Morgunblaðið - 08.01.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.01.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2003 11 eva Laugavegi 91, 2. hæð sími 562 0625 KRINGLUNNI, S. 568 9017 Komdu og gerðu meiriháttar góð kaup... ALLT AÐ 50% AFSLÁTTUR LAUGAVEGI 91, S. 511 1717 ÚTSALAN KONUR: Diesel Studio Kookai imitz mia Trend design spiral MENN: Diesel 4 you DKNY Matinique 4 you MAO 4 you hefst í dag kl. 10.00 opið til kl. 19 í dag gallabuxur peysur fatnaður fatnaður skyrtur bolir jakkaföt 5.990 1.990 50% afsl. 50% afsl. 1.990 5.1.111.990 15.990 gallabuxur dragtir úlpur bolir ullarkápur skór leðurstígvél 5.990 11.990 1.6.6.990 990 5.990 2.990 7.900 DKNY - Gerard Darel - Virmani - Seller - BZR - Paul et Joe Barna Diesel 40% afsl. 30-50% afsláttur ÚTSALAN hefst í dag kl. 10.00 opið til kl. 19 í dag Útsala 50-70% afsláttur Opnunartími miðvikudag kl. 14-18 • fimmtudag kl. 14-18 og 20-22 föstudag kl. 14-18 • laugardag kl. 11-14 Hlaðhömrum 1 • Grafarvogi • sími 577 4949 Næs TVEIR doktorsnemendur á sviði líf- eðlisfræði, Brynhildur Thors og Jón Hallsteinn Hallsson, hlutu verðlaun í lok dagskrár ráðstefnu um rann- sóknir í læknadeild, tannlæknadeild og lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Verðlaunin eru kennd við Jóhann Axelsson, fyrrverandi prófessor, og eru veitt á sviði lífeðlisfræði og skyldra greina. Þriðji doktorsnem- inn, Jóhann Elí Guðjónsson, hlaut verðlaun menntamálaráðherra fyrir áhugaverðasta framlag ungs og efni- legs vísindamanns á ráðstefnunni. Fékk hann þau fyrir rannsóknir sín- ar á psoriasis. Brynhildur Thors hlaut verðlaun- in fyrir rannsóknir á boðflutningi hjá frumum í æðaþeli. Leiðbeinendur hennar eru vísindamennirnir Har- aldur Halldórsson og Guðmundur Þorgeirsson. Snýst verkefnið um að kanna boðferla æðaþelsfrumna í við- brögðum þeirra við ýmsum áreitum, svo sem lyfjum. Jón Hallsteinn Hallsson hlaut verðlaunin fyrir rannsóknir á geni sem hefur áhrif á þroska og myndun ýmissa líffæra. Leiðbeinandi hans er Eiríkur Steingrímsson. Genið stýrir umritun ákveðinna annarra gena sem gegna m.a. mikilvægu hlutverki í þroska augnfrumna. Geta truflanir leitt til vanþroskunar í augum og eyrum. Rannsóknirnar fara m.a. fram með músum þar sem genum er breytt markvisst en þekktir eru einnig sjúkdómar í mönnum sem rekja má til áhrifa þessara gena. Verðlaunin, sem kennd eru við Jó- hann Axelsson, eru nú veitt í annað sinn en til þeirra var stofnað í tengslum við sjötugsafmæli Jóhanns Axelssonar, fyrrverandi líffræðipró- fessors. Thorarensen-Lyf fjármagn- ar verðlaunin sem eru 200 þúsund krónur og skiptast jafnt milli verð- launahafanna. Í dómnefnd eru auk Jóhanns þau Helga Ögmundsdóttir prófessor og Ársæll Arnarson fulltrúi Thorarensen-Lyfja. Vönduð vinna Dómnefnd vegna verðlauna menntamálaráðherra til ungs og efnilegs vísindamanns skipuðu Guð- mundur Þorgeirsson, Ingileif Jóns- dóttir og Þórunn Rafnar. Jóhann Elí vinnur að doktorsverkefni undir handleiðslu Helga Valdimarssonar prófessors. Tekur það til klínísks mats á sjúklingum, söfnunar upplýs- inga og viðamikillar úrvinnslu þeirra en á ráðstefnunni kynnti hann einnig niðurstöður ónæmisfræðilegra rann- sókna sinna. „Það er álit dómnefndar að vönduð klínísk vinna Jóhanns Elí við ýtarlega, og alveg einstaka, svip- gerðargreiningu á psoriasissjúkling- um sé grundvöllur að þeim niður- stöðum sem fengist hafa um mein- gerð psoriasis og til greiningar á þeim erfðaþáttum sem hafa áhrif á tilurð og framvindu sjúkdómsins og birtingarform,“ segir m.a. í niður- stöðu dómnefndarinnar. Þrír doktorsnem- ar verðlaunaðir fyrir vísindavinnu BISKUP Íslands, Karl Sigurbjörns- son, vígði á sunnudag hjónin Krist- björgu Gísladóttur og Ragnar Schram til kristniboðsstarfa í Eþíópíu. Halda þau síðar í vikunni til starfa á vegum Sambands ísl. kristniboðsfélaga. Vígslan fór fram í Dómkirkjunni í Reykjavík og voru vígsluvottar Birna Gerður Jónsdóttir, Friðrik Schram, Jónas Þórisson, Katrín Þ. Guðlaugsdóttir, Lilja Sigurðar- dóttir og Skúli Svavarsson. Sr. Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur þjónaði fyrir altari og biskup flutti vígsluræðu. Þau Kristbjörg og Ragnar munu fyrstu mánuðina stunda málanám en taka síðar við kennslustörfum í skóla kristniboðsins í höfuðborg- inni Addis Abeba. Er skólinn rekinn fyrir börn kristniboða frá Norður- löndunum sem starfa í Eþíópíu. Hjón vígð til kristniboðsstarfa Morgunblaðið/Jim Smart

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.