Morgunblaðið - 11.01.2003, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 11.01.2003, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 9. TBL. 91. ÁRG. LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2003 mbl.is Nýr söngleikur Sálarinnar frumsýndur Lesbók 16 Til Brooklyn frá Hollywood Tónlistarmaðurinn Bix semur fyrir dansflokkinn Fólk 54 LÁTTU SJÁ fiIG Á FRUMS†NINGUNNI Í DAG FRÁ 12 –16 VOLVO XC90 Nýr lúxusjeppi er kominn úr óvæntri átt: Skoðaðu auglýsinguna inn í blaðinu, fallegur bíll. Nú er jeppinn kominn fyrir þá sem vilja aðeins aka um á Volvo - Jeppa ársins 2003 í Norður-Ameríku. Volvo er mest seldi lúxusbíllinn á Íslandi. Ísknattleikskona til liðs við finnskt karlalið Íþróttir 1 Wickenheiser brýtur ísinn Kröftug sól og máni un að beiðni Bandaríkjastjórnar. Heitir maðurinn, sem handtekinn var með El Mohad, Said Mohammed Moshen. Moshen er á þrítugsaldri, að sögn ónafngreinds heimildar- manns Associated Press, en hann er ekki sagður vera háttsettur í al- Qaeda. El Mohad ku vera á sextugsaldri og hann er m.a. sagður sjá um öll að- föng al-Qaeda í Jemen. Fóru stjórn- völd þar í landi fram á það við Þjóð- verja í gær að þeir framseldu TVEIR Jemenar voru í gær hand- teknir í Þýskalandi en grunur leikur á að a.m.k. annar þeirra sé háttsett- ur liðsmaður al-Qaeda hryðjuverka- samtakanna. Þýska lögreglan vildi ekki nafngreina mennina en annar þeirra er sagður vera Mohammed Ali Hassan El Mohad, meintur fjár- málastjóri Osamas bin Ladens, leið- toga al-Qaeda. Mennirnir tveir voru handteknir á hótelherbergi í nágrenni Frankfurt- flugvallar um kl. hálftíu í gærmorg- mennina ekki til þriðja lands, heldur afhentu þá yfirvöldum í Jemen. Þau myndu sækja þá til saka ef Banda- ríkjamenn gætu fært sönnur á að þeir hefðu tekið þátt í hryðjuverk- um. Margir af hryðjuverkamönnun- um, sem stóðu fyrir árásinni á Bandaríkin 11. september 2001, höfðu verið búsettir um lengri eða skemmri tíma í Þýskalandi. Mohammed Atta, meintur foringi þeirra, hafði m.a. dvalist í Hamborg. Meintir al-Qaeda-liðar handteknir Frankfurt, Sanaa. AFP, AP. BYGGING álvers í Reyðarfirði virð- ist vera í augsýn eftir að stjórnir Landsvirkjunar og Alcoa sam- þykktu á fundum sínum í gær að veita forstjórum fyrirtækjanna heimild til að skrifa undir samninga um raforku til 322 þúsund tonna ál- vers Fjarðaáls sf., félags í eigu Al- coa. Reiknað er með að skrifað verði undir samninga í byrjun næsta mán- aðar og framkvæmdir hefjist í mars nk. við Kárahnjúkavirkjun. Aðalforstjóri Alcoa, Alain Belda, segir að álverið í Reyðarfirði muni gegna lykilhlutverki í áætlunum fyr- irtækisins um aukin umsvif í fram- leiðslu áls. Álverið, sem reisa á í ein- um áfanga, kemur til með að kosta um 90 milljarða króna í byggingu, skapa 450 störf og 300 til viðbótar í tengdum iðnaði og þjónustu. Fram- kvæmdir eiga að hefjast eftir tvö ár. „Þetta er gleðidagur“ Þegar tíðindin spurðust út síðdeg- is í gær brutust út mikil fagnaðar- læti víða á Austfjörðum. „Þetta er gleðidagur. Menn eru búnir að leggja mikið á sig og eru nú að upp- skera,“ sagði Smári Geirsson, for- seti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, við Morgunblaðið í gærkvöldi, þar sem hann fagnaði tíðindunum með íbúum sveitarfélagsins. „Ég tel að nú hafi verið teknar lykilákvarðanir sem marki þáttaskil í þessu máli. Þessi törn hófst 1997 og þær hafa verið margar síðan um 1980, en nú er þetta á enda. Ég vona að þegar niðurstaða er fengin þá sameinist allir um það að gera eins gott úr hlutunum og hægt er. Það er grund- vallaratriði,“ sagði Smári. Stjórn Landsvirkjunar samþykkti með sex atkvæðum gegn einu að veita forstjóra og stjórnarformanni heimild til að skrifa undir samning við Alcoa. Helgi Hjörvar, einn þriggja fulltrúa Reykjavíkurborgar í stjórn, greiddi atkvæði á móti og lagði fram bókun þar sem hann seg- ir m.a. að áhættan sé of mikil í hlut- falli við arðsemina af virkjuninni. Honum sé ekki fært að styðja málið miðað við þann ávinning sem sé fyr- ir hendi. Edda Rós Karlsdóttir, hagfræð- ingur og einn þriggja fulltrúa rík- isins í stjórn, samþykkti samninginn en lagði fram bókun þar sem segir m.a. að heildararðsemi Kárahnjúka- verkefnisins sé lítil og töluverðar líkur á að það skili ekki viðunandi arði til þjóðarbúsins. Það sé hins vegar hlutverk þingmanna og borg- ar- og bæjarfulltrúa að taka afstöðu til þessa. Hún hafi samþykkt málið þar sem verkið muni auka verðmæti Landsvirkjunar. Fyrirvarar hjá Landsvirkjun Samþykkt Landsvirkjunar var gerð með nokkrum fyrirvörum, þeim helstum að eigendur eigi eftir að samþykkja að ábyrgjast lántökur og eftir sé að semja við verktaka um gerð stíflu og aðrennslisganga Kára- hnjúkavirkjunar. Viðræður standa yfir við Impregilo, sem bauð lægst. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst var ellefu manna stjórn Alcoa einhuga í afstöðu sinni til ál- vers á Íslandi, að því undanskildu að fulltrúi World Wildlife Fund, WWF, sat hjá. Fjarðaáli fagnað Í blíðviðrinu fyrir utan hótelið á Reyðarfirði kveiktu íbúar á stjörnuljósum og skáluðu í kampavíni í tilefni fréttanna frá Alcoa og Landsvirkjun. Morgunblaðið/Golli Guðmundur Bjarnason, veitingamaður Fosshótels á Reyðarfirði, bauð til fagnaðar í gærkvöldi, klæddur húfu og stuttermabol með merkjum Alcoa, og gekk á milli borða með kampavínsglös handa hverjum sem vildi. Stjórnir Alcoa og Landsvirkjunar samþykktu samn- inga um álver í Reyðarfirði  Ætlað lykilhlutverk/10–11 DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að gríð- arlegur áfangi hafi náðst fyrir þjóðina þegar stjórnir Alcoa og Landsvirkjunar samþykktu að skrifa undir samninga um álver. Óhætt sé að telja að málið sé í höfn og nú sé nýtt og öflugt hagvaxt- arskeið að hefjast. Hann segir að atvinnuástand muni eflast, tekjur landsmanna aukast og kaupmáttur gjörbreytast til hins betra. „Þetta eru afar góð tíðindi fyrir land og þjóð, ekki síst fyrir Austfirðinga. Nú horfum við af mjög vel rökstuddri bjartsýni fram í tímann.“ Komið á beinu brautina VALGERÐUR Sverrisdóttir iðn- aðarráðherra segir að ákvarð- anir gærdagsins séu það stórar að málið sé komið á beinu brautina. Hún segir það vera ákveðið afrek að hafa náð svo langt, aðeins nokkrum mánuðum eftir að viðræður við Alcoa hófust. Valgerður segir það ljóst að frá fyrstu stundu hafi Alcoa unnið að málinu af mikilli alvöru. Ekki búið en útlitið bjart FRIÐRIK Soph- usson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að stórt skref hafi verið stigið í gær. Þó að útlitið sé bjart um framhald framkvæmda á Austfjörðum sé málinu ekki lokið. Eftir eigi að reyna á ýmis atriði áð- ur en skrifað verði undir bindandi samninga. Friðrik segir að mestu skipti að eigendur Landsvirkjunar séu til- búnir til þess að ábyrgjast þau lán sem taka þurfi vegna Kára- hnjúkavirkjunar. Hann telur yf- irgnæfandi líkur á að samþykki allra eigenda fáist. Gríðarlegur áfangi EFNT var til flugeldasýningar og mannfagnaðar á Reyðarfirði í gær- kvöldi og fáni Alcoa var víða dreg- inn að húni í Fjarðabyggð. Félag eldri borgara á Eskifirði hafði fyrr um daginn tekið forskot á sæluna og flaggað Alcoa-fána fyrir framan dvalarheimilið. Fólk, jafnt full- orðnir sem börn, safnaðist m.a. saman á Fosshótelinu í Reyðarfirði og á planinu þar fyrir framan þar sem fylgst var með flugeldasýn- ingu. Í frásögn fréttaritara Morg- unblaðsins segir m.a. að nánast hafi ríkt áramótastemning, slíkur hafi fögnuðurinn verið. Flugeldasýning og fánahylling

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.