Morgunblaðið - 08.01.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.01.2003, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2003 33 ✝ Magnús Ingjalds-son fæddist í Reykjavík 13. októ- ber 1915. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 29. desember síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Ingjaldar J. Ingjalds- sonar og Sigríðar Eyjólfsdóttur. Magn- ús var elstur 13 systkina og eru 7 þeirra á lífi, þau eru Ólöf, Guðmundur, Sigríður Ingiríður, Garðar, Hilmar og Svandís. Magnús kvæntist 14.8. 1950 eft- irlifandi eiginkonu sinn Júlíönu Árnadóttir frá Bjarneyjum á Breiðafirði, f. 27.8. 1924, og eign- uðust þau sjö börn. Þau eru: 1) Guðrún Eygló, f. 1.11. 1945, maki Hafliði Jónsson, f. 26.3. 1946. Þau eiga þrjá syni, Magnús, f. 20.8. 1969, maki Þórdís Sverrisdóttir, þau eiga einn son, Hafþór, f. 16.11. 1973, maki Guðrún Steinunn Svav- arsdóttir, þau eiga einn son og Heimir, f. 25.1. 1978. 2) Ragnheið- ur Árný, f. 23.1. 1947, d. 3.11. 1993, Bergþór Ingi á þrjú börn. Börn Ingu og Jóels eru Lára, f. 10.7. 1974, Jón Geir, f. 8.12. 1975 maki Lilja Harðardóttir, Eva María, f. 4.9. 1978, hún á þrjú börn, Björk Júlíana, f. 25.2. 1982, sambýlis- maður Ólafur B. Hilmarsson, þau eiga eitt barn, og Reynir Magnús, f. 25.2. 1982. 5) Sigríður, f. 29.6. 1953, d. 5.3. 2002, maki Auðunn Sigurjónsson, f. 24.8. 1948, börn þeirra eru Júlíana, f. 13.7. 1972, maki Stefán G Einarsson, þau eiga fjögur börn, Svanlaug, f. 26.9. 1974, maki Haraldur Björnsson, þau eiga þrjú börn og Magnús Már, f. 7.5. 1980. 6) Ingveldur Jóna, f. 26.12. 1957, sambýlismað- ur Matthías Hannesson, f. 11.12. 1961, d. 23.2. 2002. Börn Ingveldar eru Kolbrún Svala Júlíusdóttir, f. 18.5. 1977, sambýlismaður Friðrik Þór Konráðsson, þau eiga tvo syni, Björn Ingvar Björnsson, f. 11.9. 1978, maki Guðrún Ósk Ársæls- dóttir, þau eiga tvö börn. Dætur Ingveldar og Matthíasar eru Berg- lind, f. 8.6. 1983, sambýlismaður Arnar Baldvinsson, þau eiga einn son, og Hrafnhildur, f. 7.3. 1986. 7) María, f. 6.7. 1960, d. 9.1. 2001. Magnús og Júlíana bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík, síð- ast í Furugerði 1 en lengst af á Kleppsvegi 76. Útför Magnúsar verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. var gift Sigurði Ólafi Sigurðssyni, þau skildu. Barn Ragn- heiðar, Linda Björk Bjarnadóttir, f. 21.10. 1965, d. 20.4. 1988. Börn Ragnheiðar og Sigurðar Ólafs eru Júlíus M. Sigurðsson, f. 15.4. 1971, hann á tvö börn, Gerða Krist- ín Hammer, f. 15.4. 1973, maki Sigurður Valdimar Birgisson, þau eiga tvær dætur, og Svanhvít Helga Hammer, f. 20.10. 1976, maki Gústaf P. Jónsson, þau eiga tvo syni. 3) Bergþór, f. 27.1. 1950, maki Helga Hákonardóttir, f. 21.10. 1951, börn þeirra eru Magnús Guðleifsson, f. 18.4. 1970, maki Guðbjörg Guðmundsdóttir, þau eiga tvö börn og Bergþór Helgi Bergþórsson, f. 28.5. 1973, maki Gyða S. Steinarsdóttir, þau eiga þrjú börn. 4) Inga, f. 18.4. 1952, d. 27.6. 1988, var gift Jóel Jónassyni, f. 26.10. 1944, þau skildu. Barn Ingu, Bergþór Ingi Þráinsson, f. 23.12. 1971, maki Ingibjörg Ósk Guðmundsdóttir. Elsku pabbi. Ég held að þú hafir verið hvíldinni feginn, þú varst búinn að vera svo lasinn síðustu mánuði, en alltaf þekktir þú mig nema síðasta daginn. Nú ert þú kominn til stelpnanna þinna fjögurra sem þið mamma þurftuð að horfa á eftir. Það getur enginn ímyndað sér hvað á ykkur var lagt, á efri árum, þið eignuðust sex dætur og einn son og nú eru bara eft- ir tvær dætur og eini sonurinn ykk- ar. Og við spyrjum hvers vegna öll þessi ósköp í sömu fjölskyldunni? En það er fátt um svör. Fyrst dó Inga 1988, aðeins 34ra ára í umferðarslysi, og næst var það Rannsý 1993 þá 46 ára, þá litla stelpan þín María fyrir réttu ári, 40 ára og síðast Sigga í mars síðastliðnum 48 ára. Allar þrjár úr sama hryllilega sjúkdómnum. Samtals áttu þær systur mínar 12 eftirlifandi börn, sem eiga um sárt að binda. En ekki var allt svona svart því oft var glatt á hjalla og aldrei gleymi ég því hve montinn þú varst þegar þú eignaðist fyrstu barnabörn- in, þau Lindu Björk og nafna þinn og þegar þú eignaðist fyrsta bílinn, Volkswagen bjöllu og svo öll skemmtilegu jólin á Kleppsveginum þegar öll fjölskyldan kom saman, þá leið þér vel í öllum látunum með barnabörnunum þannig að mömmu þótti stundum nóg um. Strákarnir mínir minnast þess oft þegar afi bauð þeim í nefið og þá var mikið hnerrað og hlegið. Ég og fjölskyldan mín viljum þakka þér, pabbi minn, með þessum fátæklegu orðum, fyrir allt sem þú varst okkur. Við systkinin munum passa mömmu fyrir þig, hún á mjög bágt núna enda voruð þið saman í tæp 60 ár. Að síðustu viljum við þakka öllu því góða fólki, bæði í Furugerði 1 og hjúkrunarheimilinu Sóltúni, fyrir frábæra umönnun og hlýleika í þinn garð. Ég bið guð að geyma þig pabbi minn. Guðrún Eygló. Hann afi var stórbrotinn maður, hann var alltaf svo kátur og skemmtilegur, átti það til að vera svolítið stríðinn og var oft á tíðum hinn mesti hrakfallabálkur. Mínar fyrstu minningar um afa voru þegar ég var 3–4 ára gömul, þá komum við oft í heimsókn til ömmu og afa á Kleppsveginum. Alltaf tók afi mig í fangið, lét mig hossa á hnénu á sér og söng Bí bí og blaka og fleiri lög, þetta þótti mér hin mesta skemmtun. Við fjölskyldan ferðuðumst oft með afa og ömmu hér á árum áður og voru þær ferðir oft alveg frábærar og var afi þar oftast í aðalhlutverki, við fórum víða um landið og gistum ým- ist í tjaldi eða sumarhúsi eða fórum í veiði, en hápunktur okkar ferða var þegar við fórum með afa, ömmu og Mæju í sumarhús í Hollandi sumarið 1988. Sú ferð er okkur enn í fersku minni og hafa sögurnar úr þeirri ferð oft verið tilefni mikilla hláturskasta. Heilsu afa hrakaði smásaman hin síðari ár, það var þeim hjónum mikil raun að þurfa að horfa á eftir fjórum dætrum sínum einni af annarri kveðja þennan heim, fyrst lést Inga í bílslysi 1986, svo dó Rannsý úr krabbameini 1993, snemma ársins 2001 lést Mæja og rétt rúmu ár síðar í mars á nýliðnu ári dó mamma, báð- ar síðarnefndu úr sama krabbameini og Rannsý. Það hefur því oft verið þung þrautin hjá þeim hjónum. Árið 2000 fluttu þau afi og amma í Furugerði, þar leið afa vel enda mik- ill og góður félagsskapur að hafa svo marga á líkum aldri í kringum sig, svo var starfsfólkið þar einkar lið- legt. Snemma á síðasta ári fluttu þau svo í Sóltún, þar sem aðbúnaður er með besta móti og vel hefur verið hugsað um þau. Ég bið góðan Guð að vaka yfir ömmu og gefa henni styrk á þessum erfiða tíma. Elsku afi minn ég trúi því að nú sértu kominn til dætra þinna og að þið verðið saman um alla eilífð, minn- inguna um þig geymi ég í hjarta mínu. Hafðu þökk fyrir allt, Svanlaug Auðunsdóttir. Elsku afi, það er með söknuði og þakklæti sem ég kveð þig. Nú þegar þú hefur fengið hvíldina sitjum við ástvinir þínir og rifjum upp allar skopsögurnar af þér, því þú varst óttalegur hrakfallabálkur, ef eitthvað gat farið úrskeiðis fór það svo hjá þér. Minningarnar eru ótal margar þar sem eitthvað misfórst hjá þér, elsku afi minn en þú gast nú líka brosað að því sjálfur og það var einn kosturinn við þig, þú tókst því yfirleitt vel þó einhver færi að hlæja að óförum þín- um. Þér þótti hér á árum áður mjög gaman að ferðast og veiða og urðum við fjölskyldan þeirrar ánægju að- njótandi að fá að upplifa margar svo- leiðis ferðir með ykkur ömmu og Mæju heitinni. Það gerðist nokkrum sinnum í veiðiferðum okkar að þú afi minn varst orðinn svo æstur að ná fiski (varðst alltaf að verða fyrstur til að næla í fisk og varst þrælfúll ef eitt- hvað af okkur krökkunum var á und- an til eða veiddi stærri fisk en þú) að þú varst kominn of langt út í vatnið þ.e vatnið flæddi ofan í stígvélin þín og svo þrættirðu fyrir það, oft lenti líka öngullinn þinn annars staðar en hann átti að lenda t.d. aftan í þig sjálfan eða eyrað á Magga bróður. Stundum varð þér fótaskortur án þess að við sæjum til, þá sagðistu hafa verið að ná þeim stóra en hann náði að slíta alveg við landsteinana. Já svona eru minningarnar um þig skoplegar og alveg ótalmargar. Við fjölskyldan vorum líka svo heppin að fá að fara með ykkur ömmu í einu ut- anlandsferðina ykkar saman þegar við fórum til Hollands. Þar eins og annars staðar varst þú æði fyndinn, þegar við vorum búin að koma okkur þar fyrir ákváðum við að leigja okkur hjól, mamma og amma vildu frekar vera gangandi en þú vildir vera eins og við krakkarnir og pabbi. Pabba fannst nú, þar sem þú varst stirður og þungur á þér, að þú ættir kannski bara að fá þér kvenreiðhjól, þú hélst nú ekki og fékkst þér karlmannshjól með stöng, jafnvel þó þú þyrftir að teyma það að steini eða einhverju að stíga á til að komast upp á hjólið og þyrftir að láta þig detta af því eða keyra inn í runna svo þú fengir „mjúka lendingu,“ en svona þrjóskur varstu afi minn. Öll barnabörnin þín muna eflaust eftir þér með barn á hnjánum, hossandi því og syngjandi Bí bí og blaka, sum börnin voru hrædd við þig en þú hafðir nú bara gaman af því og gerðir hálf í því að hræða þau, því þér fannst ofsalega gaman að stríða, þá glottir þú út í annað ef amma skammaði þig og þóttist blásaklaus. Elsku afi, minningar mínar um þig eru ómetanlegar, ég á margar sögur til að segja mínum börnum, margt broslegt sem yljar mér á erfiðum stundum sem hafa verið æði margar nú undanfarið. Elsku afi minn, þakka þér allt sem þú varst mér, ég trúi því að nú líði þér vel, að dætur þínar hafi tekið vel á móti þér og þið séuð að rifja upp gamla daga og fyrr en varir verður þú farinn að stríða þeim og glottið þitt fræga komið á sinn stað, svoleiðis vil ég sjá þig fyrir mér. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Elsku amma ég bið fyrir þér. Þín Júlíana. Okkur langar með þessum orðum að minnast langafa okkar, Magnúsar Ingjaldssonar. Við biðjum guð að styrkja langömmu. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson.) Kær kveðja, Inga Bryndís og Brynjar Atli. MAGNÚS INGJALDSSON Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Létt- ur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyr- irbænum í síma 520 9700. Grensáskirkja. Samverustund aldraðra kl. 14. Biblíulestur, bænagjörð, kaffi og spjall. Háteigskirkja. Bænaguðsþjónusta kl. 11. Kvöldbænir kl. 18. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Léttur hádegisverður eftir stundina. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7–9 ára börn kl. 16.30. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 17.30. Æskulýðsstarf á vegum KFUM&K og kirkjunnar kl. 20. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjartanlega vel- komnir. Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkj- unni í síma 567 0110. Bessastaðasókn. Dagur kirkjunnar í Haukshúsum í boði Bessastaðasóknar. Foreldramorgnar, starf fyrir foreldra ungra barna kl. 10–12. Heitt á könnunni. Fjöl- mennum. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13–16 í samstarfi við Félag eldri borgara á Álftanesi. Notalegar samverustundir með fræðslu, leik, söng og kaffi. Auður eða Er- lendur sjá um akstur á undan og eftir. Vídalínskirkja. Foreldramorgnar í safnaðar- heimilinu Kirkjuhvoli kl. 10–12. Hittumst og spjöllum. Heitt á könnunni og djús fyrir börn- in. Allir foreldrar velkomnir með eða án barna. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj- unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyrirbæn- ir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljósbroti Strandbergs. Víðistaðakirkja. Kyrrðar- og fyrirbænastund í dag kl. 12. Boðið er upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sóknarprests eða kirkju- varðar. Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgnar í dag kl. 10–12. Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30. Bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar í síma 565 3987. Kefas. Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Lofgjörð, hugleiðingar, fróðleiksmol- ar og vitnisburðir. Allt ungt fólk velkomið. Sauðárkrókskirkja. Kyrrðarstund kl. 21. Akureyrarkirkja. Mömmumorgunn kl. 10. Opið hús, kaffi og spjall. Safi fyrir börnin. ÆFAK, yngri deild, kl. 20. SÍK. Samkoma í Kristniboðssalnum í kvöld kl. 20. Kveðjusamkoma fyrir Kristbjörgu Gísladóttur og Ragnar Schram. Valdís Magnúsdóttir talar. Það verður heitt á könn- unni eftir samkomuna. Allir velkomnir. Ath. breyttan samkomutíma. Safnaðarstarf BIBLÍUSKÓLINN við Holtaveg heldur fræðslukvöld um þrjú af spá- mannaritum Gamla testamentisins, það er ritin sem kennd eru við Óbadía, Jónas og Míka, fimmtudag- inn 9. janúar í húsi KFUM og KFUK á horni Holtavegar og Sunnuvegar. Gerð verður grein fyrir bak- grunni og innihaldi ritanna og hvaða gagn má hafa af lestri þeirra. Fræðslukvöldið er liður í þriggja ára áætlun skólans er kallast „Þekktu Biblíuna betur“. Á þriggja ára tíma- bili er ætlunin að kynna fyrir al- menningi öll rit Biblíunnar og hvetja þannig til lesturs hennar. Næstu fjóra mánuði verða fræðslukvöld fyrsta fimmtudag mánaðarins. Fyr- irlesari á fræðslukvöldinu nú verður Ragnar Gunnarsson kristniboði. Að- gangur er ókeypis og allir velkomn- ir hvort sem fólk hefur mætt á önnur fræðslukvöld skólans eða ekki og þátttaka felur ekki í sér neina skuld- bindingu til frekari þátttöku. Fræðslukvöld um þrjú rit Gamla testamentisins KIRKJUSTARF Lokað verður í dag frá kl. 12.00 vegna jarðarfarar ÁRNA GESTSSONAR. Globus hf., Skútuvogi 1f. Við viljum senda hjartans þakkir til allra er sýndu okkur samúð, hlýhug og sanna vináttu, við andlát og útför okkar ástkæra DANÍELS ÞÓRS HILMARSSONAR, Guð blessi ykkur öll. Helga Bryndís Magnúsdóttir, Guðlaug Björnsdóttir, Hilmar Daníelsson, Íris Daníelsdóttir, Hilmar Daníelsson, Svala Sveinbergsdóttir, Heiða Hilmarsdóttir, Hilmar Þór Valgarðsson, Björn Ingi Hilmarsson, Hlín Helga Guðlaugsdóttir, Hólmfríður Hilmarsdóttir, Kristmann Kristmannsson, frændsystkini og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞÓRÐAR GESTSSONAR, Kálfhóli, Skeiðum. Guð blessi ykkur öll. Eyrún Guðmundsdóttir, Guðrún Elsa Aðalsteinsdóttir, Ingvar Árnason, Guðmundur Þórðarson, Guðlaug Gísladóttir, Gestur Þórðarson, Margrét J. Ólafsdóttir, Valgeir Þórðarson, Kristín Hjálmarsdóttir, Hrafnkell Baldur Þórðarson, Siril Iren Sagstad, Elín Þórðardóttir, Sigurður Guðmundsson, Gunnar Már Þórðarson, Kolbrún Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti, netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn ein- stakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.