tilnefndur af Íslandsbanka og varð Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Sam- herja og einn úr Orca-hópnum, fyrir valinu, en hann var samt sem áður ekki tilnefndur af Ís- landsbanka, því ákvörðun hafði verið tekin í bankanum um að enginn yrði tilnefndur fyrir hönd bankans, heldur myndaðist bara eins konar sátt um tilnefningu Þorsteins Más. Þorsteinn Már tilheyrði að vísu Orca-hópn- um, en hann var jafnframt vinur Gunnars Fel- ixsonar frá gamalli tíð, þannig að fjölskyldan í Vestmannaeyjum gat vel sætt sig við hann sem stjórnarmann í TM. Skömmu fyrir hluthafafund TM hinn 20. september 2001 var það upplýst að Hreinn Loftsson vildi verða stjórnarformaður og féllu þau áform þeirra Baugsmanna í fremur grýtt- an jarðveg hjá öðrum eigendum, ekki síst fjöl- skyldunni í Vestmannaeyjum, enda aðeins tæpt hálft ár liðið frá því Tryggvi Jónsson tók við stjórnarformennsku og mönnum hafði lík- að sérdeilis vel að vinna með honum. Ekkert hafði breyst á þessum tíma hvað varðaði afstöðu Davíðs Oddssonar forsætis- ráðherra til stjórnarformennsku Hreins Loftssonar, sem enn var formaður einkavæð- ingarnefndar, en hann lét sig þá afstöðu for- sætisráðherra engu varða lengur. Nýir menn í stjórn komu þá inn: Þorsteinn Már Baldvinsson, sem kom sem fulltrúi Straums, Jón Ásgeir, einn aðaleigandi Ovalla Trading, Hreinn Loftsson, annar eigandi Ovalla Trading, og Gunnlaugur Sævar Gunn- laugsson, stjórnarmaður Ísfélags Vestmanna- eyja. Fyrir í stjórn voru Einar Sigurðsson (sonur Sigurðar heitins Einarssonar og Guð- bjargar Matthíasdóttur í Vestmannaeyjum), Geir Zoëga og Þorgeir Baldursson. Sviptingar í bankaráði Íslandsbanka Fyrir hluthafafundinn í TM, sem haldinn var 20. september 2001, urðu miklar svipt- ingar í bankaráði Íslandsbanka. Íslandsbanki átti 20% í Straumi, sem átti 10,72% í TM. Hafði Orca-hópurinn í huga að beita atkvæða- magni Straums á hluthafafundinum, til þess að ná undirtökunum í TM, og ætlaði síðan að setja Gunnar Felixson forstjóra af og gera Hreiðar Má Sigurðsson, aðstoðarforstjóra Kaupþings, að forstjóra. Ekki kom til þessa á hluthafafundinum, þar sem áður hafði náðst samkomulag milli nýrra hluthafa og fjölskyldu Sigurðar heitins Ein- arssonar útgerðarmanns, sem hafði verið stærsti hluthafinn í TM þar til Ovalla Trading keypti 18,02%. Samkomulagið fól það m.a. í sér, að hinir nýju, stóru hluthafar féllust á að fara rólegar í sakirnar hvað varðaði breyttar áherslur í yfirstjórn, rekstri og stefnu félags- ins. Það hafði áhrif á þessa niðurstöðu, að Þor- steinn Már Baldvinsson var á þessu stigi ekki reiðubúinn til þess að taka afstöðu með ann- arri hvorri blokkinni. Hann kom inn sem stjórnarmaður sem fór með bréf Straums og félagi í Orca-hópnum en hann var einnig góðvinur Gunnars Felixsonar til langs tíma og TM var og er tryggingafélag Samherja. Hann taldi einfaldlega að menn ættu að koma sér saman, en ekki að mynda andstæðar blokkir. Slíkt væri ekki til gæfu fallið fyrir fyrirtækið, að minnsta kosti ekki að hans mati. Tortryggni fer að gæta Ákveðnir stjórnarmenn og starfsmenn í TM segja hafa orðið mikla breytingu til hins verra í Tryggingamiðstöðinni eftir að Hreinn tók við formennskunni hinn 20. september 2001. Mjög fljótlega hafi komið á daginn að hann og Jón Ásgeir hugðust knýja í gegn ýmsar breyt- ingar á félaginu og rekstri þess og þrátt fyrir samkomulagið fyrir hluthafafundinn hafi það enn verið forgangsverkefni hjá þeim að ráða Hreiðar Má Sigurðsson, aðstoðarforstjóra Kaupþings, sem forstjóra TM og fórna Gunn- ari Felixsyni, forstjóra TM, enda munu þeir hafa talið sig hafa umboð stjórnar til þess að ræða við Gunnar Felixson um starfslok hans. Unnu þeir að ráðningu Hreiðars Más fram eftir haustinu 2001 og töldu sig vera komna með málið nokkurn veginn í höfn laust fyrir áramót 2001–2002. Landsbankinn gerði Straumi tilboð í bréf félagsins í TM í desember 2001, en því var ekki tekið, að því er talið er, einkum vegna andstöðu Bjarna Ármannssonar við að bréfin væru seld. Hann var einnig þeirrar skoðunar, að ef Straumur ætti að selja sín eigin bréf í fé- laginu, sem voru orðin svo eftirsótt, að krefj- ast yrði mun hærra verðs fyrir þennan þýð- ingarmikla 10,72% hlut í félaginu en markaðsverðs. Fljótlega eftir áramót hófust umleitanir á nýjan leik um að Landsbankinn fengi að kaupa bréfin. Um og upp úr áramótunum 2001–2002, þá verður þeim Jóni Ásgeiri og Hreini Loftssyni það ljóst, að Gunnar Felixson nýtur mjög öfl- ugs stuðnings í félaginu og meðal eigenda þess. Fjölskyldan í Vestmannaeyjum leggst eindregið gegn áformum Hreins Loftssonar og Jóns Ásgeirs um forstjóraskipti og fær stuðning víða að, reyndar langt út fyrir raðir eigenda og viðskiptamanna TM. Einar Sig- urðsson hafði á fyrri stigum verið þeirrar skoðunar að rétt væri að ráða ungan og frísk- an mann við hlið Gunnars Felixsonar, til þess að hrinda ýmsum nýjungum í framkvæmd, sem aðallega voru undan rifjum þeirra Hreins Loftssonar og Hreiðars Más Sigurðssonar runnar, en síðla árs 2001 hafði honum snúist hugur, þannig að öll fjölskyldan í Vestmanna- eyjum stóð saman í stuðningi sínum við Gunn- ar Felixson. Eigi að síður halda þeir Hreinn Loftsson og Jón Ásgeir Jóhannesson sínu striki, láta útbúa ráðningarsamning TM við Hreiðar Má Sig- urðsson, sem var frágenginn og undirritaður í desember í fyrra, og það er að þeirra mati ein- ungis eftir að afgreiða þann samning og sam- þykkja á stjórnarfundi.                                                     !   " #   !  $ %&! ' &    ()!*  '+'                                            ,                    !       " #   !  $ %&! ' &   '+'         -./-&  ! !   -   -    !   -!  $ %&! '   -      #       (+'!##,   0 " #     !   ( 1#,   , ! &  1#,    ! (  1# !#       # 23/45-  (,   1    %0  6  8 &  ! !  !     &  ! ! (#  8  !"  &  9 8 /!! :8 ;  ! .9 < 8    "  ( ( 9 ( 9(    !#  8 2= 2> 2? 26 25 22 24 @ 3 ;    9 1  " !   A##/     ? .      B              &A  8  2 (2>/5> =2    

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.