Morgunblaðið - 08.01.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.01.2003, Blaðsíða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2003 23 VÍNARTÓNLEIKAR Sin-fóníuhljómsveitar Íslandseru meðal vinsælustutónleika ársins, og að þessu sinni verða tónleikarnir fernir, þeir fyrstu í Háskólabíói í kvöld kl. 19.30, þá annað kvöld og föstudagskvöld á sama tíma, og þeir fjórðu á laugardag kl. 17. Uppselt er á alla tónleikana nema föstudagstónleikana, – á þá eru ennþá til örfáir miðar. Það er góð- kunningi Sinfóníuhljómsveit- arinnar, Peter Guth sem stjórnar, en hann hefur margoft komið hing- að til lands til að stjórna Vínartón- leikum. Sagt hefur verið um Peter Guth að hann sé verndari og einn helsti boðberi hinnar sönnu Vín- artónlistar og í tónlistartímaritinu Grammophone birtist grein um hann árið 1999 þar sem sagt var að Guth væri án efa einn mesti „Strauss-stílisti“ dagsins í dag. Hann þekkir Vínartónlistina inn og út; var lengi fyrsti konsertmeistari Útvarpshljómsveitarinnar í Vín og fiðluleikari Vínartríósins. Það ríkir jafnan nokkur spenna og forvitni um það hvaða söngvari syngur á Vínartónleikum Sinfón- íuhljómsveitarinnar, og í ár verður það nýútskrifaður óperusöngvari, Garðar Thór Cortes, sem lauk prófum í sumar frá óperudeild Konunglegu tónlistarakademíunn- ar í London. „Ég ætla að syngja tvær aríur úr óperettunni Maritzu greifafrú eftir Emmerich Kálmán, Dein ist mein ganzes Herz úr Brosandi landi eftir Lehár og svo aríu úr Gleðistríðinu eftir Jóhann Strauss.“ Það hefur vakið athygli hvað Garðar Thór er fjölhæfur í söngnum, og hversu ólík verkefni hann hefur fengist við. Nú um jólin söng hann til allrar Evrópu í Jóla- óratoríu Johns Speight, þegar henni var útvarpað úr Hallgríms- kirkju á vegum Ríkisútvarpsins; – hann söng í Heilögum Nikulási eft- ir Benjamin Britten í desember, og svo hefur hann sungið dægurlög og söngleikjamúsík, ljóðasöng og óperutónlist. „Það er allt opið með hvað ég tek mér fyrir hendur nú þegar ég er búinn í námi, – en ég er menntaður í óperutónlist og hún er efst á listanum,“ segir Garðar Thór. „Ég er með umboðsmenn úti, – maður lætur þá vinna fyrir sig, og svo sé ég bara til hvað ger- ist.“ Garðar Thór segist hafa haft nóg að gera frá því hann kom heim í sumar, og eins og íslenskra söngvara er háttur, syngur hann jafnt í brúðkaupum og jarðarförum sem á stórum tónleikum. „Ég vil alltaf vera heima, en tækifærin hér eru takmörkuð. Ef ég væri svo lánsamur að geta farið út til að vinna við óperu, myndi ég gera það.“ Garðar Thór segir óperutónlist- ina standa sér næst af öllu því sem hann syngur, en segir engu að síð- ur gaman að takast á við alla þá tónlist sem hann getur sungið vel. Hefur gert kastaníetturnar að einleikshljóðfæri En Garðar Thór Cortes verður ekki einn í sviðsljósinu á Vínartón- leikunum, því hingað kemur einnig Lucero Tena, sem leikur á kast- aníettur. Sagt er að enginn hafi náð jafn langt í listinni að leika á kastaníettur og Tena, en hún hefur fært þessa þjóðlegu list Spánverja inn í marga helstu tónleikasali heims. Tena hefur skapað sinn eig- in stíl og hefur tekist að ná kast- aníettunum úr undirleikshlutverki spænskra dansa og gert úr þeim einleikshljóðfæri. Árið 1980 kom hún fram með Sinfóníuhljómsveit Lundúna undir stjórn Andrews Davis þar sem hún frumflutti fyrsta einleikskonsertinn fyrir kastaníettur, Þrjár smásögur eftir Leonardo Balada. Í kjölfarið hafa fleiri verk verið samin fyrir hana og kastaníetturnar. Kastaníettur hafa verið þekktar á Spáni allt frá miðöldum en talið er að þær hafi borist þangað með Fönikíu- mönnum, sem bjuggu þar sem nú er Líbanon. Kastaníettur eru gerðar úr tveimur skeljum sem eru eins til tveggja tommu breiðar og skornar út í við, hnetu, rósavið eða fílabein. Kastaníettunum er smeygt uppá þumal eða vísifingur þannig að önnur skelin liggur í ljófanum en hin ofaná með örlitlu bili á milli og leika fingurnir á þá skel þannig að hljóð myndast þegar holar skelj- arnar skella saman. Með því að nota fingurna hvern á fætur öðrum er hægt að ná mismunandi tónum úr kastaníettunum og hægt að leika nóturnar mjög hratt. Þetta er í fyrsta sinn sem kastaníettur eru einleikshljóðfæri með Sinfóníu- hljómsveit Íslands. Kastaníettur ein- leikshljóðfæri á Vínartónleikum Morgunblaðið/Sverrir Garðar Thór Cortes syngur aríur eftir þrjá meistara Vínartónlistarinnar, Lehár, Kálmán og Jóhann Strauss. Lucero Tena frá Spáni leikur einleik á kastaníettur á Vínartónleikum Sin- fóníuhljómsveitar Íslands. Hún hefur skapað sinn eigin stíl við leikinn. FYRSTU djasstónleikar árs- ins voru haldnir af Jazzhátíð Reykjavíkur í samvinnu við Kaffi Reykjavík laugardags- kvöldið síðasta. Þar léku tveir bandarískir djassleikarar, David Zoffer píanisti og Adam Larr- abee gítaristi, sem báðir eru músíkprófessorar í Boston. Þeir hafa lengi leikið saman og meira að segja einu sinni áður á Ís- landi; það var á Sólon Íslandus í ársbyrjun 2000 – og sló Zoffer þá sem nú gamla góða Stein- wayflygil Heita pottsins, er Sig- urður Kristinsson píanóstillari heldur gangandi og er nú í umsjá djassklúbbsins Múlans, en klúbburinn hefur illu heilli legið í dvala síðan í vor. Zoffer og Larrabee eiga nokk- uð ólíkan bakgrunn þótt vel nái þeir saman. Zoffer telur píanista á borð við Erroll Garner og Gene Harris í hópi fyrstu áhrifa- valda sinna en Larrabee varð fyrir áhrifum af Pat Metheny, John Abercrombie og ECM tón- listinni. Þeir félagar hófu leikinn á ópus Larrabee, Never Even, sem var nær grúvi Gene Harris en ljóði ECM. Það lag kom út á átta laga diski, Courage in Clos- ness, sem var gefinn út af þeim félögum með undirtitlinum: Ice- landi 2000 Limited print, um það leyti er þeir komu hér fyrst. Öll lögin sem þeir félagar léku á Kaffi Reykjavík voru eftir þá sjálfa utan þrjú. Greina mátti tangó með örlitlum þýskum kab- arettslettum í Seasonal Beards Larrabee og ECM tilfinningum í verkum hans, Escape Artists og Courage in Closness, en þar var Zoffer gítarleikaranum jarð- bundnari. Píanistinn hætti sér meira að segja í gin Garners með því að leika ópus hans frá 1944, In The Beginnin – tæknin var fín en Garner fjarri; ég held að engir nema Ahmad Jamal og Red Garland hafi getað höndlað Garner þótt bæði Sheraing og Guðmundur Ingólfs hafi farið á kostum í að stæla hann. Hin lög- in sem ekki voru frumsamin voru ragtæmhúsgangur Scott Joplins, Solace, sem var skemmtilega leikinn með dá- litlum djasskafla og falleg hug- leiðing Zoffers um næturljóð eft- ir Chopin. Verk Zoffers, Here Comes The Spider, var skemmtileg frásagnartónlist með garnerískum slettum og í blúsópusi hans, For JMZ, sýndi hann sem oftar að ,,hann getur leikið með báðum höndum,“ eins og Jón Múli sagði um Steina Steingríms. Larrabee var skemmtilega afslappaður í sóló sínum. Fimmtán ópusar voru á efnisskránni fyrir utan aukalagið Peysuveður sem Zoffer kynnti á íslensku og skal að lokum minnst á ópus Zoffers, Need You So, og mátti þar heyra hug- hrif úr millikafla Kvikinda næt- urinnar eftir Ellington. Kannski var þarna á ferðinni dramatísk saga eins og í Here Comes The Spider. Zoffer og Larrabee eru skemmtilega samspilaðir og þótt tónlist þeirra sæti engum tíð- indum var gaman að heyra hana í janúarblíðunni íslensku. Mjúkt samspil DJASS Kaffi Reykjavík David Zoffer píanó og Adam Larrabee gítar. Laugardagskvöldið 5.1. 2003. ZOFFER/LARRABEE Vernharður Linnet HAFINN er undirbúningur að tónleikahaldi Salarins fyrir tón- leikaárið 2003–2004 og býður Fræðslu- og menningarsvið Kópa- vogs tónlistarfólki enn á ný að sækja um þátttöku í Tíbrá, tón- leikaröð Salarins. Hugmyndir að efnisskrá Óskað er eftir umsóknum um tónleikahald í Tíbrá fyrir starfs- árið 2003–2004, frá september til maí, og skulu þær hafa borist til Fræðslu- og menningarsviðs, Fannborg 2, Kópavogi, fyrir 10. janúar 2003 eða með tölvupósti til ritara; sigurbjorg@kopavogur.is, ásamt upplýsingum um flytjendur, kjörtíma viðkomandi tónleika og hugmyndum að efnisskrá. Valið er úr aðsendum umsóknum og öllum svarað að vali loknu. Umsóknir um tónleika ÆFINGAR eru hafnar á nýju íslensku verki, Rauða spjaldinu eftir Kjartan Ragnarsson og Sigríði Margréti Guðmundsdóttur, í Þjóðleikhúsinu. Rauða spjaldið fjallar um vináttu og fóstbræðra- samband tveggja bræðra, Halls og Friðriks. Báðir hafa verið atvinnumenn í fótbolta. Sá eldri, Hallur, er dott- inn út úr knattspyrnu fyrir 10 árum vegna meiðsla og drykkjuskapar, sá yngri, Friðrik, er einn hæstlaunaði atvinnufótboltamaður Íslendinga og leikur hjá Herthu Berlin. Um er að ræða spennuleikrit um knattspyrnu- kappa, sjónvarpsstjörnur og lífið á bak við glansmyndir fjölmiðlanna. Leikendur eru Hilmir Snær Guðnason, Rúnar Freyr Gíslason, Elva Ósk Ólafsdóttir, Inga María Valdimars- dóttir, Nanna Kristín Magnúsdóttir og Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir. Lýsingu hannar Björn Bergsteinn Guðmundsson, leikmynd er eftir Axel Hallkel og leikstjóri er Kjartan Ragnarsson. Leikritið verður frumsýnt í mars á Stóra sviðinu. Morgunblaðið/Þorkell Kjartan Ragnarsson, höfundur og leikstjóri, stjórnar fyrsta samlestri á Rauða spjaldinu í Þjóðleikhúsinu. Æfingar hafnar á Rauða spjaldinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.