Morgunblaðið - 08.01.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.01.2003, Blaðsíða 42
GEIR Ólafsson og Furst- arnir ásamt sérstökum gesti verða með þrenna tón- leika á jafnmörgum dögum. Þeir leika ásamt Halldóri Pálssoni saxófónleikara, sem búsettur er í Svíþjóð, á Fjörukránni í kvöld, Gauk á Stöng á fimmtudagskvöld og á Kringlukránni á milli kl. 18 og 20 á föstudag. „Það er mikill heiður fyr- ir mig að fá að spila með þessum mönnum en ég, ég held að þeim sé sama þótt ég segi það, er aðeins yngri en þeir,“ segir Geir og hlær. Tilgangurinn með dag- skránni á Kringlukránni á föstudag er „að gefa fólki tækifæri til að slappa af eft- ir vinnu og hlusta á góðan djass“ útskýrir Geir. „Ég vil hvetja alla Ís- lendinga sem hafa gaman af góðri tónlist að mæta á alla staðina,“ segir hann. Geir er ennfremur að vinna plötu með eigin frumsamdri tónlist. „Ég er búinn að vera að vinna með eigin músík á þessu síð- asta ári,“ segir hann. „Stefnan hjá mér er að geta gefið þetta út á þessu ári,“ segir Geir. „Þórir Baldursson er að útsetja fyr- ir mig,“ bætir hann við. „Þetta eru ballöður í suður- amerískum stíl,“ segir Geir að- spurður um hvernig tónlist fólk megi búa sig undir. Djass eftir vinnu Geir Ólafsson, Furstarnir og Guðmundur Steingrímsson, Halldór Pálsson og Geir Ólafsson. Geir og Furstarnir ásamt Halldóri leika á tónleikum í kvöld. Morgunblaðið/Jim Smart Halldór Pálsson með þrenna tónleika 42 MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 4.Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. kl. 5.30 og 9. DV RadíóX Sýnd kl. 5, 6.30, 8 og 10. B.i.12. “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com i „Turnarnir gnæfa yfir bestu myndir ársins“ SV. MBL ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com 1/2HK DV „Besta mynd ársins“ FBL YFIR 57.000 GESTIR Sýnd kl. 6, 8 og10 DV RadíóX “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com i Sýnd kl. 5.45. B.i. 12 ára YFIR 57.000 GESTIR FILMUNDUR fagnar nýju ári með írskri verð- launamynd, sem kallast Disco Pigs. Leikstjóri myndarinnar er Kirsten Sheridan, dóttir hins kunna írska leikstjóra Jim Sher- idan (In the Name of the Father, My Left Foot t.d.) og er þetta fyrsta mynd hennar í fullri lengd. Eplið ætlar ekki að falla langt frá eikinni en Kirsten hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir stutt- myndir sínar á öllum helstu al- þjóðlegu stuttmyndahátíðunum (sérstaklega hefur Patterns, frá 1998, vakið athygli). Disco Pigs byggist á samnefndu leikriti eftir Enda Walsh og fjallar um æskuvini, stúlku og strák. Þau búa við hliðina á hvort öðru en eiga það jafnframt sameiginlegt að vera fædd sama daginn. Eftir því sem árin líða verður parið nánara og endar það svo með fullkominni sturlun við sautján ára aldurinn. Aðalhlutverkin eru í höndum Elaine Cassidy (The Others) og Cillian Murphy (The Trench). Film-undur sýnir Disco Pigs Disco Pigs verður sýnd 8. og 9. jan- úar (kl. 20.00); 11. og 12. janúar (kl. 22.00) og svo 13. janúar (kl. 20.00). Sýningar eru í Háskólabíói. Úr Disco Pigs: Hið óaðskiljanlega par, Runt og Pig. Nánd eða neind? ATHYGLISVERT kærumál er nú komið upp í kvikmyndaheimi Banda- ríkjanna. Fyrirtækið ClearPlay, sem framleiðir forrit sem fjarlægir kynlífs- senur og bölvanir úr myndum, hefur snúist til varnar og kært kvikmynda- framleiðendur í Hollywood til baka. Þannig er mál með vexti að DGA, samtök leikstjóra í Bandaríkjunum, kærðu ClearPlay fyrir að grúska í myndum sínum. Clearplay hefur því komið með gagnkæru og segir DGA komið út fyrir sína lögsögu. Sama gerði fyrirtækið CleanFlicks í ágúst í fyrra, þegar það krafðist þess að sýsl þeirra við myndir yrði dæmt löglegt. ClearPlay heldur því fram að kaup- endum sé heimilt að velja að horfa á myndirnar „hreinar“ inn á eigin heim- ilum, kjósi þeir það. Kvikmynda- framleiðendur halda því aftur á móti fram að það sé verið að fikta með ólög- legum hætti við höfundarverk þeirra með forritinu. Stríðið er víst bara nýhafið og það er því ljóst að þetta mál er #%/! snúnara! Nýtt ritskoðunarforrit veldur deilum Andrew Dice Clay er ekki þekktur fyrir að passa sérstaklega upp á trantinn. Hvernig ætli sé að horfa á myndir hans ritskoðaðar? Ekki bölva…

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.