Morgunblaðið - 08.01.2003, Page 37

Morgunblaðið - 08.01.2003, Page 37
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2003 37 HINN 30. desember sl. fór fram at- höfn í Höfða þar sem úthlutað var úr minningarsjóði Gunnars Thor- oddsen, fyrrverandi borgarstjóra. Að þessu sinni er það Anh Dao Tran sem hlýtur 250 þúsund króna styrk úr minningarsjóðnum og er m.a. veittur fyrir að þróa hug- myndir að skipulögðu verkefni á vegum Reykjavíkurborgar sem hefur að markmiði að kortleggja þarfir og þróa úrræði til að mæta menntunarþörfum barna og ung- menna í hópi innflytjenda. Anh-Dao Tran er íslenskur rík- isborgari af víetnömskum uppruna, sem búsett hefur verið hér á landi um 16 ára skeið. Hún kom sem flóttamaður til Bandaríkjanna á árinu 1975, þá unglingur, og bjó þar næsta áratuginn eða svo, eða þangað til hún fluttist til Íslands. Árið 1984 hlaut hún MA-gráðu í kennslufræði heyrnleysingja frá Columbia-háskólanum í New York og starfaði þar í landi bæði að kennslu heyrnleysingja og að mál- efnum innflytjenda. Anh-Dao hefur því mikla reynslu af því að mæta menntunarþörfum hópa sem búa við einangrun, tungumálaerf- iðleika, fötlun eða annars konar sérstöðu. Hér á landi hefur hún sinnt kennslu og ráðgjöf í menntamálum, unnið að útgáfu fyrstu íslensk- víetnömsku orðabókarinnar og gert námsefni í íslensku fyrir út- lendinga, svo fátt eitt sé nefnt. Þessa menntun og reynslu hefur Anh-Dao leitast við að nýta í starfi að málefnum innflytjenda í Reykja- vík, aðallega Víetnama og annarra af asískum uppruna. Meðal annars er hún um þessar mundir að vinna að rannsókn á þáttum sem hafa áhrif á námsárangur asískra nem- enda sem menntamálaráðuneytið, Kennarasamband Íslands og Barnavinafélagið Sumargjöf styrkja. Þá á hún m.a. samvinnu við Fræðslumiðstöð Reykjavíkur um aðstoð við nemendur og fjölskyldur þeirra af víetnömskum uppruna. Þetta er að mestu leyti sjálfboðið starf. Anh-Dao hefur bæði aðstoðað innflytjendur og borgarstofnanir sem að málum hafa þurft að koma. Fyrst var úthlutað úr sjóðnum á árinu 1987 og er þetta því í 16. sinn sem styrk úr minningarsjóðnum er úthlutað. Sjóðurinn var stofnaður af hjónunum Bentu og Valgarð Briem 29. desember 1985, þegar liðin voru 75 ár frá fæðingu Gunn- ars. Sjóðurinn er í vörslu borg- arstjórans í Reykjavík, sem ákveður úthlutun úr honum að höfðu samráði við frú Völu Thor- oddsen. Tilgangur sjóðsins er að veita styrki til einstaklinga eða hópa, sem starfa á sviði mannúðarmála, heilbrigðismála eða menningar- mála, sem Gunnar Thoroddsen lét sérstaklega til sín taka sem borg- arstjóri, segir í fréttatilkynningu um úthlutunina. Frá afhendingu styrks úr minningarsjóði Gunnars Thoroddsen í Höfða. Frá vinstri: Valgarð Briem, Benta Briem, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, Ahn Dao Tran ásamt dóttur sinni og lengst til hægri er Vala Ásgeirsdóttir Thoroddsen, eiginkona Gunnars heitins. Hlaut styrk úr minningar- sjóði Gunnars Thoroddsen ALHEIMSMÓTI skáta er nýlokið í Taílandi og sóttu það 24.000 skát- ar hvaðanæva að úr heiminum. Alls fóru 50 íslenskir skátar á mótið, bæði sem þátttakendur og starfsfólk. Alheimsmót eru haldin á fjögurra ára fresti. Næsta al- heimsmót verður haldið árið 2007 í Englandi, á 100 ára afmæli skáta- starfs í heiminum. „Mótið stóð frá 28. desember til 7. janúar þannig að við fögnuðum áramótunum á aldeilis ógleyman- legan hátt. Hver þjóð byrjaði að fagna nýju ári þegar klukkan sló miðnætti í heimalandi hennar svo að fagnaðarlætin stóðu í sólar- hring. Hápunkturinn var þó þegar áramótin gengu í garð að stað- artíma,“ segir í frétt frá íslenska hópnum. Þar kemur líka fram að sólin hafi skinið allan tímann og hitinn verið 30–40 gráður. Hópurinn kemur heim til Íslands um helgina. Íslenskir skátar kynntust dýralífinu í Taílandi. Alheimsmóti skáta lokið í Taílandi Stuðningshópur um krabbamein í blöðruhálskirtli verður með rabb- fund í húsi Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8 í Reykjavík, í dag, mið- vikudaginn 8. janúar kl. 17. Þórarinn Sveinsson, yfirlæknir geisla- meðferðar krabbameina á Landspít- ala – háskólasjúkrahúsi, kemur á fundinn og ræðir um geislameðferð. Í DAG Ekki á leið til landsins Í frétt um fíkniefnainnflutning til landsins féll niður eitt orð í setningu sem var höfð eftir Guðmundi Guð- jónssyni, yfirlögregluþjóni hjá ríkis- lögreglustjóra. Rétt setning er: Þá verði að hafa í huga að undangengin tvö ár hafi verið lagt hald á mikið af e-töflum sem voru ekki ætlaðar á markað á Íslandi. Beðist er velvirð- ingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT Brunamálastofnun flutti skrif- stofur sínar um áramótin á aðra hæð byggingarinnar við Skúla- götu 21. Stofnunin er sem fyrr opin virka daga kl. 8–16. Hið nýja húsnæði Bruna- málastofnunar við Skúlagötu er nokkru stærra en húsnæðið við Laugaveg 59 þar sem stofnunin var áður til húsa í 17 ár. Að- staða er jafnframt mun betri á nýja staðnum. Starfsmenn hafa þar aðgang að rúmgóðum fund- arsal og góðri aðstöðu til kennslu. Flutningurinn gerir stofnuninni ennfremur kleift að setja bókasafn sitt upp þannig að það nýtist gestum og starfs- mönnum mun betur en fyrr. Loks má nefna að húsbúnaður og húsgögn voru öll endurnýjuð en gömlu húsgögnin höfðu þjónað stofnuninni í 17 ár. Bruna- málastofn- un flytur Frönskunámskeið Hringbraut 121, JL húsið, 107 Reykjavík Sími 552 3870 - 562 3820 fax 562 3820 http://af.ismennt.is  af@ismennt.is hefjast 13. janúar Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna Taltímar Einkatímar Námskeið fyrir börn. Viðskiptafranska Innritun í síma 552 3870 og 562 3820 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Önnur stærsta eyja Karíbahafsins býður upp á stórkostlegar aðstæður fyrir ferða- manninn, fagrar strendur, einstaka tónlistar- menningu og glæsileg hótel, þar sem þú getur valið um hvaða afþreyingu, íþróttir eða skemmtun sem hægt er að hugsa sér. Heimsferðir bjóða nú í fyrsta sinn ferð til hinnar fögru Juan Dolio strandar, sem er í aðeins 35 kílómetra frá höfuðborginni Santo Domingo, sem er ein fegursta borg Karíbahafsins og hér er einstakt tækifæri til að upplifa stórkostlegar strendur og mann- lífið í höfuðborginni. Sérflug Heimsferða Verð kr. 94.850 M.v. MasterCardávísun að upphæð kr. 5.000. Almennt verð án ávísunar kr. 99.850. Hotel Barcelo Colonia **** Fallegt lítið 4 stjörnu hótel við ströndina með frábærum aðbúnaði. Verð kr. 113.050 M.v. MasterCardávísun að upphæð kr. 5.000. Almennt verð án ávísunar kr. 118.050. Hótel Barcelo Capella ***** - Allt innifalið. Stórglæsilegt hótel á Juan Dolio ströndinni, næst Colonia hótelinu, glæsilegur aðbúnaður og hér er allt innifalið á meðan á dvölinni stendur. Dóminíska lýðveldið 16. febrúar frá kr. 94.850 7 nætur Flogið er með Travelservis flugfélaginu, nýjum Boeing 737-800 flugvélum. Millilent á leiðinni til að taka eldsneyti. Heildarflugtími um 10 klukkustundir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.