Morgunblaðið - 08.01.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.01.2003, Blaðsíða 41
Breiðskífa Noruh Jones, Come Away With Me, er tilnefnd sem plata ársins. FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2003 41 BÓKBAND Getum bætt við nemendum í bókband á vorönn 2003. Undanfari er grunnnám upplýsinga- og fjölmiðlabrautar eða sambærilegt nám. Upplýsingar í síma 522 6500 og á heimasíðu skólans www.ir.is DAGANA 6.–18. desember stóð yfir netleikur á mbl.is fyrir áskrifendur Morgunblaðsins í tengslum við frumsýningu ævintýramyndarinnar Tveggja turna tal, sem er annar hluti Hringadróttinssögu. Eftir- væntingin eftir myndinni hefur verið mikil meðal landsmanna og því kom ekki á óvart að áskrifendur Morg- unblaðsins og fjölskyldur þeirra tóku vel við sér þegar leikurinn fór af stað. Þegar yfir lauk höfðu nálega 16 þúsund manns tekið þátt, enda vegleg verðlaun í boði. Þátttaka í leiknum fólst í að svara nokkrum spurningum rétt og dregið var úr réttum svarsendingum þegar leikn- um lauk. Heiðrún Ósk Ólafsdóttir, sem sent hafði inn rétt svör, var svo heppin að vera dregin út og hljóta þar með 1. verðlaun í leiknum, sem voru Sony DVD-heimabíókerfi frá Sony-setrinu, árskort í Laugarásbíó, glæsilegur bókapakki frá Fjölva sem inniheldur meðal annars Hringa- dróttinssögu í heild sinni og Hobbit- ann, 4 diska sérútgáfa af Föruneyti hringsins á mynddiski frá Mynd- formi, The Two Towers-leikur fyrir Playstation 2, Hringadróttinsspilið auk margs konar varnings sem teng- ist myndinni. Heiðrún Ósk átti ekki heimangengt til að veita verðlaun- unum viðtöku, en Karl Smári Guð- mundsson hljóp í skarðið. Með hon- um á myndinni eru Aron Víglundsson hjá Myndformi, Jón Gunnar Geirdal hjá Skífunni, sem jafnframt er markaðs- og kynn- ingarstjóri Hringadróttinssögu á Ís- landi, og Jón Agnar Ólason á mark- aðsdeild Morgunblaðsins. 16 þúsund tóku þátt Morgunblaðið/Golli Í KVÖLD kl. 21.45 hefst ný þátta- röð í Ríkissjónvarpinu, sem kallast Vísindi fyrir alla. Um er að ræða stutta þætti, þar sem hin marg- víslegustu rannsóknar- og vísinda- verkefni eru skoðuð, hvort sem er á sviði raun- eða hugvísinda. Rætt er við einn vísindamann í hverjum þætti, auk þess sem einni spurn- ingu, sem finna má á vísindavef HÍ og birt er í Lesbók Morgunblaðsins, er svarað í endann Þættirnir eru vikulegir og verða á dagskrá út árið. Í þætti kvöldsins verður rætt við dr. Guðrúnu Svein- bjarnardóttur, fornleifafræðing, en hún hefur unnið að fornleifarann- sóknum í hinu fornfræga menning- arsetri Reykholti í Borgarfjarð- arsveit undanfarin ár. Umsjónarmenn eru þau Ari Trausti Guðmundsson og Ragna Sara Jónsdóttir og munu þau skiptast á um umsjónina. Dag- skrárgerð er í höndum Valdimars Leifssonar. Hann og Ari Trausti hafa áður unnið að viðlíka verk- efnum en 2001 gerðu þeir níu þætti sem kallast Vísindi í verki. Auk þess koma Háskóli Íslands, RANN- ÍS, Íslandsbanki og mennta- málaráðuneytið að verkefninu. Ari Trausti segir hlutverk um- sjónarmanna að vera tengiliður vís- indamannsins og almennings og koma hlutunum skýrt og skipulega á framfæri. „Vísindamennirnir eru mjög vilj- ugir að taka þátt í þessu. Sú fíla- beinsturnahugsun, sem var svolítið viðloðandi fyrir u.þ.b. 20 árum, er mikið til að hverfa.“ Valdimar bætir því við að þær fáu mínútur sem þau hafa til um- ráða stýri þáttunum í þann farveg að það þýði ekkert annað en að koma beint að aðalatriðunum. „Ég er dáldið montinn af því að þetta skuli loks orðið að veruleika,“ segir Valdimar. „Þetta er mikið til tilgangur sjónvarps. Að færa fólki fræðslu á skemmtilegan hátt.“ Vísindi fyrir alla eru endursýnd á sunnudögum kl. 11.05. Vísindi fyrir alla – ný þáttaröð á RÚV Morgunblaðið/Þorkell Ragna Sara Jónsdóttir, Ari Trausti Guðmundsson og Valdimar Leifsson munu gera grein fyrir vísindastörfum landans í Sjónvarpinu. Allar dáðir efldar NÝLIÐINN Norah Jones keppir við kappana Bruce Springsteen og Em- inem á Grammy-tónlistarhátíðinni en tilnefningarnar voru kynntar á þriðjudag. Jones, sem er 23 ára gömul og dótt- ir indverska tónlistarmannsins Ravi Shankar, er einn átta tónlistar- manna, sem tilnefndir eru til fimm verðlauna. Eminem, Springsteen, Nelly, Avril Lavigne, Sheryl Crow og Raphael Saadiq hlutu einnig fimm tilnefningar. Jones naut óvæntra vin- sælda á síðasta ári með djass- og blústónlist sína. Frum- raun hennar, Come Away With Me, hefur selst í 2,7 milljónum eintaka í Banda- ríkjunum. Breiðskífan er til- nefnd sem besta plata ársins, þar sem hún keppir við plötur frá Eminem, Springsteen, Nelly og Dixie Chicks. Grammy-tilnefningar kynntar í New York Ashanti og Avril Lavigne voru í hópi þeirra, sem kynntu tilnefn- ingar til Grammy-verðlaunanna. Eminem átti sölu- hæstu plötu síð- asta árs og er til- nefndur til fimm verðlauna í þetta sinnið. AP Nýliðinn Norah í sviðsljósinu Eminem er einnig ráðandi í tilnefn- ingunum en plata hans The Eminem Show var söluhæsta plata ársins í Bandaríkjunum, og tónlistin úr mynd hans 8 Mile hefur einnig selst vel. Hann er m.a. tilnefndur fyrir rapp- plötu og myndband ársins. Gamli rokkarinn Springsteen gaf út plötuna The Rising í fyrra og er hún hans vinsælasta frá árinu 1984. Springsteen fékk innblástur frá hryðjuverkaárásunum 11. september við gerð plötunnar og voru bæði gagnrýnendur og hinn almenni aðdá- andi ánægðir með útkomuna. Stjörnur á borð við P Diddy, Avril Lavigne, Ashanti, Justin Timberlake og Nelly kynntu tilnefningarnar í Madison Square Garden í New York. Grammy-verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn hinn 23. febrúar. Reuters Hringadróttinsnetleikur á mbl.is vinsæll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.