Morgunblaðið - 08.01.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.01.2003, Blaðsíða 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2003 7 Skólavörðuholti • 101 Reykjavík • Sími 522 6500 www.mm.ir.is • mm@ir.is Ö R F Á S Æ T I L A U S ! Margmiðlunarskólinn býður tveggja ára skemmtilegt og spennandi nám eftir framhaldsskóla og útskrifar nemendur með diplomu sem margmiðlunarfræðingar. Útskrifaðir nemendur geta t.d. útbúið kynningarefni fyrir prent og skjá, hannað og smíðað vefi, sett saman margmiðlunardiska, forritað tölvuleiki, útbúið hreyfi- myndir, sjónvarpsauglýsingar, stuttmyndir o.s.frv. Umsækjendur þurfa að hafa lokið tveggja ára námi í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum, hafa sveinspróf í bókagerðargreinum, hafa lokið námi af listnáms- brautum, tölvubrautum, stúdentsprófsbrautum eða öðru sambærilegu námi. NÁNARI UPPLÝSINGAR síma 522 6500, mm@ir.is og www.mm.ir.is IÐNSKÓLINN Í REYKJAVÍK Skólavörðuholti • 101 Reykjavík • Sími 522 6500 www.ir.is • ir@ir.is tölvuteikning myndvinnsla verkstjó rn un þrí víddarhönnun við mótshönnun h ug m yn d a vin n a h ljó ð vi n n sl a hreyfi myndagerð sam setn in g m arg m ið lun ard iskar tölvu leikir Nám í margmiðlun G Ú ST A -a g u si g @ si m n et .i s- 0 1 2 0 0 3 UM 15 tonn af slægðum eldisþorski voru unnin hjá Útgerðarfélagi Ak- ureyringa hf. í byrjun vikunnar. Þetta er fiskur sem verið hefur í sjókvíum við Þórsnes í Eyjafirði frá því í sumar og er þetta jafn- framt mesta magn af eldisþorski sem tekið hefur verið í einu til til- raunavinnslu hjá ÚA. Alls hefur ÚA slátrað um 26 tonnum af eld- isþorski, að sögn Óttars Más Ingv- arssonar verkefnisstjóra hjá ÚA. Stöðugt er unnið að þróun á eldi, slátrun og vinnslu á eldisþorski innan fyrirtækisins og eru þar mörg mismunandi eldisverkefni í gangi. Byrjað var að slátra þorski í desember og fyrir jól voru tekin 5 tonn af eldisþorski til vinnslu. Megnið af fiskinum var unnið í bita og fóru verðmætustu bitarnir ferskir á markað í Belgíu. Þorsk- urinn sem tekinn var til vinnslu í vikunni var veiddur í dragnót í ágúst og alinn út nóvember en sveltur í desember og fram að slátrun. Fiskurinn hefur því vaxið um 43% á þriggja mánaða eld- istímabili, eða frá 2,15 kg í 3,1 kg. Slægður var fiskurinn um 2,5 kg. Óttar Már sagði að þetta væri ágætis fiskur sem hefur vaxið vel. „Við höfum rekið okkur á ýmsa veggi í þessari tilraunavinnslu. Hráefnið er mun viðkvæmara en veiddur fiskur. Fiskurinn þolir alla meðhöndlun mun verr þar sem hann hefur tekið út mikinn vöxt á stuttum tíma og hefur því viðkvæmara hold fyrir vikið.“ Óttar Már sagði að um þróun- arvinnu væri að ræða og yrði haldið áfram af fullum krafti. Eitt af brýnustu verkefnunum væri að þróa eldisafurð sem uppfyllti kröf- ur um jöfn og stöðug gæði. Þorskurinn þolir alla meðhöndlun verr Óslægður eldisþorskur við hliðina á tveimur slægðum og jafnlöngum tog- araþorskum. Alls hefur ÚA slátrað um 26 tonnum af eldisþorski. Flak af eldisþorski úr sjókvíaeldi Út- gerðarfélags Akureyringa. Útgerðarfélag Akureyringa vinnur eldisþorsk voru 90 tonn veidd. Töluvert af þorski slapp úr kví hjá fyrirtækinu, en nú er það með 30 til 40 tonn í kvíum. Stefnt er að því að slátra um 80 tonnum á þessu ári. Síldarvinnslan í Neskaupstað slátraði um 27 tonnum rétt fyrir jól- in og er með nokkuð af fiski í kvíum. Stefnt er að því að halda þessu eldi áfram. Hraðfrystihús Eskifjarðar slátr- aði 41 tonni á síðasta ári og fyrstu dögum þessa árs. Gert er ráð fyrir að magnið verði svipað eða heldur meira á þessu ári. Útgerðarfélag Akureyringa hefur slátrað 26 tonnum í des- ember og byrjun janúar. Áform eru uppi um veru- lega aukningu á þessu eldi og er félagið nú með í eldi mikinn fjölda þorskseiða, sem fengin hafa verið frá Hafrann- sóknastofnun. ÚA er því líklega komið lengst þeirra félaga sem ætla sér í seiðaeldi ásamt HG. Lítið um hagnað Ekki er talið að eldið skili hagnaði eins og er, en reynt er að vinna þennan fisk í þær afurðir sem mestu skipta. Þórs- berg vinnur megnið af sínum þorski í þurrsöltuð flök, sem seld eru til Spánar. Mest af þorsk- inum frá HG fór hausað og ferskt með flugi til Evrópu. Þorskurinn hjá Síldar- vinnslunni fór í flug til Bretlands og í ýmiss konar vinnslu og svipaða sögu er að segja af þorskinum frá Eskifirði. Fiskurinn frá ÚA fór meðal annars í ferskum bitum á Belgíu og í ýmsa aðra vinnslu. Það er margt sem ræður því hvernig afkoman við eldið verður, en kostnaður er mikill. Fyrst þarf að fá kvóta, annaðhvort eigin kvóta eða sérstaka úthlutun frá sjávar- útvegsráðuneytinu. Kvótinn frá ráðuneytinu er eyrnamerktur eldi og ekki hægt að nota hann til ann- ars. Fyrir utan hann nýta menn eigin kvóta, því kvótaleiga er of mikil til að hún geti borgað sig. Eins og er munu fyrirtækin ekki reikna kvótaverð inn í kostnaðinn, enda er það val hjá þeim hvort þau veiða hann á eigin skipum eða ávaxta hann með þessum hætti. Fyrir utan kostnað við kvíar, sem er mikill, þarf að veiða fiskinn. Það er yfirleitt gert í dragnót og þeir sem geta veitt hann sjálfir standa betur að vígi en hinir, sem þurfa að borga öðrum fyrir veiðarnar. Fóðrið mikilvægt Yfirleitt er loðna notuð í fóður fyrir þorskinn. Þá er staða þeirra bezt sem eiga og gera út loðnuskip, því þeir geta tekið ferska loðnu af eigin skipum stóran hluta eldistíma- bilsins á mun lægra verði en þeir, sem þurfa að kaupa hana frysta. Loks skiptir miklu máli hve mikið af loðnu er notað í eldið, hvort notuð eru tvö kíló af loðnu til að þyngja þorskinn um hvert eitt kíló eða kannski fjögur. Þegar kemur að vinnu og sölu af- urðanna er einfaldlega um að ræða sömu þætti og þorsk úr veiðum. Þessi fiskur er ekki enn markaðs- settur sem eldisþorskur og fer á sama verði og á sömu markaði og sá gamli góði guli. Unnið við slátrun á eldisþorski á Eskifirði á vegum Hraðfrystihúss Eskifjarðar síðastliðið haust. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson                     "#         $#!"  % $ # % # $       !"#$% &'' ( %$ (  *&''  !  

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.