Morgunblaðið - 08.01.2003, Blaðsíða 16
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
16 MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
AÐ SÖGN Brynjólfs Helga-
sonar, framkvæmdastjóra í
Landsbanka Íslands, hefur
bankinn fullan hug á að
koma sterklega að yfirvof-
andi sameiningu SH og
SÍF. „Við höfum áhuga á
að vinna að því með félög-
unum tveimur að láta
þessa sameiningu ganga
upp. Það verður gert í samráði við aðra
hluthafa, við ráðum þessu auðvitað ekki þó
við séum stærsti hluthafinn.“
Brynjólfur segir áhuga bankans á bréf-
unum í SH vissulega mótast af því að um
sé að ræða góða fjárfestingu. „Þessi fjár-
festing er í samræmi við þá stefnu sem
Landsbankinn hefur mótað og er sam-
hljóma stefnu nýrra eigenda bankans.
Þetta er það sem við köllum umbreyting-
arfjárfestingu. Þá er átt við fjárfestingu
sem byggist á því að framundan sé veruleg
umbreyting á fyrirtækinu,“ segir Brynj-
ólfur.
Landsbankinn
tekur þátt í
sameiningu
LANDSBANKI Íslands keypti í gær tæp-
lega fjórðungshlut í Sölumiðstöð hraðfrysti-
húsanna hf af Þormóði ramma – Sæberg hf.
og Róbert Guðfinnssyni, formanni stjórnar
SH, fyrir tæpa tvo milljarða króna. Eftir við-
skiptin eiga Þormóður rammi – Sæberg og
Staðarhóll ehf., fyrirtæki Róberts Guðfinns-
sonar, ekkert í SH en eignarhlutur Lands-
bankans í SH er ríflega fjórðungur, alls
25,12%. Viðskiptin í gær voru með 24,87%
hlut í SH en áður átti Landsbankinn innan
við eins prósents hlut í félaginu. Nafnvirði
bréfanna sem skiptu um hendur í gær er ríf-
lega 372 milljónir króna og gengið í viðskipt-
unum var 5,20 krónur á hlut.
Nafnvirði hlutar Þormóðs ramma – Sæ-
bergs nam um 366 milljónum króna en hlut-
ur Staðarhóls var um fjórar milljónir að
nafnvirði. Félögin tvö keyptu hlut sinn í SH
fyrir um fjórum árum síðan og var gengið í
þeim viðskiptum um 4,5 krónur á hlut. Ætla
má því að ávöxtun hlutarins á tímabilinu
nemi ríflega 250 milljónum króna.
Sameiningin hvati kaupanna
Í tilkynningu frá Landsbankanum segir að
kaupin á fjórðungi í SH séu í samræmi við
þá stefnu bankans að auka umsvif sín á sviði
fjárfestingabankastarfsemi. Ennfremur segir
að hvatinn að kaupunum hafi verið þeir
miklu möguleikar sem bankinn telur liggja í
mögulegum samruna við SÍF og uppbygg-
ingu alþjóðlegs sameinaðs fyrirtækis í mat-
vælaiðnaði með sérhæfingu í sjávarútvegi.
Haft er eftir Halldóri J. Kristjánssyni,
bankastjóra Landsbankans, í tilkynningu frá
bankanum að hann horfi björtum augum til
framtíðar SH og hlakki til að vinna með
starfsfólki félagsins, stjórnendum þess og
öðrum meðeigendum bankans í félaginu að
þeim spennandi verkefnum sem framundan
eru. „Landsbankinn nýtur mikils trausts og
býr yfir viðamikilli reynslu og þekkingu á
sviði banka- og fjárfestingarstarfsemi sem
án efa mun nýtast mjög vel í því starfi sem
framundan er m.a. í viðræðum félagsins við
SÍF,“ sagði Halldór J. Kristjánsson.
Samhliða kaupum bankans á hlut í SH
hefur bankinn gert valréttarsamninga sem
veita rétt en ekki skyldu til að selja 8% af
hlutabréfum félagsins þann 30. september
nk. auk þess sem bankinn hefur veitt mót-
aðila rétt en ekki skyldu til að kaupa af
bankanum 5% af hlutabréfum félagsins þann
1. október nk.
Eftir viðskiptin er Landsbankinn stærsti
hluthafinn í SH en næst á eftir koma Brim
ehf., sem er í eigu Eimskipafélagsins, með
um 20% hlut, Grandi hf. á um 12% og Afl
ehf. í kringum 8% hlut.
Sex prósenta yfirverð
Sameining SH og SÍF hefur verið til um-
ræðu í nokkurn tíma en í desember sl. lýstu
stjórnir beggja félaga yfir vilja sínum til
formlegra viðræðna um sameiningu félag-
anna. Í frétt Morgunblaðsins frá 21. desem-
ber sl. kemur fram að um yrði að ræða
stærsta fyrirtæki landsins með um 120 millj-
arða króna í veltu.
Landsbankinn telur að verð hlutabréfa SH
sé afar hagstætt um þessar mundir, „sér-
staklega í ljósi þeirra miklu tækifæra sem
felast í fyrirtækinu og framtíðarmöguleikum
þess með samruna eða samstarfi við önnur
fyrirtæki í sömu grein,“ segir í tilkynningu.
Gengi bréfa í SH hefur verið á bilinu 4,25
og 5,4 krónur á hlut síðasta árið. Ef frá eru
skilin viðskipti gærdagsins voru síðast við-
skipti með bréfin þann 30. desember sl. og
var gengi bréfanna við lok þess dags 4,9.
Miðað við það gengi greiddi Landsbankinn
því um 6% yfirverð fyrir hlutinn í SH. Loka-
gengi bréfanna í gær var 5,0 krónur á hlut.
Þormóður rammi – Sæberg selur fjórðungshlut sinn í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
Landsbankinn
orðinn stærsti
hluthafi SH
Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson
Þormóður rammi – Sæberg hf. seldi í gær allan hlut sinn í Sölumiðstöðinni til Landsbanka Ís-
lands. Róbert Guðfinnsson er stjórnarformaður Þormóðs ramma og SH en að sögn breytir sala
hlutarins engu um hans stöðu innan SH.
FJÖLDI viðskiptavina Fjárvernd-
ar-Verðbréfa hf. er rúmlega 150,
bæði einstaklingar og fyrirtæki. Að
sögn Arnórs Arnórssonar, fram-
kvæmdastjóra Fjárverndar-Verð-
bréfa, er félagið með nokkur
hundruð milljónir króna í fjár-
vörslu fyrir viðskiptavini sína.
Hann segist ekki vilja gefa upp ná-
kvæmlega hve háa fjárhæð félagið
er með í fjárvörslu. Það styttist
hins vegar í uppgjör félagsins og
þá muni þessar upplýsingar koma
fram.
Arnór segir að samruni við aðra
eða aðrar fjármálastofnanir sé
meðal þess sem verið sé að skoða
til að leysa rekstrarvanda félags-
ins.
Eigendur reikninga
ráða hvað gert er
Tilkynnt var í gær að Verðbréfa-
skráning Íslands hefði sagt upp að-
ildarsamningi Fjárverndar-Verð-
bréfa, eins og Kauphöll Íslands
hafði gert áður, og greint var frá í
Morgunblaðinu í gær. Þar kom
fram að ástæða uppsagnar aðild-
arsamnings Fjárverndar-Verð-
bréfa að Kauphöllinni hafi verið
viðvarandi vanefndir á greiðslu að-
ildargjalda. Þá hefur Fjármálaeft-
irlitið haft málefni félagsins til at-
hugunar að undanförnu vegna
bágrar eignar- og rekstrarstöðu.
Í tilkynningu Verðbréfaskrán-
ingar Íslands kemur fram að lokað
hafi verið fyrir aðgang Fjárvernd-
ar-Verðbréfa að kerfi Verðbréfa-
skráningar. Þá segir að Verðbréfa-
skráning hafi tekið yfir umsjón
þeirra reikninga sem stofnaðir
hafa verið fyrir milligöngu Fjár-
verndar-Verðbréfa.
Einar Sigurjónsson, fram-
kvæmdastjóri Verðbréfaskráning-
ar Íslands, segir að verðbréfafyr-
irtæki og bankar hafi heimild
samkvæmt lögum til að gerast að-
ilar að kerfi Verðbréfaskráningar
að uppfylltum ákveðnum reglum
og skilyrðum. Á grundvelli þessa
sé gerður aðildarsamningur við
hverja fjármálastofnun, sem þá fái
ákveðið svæði í kerfi Verðbréfa-
skráningar til að stofna reikninga
fyrir viðskiptavini sína. Það sem
gerist við að lokað sé fyrir aðgang
fjármálastofnunar að kerfi Verð-
bréfaskráningar sé að hún komist
þar með ekki að umræddum reikn-
ingum og geti því ekkert hreyft
við þeim. Verðbréfaskráning ann-
ist þá reikningana og komi þeim
eignum sem inn á þeim eru inn á
reikninga í öðrum fjármálastofn-
unum, óski eigendurnir þess, eða
geymi reikningana þar til eigend-
urnir ákveða annað.
Í fréttatilkynningu frá Fjár-
vernd-Verðbréfum kemur fram að
vonast sé til að niðurstaða í end-
urskipulagningu á rekstri félagsins,
sem unnið hefur verið að að und-
anförnu, fáist á næstu dögum. Unn-
ið sé að endurfjármögnun meðal
annars með aðkomu nýrra fjár-
festa. Þá segir að það sé mat fé-
lagsins að eiginfjárhlutfall þess sé
ofan við þau 8% lágmarksmörk sem
lög setji fjármálafyrirtækjum. Fé-
lagið muni skila Fjármálaeftirlitinu
og viðskiptaráðuneytinu endur-
skoðuðu uppgjöri miðað við síðustu
áramót fyrir lok þessa mánaðar.
Smærri einingar eiga
undir högg að sækja
„Þrátt fyrir að hafa ekki aðild að
Kauphöll og Verðbréfaskráningu
getur félagið þjónustað viðskipta-
vini sína og veitt þeim upplýsingar
um verðbréf sem eru í vörslu fé-
lagsins,“ segir í tilkynningu Fjár-
verndar-Verðbréfa.
Arnór Arnórsson segist telja að
útlit sé fyrir einhverja uppstokkun
á íslenska fjármálamarkaðnum á
þessu ári, m.a. í kjölfar breytts
eignarhalds á ríkisbönkunum. Sam-
runi við aðra sé því meðal þess sem
verið sé að skoða varðandi lausn á
rekstrarvanda Fjárverndar-Verð-
bréfa, enda eigi smærri rekstrar-
einingar undir högg að sækja í
samkeppni við stærri aðila á borð
við bankana.
Verðbréfaskráning segir upp samningi við Fjárvernd
Nokkur hundruð
milljónir í fjárvörslu
RÓBERT Guðfinnsson, for-
maður stjórna bæði SH og
Þormóðs ramma – Sæbergs,
segir stöðu sína innan SH
ekki breytast í kjölfar söl-
unnar. „Ég mun sitja áfram
sem stjórnarformaður SH og
vinna að sameiningu sem
fulltrúi eigenda, þótt þeir
séu aðrir nú en þegar ég fór
af stað. Ég mun leiða sameiningarferilinn fyrir
hönd SH en svo kemur bara í ljós hvað hluthaf-
arnir í nýju félagi vilja, ef verður af samein-
ingu,“ segir Róbert.
Ástæðu sölunnar segir hann vera slæma
skuldastöðu Þormóðs ramma – Sæbergs. „Það
hefur lengi verið vitað að við þyrftum að losa
um eignir. Við tókum þá ákvörðun að losa um
þessi bréf, við höfðum ekki efni á að halda
þeim í langan tíma. Þegar Landsbankinn vildi
semja um kaup á bréfunum þá endaði með því
við gengum til samninga við þá og ákváðum að
selja,“ segir Róbert. Hann segir söluna ekki
breyta forsendum sameiningar SH og SÍF.
Situr áfram
sem stjórnar-
formaður SH
BRESKA fyrirtækið Big Food
Group, sem Baugur á 19% í og rekur
m.a. verslanakeðjuna Iceland, á nú í
vök að verjast vegna ásakana um
óráðsíu og óhagkvæmni í rekstri.
Þetta segir í Independent News. Á
milli starfsmanna fjármálafyrirtækja
í London gengur skjal, sem ber yf-
irskriftina Spurningar til Bills Rams-
eys (e. „Questions to Ask Bill Rams-
ey), en Ramsey er forstjóri Big Food.
Í skjalinu, sem talið
er greinilegt að riti
maður sem þekki
vel til hjá fyrirtæk-
inu, er spurt ýmissa spurninga um
rekstur fyrirtækisins.
Plaggið er sex blaðsíður að lengd og
inniheldur 40 spurningar. Upplýsing-
arnar sem þar koma fram eru það ná-
kvæmar að uppi eru getgátur um að
maðurinn á bak við skjalið sé Malcolm
Walker, fyrrum stjórnarformaður
Big Food, sem seldi hlutabréf fyrir 13
milljónir punda nokkrum vikum áður
en félagið sendi frá sér afkomuviðvör-
un fyrir nokkrum misserum.
Sum þeirra atriða sem gagnrýnd
eru í skjalinu komu fram í nýlegri
skýrslu sem fjármálaráðgjafinn Paul
Smiddy hjá fyrirtækinu Robert W.
Baird Securities gerði. Smiddy er afar
gagnrýninn í skýrslunni og segir m.a.:
„Eftir nærri tvö ár hefur lítill árangur
komið í ljós af mikilli vinnu hinnar
nýju framkvæmdastjórnar. Iceland
gegnir lykilhlutverki. Dvínandi sölu
er mætt með fjárfestingum sem koma
niður á hagnaði… Ef litið er til reikn-
inga fyrirtækisins er verð hlutabréfa
25% of hátt.“
Gert er ráð fyrir því að Big Food
birti á næstu dögum tölur yfir jóla-
sölu. Sérfræðingar gera ráð fyrir að
sala á sambærilegum vörum dragist
saman milli ára á þriðja ársfjórðungi
síðasta árs, en heildarsala og fram-
legð aukist.
Í skýrslunni er einnig vakin athygli
á launum stjórnarformannsins,
George Greener, sem nema 200 þús-
und pundum, eða sem nemur 26 millj-
ónum króna á ári.
Spurt er hve
marga daga vik-
unnar Greener
vinni fyrir félagið. Talsmaðurinn segir
að hann vinni 3–4 daga á viku. „Þetta
er allt í ársskýrslunni og enginn hefur
gert athugasemd til þessa,“ hefur In-
dependent News eftir honum.
Í gær bárust fregnir af öðru bresku
fyrirtæki sem Baugur hefur komið
nærri að undanförnu, Allders. Skoski
athafnamaðurinn Tom Hunter hefur
keypt eina milljón hluta í verslana-
keðjunni til viðbótar, og á nú 6,6% í
fyrirtækinu. Minerva hefur sem
kunnugt er gert yfirtökutilboð í Alld-
ers, upp á rúma 17 milljarða króna,
sem stjórnin samþykkti fyrir áramót.
Ef Hunter eignast 7,5% í félaginu get-
ur hann komið í veg fyrir að yfirtöku-
tilboðið verði samþykkt, en uppi eru
getgátur um að hann hyggist sameina
Allders og House of Fraser. Hann
gerði yfirtökutilboð í HoF í desember,
með stuðningi Baugs-ID, en saman-
lagt eiga Hunter og Baugur um 15% í
HoF. Talsmaður Hunters sagði í gær
að mögulegt væri að hann myndi einn-
ig gera tilboð í öll hlutabréf Allders.
Sviptivindar leika
um Big Food