Morgunblaðið - 08.01.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.01.2003, Blaðsíða 40
FÓLK Í FRÉTTUM 40 MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUNNAR M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Hljómsveitarstjóri: Peter Guth Einsöngvari: Garðar Thór Cortes Einleikari: Lucero Tena Í kvöld, miðvikudagskvöld kl. 19:30 Fimmtudaginn 9. janúar kl. 19:30 Föstudaginn 10. janúar kl. 19:30 Laugardaginn 11. janúar kl. 17:00 Vínar- tónleikar í Háskólabíói LAUS SÆTI ÖRFÁ SÆTI LAUS ÖRFÁ SÆTI LAUS UPPSELT 12. jan. kl. 14. örfá sæti 19. jan. kl. 14. örfá sæti 26. jan. kl. 14. laus sæti 5. feb. kl. 14. laus sæti Kvöldverður fyrir og eftir sýningar Miðasala er opin frá kl. 10-16 virka daga, kl. 14-17 um helgar, frá kl. 19 sýningardaga. Ósóttar pantanir seldar 4 dögum fyrir sýningar. Sími 562 9700 Sun 12/1 kl 21 Lau 18/1 kl 21 Fös 24/1 kl 21 Uppselt Fös 31/1 kl 21 Fim 16. jan kl. 21, forsýning til styrktar Kristínu Ingu Brynjarsdóttur, nokkur sæti Föst 17. jan kl. 21, frumsýning, UPPSELT Lau 25. jan kl. 21, laus sæti Stóra svið SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson Forsýning fö 10/1 - kr. 1.500 Frumsýning lau 11/1kl. 20 UPPSELT 2. sýn su 12/1 kl 20 gul kort, UPPSELT 3. sýn fö 17/1 kl. 20 rauð kort 4. sýn lau 18/1 græn kort, 5. sýn fö 24/1 blá kort SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller Su 19/1 kl 20 Sýningum fer fækkandi HONK! LJÓTI ANDARUNGINN e. George Stiles og Anthony Drewe Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna Su 12/1 kl 14, Su 19/1 kl 14 Nýja svið Þriðja hæðin Litla svið Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Miðasala: 568 8000 HERPINGUR e. Auði Haralds og HINN FULLKOMNI MAÐUR e.Mikael Torfason í samstarfi við DRAUMASMIÐJUNA Fö 10/1 kl 20 Síðasta sýning RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Fö 10/1 kl 20. JÓN OG HÓLMFRÍÐUR e. Gabor Rassov frekar erótískt leikrit í þrem þáttum Lau 11/1 kl 20, Fö 17/1 kl 20 FÁAR SÝNINGAR EFTIR KVETCH eftir Steven Berkoff í samstarfi við Á SENUNNI Fim 9/1 kl 20, Lau 18/1 kl 20. Hversdagslegt kraftaverk eftir Évgení Schwarz Leikstjóri: Vladimír Bouchler. Sérlega skemmtileg fjölskyldusýning sýn. sun. 12. jan. kl. 15. sýn. lau. 18. jan. kl. 19 sýn. sun. 26. jan. kl. 15 sýn. lau. 1. feb. kl. 19 sýn. sun. 9. feb. kl. 15 sýn. lau. 15. feb. kl. 19 Aðeins þessar sýningar. Barn fær frítt í fylgd með fullorðnum Miðasölusími sími 462 1400 www.leikfelag.is Í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi 5. sýn. lau. 11. jan. kl.16 6. sýn. sun. 12. jan. kl. 16 7. sýn. lau. 18. jan. kl. 16 8. sýn. sun. 19. jan. kl. 16 Aðeins 10 sýningar Miðalsala í Hafnarhúsin alla daga kl. 10-17. Sími 590 1200 Smurbrauðsverður innifalinn Miðasala Iðnó í síma 562 9700 Hin smyrjandi jómfrú sýnt í Iðnó Lau. 11. jan. kl. 20 Sun. 12. jan. kl. 15 Sun. 19. jan. kl. 15 og 20 BRAIN Police hafa nú sungið sína eyðimerkursöngva í hartnær fjögur ár. Breiðskífan Glacier Sun kom út fyrir þremur árum síðan en í millitíð- inni hefur sveitin verið misvirk og stundum reyndar í dái. Það hefur varla verið hvetj- andi að frumburð- urinn leið talsvert fyrir slælegan hljóm, jafnframt sem söngvaraleysi hefur hrjáð sveitina lengi vel. Það er því fengur að Jens Ólafs- syni söngvara sem bættist í hópinn fyrir skömmu en áður var hann í hinni norðlensku Toy Machine. Til- koma hans hefur verið sem vítamín- sprauta á sveitina, enda Jens frábær rokksöngvari og smellur eins og fitu- borin flís að sveittu eyðimerkurrokk- inu. Hljómsveitin er þannig orðin feiki- góð hljómleikasveit og krafturinn skilar sér prýðilega inn á plötuna. Tónlistin er sem fyrr rokk í anda eyðimerkursveita eins og Queens of the Stone Age, Kyuss og Fu Manchu; neðanjarðarform sem sjaldan hefur notið meiri almennra vinsælda en nú, einkanlega vegna fyrst nefndu sveitarinnar. Tónlist þessa leikur Brain Police af miklum þéttleika og lögin rokka feitt. Allt á réttri leið hjá piltunum, helst vil ég kvarta undan frumlegheitunum sem eru full lítil. Hitt ber á að líta að eyði- merkurrokkið býður svosem ekki upp á mikla túlkunarmöguleika. Málið númer eitt, tvö og sjö er að rokka. Og það gera Brain Police svo sannarlega – af meiri krafti en nokkru sinni fyrr. Á MADE for Market halda Ampop áfram að þróa rafpopp sitt og taka stórt stökk fram á við frá síðustu plötu (Nature is not a Virgin, 2000). Sú plata innihélt órætt rafpopp; ójafn gripur og giska litlaus þar sem sum lögin náðu þeim vafasama árangri að vera leiðinleg, hreint út sagt. Í vor sýndu Ampopliðar að fyrsta platan var þó engan veginn eitthvert skot í myrkri, þegar hin metnaðarfulla stuttskífa Made for Market kom út, þar sem er að finna tvö ný lög, ásamt fimm end- urhljóðblöndunum af titillaginu (um sumarið kom svo út forláta sjötomma, tveggja laga þar sem „Made for market“ var sem fyrr í aðalhlutverki). Þrátt fyrir þetta gaf nefnt lag fremur skakka mynd af sveitinni, þróunin virtist lítið sem engin og smíðin dauf bæði og bragðlaus. Það var því af kvíðablöndnu hjarta sem ég setti breiðskífuna sem hér er til umfjöllunar í diskaskúffuna. En – sem betur fer segi ég nú bara – op- inberar platan sig fljótlega sem hið heildstæðasta verk, þar sem ákveðin skref eru tekin fram á við, hvort sem um lagasmíðar eða heildarmynd er að ræða. Enn er þó rúm til að pússa hlut- ina betur til, eins og sjá má hér á eftir. Hið jákvæða er að Ampop er orðin betri. Þeir eru á góðri leið með meitl- un á sínum eigin stíl, lagasmíðar eru markvissari og allt í allt er platan nokk heildstæð. Hana einkennir meiri þéttleiki – meira öryggi. Þegar þeim félögum, Birgi og Kjartani, tekst best upp ná þeir að fylla andrúm hlustandans myrkum, hlýjum en umfram allt ágengum stemmum (t.a.m. í „Home Sweet Home“ og „Comparison“). Í þessum lögum er eins og sveitin komi til sjálfrar sín. Rafhljómar, -tón- ar og -taktar eru notaðir sparlega og af smekkvísi, naumhyggjan spunnin af listfengi og natni, melódíurnar eft- irminnilegar. Þá er hið poppaða „Soc- iopath“ vel heppnað. En hinum megin á Ampop-pen- ingnum er fátæklegra um að litast. Lög eins og „Love Song“ og „S.a.d“ eru einfaldlega allt of litlaus og dauf- kennd. Þegar Ampop detta niður á þann fasa er voðinn vís – og áður- nefnd leiðindi rétt handan við horn. Eitthvert líf og neista vantar, hluti sem Ampop hafa þó sýnt að þeir eru fullfærir um að kveikja. Made for Market er þó á heildina litið hið ágætasta verk og kostirnir eru heldur fleiri en lestirnir. Enn vantar þó herslumuninn á að list þeirra félaga nái að springa út að fullu. Tónlist Framfarir … en … Ampop Made for Market Thule/TMT/SRD Made for Market, önnur breiðskífa dú- ettsins Ampop en hann skipa Birgir Hilm- arsson og Kjartan F. Ólafsson. Ampop semja lög og leika, jafnframt því að stjórna upptökum. Þeim til aðstoðar eru gítarleikararnir Nói Steinn Einarsson og Stafrænn Hákon. Andrea Fanney Jóns- dóttir spilar á kristalsglös í einu lagi. Textar eftir Birgi nema í „Sociopath“ sem þeir félagar deila með sér. Hljóðritun og -blöndun var í höndum Ampop og Finns Hákonarsonar. Arnar Helgi Að- alsteinsson og Aron Arnarsson komu einnig að hljóðblöndun. Um hljómjöfnun sá Aron. Arnar Eggert Thoroddsen Morgunblaðið/Ásdís Í umsögninni segir að þegar Ampop „tekst best upp ná þeir að fylla and- rúm hlustandans myrkum, hlýjum en umfram allt ágengum stemmum“. Brain Police Master Brain Grassbumper Records Master Brain, þriggja laga stuttskífa rokksveitarinnar Brain Police. Sveitina skipa Höddi, Jenni, Gulli og Jónbi. Þeir nota slagverk, rafbassa, rafgítar og rödd. Áfram eyði- mörkina Arnar Eggert Thoroddsen Morgunblaðið/Árni Torfason Tilkoma Jens Ólafssonar söngvara „hefur verið sem vítamínsprauta“ á rokksveitina Brain Police. GAUKUR Á STÖNG: Tón- leikar með rokksveitinni Lubricant, pönksveitinni Sacre R og hipp- hoppsveitinni Dáðadrengjum. Tónleikarnir hefjast kl. 22 og aðgangur að þeim er ókeypis. Lubricant leikur þungt rokk á Gauknum í kvöld. Í DAG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.