Morgunblaðið - 08.01.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.01.2003, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. EIGENDUR Landsvirkj-unar – ríkið, Reykjavík-urborg og Akureyrar-bær, hafa til meðferðar skýrslu eigendanefndarinnar svo- nefndu sem skilað var í gær. Í skýrslunni er farið yfir mat Lands- virkjunar á arðsemi og fjárhagslegri áhættu vegna Kárahnjúkavirkjunar og sölu raforku til álvers Alcoa á Reyðarfirði, sem stofnað hefur fé- lagið Fjarðaál sf. um framkvæmd- ina. Nefndin bendir á að það sé eig- enda fyrirtækisins að ákveða hvort metin arðsemi Kárahnjúkavirkjun- ar sé fullnægjandi, að teknu tilliti til áhættu sem felst í verkefninu og annarra þátta sem þeir telja mikil- væga. 5,5% raunávöxtun Fram kemur í skýrslu nefndar- innar að Landsvirkjun miði við 11% ávöxtunarkröfu á eigið fé í arðsem- ismati á virkjuninni. Er það lægra en vegna álvers Reyðaráls þar sem ávöxtunarkrafa eigin fjár var 12– 14%. Mat Landsvirkjunar gerir ráð fyrir 5,5% raunávöxtun virkjunar- innar, miðað er við að núvirt sjóð- streymi verði jákvætt um 6,6 millj- arða króna og að arðsemi eigin fjár verði 1,8 prósentustigi yfir eiginfjár- kröfu, þ.e. 12,8%, að gefnum for- sendum um stofnkostnað, álverð, orkusölusamning, gengi, rekstrar- kostnað, fjármögnun og líftíma virkjunarinnar. Telur nefndin að yfirgnæfandi lík- ur séu á jákvæðri ávöxtun eiginfjár. Er þar m.a. stuðst við áhættu- útreikninga sem Landsvirkjun lét fyrirtækið Ráðgjöf og efnahagsspár ehf. gera. Þannig eru 74–79% líkur á að arðsemi Kárahnjúkavirkjunar verði hærri en veginn fjármagns- kostnaður verkefnisins. Líkur á að arðsemi verði lægri en lánsvextir eru metnar 1% og í öllum reiknuðum tilvikum skilaði eigið fé jákvæðri ávöxtun eiginfjár, að því er segir í skýrslunni. Ríkisstjórnin, borgarráð og stjórn Landsvirkjunar funduðu í gær um skýrslu nefndarinnar en málið var aðeins afgreitt í ríkisstjórninni. Stjórn Landsvirkjunar mun að öll- um líkindum gera það á föstudag og borgarstjórn væntanlega á fundi sínum 16. janúar næstkomandi. Skýrslan var aðeins kynnt borgar- ráði í gær en umræðum um hana var frestað til næsta fundar 14. janúar. Eigendanefndina skipuðu þeir Friðrik Már Baldursson hagfræð- ingur og fyrrum þjóðhagsstofu- stjóri, fulltrúi iðnaðarráðuneytisins, Sigurður Á. Snævarr borgarhag- fræðingur var fyrir Reykjavíkur- borg og Arnar Árnason endurskoð- andi var fulltrúi Akureyrarbæjar. Laut starf þeirra að rekstrarlegum forsendum verkefnisins og ekki var tekið tillit til þjóðhagslegra áhrifa. Orkuverð vel yfir meðallagi Í skýrslu nefndarinnar er minnt á að í fyrirliggjandi samningi um raf- orkusölu og raforkuverð sé m.a. kveðið á um að Fjarðaál ábyrgist kaup á 85% af samningsbundinni raforku í 40 ár. Það sé mikilvæg trygging fyrir seljanda orkunnar. Raforkuverð er ekki upplýst í skýrslu nefndarinnar, né gerir Landsvirkjun það, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er það vel yfir því meðalverði sem álver greiða fyrir raforku í heiminum í dag. Eigendanefndin telur arðsemis- mat Landsvirkjunar vel rökstutt og að aðferðir sem fyrirtækið beitir séu faglegar og í fullu samræmi við það sem almennt er gert við mat á arð- semi fjárfestingarverkefna. Þá telur nefndin að sú aðferð Landsvirkjun- ar sé eðlileg að nota mat viður- kenndra erlendra sérfræðinga til að spá um þróun álverðs, mikilvægustu forsendu arðsemismatsins en jafn- framt þeirrar umdeildustu. Mesta óvissan ríki um álverðið. Sérfræð- ingar sem um ræðir eru James King og ráðgjafarfyrirtækið CRU. Eigendanefndin segir m.a. í nið- urstöðum sínum að erfitt hafi reynst að spá um álverð og á undanförnum árum virðist hafa gætt tilhneigingar til að ofspá fremur en vanspá. Það sé því mikilvægt að taka álspám, eink- um til skamms tíma, með fyrirvör- um. Álverð verði 17% hærra árið 2007 Á meðfylgjandi línuriti eru sýnd- ar spár sérfræðinganna og svo spá Landsvirkjunar. Fyrirtækið tekur mið af báðum þessum aðilum og gera forsendur þess ráð fyrir því að álverð á verðlagi og gengi ársins 2002 verði 1.564 dollarar á tonnið ár- ið 2007, þegar stefnt er að því að hefja raforkusölu til Alcoa, og lækki síðan um 0,45% árlega að raunvirði miðað við framleiðendaverðvísitölu í Bandaríkjunum á líftíma virkjunar- innar. Samsvarar þetta því að álverð lækki um 1,2% að raungildi miðað við neysluverð í Bandaríkjunum. Ál- verð á heimsmarkaði í dag er um 1.350 dollarar pr. tonn, eða 17% lægra en spáin gerir ráð fyrir eftir fjögur ár. Spá CRU gerir ráð fyrir 1.612 dollara álverði árið 2007 og James King er á svipuðum slóðum á þeim tíma. Eigendanefndin fór yfir mikil- vægustu forsendur Landsvirkjunar fyrir arðsemismatinu. Álverðið hef- ur verið nefnt og hér á síðunni eru talin upp nokkur atriði úr raforku- samningnum, sem nefndin fór ræki- lega yfir. Aðrar mikilvægar forsend- ur eru stofnkostnaður virkjunar- innar, sem talinn er verða um 95 milljarðar króna, fjármögnun og fjármagnskostnaður, gengi helstu gjaldmiðla, rekstrarkostnaður og líftími virkjunarinnar. Að því er varðar fjármögnunina bendir eig- endanefndin á að fyrirtækið Moodys hafi nýlega hækkað lánshæfisein- kunn Landsvirkjunar í Aaa, sömu einkunn og ríkissjóður fær. Nefndin telur að Landsvirkjun geti auðveld- lega aflað lánsfjár til verkefnisins og lánshæfiseinkunnin tryggi hagstæð vaxtakjör. Gerir Landsvirkjun ráð fyrir að greiða að jafnaði 5,5% nafn- vexti. Raunvextir miðað við 1,8% Skýrsla eigendanefndar Landsvirkjunar Eigenda að meta hvort arðsemin sé fullnægjandi Eigendanefndin svonefnda telur yfirgnæf- andi líkur á jákvæðri ávöxtun eigin fjár af rekstri Kárahnjúkavirkjunar og telur arð- semisútreikninga Landsvirkjunar vera faglega unna og vel rökstudda. Undirbúningsframkvæmd    & '  &&'(()      *) )+  Samningurinn er mi Landsvirkjunar og Fja sem byggir og rekur á en það fyrirtæki verðu fullu í eigu móðurfélag coa Inc. í Bandaríkjun  Móðurfélagið Alcoa mun undirrita samning með tilliti til þess að á kaupskyldu á raforkun ábyrgðar á verklokum byggingu álversins.  Samningstíminn er frá því að álverið er k fullan rekstur en endu verður um orkuverðið tímabilinu og mun nýt verð þá gilda á síðari samningstímans.  Orkumagn samning 4.704 GWst, (gígawatt en 10% þessa magns v afgangsorka sem sker við erfiðar aðstæður í orkukerfinu.  Áætlað er að afhend magn á fyrstu ker álve apríl 2007 og að fullri leiðslu verði náð 1. ok sama ár. Nokkur atri LV við Fjarð ARÐSEMI, ÁHÆTTA OG ÁBYRGÐ Undanfarnar vikur, mánuði ogmisseri hafa farið fram umræð-ur um arðsemi Kárahnjúka- virkjunar, sem augljóslega hafa ekki byggzt á traustum upplýsingum þeirra, sem þátt hafa tekið í þeim, ef tekið er mið af því, sem fram kemur í grein- argerð nefndar, sem eigendur Lands- virkjunar skipuðu til að fara yfir mat fyrirtækisins á arðsemi og fjárhags- legri áhættu vegna Kárahnjúkavirkj- unar og sölu á raforku frá virkjuninni. Má raunar furðu gegna, að bæði sér- fróðir menn og kjörnir fulltrúar skuli reiðubúnir til að setja fram staðhæf- ingar um efni máls án þess að geta byggt þær á haldgóðum upplýsingum. Í greinargerð þessari eru mikilvæg- ar upplýsingar um þessa þætti virkj- unarinnar, sem eiga að auðvelda mál- efnalegar umræður um þær. Í greinargerð nefndarinnar segir m.a.: „Eigendur Landsvirkjunar eru í einfaldri ábyrgð vegna lána fyrirtæk- isins. Það þýðir að ef Landsvirkjun get- ur ekki greitt af lánum sínum þarf lán- veitandi að ganga að eignum fyrir- tækisins áður en hann getur krafizt greiðslna frá hverjum einum eiganda. Engu að síður er sýnt að bæði fjár- málastofnanir og lánshæfisfyrirtæki telja yfirgnæfandi líkur á að eigendur grípi inn í áður en til slíkra aðgerða kemur. Telja verður mjög litlar líkur á því að til þess komi, annars vegar vegna þess, að yfirgnæfandi líkur eru metnar á jákvæðri arðsemi Kára- hnjúkavirkjunar og hins vegar vegna þess, að fyrirtækið mun tryggja að það hafi yfir nægilegu lausafé að ráða til að mæta sveiflum í afkomu og áföllum á erlendum fjármálamörkuðum.“ Jafnframt segir í áliti nefndarinnar: „Nefndin telur arðsemismat Lands- virkjunar vel rökstutt. Það er hins veg- ar eigenda fyrirtækisins að ákveða hvort metin arðsemi Kárahnjúkavirkj- unar sé fullnægjandi að teknu tilliti til þeirrar áhættu, sem felst í verkefninu og annarra þeirra þátta, sem þeir telja mikilvæga.“ Ef tekið er mið af þeim upplýsingum, sem fram koma í greinargerð nefnd- arinnar er ljóst að ekki er hægt að hafna Kárahnjúkavirkjun á þeim for- sendum að virkjunin sé ekki arðbær. Eins og Morgunblaðið hefur áður bent á fer ekki á milli mála, að svo víðtæk pólitísk samstaða hefur tekizt um þessa virkjun með stuðningi stjórnar- flokkanna beggja, hluta Samfylkingar, verkalýðshreyfingar og meirihluta Austfirðinga að úr þessu verður virkj- unin tæpast stöðvuð nema þá Alcoa dragi sig til baka á síðustu stundu, sem engin merki eru um enn sem komið er. Eigendur Landsvirkjunar þurfa hins vegar að taka afstöðu til þeirra ábyrgða, sem þeir hljóta að taka á sig vegna framkvæmdanna. Hér er um miklar framkvæmdir að ræða. Gert er ráð fyrir að virkjunin muni kosta um 95 milljarða króna. Komið hefur fram hjá einstaka borgarfulltrúum Reykjavík- urlistans, að þeir muni ekki standa að afgreiðslu þessa máls í borgarstjórn Reykjavíkur. Þetta er fráleit afstaða. Þeir, sem hafa tekið á sig þá ábyrgð að fara með meirihlutastjórn, hvort sem er á Alþingi eða í sveitarstjórnum verða að axla þá ábyrgð, sem því fylgir. Þeir geta ekki ætlazt til þess að minni- hluti geri það fyrir þá nema því fylgi þá ákveðnar pólitískar afleiðingar. Hér er um svo stórt mál að ræða, að það er ekki hægt að hafa sama hátt á og í smærri málum, sem í sumum tilvikum verða til þess að meirihlutar riðlist. Í þessu tilviki verður Reykjavíkurlistinn að axla þá ábyrgð, sem að honum snýr og standa eða falla með þeirri ákvörð- un, sem þessi meirihluti stendur frammi fyrir í borgarstjórn Reykjavík- ur vegna Kárahnjúkavirkjunar. KOSNINGAR NÁLGAST Þrátt fyrir að enn séu fjórir mánuðirtil þingkosninga og endanlegir framboðslistar liggi ekki fyrir fer ekki á milli mála að kosningabaráttan er að hefjast. Þá virðist ljóst að baráttan mun að miklu leyti fara fram á suð- vesturhorni landsins. Á því eru tvær meginskýringar. Í fyrsta lagi gerir breytingin á kjör- dæmaskipaninni að verkum að vægi höfuðborgarsvæðisins hefur aukist verulega. Frá og með næstu kosning- um mun meirihluti þingmanna koma frá Reykjavíkurkjördæmunum tveim- ur og Suðvesturkjördæmi, sem sveit- arfélögin umhverfis Reykjavík mynda. Þessi þrjú kjördæmi munu eiga 33 þingmenn samtals en landsbyggðar- kjördæmin þrjú 30 þingmenn. Þar með er stigið mikilvægt skref í átt að því að jafna atkvæðavægi milli kjördæma. Að sama skapi gerir þetta að verkum að þungamiðja stjórnmálanna færist í auknum mæli yfir í þessi kjördæmi. Þá mun það setja mark sitt á kosn- ingabaráttuna að formenn þriggja flokka, Sjálfstæðisflokks, Samfylking- ar og Framsóknarflokks, bjóða sig fram í Reykjavík í næstu kosningum. Einungis formaður vinstri grænna, Steingrímur J. Sigfússon, býður sig fram utan höfuðborgarsvæðisins, í Norðausturkjördæmi. Sögulega séð hefur Framsóknar- flokkurinn litið á sig sem dreifbýlis- flokk fremur en þéttbýlisflokk. Sú ákvörðun Halldórs Ásgrímssonar, for- manns Framsóknarflokksins, að bjóða sig fram í Reykjavík, verður vafalítið til að flokkurinn mun leggja mikla áherslu á að auka fylgi sitt í höfuð- borginni til að tryggja formanni sínum kosningu. Ef Framsóknarflokkurinn hyggur á landvinninga í Reykjavík mun hann vafalítið reyna að breyta áherslum sínum að einhverju leyti. Verður forvitnilegt að sjá hver þróun- in verður í kosningabaráttunni og hvaða mál forysta flokksins setur á oddinn. Almennt má telja, að aðild Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur fráfar- andi borgarstjóra að kosningabarátt- unni verði til að efla Samfylkinguna. Hins vegar mun aðdragandi að brott- för hennar úr embætti borgarstjóra verða til þess að spjót bæði Framsókn- arflokks og vinstri-grænna beinast mjög að henni í kosningabaráttunni og einhvers konar uppgjör fara fram á milli hennar og fyrri samstarfsmanna í borgarstjórn. Á þessari stund er ómögulegt að meta hver áhrif þess- arar atburðarásar verða á kosninga- baráttuna og úrslit kosninganna sjálfra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.