Morgunblaðið - 08.01.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.01.2003, Blaðsíða 21
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2003 21 SUÐURNES NÝJA sorpeyðingarstöðin í Helgu- vík mun heita Kalka. Stjórn Sorp- eyðingarstöðvar Suðurnesja sf. hef- ur ákveðið nafnið. Sorpeyðingarstöðin efndi til sam- keppni um nafn á nýja móttöku- og sorpeyðingarstöð sem er í byggingu í Helguvík. Stjórn fyrirtækisins gat ekki samþykkt neitt þeirra nafna sem stungið var upp á. Eftir að farið var í örnefnaskrá nágrennis stöðv- arinnar lagði Sigríður Jóna Jóhann- esdóttir formaður til að nafnið Kalka yrði valið og var það sam- þykkt. Kalka er heiti á vörðu, hvítri að lit, sem var efst á Háaleitinu en þar lágu saman landamörk flestra bæjar og hreppa á svæðinu. Þetta forna og þýðingarmikla kennileiti mun hafa horfið af sjónarsviðinu um 1941. Fyrir utan það að hvítta með kalki getur orðið kalka þýtt að baksa, fást við eitthvað eða merja eitthvað í sundur, samkvæmt orðabók Menn- ingarsjóðs, og eru það síðarnefndu atriðin sem stjórn Sorpeyðingar- stöðvarinnar vísar til við nafngiftina. Sorpeyðingarstöðin fær nafnið Kalka Helguvík Tölvuteikning af húsi Kölku í Helguvík. FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur beint því til hreppsnefndar Vatnsleysustrandarhrepps að taka að nýju til afgreiðslu umsókn um leyfi til að setja upp mynd- bandaleigu í bílageymslu við Ara- gerði. Ráðuneytið telur að fyrri afgreiðsla hreppsnefndar sé í and- stöðu við samþykktir hreppsins og sveitarstjórnarlög. Skipulags- og byggingarnefnd Vatnsleysustrandarhrepps hafn- aði ósk eigenda myndbandaleig- unnar um að reka hana í bíla- geymslu í íbúðargötu og staðfesti meirihluti hreppsnefndar þá nið- urstöðu en einn fulltrúi minnihlut- ans greiddi atkvæði á móti. Hall- dóra Magný Baldursdóttir, fulltrúi minnihlutans, kærði málið til félagsmálaráðuneytisins fyrir sína hönd og eigenda myndbanda- leigunnar, taldi að ekki hafi verið rétt staðið að ákvörðuninni. Í úrskurði sínum tekur ráðu- neytið fram að það geti ekki fjallað um athugasemdir sem varða efnislega afgreiðslu skipu- lags- og byggingarnefndar þar sem það sé á valdi úrskurðar- nefndar skipulags- og byggingar- mála. Hins vegar tekur ráðuneyt- ið undir þá athugasemd hrepps- nefndarmannsins að staðfesting hreppsnefndar á ákvörðuninni hafi ekki gildi þar sem fundargerð skipulags- og byggingarnefndar hafi ekki fylgt fundarboði enda fundurinn verið haldinn sólar- hring fyrir hreppsnefndarfund- inn. Við þessar aðstæður hafi ver- ið nauðsynlegt að fyrir lægi samþykki tveggja þriðju hluta hreppsnefndar til að taka slíkt mál á dagskrá en eftir því hafi ekki verið leitað. Verði afgreitt að nýju Telur ráðuneytið að afgreiðsla hreppsnefndar sé í andstöðu við samþykktir um stjórn og fundar- sköp Vatnsleysustrandarhrepps og sveitarstjórnarlög og að hún geti ekki falið í sér endanlega nið- urstöðu málsins. Er því beint til hreppsnefndarinnar að hún taki til sjálfstæðrar afgreiðslu um- rædda umsókn, komi fram ósk um endurupptöku þess. Tilkynning um úrskurð félags- málaráðuneytisins var á dagskrá hreppsnefndarfundar í gærkvöld. Félagsmálaráðuneytið úrskurðar um myndbandaleiguna í Aragerði Ákvörðun hrepps- nefndar ógilt Vogar STJÓRNSTÖÐ Öryggismiðstöðvar Íslands barst um síðustu helgi boð um innbrot í fyrirtæki á Suður- nesjum. Innbrotið reyndist á mis- skilningi byggt. Öryggisvörður var kominn á staðinn örskotsstundu eftir að ör- yggiskerfi sendi boð um innbrotið og hitti þar fyrir dauðadrukkinn mann sem enga skýringu gat gefið á ferðum sínum aðra en þá að hann hafi rekist á hurðina og hún hafi hrokkið upp og hann dottið inn. Á heimasíðu Öryggismiðstöðvarinnar segir að við nánari eftirgrennslan hafi komið í ljós að forráðamenn fyrirtækisins höfðu gleymt að læsa útihurðinni þegar þeir yfirgáfu vinnustaðinn en mundu eftir því að setja þjófavarnarkerfið á. Datt inn í fyrirtæki Suðurnes ATVINNULAUSUM á Akureyri hefur fjölgað nokkuð að undanförnu en um áramót voru um 290 manns á atvinnuleysisskrá í bænum, sem er svipaður fjöldi og fyrir ári, að sögn Björns Snæbjörnssonar formanns Einingar-Iðju. Björn sagði að fólk hefði komið seinna inn á atvinnuleys- isskrá nú en t.d. í fyrra, m.a. vegna þess hversu veðrið hefur verið gott. Útlitið framundan væri hins vegar alls ekkert of gott og að fjöldi fólks hefði bæst á atvinnuleysisskrá nú á fyrstu dögum ársins. „Fólk er svartsýnna nú um áramót en á sama tíma síðustu 3-4 ár. Það fólk sem hefur verið að leita að vinnu fær ekki jákvæð viðbrögð og það er því daufara yfir fólki þessa dagana. Það hafa ekki orðið nein stóráföll í atvinnulífinu, heldur hafa fyrirtæki verið að draga saman seglin hægt og rólega og fækka fólki. Það sem kem- ur einna verst við okkur er að Ak- ureyrarbær samþykkti í tengslum við afgreiðslu fjárhagsáætlunar að draga úr mannaráðningum.“ Björn sagði það mjög neikvætt þegar sveitarfélagið væri að fækka starfsfólki og eða að leggja meiri byrðar á þá sem fyrir eru. Slíkt hafi ekki jákvæð áhrif á aðra atvinnurek- endur. „Manni finnst að sveitarfélög- in eigi frekar að bæta í á samdrátt- artímum en að draga saman seglin. Það er alveg sama við hvern maður talar, það bíða allir eftir einhverju kraftaverki. Hér hefur verið byggð- ur upp háskóli, sem er mjög gott, auk þess sem verið er að vinna í ýms- um málum en við þurfum eitthvað stórt.“ Akureyrarbær gengur á undan með skelfilegu fordæmi Björn sagði að akureyrsk fyrir- tæki myndu örugglega reyna að nýta sér þá möguleika sem skapast í tengslum við stóriðju fyrir austan. „Þar eru sóknarfæri fyrir okkur en svo þurfum við einnig stóriðju hing- að.“ Björn sagði að mjög neikvæð um- ræða væri í gangi og auknar álögur væru til þess fallnar að fólk færi að horfa eitthvert annað. „Sveitarfélag eins og Akureyri gengur þar á undan með skelfilegu fordæmi, sem og stjórnvöld og ekki er þetta til að auð- velda fólki lífið á landsbyggðinni.“ Um 290 manns á atvinnuleysisskrá á Akureyri um áramótin Atvinnulausum fjölg- ar og útlitið framund- an alls ekki gott VEÐRIÐ hefur leikið við lands- menn síðustu vikur og virðist fram- hald þar á. Garðyrkjufræðingar Framkvæmdamiðstöðvar Akureyr- ar, þau Gunnar Th. Gunnarsson og Sigríður Droplaug Jónsdóttir, voru að klippa runna við Glerárgötu á Akureyri í blíðunni í gærdag og voru hin ánægðustu með tíðarfarið. „Það er gaman að klippa í þessu frábæra veðri, það er ekki of hlýtt og ekki heldur of kalt. Þetta góða veður kemur sér vel og léttir jafn- framt á vorverkunum. Það er ekki algengt að hægt sé að klippa tré á þessum árstíma, en við förum í úti- vinnu um leið og hægt er,“ sagði Gunnar. Hann gat þess jafnframt að síðar í þessum mánuði yrði farið í að rækta sumarblóm fyrir Ak- ureyrarbæ og að sú vinna stæði fram á vorið. Félagar í Veðurklúbbnum á dval- arheimilinu Dalbæ í Dalvíkurbyggð eru flestir sammála um að janúar- mánuður verði með sama máta og verið hefur að undanförnu og byggja það m.a. á því að tunglið sem kviknaði 2. janúar, þriðja vetr- artunglið, verði að mörgu leyti keimlíkt tveimur þeim fyrri. Líkur séu hins vegar á breytingum á veðri þegar nýtt tungl kvikni 1. febrúar, „og við fáum að finna fyrir því sem við Íslendingar þekkjum“, segir í veðurspá félaganna fyrir janúar. Búast þeir því við að veturinn gangi í garð um það leyti, en þó ekki af fullum þunga strax. Morgunblaðið/Kristján Gunnar Th. Gunnarsson garðyrkjufræðingur með klippurnar á lofti. Létta á vorverkunum MENNTASMIÐJA unga fólksins er námstilboð sem Menntasmiðjan á Akureyri býður nú á vorönn 2003. Þetta er smiðja fyrir fólk á aldrinum 17–26 ára af báð- um kynjum. Markmiðið er að auka sjálfsstyrk og lífshæfni nemenda og miðast námið sérstaklega við óskir og þarfir ungs fólks, sem af einhverjum ástæðum hefur ekki fundið sig í námi eða atvinnu, að fá það til að rífa sig upp úr fari at- vinnuleysis og almenns stefnuleysis í lífinu og gera það hæfara til að takast á við þau verkefni sem standa þeim til boða og eða að búa þau undir að skapa sér verkefni sjálf. Námið er þríþætt; hagnýtt, skapandi og sjálfsstyrkjandi, en hið síðasttalda er rauði þráðurinn í öllu náminu. Fjölskyldudeild Akureyrarbæjar og Svæðisvinnu- miðlun Norðurlands eystra eiga ákveðinn fjölda sæta í náminu en að öðru leyti er það öllum á áðurnefndum aldri opið. Að þessu sinni verður tekinn inn hópur um tíu nemenda. Menntasmiðjan hefst 15. janúar en umsóknarfrestur rennur út í dag, 8. janúar. Umsóknareyðublöð eru í Menntasmiðjunni, Glerárgötu 28, 3. hæð. Menntasmiðja fyrir ungt fólk Ráðstefna sem ber yf- irskriftina „Frá stjórnun til stefnumótunar – að fylgja eftir stefnumótun, mark- miðssetning og notkun hugbúnaðar,“ verður hald- in í Háskólanum á Ak- ureyri á morgun, fimmtu- daginn 9. janúar, og hefst hún kl. 14.15. Fjallað verð- ur m.a. um það hvernig fylgja megi eftir stefnumót- un og hvaða leiðir eru fær- ar til að ná árangri. Fluttir verða fjórir fyrirlestrar um þetta efni. Á MORGUN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.