Morgunblaðið - 08.01.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.01.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ DÓMSMÁLUM hjá héraðsdómstól- um í landinu hefur fjölgað um 86% frá árinu 1999 en á sama tíma hefur starfsmönnum við dómstólana held- ur fækkað. Að mati formanns dóm- stólaráðs hefur vinnuálag aukist um 30–40% og telur hann ljóst að máls- meðferðartími dómstólanna muni lengjast fáist ekki fjárveitingar til að ráða fleiri starfsmenn. Í fyrra komu 40.780 ný dómsmál til kasta dómstólanna. Aukning varð í öllum helstu málaflokkum en van- skilamálum fjölgaði þó langmest. Ár- ið 2002 voru einkamálin ríflega 26.000 en þau voru tæplega 11.000 árið 1999. Sigurður T. Magnússon, héraðsdómari og formaður dóm- stólaráðs, segir að um eða yfir 95% einkamála séu vanskilamál. Erfitt sé að segja til um ástæður fyrir fjölgun þeirra. Hugsanlega hafi lántakendur verið of bjartsýnir, afkoma þeirra versnað eða innheimtuaðgerðir séu orðnar harðari. „Vanskil hafa greinilega aukist og þess sér einnig merki í gjaldþrota- málum. Þeim hefur fjölgað verulega þótt ekki séu þau orðin jafn mörg og þau voru flest á árunum 1993–1995,“ segir hann. Aðspurður segir Sigurð- ur að svipuð uppsveifla hafi orðið í vanskilamálum á árunum 1987–1990 í kjölfar þrenginga í efnahagslífinu. Fjárveitingar nánast staðið í stað Sigurður segir að á sama tíma og málum hafi fjölgað hafi fjárveitingar til héraðsdómstólanna nánast staðið í stað, sé miðað við raunvirði. Rík- issjóður hafi þó nýlega greitt upp- safnaðan halla dómstólanna. „Það er hlustað á okkar mál en það er sem betur fer aðhald í ríkis- rekstri. Við reynum auðvitað að halda okkur innan þeirra fjárheim- ilda sem okkur eru ætlaðar en það er orðið erfitt þar sem málum hefur fjölgað svona gríðarlega mikið,“ seg- ir Sigurður. Til að halda í við fjölgun mála þyrfti helst að fjölga dómurum um fimm og löglærðum aðstoðarmönn- um jafnmikið. Kostnaður við slíkt yrði líklega um 50 milljónir á ári. Málin flóknari Enn sem komið er segist Sigurður ekki sjá merki þess að málsmeðferð- artími dómstólanna hafi lengst að ráði. Verði starfsmönnum hins vegar ekki fjölgað muni tíminn örugglega lengjast. Sigurður segir að það sé hluti af réttarríkinu að borgararnir fái lausn sinna mála fyrir dómstólum innan hæfilegs tíma, síðbúið réttlæti sé talið lítils virði. Tafir séu í raun réttarskerðing því borgararnir fái ekki viðunandi þjónustu. Þetta geti leitt til þess að dóm- stólaleiðin verði ekki kostur í sumum tegundum mála, t.d. í viðskiptum þar sem yfirleitt sé þörf á skjótum úr- lausnum. „Það er ekki bara að mál- um hafi fjölgað heldur eru viðfangs- efnin að verða miklu fjölbreyttari og flóknari en áður,“ segir Sigurður. Ákærumálum hefur fjölgað jafnt og þétt á síðustu árum og voru 2.650 í fyrra. Rannsóknarúrskurðum hefur fjölgað um 36% á þremur árum og voru 842 árið 2002. Aukningin er 147% sé miðað við meðaltal áranna 1993–1998. Formaður dómstólaráðs segir stefna í að málsmeðferðartími lengist Dómsmálum fjölgað um 86% á þremur árum         +,- !# .#!$$/ #0,/ 01(!$ $ '223)          +,- !# % #  $/  0,/#01(!$ $ '223)     # $ %  $        +,- !# .#, !   ( #(#01 !$  #'223)   Vanskilamálum hefur fjölgað langmest UMRÆÐUR um breytingar á sam- bandi ríkis og kirkju hafa verið áberandi í Noregi síðustu misseri. Síðasta vor skilaði nefnd, sem norska kirkjan skipaði til að skoða málið, tillögum sem miðast að því að jafna rétt trúfélaga í Noregi. Í til- lögunum er þó lögð áhersla á að norska kirkjan muni áfram skipa sérstakan sess í norsku samfélagi þar sem kirkjan sé samofin fólkinu og norska ríkinu. Formaður nefndarinnar, Trond Bakkevik, prófastur í Osló, er stadd- ur hér á landi til að miðla af reynslu Norðmanna og kynna sér fyrir- komulagið hér á landi. Bakkevik segir að nefndin hafi í störfum sín- um lagt áherslu á að öllum trúar- brögðum skuli gert jafnhátt undir höfði og að ríkið eigi að styðja og hafa jákvætt viðhorf í garð trúar- bragða. Til að tryggja jafnrétti sé mik- ilvægt að fara yfir lögin og afnema öll lagaákvæði þar sem trúarbrögð- um er mismunað. Nefnir Bakkevik sem dæmi að samkvæmt norsku stjórnarskránni verði helmingur ráðherranna í norsku ríkisstjórninni að tilheyra norsku þjóðkirkjunni. Þessu verði að breyta. Bakkevik undirstrikar þó að ekki séu öll trúar- brögð á sama byrjunarreit. „Norska kirkjan hefur 1000 ára sögu en múslimar hafa eingöngu verið í Noregi í þrjá til fimm áratugi. Það verður því að líta á trúarbrögðin með mismunandi hætti. Fólkið, ríkið og norska kirkjan eru samofin í gegnum söguna, þetta flækir svolítið hvernig málum verður háttað í framtíðinni en það verður að útrýma öllum þáttum sem hafa ójafnrétti í för með sér,“ segir Bakkevik. Í dag fjármagnar norska ríkið um þriðjung af starfi kirkj- unnar og sveitarstjórn- ir tvo þriðju hluta. Prestar fá t.d. laun sín frá ríkinu en aðrir starfsmenn kirkjunnar frá viðkomandi sveitar- félagi. Bakkevik segir mikilvægt að koma á fót einu stjórnkerfi, mikilvægt sé að ríkið verði lögpersóna, sem hún er ekki í dag. „Við teljum skyn- samlegt að starf kirkj- unnar verði fjármagn- að þannig að það komi fram á skattskýrslum fólks til hvaða trúfélags það heyrir og framlög til kirkjunnar verði síðan tekin af tekjuskatti, eins og gert er á Íslandi.“ Kirkjan verði að fá að með- altali um 1.000–1.200 norskar krón- ur á ári frá hverjum meðlima sinna til að hafa úr jafnmiklu fé að spila og hún gerir nú. Breytinga að vænta 2010–2015 Tillögur nefndarinnar voru send- ar söfnuðum til umsagnar í mars á síðasta ári. Bakkevik segir að söfn- uðum hafi verið gefinn of lítill tími til að fjalla um tillögurnar og segja skoðun sína á þeim, sem honum þyki miður, en við því hafi verið sterk við- brögð. „Með því að breyta þjóðkirkj- unni breytum við því hvernig fólk lítur á sig og hvað felst í því að vera Norðmaður. Það verður því að fara varlega í þessi mál.“ Prestir séu al- mennt jákvæðir í garð tillagnanna en söfnuð- irnir efablandnir. Skoðanakannanir meðal norsku þjóðar- innar hafa sýnt að fylkingarnar með og á móti breytingum séu svipaðar að stærð. „Ég held að fólki finnist almennt að það þurfi að breyta því fyr- irkomulagi sem við höfum í dag. Í fyrsta lagi hvað innviði kirkj- unnar og fjármögnun hennar varðar. Meiri- hluti safnaða vildi breyta skipulagi kirkjunnar en dró ekki þá ályktun, sem er mikilvægt að gera, að skipulagsbreytingar muni hafa áhrif á hvernig sambandi kirkju og ríkis verði háttað. Ég held að fólk muni átta sig á því þegar lengra dregur,“ segir hann. Ríkis- stjórnin hafi nú skipað nefnd til að fara betur yfir þessi mál en Bakke- vik telur að breytingar muni ekki eiga sér stað fyrr en á árunum 2010– 2015. „Ég held að margir hafi þá skoð- un að við séum kristið fólk og með því að breyta kerfinu breytist hvað gerir okkur að þjóð. Þann þátt tel ég að þurfi að ræða betur,“ segir Bakkevik aðspurður hvað fólk óttist helst í því að breyta sambandi ríkis og kirkju. „Ég hygg að margir hafi séð það sem tryggingu fyrir opnum stjórnunarháttum að kirkjan til- heyrði ríkinu. Tryggingu fyrir því að þar endurspeglist mismunandi skoð- anir og fólk verði t.d. ekki að tengj- ast ákveðnum stjórnmálaflokki til að fá þar stöðu.“ Þó bendi sumir á að tengsl ríkis og kirkju geti gert það að verkum að stjórnmálaskoðanir hafi t.d. áhrif á hverjir komist í valdastöðu innan kirkjunnar. „Ég vil sjá kerfi þar sem fólk er valið vegna þess að það er kirkjufólk og áhugaverður kostur fyrir kirkj- una. Ég vil einnig hafa kerfi þar sem tryggt er að mismunandi viðhorf innan kirkjunnar endurspeglist í stjórn hennar. Við höfum mismun- andi skoðanir t.d. hvað varðar guð- rækni, kvenpresta, samkynhneigð og annað. Við verðum að tryggja að fólk með mismunandi skoðanir kom- ist í stjórn kirkjunnar.“ Í dag sé ekki skýrt hvar valdið liggi og því sé erfitt að láta fólk bera ábyrgð á gjörðum sínum. Mikilvægt að tryggja rétt minnihlutahópa Bakkevik hefur starfað talsvert að mannúðarmálum, m.a. fyrir botni Miðjarðarhafs og í S-Afríku. Hann segir að það liti hvernig hann sér þessi mál. Mikilvægt sé fyrir norsku kirkjuna, sem taki þátt í mannúðar- starfi um allan heim, að jafnrétti milli trúarbragða verði tryggt í Nor- egi. „Með öðrum orðum viljum við halda okkar húsi hreinu. Fyrsta spurningin sem við spyrjum þegar við spyrjum um stöðu mannrétt- indamála í öðrum löndum er um stöðu minnihlutahópa. Staða þeirra endurspeglar stöðu mannréttinda í hverju landi. Ég tel að með þessari breytingu munum við tryggja rétt minnihlutahópa, þeir hafi sömu rétt- indi, sem er gott.“ Mikilvægt að tryggja jöfn réttindi allra trúarbragða Breytingar á sambandi kirkju og ríkis breyta því hvernig fólk upplifir sjálft sig Trond Bakkevik Náttúruverndar- samtök Íslands Misræmi í upplýsing- um Alcoa Náttúruverndarsamtök Ís- lands segja misræmi í upplýs- ingum Alcoa um orkunotkun við framleiðslu áls í álveri í Reyðarfirði, eftir því hvort þær eru settar fram í skýrslu Alcoa um álverið eða á vefsíð- um fyrirtækisins. Þau segja misræmið nema 8,5% sem skipti sköpum þegar arðsemi virkjunarinnar er metin. Í fréttatilkynningu frá sam- tökunum er bent á að í skýrslunni segi að notaðar verði allt að 14.600 kWst fyrir hvert tonn af áli en á vefsíð- um Alcoa komi fram að orku- notkunin sé undir 13.000 kWst fyrir sömu framleiðslu. Munurinn þarna á milli sé 12%. Bent er á að væntanleg arðsemi álvers Alcoa á Reyð- arfirði verði um 10% á ári en arðsemi sambærilegrar fjár- festingar Íslendinga í Kára- hnjúkavirkjun verði um 2,4% á ári. Í samtali við Morgunblaðið segir Ólafur S. Andrésson, sem á sæti í stjórn Náttúru- verndarsamtakanna, að bent hafi verið á að virkjunin framleiði svokallaðan rið- straum en það sem notað sé í álbræðslunni sjálfri sé jafn- straumur. Svokallaðan afrétt- ara þurfi til að breyta rið- straumi í jafnstraum (úr AC í DC). Afréttingartapið þar á milli sé hins vegar ekki nema 2,5% og því sitji eftir 8,5% munur á orkunotkuninni að teknu tilliti til þessa. „Þetta er það mikill munur að það setur verkefnið undir,“ segir hann. RANNSÓKNARNEFND flugslysa (RNF) lítur ekki svo á að alvarlegt flugatvik hafi orðið þegar bilun kom upp í hreyfli skömmu eftir flugtak þotu Flugleiða af vell- inum í Malaga á Spáni. Bilun í vélinni mun hafa truflað loftflæði í gegnum hreyfilinn og brugðust flugmenn við með því aðdrepa á honum og snúa við til lendingar. Að sögn Þormóðs Þormóðssonar hjá RNF hefur nefndin fengið lýsingu á því hvað þarna gerðist. „Við óskuðum síðan eftir frekari upplýsingum frá Flugleiðum og verðum í sam- bandi við kollega okkar á Spáni.“ Þormóður segir að miðað við fyrirliggjandi gögn um málið frá Flugleiðum líti rannsóknanefndin ekki svo á að alvarlegt flugatvik hafi átt sér stað. „En við köllum samt sem áður eftir þessum upp- lýsingum og munum farið yfir málið og meta stöðuna þegar þær hafa borist okkur.“ Bilun í hreyfli Flugleiðavélarinnar Ekki al- varlegt flugatvik INNLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.