Morgunblaðið - 08.01.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.01.2003, Blaðsíða 18
ERLENT 18 MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ SKEMMTUN FYRIR ALLA Í DANSHÚSINU KÓPAVOGI danshusid@islandia.is - www.islandia.is/danshusid Innritun til 12. januar, sími: 862 6168 eða Dansfélagið Hvönn AYMAN al-Zawahri, næstráð- andi Osama bin Ladens, hvetur til árása á „alla Bandaríkja- menn“ í yfir- lýsingu, sem barst lög- fræðingi í Kairó í tölvupósti. „Í guðanna bænum, komið ekki í veg fyrir, að íslamskar sálir geti tekið þátt í hinu heil- aga stríði en það felst í árásum á alla Bandaríkjamenn,“ segir í skeytinu og Zawahri bætir við, að vissulega krefjist hið heilaga stríð nokkurra fórna en þær séu þó litlar með það í huga, að með því að drepa Bandaríkja- menn sé verið að þóknast guði og tryggja sér eilífa paradísar- vist. Klónunin blekking? BANDARÍSKUR blaðamaður, Michael Guillen, sagði í gær, að líklega væru fullyrðingar tals- manna sértrúarsafnaðar um að einræktað barn hefði litið dags- ins ljós tóm blekking. Guillen og óháðir vísindamenn með honum hugðust ganga úr skugga um þetta mál með DNA-greiningu en þeir hafa ekki fengið aðgang að barninu eða móður þess. Stórslys í Mexíkó ÁTJÁN fórust og 23 slösuðust er fólksflutningabifreið með ónýta hemla fór í fyrrakvöld út af fjallavegi og hrapaði niður gil í Zacatecas-ríki í Mexíkó. Bíl- stjórinn var að taka nokkuð krappa beygju þegar hemlarnir gáfu sig og hrópaði hann þá til farþeganna að kasta sér út. Til þess gafst þó enginn tími. DVD-Jón sýknaður DÓMSTÓLL í Noregi sýknaði gær ungan Norðmann, Jon Lech Johansen, af ákærum um að hafa brot- ið norsk lög um gagna- leynd en hann bjó til og setti á netið hug- búnað, sem gerði honum kleift að skoða læsta DVD-diska á tölvunni sinni. Er dómurinn mikið áfall fyrir kvik- myndaiðnaðinn, sem gerir hvað hann getur til að koma í veg fyrir ólöglegar afritanir. Norskir saksóknarar munu ákveða innan skamms hvort dóminum verður áfrýjað en þeir höfðu krafist 90 daga skil- orðsbundins fangelsis yfir DVD-Jóni eins og hann hefur verið kallaður. STUTT Hvatt til árása á Banda- ríkjamenn Al-Zawahri Jon Lech Johansen STJÓRN George W. Bush Bandaríkjaforseta sagði í gær- kvöldi að hún væri tilbúin til viðræðna við Norður-Kóreu- menn um hvernig þeir gætu staðið við loforð sín um að þróa ekki kjarnavopn. Stjórnin lagði hins vegar áherslu á að hún myndi ekki bjóða Norður-Kóreu neitt „endurgjald“ fyrir að virða gerða samninga. Þetta var niðurstaða fundar japanskra og suður-kór- eskra embættismanna með ráðamönnum í Washington í gær, en Suður-Kóreumenn hafa undanfarna daga beitt sér fyrir málamiðlun í deilu Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Stjórnvöld í Norður-Kóreu vöruðu Bandaríkjamenn við því í gær að þau myndu líta á viðskiptaþvinganir af hálfu Bandaríkjanna sem stríðsyfirlýsingu. „Viðskiptaþvinganir þýða stríð, og í stríði er engin miskunn sýnd,“ sagði í yf- irlýsingu, sem lesin var í fjölmiðlum í Norður-Kóreu í gær. „Bandaríkin ættu að efna til viðræðna við Norður-Kóreu, ekki stríðs; enda mega Bandaríkjamenn vita að þeir munu þurfa að greiða hátt verð fyrir óábyrgar athafnir sínar,“ sagði þar ennfremur. Yfirlýsingin vísar til þess er bandarískir hermenn fóru um borð í skip í síðasta mánuði sem var á leið til Jemens með flugskeyti, sem búin höfðu verið til í Norður-Kóreu. Bandaríkjamenn líta það alvarlegum augum að Norður- Kóreumenn stundi sölu á slíkum vopnum og hafa gefið í skyn að þeir kynnu að taka til þess bragðs að beita Norður- Kóreu viðskiptaþvingunum. Norður-Kóreumenn myndu hins vegar líta slíkt afar alvarlegum augum, eins og ráða mátti af yfirlýsingu þeirra í gær. Þá bendir yfirlýsingin til þess að stjórnvöld í Pyongyang gefi lítið fyrir ummæli, sem George W. Bush Bandaríkja- forseti lét falla í fyrrakvöld en þá fullvissaði Bush menn um að Bandaríkin hefðu alls ekki í hyggju að ráðast á Norður- Kóreu. „Ég trúi því að þessa deilu [um kjarnorkuáætlanir Norður-Kóreumanna] megi leysa með friðsamlegum hætti og með því að nota diplómatískar aðferðir,“ sagði Bush. Hvöttu stjórnvöld í Suður-Kóreu Norður-Kóreumenn í gær til að verða við óskum Alþjóðakjarnorkumálastofnun- arinnar (IAEA) um að hætta við kjarnorkuáætlanir sínar og taka aftur upp samstarf við IAEA. Stjórn Bush tilbúin til við- ræðna við Norður-Kóreu Washington. AFP. Reuters Norður-Kóreumenn, sem hafa flúið til Suður-Kóreu, sleppa friðardúfum við landamæri ríkjanna. Flóttafólkið kom þar saman í gær til að biðja fyrir friði og sameiningu Kóreuríkjanna. LÖGREGLAN í London hefur fundið banvænt eitur, rísín, í íbúðarhúsi í borginni og handtekið sex menn af norður-afrískum uppruna vegna málsins. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði að handtökurnar sýndu að Bretum stafaði enn mikil hætta af hryðjuverkasamtökum. Sérsveitarmenn og lögreglumenn, sem berjast gegn hryðjuverkastarf- semi, handtóku sex karlmenn og konu í íbúðarhúsum í norður- og austur- hluta London á sunnudag. Konan var látin laus síðar og ekki ákærð en verið er að yfirheyra karlmennina. Verið er að rannsaka efni og tæki sem fundust í lítilli íbúð í Wood Green í Norður-London þar sem einn mann- anna var handtekinn. „Lítið magn af efninu, sem fannst í íbúðinni í Wood Green, reyndist vera rísín,“ sagði í yf- irlýsingu frá lögreglunni. Rísín er eitrað prótínduft úr ald- inkjörnum kristpálma. Bandaríkja- menn segja að íslamskur öfgahópur, líklega tengdur al-Qaeda-samtökum Osama bin Ladens, hafi gert tilraunir með rísin á svæðum Kúrda í Írak. Er vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóð- anna voru reknir frá Írak 1998 töldu þeir að rísin væri eitt efnanna sem Saddam Hussein forseti hefði látið framleiða. Talið hefur verið að hryðjuverkamenn kunni að beita eitr- inu og hermt er að mikið hafi fundist af því í hellum í Afganistan. Tiltölulega auðvelt er að framleiða eitrið í litlu magni en það hefur ekki áhrif nema fólk láti það ofan í sig eða fái það í líkamann með öðrum hætti. Olía úr kristpálmakjörnum var lengi notuð sem hægðalyf en sé rísin-magn mikið getur það verið banvænt. Eiturárás skipulögð í London? London. AFP, AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.