Morgunblaðið - 08.01.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.01.2003, Blaðsíða 30
MINNINGAR 30 MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Herbjörn Björg-vinsson fæddist 19. nóvember 1917 á Hlíðarenda í Breið- dal og ólst þar upp. Hann var einn af 10 börnum hjónanna Sigurbjargar Er- lendsdóttur frá Hvammi í Fáskrúðs- firði og Björgvins Jónassonar frá Stuðl- um í Reyðarfirði, ábúenda á Hlíðar- enda. Björgvin var í heimssiglingum á norskum skipum átta ár áður en hann kvæntist Sigur- björgu og hóf búskap á Hlíðar- enda. Byggði þar fyrsta stein- steypuhús á Austurlandi að evrópskri fyrirmynd. Börn þeirra hjóna voru: Gísli Friðjón, kvæntur Sigurbjörgu Snjólfsdóttur frá Veturhúsum í Hamarsfirði, lengst af bóndi í Þrastahlíð í Breiðdal. Jóhanna Petra, gift Páli Lárus- syni. Bjuggu á Gilsá skamma hríð. Slitu samvistir og flutti Petra þá aftur á Hlíðarenda og síðar í Fellsás í Breiðdal. Rósa, giftist Sigurði Sigurðssyni frá Dverga- steini. Þau bjuggu á Sunnuholti við Seyðisfjörð. Ragnar, kvæntur Elínu Bjarnadóttur frá Dísastaðaseli í Breiðdal. Lengst af bóndi í Víkurgerði í Fáskrúðsfirði. Helgi og Sigþór dóu ungir. Herbjörn, fyrrum bóndi Hlíðarenda. Gunnar, verkstjóri ÍAV á Keflavíkur- flugvelli. Guðlaugur, vélgæslumaður Borgarfirði eystra, kvæntur Laufeyju Þorleifsdóttur. Er- lendur, bóndi Fellsási Breiðdal, kvæntur Fribjörgu Midjord frá Færeyjum. Af þeim systkinum lifa nú aðeins þeir Guðlaugur og Er- lendur. Herbjörn ólst upp á Hlíðarenda og var bóndi þar framan af ævi. Hann stundaði nám við Eiðaskóla. Varð ein þriggja er fyrstir fengu ökuréttindi og eignuðust bíl í Breiðdal. Hann var starfsmaður Vegagerðarinnar eftir að hann brá búi. Útför Herbjörns fór fram frá Eydalakirkju 30. desember. Hann hvílir í Eydalakirkjugarði. Varla er hægt að hugsa sér betri tíma til brottfarar frá þrautum jarð- lífsins en jólanótt meðan hinn kristni heimur sameinast í velvild og kær- leika. Stundaglas jarðlífs Herbjörns móðurbróður míns rann þá út, og hvíldin eilífa tók við. Efalaust kær- komin fyrir sjúkan og aldurhniginn mann, sem finnur þrek sitt og kraft dvína, og skynjar hæfni sína til sjálfsbjargar þverra því meir er ald- ur færist yfir. Að verða æ meir upp á aðra kominn var nokkuð sem Bjössa frænda, eins og við frænd- systkinin kölluðum hann, hugnaðist síst af öllu. Hann vildi ekki vera neinum byrði. Ekki skulda neinum neitt, hvorki fé né greiða. Hann horfði raunsær til endalokanna. Síð- ast þegar okkar fundum bar saman orðaði hann það að hann ætti ekki eftir að flytja aftur til dvalar í Breið- dal. „Ekki fyrr en ég verð dauður,“ og sagði að slíkt gæti nú gerst fyrr en seinna, og væri það gömlum og slitnum manni góð lausn, þegar dagsverki lífsins væri lokið. Herbjörn fæddist á Hlíðarenda, og ólst þar upp, en við fráfall föður síns stóð hann fyrir búi ásamt systk- inum sínum og móður. Seinna fékk hann hálfan Hlíðarendann til ábúð- ar, en Gísli bróðir hans hinn hlutann, og skírði síðar Þrastahlíð. Árið 1948 flutti móðir mín fráskilin og snauð, með fjóra unga stráka, að Hlíðar- enda á heimili ömmu og þeirra bræðra sinna. Eftir það voru 15 manns í heimili þar. Þá var öld handverkfæra enn í sveitum. Ekki rafmagn á bænum eða sími. Ein- yrkjabúskapurinn var strit og eft- irtekjan rýr. Það kom í minn hlut að aðstoða frænda eftir getu, einkum við hey- skap og vorverk eftir að dráttarvél kom á bæinn. Þá kynntist ég honum betur. Hann gat verið viðskotaillur og hrjúfur, ef honum fannst sér eða sínum misboðið, en bak við þann skráp leyndist feimin, hlý og leitandi gæðasál. Börn og dýr hændust að honum, slíkt segir meira en mörg hástemmd lofsyrði. Hann fyrirleit sýndarmenn. Vertu trúr yfir litlu, stendur í helgri bók. Sú var lífsskoðun Bjössa frænda. Einstök natni við umhirðu alls, hvort sem voru skepnur eða dauðir hlutir. Trúmennska í starfi bar því vitni. Vildi innleiða framfarir. Hann átti hlut að stuttri tilvist eins af fyrstu bílum sveitarinnar. Hann dáði líkamlegt og andlegt atgervi. Las góðar bækur. Taldi Jesse Owens, fimmfaldan ólympíuverðlaunahafa Berlínarleikanna, mestan íþrótta- manna. Dáði Vilhjálm Einarsson þrístökkvara. Einlægur aðdáandi Knattspyrnufélags ÍA. Í stjórnmál- um var Jósep Stalín hans maður. Var ekki gjarn á að gefa eftir skoð- anir sínar, ef þau mál voru rædd. Fullsaddur af búskaparbasli seldi hann óðal feðranna, flutti á mölina. Byggði sér reisulegt hús á Breið- dalsvík. Vann síðan lengst af við vegagerð og almenna verkamanna- vinnu. Bjó einn, en leigði fólki her- bergi. Safnaði fágætum steinum og átti margt góðra gripa af landi og líka úr hafdjúpum. Allt frá Barents- hafi suður til stranda Ameríku og víðar að. Útþráin blundaði stöðugt í honum eins og fleirum í okkar ætt. Hans draumar rættust bara ekki. Þó sigldi hann einu sinni í sölutúr með fisk til Þýskalands í boði Pálma syst- ursonar síns. Ólýsanleg upplifun, að stíga fótum á erlenda grund í fyrsta sinn. Hann fylgdist grannt með hvert okkur systursynina bar á sjó og landi. Þegar ég var við störf á haf- svæðum við Kanada skrifaði ég hon- um stuttar frásagnir og sendi mynd- ir, einkum frá Nýfundnalandi og Nova Scotia. Hann lifði sig inn í þessar ófullkomnu frásagnir. Þurfti margs að spyrja um lönd og lýð, og samskipti við sæfarendur framandi þjóða. Hann var afburða skytta. Átti sömu haglabyssuna í hálfa öld. Fyrir því vopni hefur gegnum tíðina fallið ótölulegur fjöldi fugla, einkum rjúpna. Hann og bræður hans skutu aldrei fugl á sunnudegi eða rúm- helgum dögum. Sögðu fuglinn eiga sinn hvíldardag í vikunni eins og mannfólkið. Voru þó fengsælli flest- um er nýttu helst helga daga til fugladráps. Honum þótti gaman að lyfta glasi í góðra vina hópi, og gleðj- ast með glöðum. Var samt hófsmað- ur. Vildi fremur veita en þiggja. Flutti fyrir nokkrum misserum á Dvalarheimilið Helgafell á Djúpa- vogi. Átti þar gott ævikvöld. Bar starfsfólki og vistmönnum vel sög- una. Sagði gott að búa þar. Þar gat hann sinnt gömlu áhugamáli, Lomb- erspili. Fyrr á síðustu öld var Lomber mikið spilaður á SA-landi, einkum á vetrum. Fóru menn þá oft langar leiðir til að reyna sig við fræga spilamenn. Var jafnvel setið við sólarhringum saman og lítið sof- ið. Yfirleitt spilað um lágar fjárhæð- ir. Endurvöktu þeir félagar á Helga- felli Lomberspilið og vildu bjarga því frá gleymsku. Á jólaföstu veiktist frændi. Var fluttur á Neskaupstað til aðhlynn- ingar. Þegar morgnaði á jóladag var hann allur. Blessuð sé minning hans. Ég og fjölskylda mín kveðjum góðan dreng. Bernskuárin mín með stór- fjölskyldunni á Hlíðarenda eru í bjartri endurminningu. Þú reyndist mér „stráknum“ alla tíð vel. Hvíldu í friði. Stefán Lárus Pálsson. HERBJÖRN BJÖRGVINSSON ✝ Hreinn SnævarHjartarson fædd- ist í Keflavík á Suð- urnesjum 20. nóvem- ber 1935. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut föstu- daginn 3. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Hjörtur Cýrusson, f. 26.7. 1891, d. 3.5. 1971, og Sigurrós Hansdóttir, f. 30.4. 1898, d. 11.12. 1970. Hreinn var yngstur tíu systkina en þau eru: Baldur, f. 1910, d. 1981, Guðrún, f. 1916, Guðbjörg, f. 1917, d. 1994, Hans- ína Sigurbjörg, f. 1919, Hörður, f. 1922, Sigrún, f. 1923, Cýrus, f. 1927, d. 1998, Sigurhans Víglund- ur, f. 1929, d. 1980, og Hjördís Alda, f. 1934. Hinn 25. október 1964 kvæntist Hreinn Önnu Krist- ínu Hafsteinsdóttur, f. 7.5. 1939, d 12.12. 1996. Börn þeirra eru : Arna, f. 14.1. 1965, Snævar, f. 16.11. 1966, og stjúp- sonur Vilhjálmur Thomas, f. 9.12. 1959. Barnabörnin eru sjö. Sambýliskona Hreins er Sólbjört Kristjánsdóttir, f. 9.12. 1940. Hreinn starfaði lengst af sem járnsmiður en síðustu fimmtán ár- in starfaði hann hjá Gúmmíbáta- þjónustunni. Útför Hreins verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Að lokum eftir langan, þungan dag, er leið þín öll. Þú sest á stein við veginn, og horfir skyggnum augum yfir sviðið, eitt andartak. Og þú munt minnast þess, að eitt sinn, eitt sinn, endur fyrir löngu lagðir þú upp frá þessum sama stað. (Steinn Steinarr.) Að morgni 3. janúar sl. kvaddi Hreinn Hjartarson þennan heim eft- ir harða baráttu við illvígan sjúk- dóm. Mig langar með nokkrum fá- tæklegum orðum að minnast hans. Ég kynntist Hreina, eins og hans nánustu kölluðu hann gjarnan, þeg- ar leiðir hans og systur minnar, Sól- bjartar, lágu saman fyrir nokkrum árum, þá bæði búin að horfa á eftir ástvinum sínum yfir móðuna miklu. Kynnin urðu til þess að fljótlega urðu þau óaðskiljanleg. Þau hófu sambúð í Hólmgarði 26 í Reykjavík. Þar sameinuðust tvær fjölskyldur, börn þeirra beggja eins og alla tíð hefði verið um eina fjölskyldu að ræða. Það er eins og forsjónin hafi alla tíð ætlað þeim þessi yndislegu ár sem þau áttu saman. Ég kunni strax vel við Hrein, hann tók mér og minni fjölskyldu eins og við hefðum verið tengd alla tíð. Hreinn var sí- fellt að sýsla eitthvað. Ef hann var ekki að ferðast og skoða heiminn með Sólu, en þau fóru margar ferðir utan á þessum árum auk þess að skoða landið, þá var hann að smíða eða dytta að heimilinu, elda mat, hafði alltaf eitthvað fyrir stafni. Hreinn var einlægur, glettinn og gáskafullur. Já, það var gott að sækja hann heim. Mér þótti ómet- anlegt hvað Hreinn var sterkt tengdur sínu skyldfólki, alltaf í sam- bandi, eitthvað sem er vandfundið í dag. Ég minnist þess þegar þau Sóla og Hreinn komu síðastliðið sumar úr nokkurra vikna sumarfríi, að strax morguninn eftir að þau komu vildi Hreinn fara í bakarí og koma í morgunkaffi til mín. Þetta þótti mér vænt um. Fjölskyldan mín og ég vor- um svo heppin að eiga margar skemmtilegar stundir með Hreini og Sólu. Þá var fótboltinn gjarnan ræddur og þar var sko Hreinn öllum hnútum kunnugur, enda gamall Valsari á ferð sem sjálfur spilaði fót- bolta á sínum yngri árum. Upphóf- ust þá gjarnan sendingar eða at- hugasemdir milli Valsaranna í fjölskyldunni, þ.e. Hreins og dóttur minnar, Kristínar Ýrar, og skipti þá kynslóðabilið engu máli. Utanfótar- skot og tæklingar og margt fleira, þar fór ákafur íþróttaunnandi og góður leiðbeinandi enda af áralangri þekkingu að taka. Kristín Ýr þakkar þér, Hreinn minn, allar góðar ábendingar, athugasemdir og stuðn- inginn. Bestu þakkir fyrir þau ynd- islegu ár sem þú gafst henni systur minni, börnunum hennar og okkur hinum í fjölskyldunni. Ég geymi í minningunni allar skemmtilegu stundirnar sem við áttum saman, megi Guð geyma þig. Elsku Sóla systir, ég bið þér og þínum, börnum Hreins og fjöl- skyldu, ættingjum og vinum bless- unar Guðs í framtíðinni, megi hann styrkja ykkur í sorginni. Helga Kristjánsdóttir. Fyrstu minningarnar um Hrein frænda eru frá því að hann og Anna komu ásamt börnum í heimsókn til foreldra minna í Sólheimana. Þessar heimsóknir voru nokkuð tíðar og urðu tíðari eftir að börn þeirra urðu stálpuð og komu þau þá bara tvö. Í þessum heimsóknum sveif yfir vötn- unum létt andrúmsloft, enda komnir tveir, að öðrum ólöstuðum, mestu húmoristar Cýrusar-ættarinnar, þar sem þeir voru Hreinn og faðir minn. Báðir höfðu menn þessir afar góða hæfileika til að sjá hinar spaugilegu hliðar mannlífsins og áttu til að hitta á alveg óborganlegar hnyttnar at- hugasemdir og það oft um hin smæstu atriði. Til marks um létta lund Hreins þá heimsótti ég hann á Borgarspítalann í haust þar sem hann var fársjúkur og hafði mikið látið á sjá. Hann fór að útlista fyrir mér þær aðgerðir sem búið var að framkvæma á honum en þær gengu út á að ýmislegt hafði verið fjarlægt af líffærum að hluta eða öllu. Þegar þeirri upptalningu lauk sagði hann: „Eins og þú sérð þá er ég bara hálf- ur maður eftir.“ Eftir því sem árin liðu og maður varð sjálfur þroskaðri þá fór það ekki framhjá manni að samband þeirra Önnu og Hreins var með ein- dæmum kærleiksríkt. Því var það mikið áfall fyrir Hrein að missa hana Önnu sína árið 1996, en hún dó fyrir aldur fram aðeins 57 ára. Hreinn tjáði mér að Anna hefði hvatt hann til að finna sér annan lífsförunaut að sér genginni, hún vissi sem var að það myndi aldrei henta Hreini hið hefðbundna hlutverk ekkilsins, enda Hreinn mikil félagsvera. Það leið enda ekki langur tími er Hreinn hafði fundið sér aðra yndislega konu en það var hún Sóla sem undanfarið ár hefur staðið sem klettur við hlið Hreins í öllum hans veikindum. Segja má að Hreinn hafi verið töluverður áhrifavaldur í mínu lífi. En fyrir rúmum áratug sá hann til þess að Ásgeir stórvinur hans útveg- aði mér vinnu á vinnustað sínum sem var Gúmmíbátaþjónustan í Reykjavík. Þar með skóp hann mér þann starfsfarveg sem ég starfa enn við. Í ein sjö ár vorum við Hreinn því vinnufélagar og þar kynntist ég Hreini enn betur og sá hversu ótrú- lega ósérhlífinn hann var. Ennfrem- ur styrktist mín skoðun á Hreini að hann væri eins og öll hans systkini, mikill jafnréttismaður í víðustum skilningi þess orðs. Ég varð einnig þeirrar gæfu að- njótandi að kynnast Hreini mun bet- ur en ella en það var í gegnum sam- eiginlegt áhugamál okkar feðga og hans, það er bridds-spilamennsku. Þeir bræður voru töluvert ólíkir spil- arar, á meðan faðir minn spilaði svo- kallaða öryggisspilamennsku var Hreinn alltaf að leita leiða til að ná því mesta út úr spilunum og tók því oft drjúga áhættu sem oftar en ekki skilaði árangri. Með því að tileinka mér það besta í fari þeirra bræðra í spilamennskunni held ég að mér hafi lánast að verða þokkalegur bridds- spilari fyrir vikið. Hreinn var Valsari í húð og hár enda spilaði hann með Val á sínum yngri árum bæði sem knattspyrnu- maður og einnig eitthvað sem hand- boltamaður. Þó svo að Hreinn væri mikill Valsari þá hafði hann einn eig- inleika sem aðrir íþróttaáhugamenn mættu taka sér til eftirbreytni en það var að hann var alltaf heiðarleg- ur í afstöðu sinni gagnvart gengi síns liðs, aðeins ef menn gerðu sitt besta, því það er jú ekki alltaf hægt að vinna. Ég votta Örnu, Snævari, Vilhjálmi og barnabörnum og Sólu og börnum mínar dýpstu samúðarkveðjur og vona að þau megi finna innri styrk hvert hjá öðru í sorg sinni. Far heill, minn kæri vin og frændi. Hjörtur Cýrusson. Í dag verður til grafar borinn Hreinn Hjartarson, móðurbróðir okkar. Hreinn var yngstur tíu systk- ina og næstur móður okkar í aldri. Þetta var samheldinn hópur og fjöl- skylduböndin voru sterk. Við erum því svo lánsöm að hafa fengið tæki- færi til að umgangast og kynnast fjölda ættingja allt frá æsku okkar og fram á þennan dag. Þau kynni hafa auðgað okkur og mótað. Á stundum sem þessari verður okkur hugsað til baka og minningarnar leita á hugann. Við minnumst þess frá æsku okkar hvað mamma var hreykin af Hreini bróður sínum eins og reyndar öllum systkinum sínum. Hreinn var mikill áhugamaður um knattspyrnu. Hann og fjölskyldan öll voru Valsarar af lífi og sál. Við minnumst þess einnig hvað Hreinn var stoltur af knattspyrnugetu Snævars, sonar síns, upp alla flokka Vals. Hreinn var góður bridge-spilari og hafði ánægju af spilamennsku. Hann tók þátt í bridgekeppnum hjá Húnvetningafélaginu og víðar um margra ára skeið. Það voru skemmtilegir tímar þegar Hreinn, Cýrus og fleiri góðir spilamenn tóku í spil heima hjá okkur á jólum eða við önnur tækifæri. Það var svo ekki verra að fá að vera með og læra af þeim bræðrum. Elsku Sóla, Arna, Snævar, Villi og fjölskyldur. Guð veri með ykkur í sorg ykkar og veiti þann styrk sem hann einn getur fært á slíkum tím- um. Sigurrós, Guðbrandur, Þröstur og fjölskyldur. Mig langar að minnast vinar míns, Hreins Hjartarsonar, sem fallinn er frá eftir stutt en erfið veikindi. Við Hreinn hittumst fyrst ungir drengir hjá knattspyrnufélaginu Val við æfingar á Egilsgötuvellinum. Völlurinn var lagður rauðamöl og fengu margir slæm sár við byltur á vellinum en gleymdu þeim fljótt í ákafa leiksins. Síðar hófust æfingar á Hlíðarenda og voru aðstæður þar til sóma. Hreinn varð fljótt mjög góður knattspyrnumaður, sterkur og fljótur. Undirritaður var seinni í svifum en hafði gaman af leiknum. Við Hreinn fórum með 2. flokki til Þýskalands árið 1954 og var sú ferð lengi í minnum höfð. Hreinn hætti knattspyrnu alltof fljótt en þjálfaði ungmenni hjá félaginu um tíma og var sannur Valsmaður. Við Hreinn fórum oft á knattspyrnuleiki saman og höfðum mikla ánægju af. Hreinn starfaði við logsuðu og járnsmíðar lengst af og vann mikið. Við stofnuðum báðir fjölskyldur og hittumst þá af og til, eins og gengur. Árið 1987 hóf Hreinn störf hjá okkur við Gúmmíbátaþjónustuna í Reykja- vík. Hann reyndist góður starfsmað- ur. Hans létta lund smitaði út frá sér og öllum leið vel í návist hans. Hinn 1. júní síðastliðinn var fyrirtækið selt og hættum við báðir störfum, enda komnir á aldur. Fallinn er frá góður drengur. Nú á kveðjustund þökkum við Hreini fyrir góð störf og vináttu og sendum Sólu, börnum hans og öðrum að- standendum hlýjar samúðarkveðjur. Ásgeir og fjölskylda. HREINN SNÆVAR HJARTARSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.