Morgunblaðið - 08.01.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.01.2003, Blaðsíða 15
Sennilega verður spurningunni um það hvort gerður var skriflegur samningur á milli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Straums, um að Straumur myndi selja Jóni Ásgeiri 10,72% eignarhlut sinn í TM, aldrei svarað. Þar stendur orð gegn orði og hafi samningurinn yfirleitt verið gerð- ur er hann örugglega ekki til lengur. Eins og fram kemur í greininni heldur Jón Ás- geir Jóhannesson því fram að gerður hafi verið skriflegur samningur, í einu eintaki, og hann hafi verið í vörslu Ara Edwald, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins og þá stjórn- arformanns Straums, en Ari Edwald heldur hinu gagnstæða fram, að enginn samningur hafi nokkurn tíma verið gerður. kúrsinn á aðalfund Íslandsbanka í marsmán- uði 2002, þar sem hann og félagar höfðu fullan hug á að ná undirtökunum í bankanum. Um áramótin í fyrra töldu ýmsir áhrifa- menn í viðskiptalífinu sig vita að ekki væri allt með felldu í TM og að Jón Ásgeir Jóhann- esson vantaði aðeins herslumuninn til þess að ná undirtökunum í Tryggingamiðstöðinni og þar með hefði hann yfir sjóðasafni félagsins, hlutabréfaeign og fjárfestingarstefnu TM að segja. Áhyggjur þeirra snérust einkum um það hvað yrði, ef Jón Ásgeir og félagar fengju að kaupa bréf Straums í Tryggingamiðstöðinni, eins og ákveðnar þreifingar höfðu farið fram um og aðrir kalla samningsgerð þar að lút- andi. Sterk sannfæring var fyrir hendi hjá þessum hópi áhrifamanna um að ef af slíkum viðskiptum yrði, hefði það í för með sér slík straumhvörf í íslensku viðskiptalífi, að stór- skaðlegt yrði um ófyrirsjáanlega framtíð. Meðal áhyggjuefna þessara manna var eft- irfarandi: ef Jón Ásgeir og félagar næðu ráð- andi hlut í TM, hefði það þær afleiðingar að nýr meirihluti tæki þegar í stað ákvarðarnir um að selja smáan eða örlítinn hlut TM í fjöl- mörgum fyrirtækjum sem TM á í, án þess að hafa þar nokkur áhrif og fjárfesta í félögum eins og Íslandsbanka, til þess að sækjast þar eftir ráðandi hlut. Við þetta hófst mikill pólitískur og við- skiptalegur darraðardans, sem var svo hat- rammur, að leitun er á öðru eins. Þegar líða tók á janúarmánuð í fyrra, var Jón Ásgeir tekinn að ókyrrast allverulega, því enn höfðu hann og Hreinn ekki náð að knýja í gegn ráðningu Hreiðars Más. Hreiðar Már hafði að vísu gefið hugmyndir um forstjóra- stöðu í TM upp á bátinn fyrir áramótin 2001– 2002, en það hafði Jón Ásgeir hins vegar ekki gert fyrir hans hönd. Jón Ásgeir sendi m.a. ákveðnum stjórnarmönnum TM tölvubréf í kringum 20. janúar, þar sem hann lýsti þeirri skoðun sinni að fyrirtækið væri „nánast óstarfhæft“, jafnframt því sem hann ítrekaði þann vilja sinn að málið væri klárað. Jón Ás- geir var með þessu að ýja að því að þeir Hreinn Loftsson, stjórnarformaður TM, og Gunnar Felixson, forstjóri TM, næðu ekki saman um nokkurt mál og hann teldi sem hluthafi að slík staða ylli því að fyrirtækið væri óstarfhæft. Í janúarlok gerðist það svo að Hreinn Loftsson sagði af sér sem formaður í fram- kvæmdanefnd um einkavæðingu. Það gerðist hinn 28. janúar, en þá hafði Hreinn setið sem formaður stjórnar TM á fimmta mánuð – allan tímann í óþökk forsætisráðherra. Hreinn var jafnframt stjórnarformaður í Baugi, sem for- sætisráðherra hafði gagnrýnt á Alþingi nokkrum dögum áður. Hreinn sendi þá frá sér svohljóðandi yfirlýsingu: „Ég undirritaður hef í dag sagt af mér formennsku í framkvæmda- nefnd um einkavæðingu. Á fundi sem ég átti með Davíð Oddssyni forsætisráðherra sl. laugardag greindi ég honum frá þessari ákvörðun minni og forsendum hennar. Auk formennsku í nefndinni hef ég jafn- framt starfað undanfarin ár sem stjórnarfor- maður Baugs hf. Í utandagskrárumræðum á Alþingi í sl. viku deildi forsætisráðherra hart á fyrirtækið og stjórnendur þess og hafa þau ummæli orðið til þess að ég tel mér í raun ókleift að sinna áfram formennsku í nefndinni. Því hef ég tekið framangreinda ákvörðun.“ Afmæli Alla ríka Átökin náðu hámarki í næturhófi á hótelinu á Reyðarfirði aðfaranótt 31. janúar sl. Þar voru samankomnir ýmsir hákarlar stjórnmál- anna og atvinnulífsins, þingmenn, sægreifar, bankastjórar og forstjórar, eftir að hafa fyrr um kvöldið samglaðst Alla ríka á Eskifirði á 80 ára afmæli hans hinn 30. janúar. (Aðal- steinn Jónsson útgerðarmaður á Eskifirði, einatt nefndur Alli ríki.) Segja má að í þessu næturhófi hafi framtíð Tryggingamiðstöðvarinnar verið ráðin. Í næturteitinu á Hótel Reyðarfirði setjast þeir Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Ísfélags Vestmannaeyja og stjórnarmaður í TM, Kristinn Björnsson, for- stjóri Skeljungs, Brynjólfur Bjarnason, þá forstjóri Granda, nú forstjóri Símans, og Ró- bert Guðfinnsson, stjórnarformaður Sölumið- stöðvar hraðfrystishúsanna (SH), að Bjarna Ármannssyni, öðrum tveggja forstjóra Ís- landsbanka, og reyna að leiða honum fyrir sjónir hvaða afleiðingar þeir telji að það muni hafa í för með sér, ef Jón Ásgeir Jóhannesson nær undirtökunum í TM með því að eignast bréf Straums í TM. Þannig nái hann tang- arhaldi á Íslandsbanka og geti hvenær sem honum sýnist einnig náð undirtökum í Straumi. Þeir sýndu unga bankastjóranum úr Íslandsbanka fram á að slík framtíðarsýn, með stjórnarformann Baugs við stjórnvölinn í tryggingafélagi, fjárfestingar- og umbreyt- ingafélagi og stærsta banka landsins, væri ekki nein óskasýn. Hélt þetta stórskotalið uppi mikilli tang- arsókn að Bjarna langt fram eftir nóttu og tjáði Bjarna m.a. þá skoðun sína, að framtíð hans sem forstjóri Íslandsbanka væri ekki ýkja beysin, ef hann kæmi ekki í veg fyrir sölu á bréfum Straums til Jóns Ásgeirs. Í morg- unsárið hafði þessum mönnum tekist að sann- færa Bjarna Ármannsson um að það mætti ekki verða, að Jón Ásgeir fengi bréfin – fjöl- skyldan í Vestmannaeyjum yrði að eignast bréfin og á eitt skyldu Íslandsbanki, þá stærsti hluthafinn í Straumi, Straumur og að því er menn vonuðu þá Landsbankinn leggj- ast, til þess að svo mætti verða. Þessa sömu nótt gerðu viðmælendur Bjarna honum grein fyrir því, að þegar væri búið að ræða við Ara Edwald á sömu nótum og skýra mál með sam- bærilegum hætti fyrir honum og á því stigi má segja að Bjarni hafi gert sér grein fyrir því hversu djúpt þessi afstaða viðmælenda hans risti, bæði pólitískt og viðskiptalega. Þetta þýddi í raun og veru að Bjarni Ármannsson varð endanlega að snúa baki við Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, sem hafði í för með sér ómæld óþægindi fyrir hann og kallaði fram geysilega reiði Jóns Ásgeirs og er það ýkjulaust að segja að aldrei hafi gróið um heilt þeirra á milli síð- an þetta var. Traust vina- og viðskiptabönd Áður en þetta gerðist hafði ákveðin umræða farið fram innan Íslandsbanka, meðal helstu stjórnenda og bankaráðsmanna, um að bank- inn myndi leggja sitt af mörkum, til þess að fjölskyldan í Vestmannaeyjum gæti á ný eign- ast ráðandi hlut í TM. Hafði Bjarna Ármanns- syni verið gerð grein fyrir vilja þessara ráða- manna Íslandsbanka, því á þessum tíma var enn talið að Bjarni vildi að þeir Jón Ásgeir og félagar fengju að kaupa hlut Straums í TM. Vert er í þessu sambandi að geta þess að Ís- landsbanki er viðskiptabanki Ísfélags Vest- mannaeyja og fjölskyldunnar í Vestmannaeyj- um, og hefur svo verið háttað frá því að bankarnir fjórir, Útvegsbankinn, Iðnaðar- bankinn, Alþýðubankinn og Verslunarbank- inn, voru sameinaðir í Íslandsbanka í ársbyrj- un 1990. Fyrir þann tíma var Útvegsbankinn við- skiptabanki Ísfélagsins um áratuga skeið. Það er því mikil og löng viðskiptasaga að baki þeirri einörðu afstöðu Íslandsbanka að koma fjölskyldunni í Eyjum til aðstoðar. Sömuleiðis er mikil og löng saga samvinnu og vináttu á bak við það, að Landsbankinn kemur með afgerandi hætti við sögu í þessum viðskiptum, þótt ákvörðun um aðkomu Lands- bankans að fjármögnuninni á kaupum bréfa Straums í TM hafi ekki verið tekin fyrr en um þremur vikum eftir afmæli Alla ríka. Kjartan Gunnarsson, varaformaður bankaráðs Lands- bankans og framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins, var mikill vinur Sigurðar heitins Einarssonar í Vestmannaeyjum og konu hans, Guðbjargar Matthíasdóttur, og hann beitti sér fyrir því að bankinn keypti bréfin af Straumi fyrir tæplega 1,7 milljarða króna á genginu 67 og seldi þau svo fjölskyldunni í Vestmannaeyjum. Raunar naut hann fulls stuðnings Halldórs J. Kristjánssonar, aðal- bankastjóra Landsbankans, sem vildi einnig leggja sitt af mörkum, til þess að fjölskyldan tapaði ekki völdum sínum og áhrifum í TM. Nokkrir fulltrúar úr viðskiptalífinu, sem vildu tryggja óbreytt yfirráð í Tryggingamið- stöðinni, þannig að fjölskyldan úr Vestmanna- eyjum héldi þar áfram um stjórnartaumana, áttu með sér fund snemma í febrúarmánuði á þessu ári. Þar voru saman komnir Einar Sig- urðsson, stjórnarmaður í TM (sonur Sigurðar heitins Einarssonar og Guðbjargar Matthías- dóttur), Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, stjórnarmaður í TM, Kristinn Björnsson, for- stjóri Skeljungs, og Einar Sveinsson, forstjóri Sjóvár-Almennra og bankaráðsmaður í Ís- landsbanka. Annar slíkur fundur var haldinn með mikilli leynd í höfuðstöðvum Skeljungs við Suður- landsbraut skömmu síðar, en þá hafði verið fjölgað í björgunarsveit TM. Þeir sem mættu á þann fund voru auk fundarboðanda, Kristins Björnssonar, forstjóra Skeljungs, Kjartan Gunnarsson, varaformaður bankaráðs Lands- bankans og framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins, Kristján Ragnarsson, formaður bankaráðs Íslandsbanka, Einar Sveinsson, varaformaður bankaráðs Íslandsbanka, Brynjólfur Bjarnason og Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson. Á þessum fundi var endanlega tryggð fjár- mögnun til kaupa á bréfum Straums í TM og var talið lykilatriði í þeim efnum að það tókst að fá Landsbankann til samstarfs. Þessi leynifundur var að sögn afar spennu- þrunginn, en í fundarlok, þegar niðurstaða var fengin og fyrir lá að menn myndu í samein- ingu beita sér fyrir fjármögnun kaupanna á bréfum Straums í TM til þess að aðstoða fjöl- skylduna í Vestmannaeyjum, dró einn fund- armanna vasaklút upp úr brjóstvasa sínum og sagði: „Jæja. Þá er víst bara eitt eftir.“ Og við svo búið tók hann vatnsglasið sem hann hafði drukkið úr og pússaði vandlega með klútnum! Fundarmenn hurfu skellihlæjandi á braut. Þegar þetta var, treystu menn því ekki full- komlega að samkomulagið, sem þeir töldu sig hafa gert við Bjarna Ármannsson í afmæli Alla ríka, héldi og vildu því vera tilbúnir með varaáætlun, ef Bjarni stæði með Jóni Ásgeiri og freistaðist til að reyna að selja honum bréf Straums í TM. Lögðu menn að Kristjáni Ragnarssyni, að hann tryggði stuðning meiri- hluta bankaráðs Íslandsbanka til þess að koma í veg fyrir að hlutur Straums í TM yrði seldur Jóni Ásgeiri, ef á þyrfti að halda. Nið- urstaðan varð sú að Kristján Ragnarsson sagðist mundu tryggja stuðning meirihluta bankaráðsins við ákveðna meðferð á bréfum Straums í TM ef á þyrfti að halda og kvaðst þannig mundu taka fram fyrir hendurnar á Bjarna Ármannssyni, Þórði Má Jóhannessyni, framkvæmdastjóra Straums, og Ara Edwald, stjórnarformanni Straums, ef nauðsyn krefði. Á þessum fundi, þegar menn tóku meðvit- aða ákvörðun um að koma í veg fyrir að TM félli í hendur Jóns Ásgeirs og félaga, skap- aðist samstaða sem haldið hefur allar götur síðan. Menn eru sammála um að þessi fundur hafi markað upphafið að því sem áður var: miklu og nánu samstarfi á ýmsum sviðum, sem ítrekað hefur sýnt sig síðan, nú síðast með stofnun Haukþings hinn 11. nóvember sl., þar sem ákveðinn kjarni úr Kolkrabbanum gamla, Skeljungur, Sjóvá-Almennar og Eim- skip, tók sig saman og setti á fót fjárfesting- arsjóðinn Haukþing, sem ugglaust mun láta að sér kveða á næstunni, einkum í kaupum á bréfum sem þessi félög telja að þurfi að verja gegn innrás eða óvinveittum yfirtökutilraun- um. Hinn 1. mars sl. kaupir Landsbankinn 10,72% hlut Straums í Tryggingamiðstöðinni að nafnvirði 25,1 milljón króna á genginu 67 og námu verðmæti viðskiptanna um 1.682 milljónum króna og selur síðan fjölskyldunni í Vestmannaeyjum og fleirum. Þetta verður til þess að Jón Ásgeir, Hreinn Loftsson og Pétur Björnsson voru læstir inni í TM með mikla fjárfestingu upp á 2,5 milljarða króna, en án þeirra áhrifa sem sóst var eftir með kaup- unum. Í dag eiga þeir og félög þeim tengd tæplega 25%, sem er að markaðsvirði um 2,5 milljarðar króna. Ovalla Trading á nú 11,31%, Fjárfar 4,80% og félög Péturs Björnssonar, Vor og Fountaine Blanc 8,25%. Hjá Gaumi, eignarhaldsfélagi Bónusfjölskyldunnar, er áætlað að félagið hafi tapað um 300 milljónum króna á fjárfestingu sinni í TM í gegnum 85% eignaraðild sína að Ovalla Trading. Var gerður skriflegur samningur? Hinn 2. mars í fyrra ritar Jón Ásgeir tölvu- bréf til Ara Edwald, þegar bréf Straums hafa verið seld Landsbankanum, þar sem hann segir m.a.: „Ég vil í framhaldi af sölu Straums benda þér á, að í skriflegum samningi, sem þú hefur undir höndum, kemur fram að við eigum 48 stunda forkaupsrétt. Ég staðfesti hér með að við notfærum okkur það ákvæði samnings- ins. Lögmenn mínir eru tilbúnir að ganga frá samningi um kaup á hlut þessum nú þegar. Ástæða þess að ég sendi Kristjáni Ragnars- syni afrit af pósti þessum er sú, að Bjarni Ár- mannsson er í stjórn Straums fyrir hönd Ís- landsbanka og er meðvitaður um þennan samning.“ Það var aldrei viðurkennt eða staðfest að gerður hefði verið skriflegur samningur á milli Straums og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sem hefði í einu eintaki verið í vörslu Ara Ed- wald á skrifstofu hans hjá Samtökum atvinnu- lífsins. Þar, eins og raunar víðar í þessari við- skiptasögu, stendur orð gegn orði. Að vísu er skylt að geta þess, að einn við- mælandi segist hafa hlýtt á samtal þeirra Ara Edwald og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, þar sem ekki hafi farið á milli mála að Ari við- urkenndi tilvist samningsins, en hann hafi um leið lýst því yfir að honum hafi verið lífsins ómögulegt að viðurkenna tilvist hans eða efna hann, vegna þess gífurlega þrýstings sem hann hefði orðið fyrir. Jón Ásgeir fór aldrei með málið í hart eða lét reyna á það lagalega, eins og hann gaf til kynna að hann myndi gera hér í Morgun- blaðinu daginn eftir söluna á bréfunum. Ástæða þess að hann gerði það ekki er sögð vera sú, að lögfræðingar hafi ráðið honum frá því, þar sem þeir teldu að ekki yrði fram- kvæmd húsleit hjá Ara Edwald til þess að leita að samningnum og því hefði það ekkert upp á sig að kæra málið, ef ekki væri öruggt að hægt væri að sanna tilvist samningsins. Hinn 19. mars sl. var haldinn aðalfundur í Tryggingamiðstöðinni, þar sem á nýjan leik urðu uppskipti í stjórn TM. Hreinn Loftsson hætti sem stjórnarformaður, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, forstjóri Líftæknifyrir- tækisins Urðar Verðandi Skuldar og stjórn- arformaður Ísfélags Vestmannaeyja, tók við sem stjórnarformaður, klárlega í umboði Vestmannaeyjafjölskyldunnar, sem á fundin- um var orðin eigandi 43,29% hlutafjár í Tryggingamiðstöðinni. Aðrir í stjórn voru kjörnir Einar Sigurðsson (sonur Guðbjargar Matthíasdóttur og Sigurðar heitins Einars- sonar), Geir Zoëga (fulltrúi Vestmannaeyja- fjölskyldunnar), Jón Ásgeir Jóhannesson og Hreinn Loftsson, sem allir sátu í stjórninni áður, ásamt Gunnlaugi Sævari, en þau Guðrún Pétursdóttir (dóttir Péturs Björnssonar) og Sigurbjörn Magnússon hrl. (fulltrúi Vest- mannaeyjafjölskyldunnar) komu inn sem nýir stjórnarmenn. Þorsteinn Már Baldvinsson og Þorgeir Baldursson hurfu úr stjórninni. Gengi bréfanna í TM féll umtalsvert eftir þessi viðskipti og hafa lítil sem engin viðskipti verið með bréf TM síðan í marsmánuði. Bréfin í TM eru í dag á gengi í kringum 40, en voru á genginu 67 þegar Landsbankinn keypti 1. mars sl. þannig að bréfin hafa fallið um 40% miðað við gengið 67, sem var auðvitað umtals- vert yfirverð. Ekki var haldinn stjórnarfundur í TM frá því aðalfundurinn var haldinn fyrr en hinn 17. ágúst sl. og næsti fundur þar á eftir var hald- inn fimmtudaginn 21. nóvember sl., þar sem árshlutauppgjör var kynnt. Hinn 4. desember sl. sagði Hreinn Loftsson sig úr stjórn TM frá og með sama degi. Jón Ásgeir Jóhannesson sagði sig úr sömu stjórn 10. desember sl. og Guðrún Pétursdóttir til- kynnti það svo hinn 11. desember sl. að hún segði sig úr stjórn TM. Á stjórnarfundi í TM, sem kallaður var saman föstudaginn 13. des- ember sl., var ákveðið að stjórnin yrði óbreytt til næsta aðalfundar og skipa þeir Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður, Einar Sig- urðsson, varaformaður, og meðstjórnendur, þeir Sigurbjörn Magnússon og Geir Zoëga, stjórn félagsins til næsta aðalfundar. Segja má að á þeirri stundu þegar Lands- bankinn keypti bréf Straums í TM í því skyni að áframselja þau fjölskyldunni í Vestmanna- eyjum, hafi það gerst að sókn Orca-hópsins inn í Íslandsbanka hafi verið stöðvuð um hríð. En stríðinu var ekki lokið, aðeins einni orrust- unni enn. Flestir töldu að vísu að ekki yrði um frekari yfirtökutilraunir hópsins að ræða, en þeir höfðu á röngu að standa, eins og gerð verður grein fyrir í fjórðu og síðustu grein þessa greinaflokks, um Fjárfestingarfélagið Straum, sem birtist á morgun. agnes@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2003 15 Á morgun Slagurinn um Straum Eitt eintak Ari Edwald

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.