Morgunblaðið - 08.01.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.01.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 6. TBL. 91. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2003 mbl.is Undir tungu hlýinda Trausti Jónsson veltir fyrir sér þrálátum vetrarhlýindum 8 Garðar Thór Cortez syngur þrjá meistara Vínartónlistarinnar 23 Gúmmíkarlinn frá Georgíu Ronald Valur Eradze segir áskorun að vera kominn í sterkan landsliðshóp Íþróttir 1 Vínartónleikar Sinfóníunnar EIGENDANEFND Landsvirkjunar, sem skil- aði af sér skýrslu í gær, telur yfirgnæfandi líkur vera á hagnaði af rekstri Kárahnjúkavirkjunar og að arðsemisútreikningar Landsvirkjunar hafi verið faglega unnir og vel rökstuddir. Samkvæmt mati efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins á þjóðhagslegum áhrifum af álveri Alcoa í Reyðar- firði mun árlegur hagvöxtur aukast um 1,5% á framkvæmdatíma til ársins 2006. Árlegur hag- vöxtur undir lok framkvæmdatíma er talinn verða 5% en til samanburðar taldi ráðuneytið í síðustu spá sinni að hagvöxtur á þessu ári yrði 1,75%, án stóriðjuframkvæmda. Framleiðslustig þjóðar- og landsframleiðslu verður 3% meira en spá ráðuneytisins frá desem- ber sl. Fjármálaráðuneytið vann þetta mat að beiðni iðnaðarráðuneytisins. Útreikningar efna- hagsskrifstofunnar miðast við að álver Alcoa hefji framleiðslu árið 2007 með um 320 þúsund tonna afkastagetu á ári. Til lengri tíma er talið að lands- framleiðsla verði 1% meiri en ella og þjóðarfram- leiðsla 0,75% meiri. Miðað við óbreytt gengi krón- unnar býst fjármálaráðuneytið við að útflutn- ingur verði 10–14% meiri næstu tvo áratugina eftir að framkvæmdum lýkur. Fullnægjandi arðsemi að mati ráðherra Verðbólga áranna 2005 og 2006 er talin verða um 4,5–6,5%, án mótvægisaðgerða. Á hinn bóg- inn er hætta á að hagvöxtur minnki nokkuð á ár- unum 2007–2010. Á framkvæmdatíma dregur úr atvinnuleysi en að framkvæmdum loknum er það talið munu aukast á ný. Eigendanefnd Landsvirkjunar bendir á að það sé eigenda fyrirtækisins að ákveða hvort metin arðsemi Kárahnjúkavirkjunar sé fullnægjandi. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra telur að svo sé, Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Ak- ureyri, telur að skýrsla nefndarinnar undirbyggi jákvæða niðurstöðu en endanleg afstaða Reykja- víkurborgar liggur ekki fyrir. Landsvirkjun miðar í sínu arðsemismati við 11% ávöxtunarkröfu á eigið fé, að raunávöxtun virkjunarinnar verði 5,5% og að núvirt sjóð- streymi verði jákvætt um 6,6 milljarða kr. Raf- orkuverð er ekki upplýst í skýrslu nefndarinnar en samkvæmt heimildum blaðsins er það vel yfir meðalorkuverði sem álver greiða í heiminum. Árlegur hagvöxtur 5% við lok álversframkvæmda  Ráðherra/4  Eigenda/24–25 Eigendanefnd telur yfirgnæfandi líkur á hagnaði af Kárahnjúkavirkjun ÞAÐ var ekki sérlega hlýlegt að fylgjast með þeim Reyni Bess Júl- íussyni og Axel Heiðari Guðmundssyni í Hafnarfjarðarhöfn í gær, þar sem þeir voru að rafsjóða festingar utan á bryggjuþil suðurhafn- arinnar fyrir risastór bíldekk, sem taka eiga högg af stóru skipunum þegar þau leggjast að bryggju. Þeir hafa aðeins bláfjöruna til verks- ins, eða um tvo tíma dag hvern og víla ekki fyrir sér að dengja sér hálfir ofan í Atlantshafið til að taka til hendinni við bryggjuna. Að sögn Más Sveinbjörnssonar, framkvæmdastjóra Hafnarfjarð- arhafnar, er verið að endurnýja dekkin, eða þybburnar eins og þau kallast, á höfninni. „Við endurnýjum þær reglulega en núna erum við einnig að endurskipuleggja þær. Dekkin sem eru fyrir liggja lóð- rétt og þau eru tekin upp en dekkin sem koma í staðinn munu liggja lárétt, sjö dekk í röð.“ Vélsmiðja Péturs Auðunssonar sér um verkið en nú er aðeins hluti hafnarinnar tekinn í gegn. „Við gerum þetta eftir hendinni eftir því hvernig gengur að safna dekkjum. Við þurfum dekk, sem hafa verið notuð undir bíla og þau fáum við hjá dekkjaverkstæðinu Furu.“ Morgunblaðið/RAX Nota færi til bryggju- viðgerða á bláfjöru GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti kynnti áætlun sína um eflingu efnahagslífs landsmanna í ræðu sem hann hélt í Chicago í gær en á meðal þess sem forsetinn leggur til er að skattur á arð hlutabréfa verði afnum- inn og að hjón og barnafólk fái aukinn afslátt á sköttum. Þá lagði hann til að réttur til at- vinnuleysisbóta yrði framlengdur. „Við getum ekki verið sátt fyrr en sérhver þáttur í efnahag okkar er orðinn heilbrigður og kraftmikill,“ sagði Bush. „Við munum ekki unna okkur hvíldar fyrr en sérhvert fyr- irtæki fær tækifæri til að vaxa og allir sem vilja vinnu geta fengið hana.“ Ætlunin er að beita fjárframlögum og skattalækkunum er kosta munu ríkið alls um 674 milljarða doll- ara næstu tíu árin. Skattbyrði minnkar á næstu 16 mánuðum um alls 98 milljarða doll- ara. Munu skattar 92ja milljóna manna lækka að jafnaði um 1.083 dollara, tæplega 90 þúsund ísl. kr., á árinu. Andvígur tvísköttun arðs Bush hafði áður sagt að hann ætlaði ekki að leggja til að skattar á arð hlutabréfa yrðu afnumdir heldur yrðu þeir lækkaðir. En embættismenn sögðu að hann hefði ákveðið að leggja til að þeir yrðu algerlega afnumdir þar sem arðurinn væri í reynd tvískattaður. Stuðningsmenn Bush segja að skatta- lækkanirnar muni hafa jákvæð áhrif en aðrir benda m.a. á að þær muni valda halla á fjár- lögum og segja demókratar það ábyrgðar- leysi. Gengi dollarans hækkaði á mánudag og uppsveifla varð á mörkuðum er efni til- lagnanna spurðist út en verðbréfahækkunin gekk að nokkru til baka í gær nema á Nasd- aq-markaðnum sem hækkaði enn. Reuters Bush kynnir tillögur sínar í Chicago í gær. Bush boð- ar skatta- lækkun Chicago, Washington. AP, AFP. NIÐURSTÖÐUR rannsókna vísindamanna benda til þess að fólk sem þjáist af offitu um fertugt sé líklegt til þess að deyja allt að sjö árum fyrr en ella. Sé fólk of feitt og reyki þar að auki getur það stytt ævina um allt að 14 ár. Hollenskir vísindamenn birtu í gær niður- stöður rannsókna í rúma fjóra áratugi á um 3.500 sjálfboðaliðum í Massachusetts í Bandaríkjunum og reiknuðu út hve mörg ár offita kostaði. Er skerðingin á lífslíkum álíka mikil og vegna reykinga. Dr. Serge Jabbour, yfirmaður megrunar- stofnunar í Fíladelfíu, segir að niðurstöðurn- ar bendi til þess að sé fólk of feitt milli þrí- tugs og fertugs geti það stytt lífið þótt fólk grennist síðar. „Skilaboðin eru að menn verða að takast fljótt á við vigtina. Sé beðið of lengi getur verið of seint að afstýra tjóni.“ Offita styttir ævina mjög Fíladelfíu, Washington. AP, AFP. HÖRÐ átök urðu um undirtökin í Tryggingamiðstöðinni (TM) sl. vetur þegar Jón Ásgeir Jóhannesson, for- stjóri Bónuss, og samherjar hans í Orca-hópnum reyndu að ná virkum yfirráðum yfir félaginu. Í þriðju grein Agnesar Bragadóttur af fjór- um í greinaflokknum Baráttan um Íslandsbanka, sem birt er í blaðinu í dag, kemur fram að þeir Jón Ásgeir og Hreinn Loftsson, þáverandi stjórnarformaður TM, hugðust knýja fram breytingar á félaginu, gera Hreiðar Má Sigurðsson, aðstoð- arforstjóra Kaupþings, að forstjóra. Létu þeir útbúa ráðningarsamn- ing TM við Hreiðar Má, sem var frá- genginn og undirritaður í desember 2001, og töldu einungis eftir að af- greiða samninginn og samþykkja á stjórnarfundi. Um og upp úr áramót- unum 2001–2002 varð þeim það ljóst að Gunnar Felixson nyti mjög öflugs stuðnings í félaginu og meðal eig- enda þess. Fjölskylda Sigurðar heit- ins Einarssonar, útgerðarmanns í Vestmannaeyjum, sem hafði verið stærsti hluthafinn í TM, lagðist ein- dregið gegn áformum Hreins og Jóns Ásgeirs um forstjóraskipti og stóð öll saman í stuðningi við Gunnar Felixson, forstjóra TM. Reyndu að knýja fram forstjóraskipti í TM  Fastir/12 ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.