Morgunblaðið - 08.01.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.01.2003, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. LJÓSANNA hátíð er um garð gengin og tími til kominn að taka niður skreytingar og tré sem hafa prýtt heimili, götur og torg að undanförnu. Bjarni Snorrason hjá Orku- veitu Reykjavíkur var þannig önnum kafinn við að taka niður jólaskreytingar á Lauga- vegi í gærkvöldi. Sjálfsagt eru þær ófáar ljósaperurnar sem fara um hendur hans og annarra starfsmanna Orkuveitunnar þessa dagana. Þá verða starfsmenn borgarinnar á ferð í dag og næstu tvo daga og safna saman jóla- trjám eftir hátíðirnar. Þeir munu að öllum líkindum hafa í nógu að snúast því áætlað er að Reykvíkingar skreyti heimili sín með 45 þúsund jólatrjám yfir hátíðirnar og nýtir mikill meirihluti þeirra sér þessa þjónustu. Morgunblaðið/Kristinn Jólaljós og greni víkja  Jólatrjám safnað/20 VELTA hjá greiðslukortafyrir- tækjunum Visa Ís- land og Europay Ís- land jókst að raungildi um 3% í desember 2002, mið- að við desem- bermánuð árið áður. Heildarvelta var 27,9 milljarðar, saman- borið við 27,1 milljarð á sama tíma árið áður. Heildarvelta kreditkorta nam 13,8 millj- örðum króna í mánuðinum, en 13,5 milljörð- um árið 2001, ef tekið er tillit til 2% verðbólgu á síðasta ári. Alls voru debetkort notuð í viðskiptum fyr- ir 14,1 milljarð króna í jólamánuðinum, sem er 500 milljónum króna meira en árið áður. Aukning í debetkortaveltu er því meiri en veltu vegna kreditkortanotkunar. Af kreditkortaveltu fóru 10,7 milljarðar í gegnum posakerfið svokallaða, eða 78%. Í desember 2001 fóru 10,2 milljarðar í gegnum kerfið, eða um 76%. Kortavelta í desember 3% meiri en 2001    !"  # $%       &"   - (   . $8:=> 0F=> &G;&/      26/> 26/= 57/2   RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gærmorgun tillögu Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra um að leggja fyrir þingflokka stjórn- arflokkanna og Alþingi, þegar þing kemur saman 21. janúar, frumvarp til laga um heimild til samninga um álverksmiðju Alcoa í Reyðarfirði. Valgerður upplýsir í samtali við Morgunblaðið að jafnframt hafi hún sent forstjóra Alcoa, Alain J.P. Belda, bréf í gær um að ríkis- stjórnin hafi afgreitt málið fyrir sitt leyti. Hún segir að þetta hafi skipt máli vegna stjórnarfundar rita fjárfestingar-, lóðar- og hafn- arsamninga. Samkvæmt upplýs- ingum frá iðnaðarráðuneytinu verða samningar um verkefnið ekki undirritaðir nema fyrir liggi heimildarlög frá Alþingi og jákvæð niðurstaða stjórna Alcoa og Lands- virkjunar um samninga milli aðila, sem þegar hafa verið áritaðir. Þá þarf að liggja fyrir niðurstaða Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, um ríkisstyrk vegna verkefnisins, en von er á þeirri niðurstöðu upp úr miðjum febrúar, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Alcoa, sem hefst á morgun og stendur fram á föstudag. Valgerður segist ekki vilja upp- lýsa um efnisatriði frumvarpsins en það sé í flestu leyti sambærilegt lögum um heimild til samninga um álverksmiðju á Grundartanga sem samþykkt var fyrir nokkrum ár- um. Samninganefndir iðnaðarráðu- neytis, Alcoa og Fjarðabyggðar hafa áritað samninga vegna bygg- ingar og rekstrar álverksmiðju í Reyðarfirði. Í frumvarpinu er leit- að heimildar Alþingis til að undir- Álversfrumvarp lagt fyrir þingflokka Forstjóra Alcoa sent bréf um að ríkisstjórnin hafi afgreitt málið fyrir sitt leyti JAKE Siewert, upplýsinga- fulltrúi Alcoa, segir að fréttir gærdagsins um skýrslu eig- endanefndar Landsvirkjunar og boðað frumvarp ríkis- stjórnarinnar séu mjög já- kvæðar. „Við erum ánægðir með að ríkisstjórnin hefur stigið mik- ilvægt skref í að koma laga- setningunni áleiðis,“ sagði Siewert en vildi ekki tjá sig frekar fyrr en að loknum stjórnarfundi fyrirtækisins í Bandaríkjunum á föstudag, þar sem reiknað er með loka- ákvörðun Alcoa um verkefnið hér á landi. Talsmaður Alcoa Mjög já- kvæðar fréttir LOÐNUVERTÍÐ er í algleymingi þessa dagana og mikið að gera eins og vera ber. Í gær var loðnulöndun í fullum gangi á Þórshöfn og Karl Helgason, skipverji á Júpíter ÞH, önnum kafinn við vinnu sína. Júpíter kom inn á miðnætti aðfaranótt þriðjudags með 1.300 tonn af loðnu og var stefnt að því að halda aftur á miðin í gær- kvöldi. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Loðnuvertíð í algleymingi TIL umræðu er innan Samfylking- arinnar að Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir verði pólitískur leiðtogi Sam- fylkingarinnar í kosningabarátt- unni fyrir alþingiskosningarnar í maí og forsætisráðherraefni að loknum kosningum. Eftir að ljóst varð að Ingibjörg Sólrún gæfi kost á sér í fimmta sætið í öðru Reykjavíkurkjördæm- inu hefur verið rætt um það innan forystu Samfylkingarinnar hvernig skipuleggja bæri innkomu hennar í landsmálin. Sá möguleiki hefur verið ræddur að Ingibjörg taki sæti ofar á listan- um en hið fimmta en svo virðist sem fallið hafi verið frá því, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins. Er ástæða þess ekki síst sú, að í ljósi þeirrar miklu umræðu, sem verið hefur um Ingibjörgu og fimmta sætið, væri pólitískt við- kvæmt að færa hana í öruggara sæti. Þá yrðu allir þeir, sem fyrir eru á listanum, samkvæmt niður- stöðum prófkjörs, að fallast á slíka breytingu. Horft til Noregs Innan forystu Samfylkingarinnar hefur verið horft til hinna Norður- landanna við lausn á þessu máli en þar má finna fordæmi fyrir því að einn maður leiði kosningabaráttu en annar sé formaður flokksins. Má þar nefna er Jens Stolten- berg var forsætisráðherraefni norska Verkamannaflokksins í kosningunum árið 2001 en ekki Torbjørn Jagland, formaður flokksins. Samkvæmt þessum hug- myndum yrði Ingibjörg hinn póli- tíski talsmaður flokksins í kosn- ingabaráttunni en Össur Skarp- héðinsson myndi einbeita sér að hinu innra starfi flokksins og jafn- vel leiða stjórnarmyndunarvið- ræður. Málið hefur ekki verið rætt inn- an þingflokks Samfylkingarinnar ennþá en vilji mun vera fyrir því að taka endanlega ákvörðun sem fyrst. Rætt um Ingibjörgu sem forsætisráðherraefni FJÓRÐUNGUR hlutafjár í Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna hf. skipti um eigendur í gær þegar Landsbanki Íslands keypti bréf Þormóðs ramma – Sæbergs hf. og fyrirtækis í eigu Róberts Guð- finnssonar, stjórnarformanns SH, fyrir um 372 milljónir að nafnvirði. Gengið í viðskiptunum var 5,20 krónur á hlut og var kaupverð hlutarins því 1.934 milljónir króna. Landsbankinn stærsti hluthafinn Fyrirhuguð sameining SH og SÍF er talin líkleg til að hækka gengi bréfa í SH og taldi Lands- bankinn að hagstætt væri að kaupa hlutabréf í félaginu nú, áður en sameiningarferlið fer í gang. Landsbankinn er eftir viðskiptin orðinn stærsti hluthafinn í SH með rúm 25% en næst á eftir kemur Brim ehf. sem er í eigu Hf. Eim- skipafélags Íslands, með um 20% hlut. Gengi bréfa í SH hækkaði um tæp 15% á liðnu ári, fór hæst í 5,4 krónur og lægst í 4,25 krónur á hlut. Ef frá eru skilin viðskipti gærdagsins voru síðast viðskipti með bréfin hinn 30. desember sl. og var gengi þeirra við lok þess dags 4,9. Miðað við það gengi greiddi Landsbankinn því um 6% yfirverð fyrir hlutinn í SH. Loka- gengi bréfanna í gær var 5,0 krón- ur á hlut. Tveggja milljarða hlutur í SH seldur Landsbankanum  Landsbankinn/16 ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.