Morgunblaðið - 08.01.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.01.2003, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ A ð vissu marki samhliða þeirri atburðarás, sem rakin var í fyrstu tveimur greinunum, átti sér stað hatrömm valdabarátta um undirtökin í Tryggingamið- stöðinni, sem auðvitað var angi af sama meiði, því einnig í þess- ari baráttu var lokamarkmið Orca-hópsins, eða öllu heldur þeirra sem eftir voru í honum, þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Þor- steins Más Baldvinssonar, að ná undirtökun- um í Íslandsbanka, en nú með öðrum hjálp- armeðölum – nefnilega bótasjóðum og hlutabréfaeign Tryggingamiðstöðvarinnar. Þeir Jón Ásgeir Jóhannesson og Eyjólfur Sveinsson stofnuðu félagið Ísak í sameiningu í júní 2000, um kaup á 3% hlut í TM sem þeir keyptu á genginu 52,5. Niðurstaðan varð hins vegar sú að Jón Ásgeir greiddi allan hlutinn. Hreinn Loftsson kom fyrst að Trygginga- miðstöðinni skömmu síðar, eða um haustið 2000, m.a. í nafni Péturs Björnssonar, fyrrver- andi eiganda Vífilfells, sem Hreinn annaðist á ýmsan hátt fjárfestingar fyrir. Þeir félagar fjárfestu í 8,25% hlut Búnaðarbankans í TM. Það var ekki síst fyrir orð Bjarna Ármanns- sonar, annars forstjóra Íslandsbanka, sem þá var stjórnarformaður Straums, sem Hreinn og félagar fjárfestu í TM með þessum hætti, enda taldi Bjarni að TM væri mjög góður fjár- festingarkostur. Jón Ásgeir Jóhannesson og Hreinn Lofts- son stofnuðu svo haustið 2001 Ovalla Trading sem keypti 18,02% í TM og félagið varð þann- ig stærsti hluthafinn í TM. (Ovalla Trading er að 85% í eigu Gaums, sem er í eigu þeirra Jó- hannesar Jónssonar í Bónus, sem á 20%, og barna hans, Jóns Ásgeirs, sem á 45%, og Kristínar, sem á 10%, og móður þeirra, Ásu Ásgeirsdóttur, sem á 20%, og að 15% í eigu Hreins Loftssonar, eða fyrirtækis hans, Aust- ursels.) Fjölskyldan í Vestmannaeyjum vissi af þessum kaupum þeirra og var ekki með neinar áhyggjur af þeim, því Hreinn Loftsson hafði m.a. farið á fund Gunnlaugs Sævars Gunn- laugssonar, stjórnarformanns Ísfélags Vest- mannaeyja, og sagt honum, að þessi fjárfest- ing sín, Jóns Ásgeirs og Péturs Björnssonar, fyrrverandi eiganda Vífilfells, sem Hreinn annaðist fjárfestingar fyrir, væri þannig hugsuð að þeir vildu koma að Tryggingamið- stöðinni sem góðum fjárfestingarkosti og Hreinn lýsti þeim áherslum sem hann vildi leggja í félaginu og mun hafa fengið ágætis hljómgrunn fyrir hugmyndum þeirra, svo sem um einfaldari og ódýrari tryggingar, einskon- ar „Bónus-tryggingar“. Hreinn lagði sérstaka áherslu á það við fjöl- skylduna í Vestmannaeyjum, að hann myndi aldrei taka þátt í því að gera nokkuð það sem kæmi henni illa. Hann gaf það einnig sterklega til kynna að hann væri ekki síður að gæta eigin hagsmuna og Péturs Björnssonar, sem átti einnig hluti í TM í gegnum önnur félög, Eignarhaldsfélagið Vor og Fountaine Blanc í Lúxemborg, en hagsmuna Jóns Ásgeirs. Átti sér einskis ills von Snemma árs 2001 er fjölskylda Sigurðar heitins Einarssonar auðvitað enn í sárum. Hafði fyrst þurft að sjá á bak Sigurði langt um aldur fram hinn 4. október árið 2000 og rúm- um tveimur mánuðum síðar, hinn 9. desember árið 2000, hafði frystihús Ísfélags Vestmanna- eyja brunnið og uppbygging í kjölfar brunans var því í fullum gangi. Ekkja Sigurðar, Guðbjörg Matthíasdóttir, börn þeirra Sigurðar og vinir voru því ekki fyrst og fremst upptekin af hinu trausta og rótgróna fyrirtæki Tryggingamiðstöðinni, sem fjölskyldan hafði ávallt átt mjög stóran hlut í, heldur sorgarferlinu og því mikla upp- byggingarstarfi sem ráðist var í í kjölfar brun- ans. Því hafði verið þannig háttað frá því að Sig- urður Einarsson féll frá, að Gunnar Felixson, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar, sá um eignarhlut fjölskyldunnar í TM og gagnvart því fyrirkomulagi var fjölskyldan bæði róleg og sátt. Eftir að þeir Hreinn Loftsson og Jón Ásgeir Jóhannesson voru orðnir svo stórir hluthafar í Tryggingamiðstöðinni haustið 2001, var hald- inn hluthafafundur í TM að þeirra ósk, þar sem ákveðið var að þeir fengju stjórnarsetu í samræmi við eignarhlut. Fyrst hafði Hreinn Loftsson reyndar hugs- að sér að verða stjórnarformaður á aðalfundi TM í mars 2001, en eftir að Davíð Oddsson forsætisráðherra hafði lýst sig andvígan því Fastir með mikla fjármuni í TM ÞRIÐJI ÞÁTTURINN Í VALDABARÁTTU ÞEIRRA JÓNS ÁS- GEIRS JÓHANNESSONAR OG FÉLAGA VIÐ HIN RÓTGRÓNU ÖFL Í VIÐSKIPTALÍFINU TÓK Á SIG NÝJA OG MUN HARÐ- ARI MYND EN MENN HAFA ALMENNT ORÐIÐ VITNI AÐ HÉR Á ÍSLANDI. ÞETTA VAR BARÁTTAN UM YFIRRÁÐIN Í TRYGGINGAMIÐSTÖÐINNI SEM Í RAUN HÓFST Í SEPTEM- BER 2001 OG LAUK Í MARS 2002. ÞAR DRÓ TIL STÓRTÍÐ- INDA OG KOM TIL MIKILLA ÁTAKA, ÁÐUR EN NIÐURSTAÐ- AN VARÐ SÚ AÐ RÓTGRÓIN VALDABLOKK VIÐSKIPTA- LÍFSINS TÓK SIG SAMAN UM AÐ KOMA MEIRIHLUTA- ÁHRIFUM Í TM Á NÝJAN LEIK Í HENDUR FJÖLSKYLD- UNNAR Í VESTMANNAEYJUM. Eftir Agnesi Bragadóttur Baráttan um Íslandsbanka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.