Morgunblaðið - 11.01.2003, Page 4

Morgunblaðið - 11.01.2003, Page 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Einn í gæslu- varðhald vegna innbrots KARLMAÐUR sem grunaður er um að hafa tekið þátt í innbrotinu í verslun Hans Petersen við Laugar- veg á fimmtudagsmorgun, var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til 17. janúar nk. Fimm öðrum sem voru handteknir vegna rannsóknar máls- ins var sleppt, en einn þeirra var eft- irlýstur vegna 12 mánaða fangelsis- dóms og hóf hann afplánun í gær. Innbrotsþjófarnir notuðu stóran jeppa, sem þeir höfðu stolið stuttu áður, til að brjóta sér leið inn í versl- unina. Ómar Smári Ármannsson, að- stoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir að rannsókn bendi til þess að þrír hafi tekið þátt í innbrotinu, einn hafi ekið jeppanum en tveir stokkið inn í verslunina og látið greipar sóp- ar. Verðmæti þýfisins er talið nema um tveimur milljónum og hefur um helmingur þess verið endurheimtur. Framsóknar- menn kjósa í NA-kjördæmi RÁÐHERRAR Framsóknarflokks- ins, Valgerður Sverrisdóttir og Jón Kristjánsson sækjast bæði eftir fyrsta sæti á framboðslista Fram- sóknarflokksins í Norðausturkjör- dæmi. Aukakjördæmisþing verður haldið á Hrafnagili í Eyjafirði í dag. Um 400 fulltrúar hafa seturétt á þinginu. Þeir kjósa í tíu efstu sætin á fram- boðslistanum. Sá sem fær flest at- kvæði í fyrsta sætið skipar það. Frambjóðandi sem fær flest atkvæði samanlagt í fyrsta og annað sæti tek- ur annað sætið og svo koll af kolli. Kjörnefnd gerir tillögu um fram- bjóðendur í sæti neðar á listanum. Tvö skip Sam- skipa enn föst TVÖ fraktskip á vegum Samskipa eru enn föst í ís í Eystrasalti en vonir standa til að þau losni á morgun. Nordic Frost lagði af stað frá Sankti Pétursborg á gamlársdag, en í gærkvöldi var gert ráð fyrir að ís- brjótur kæmi skipinu til aðstoðar í nótt sem leið og að sögn Ingvars Sig- urðssonar, deildarstjóra stórflutn- ingadeildar Samskipa, stóðu vonir til að skipið yrði komið út úr ísnum á morgun. Ingvar segir að ferð skipa með að- stoð ísbrjóta á leið inn Eystrasaltið gangi mjög hægt en talið sé að frysti- skipið Greenland Saga komi til hafn- ar á morgun eftir vikutöf. Hins vegar er búið að losa frystiskipið Ice Bird og er það á útleið. TÍKIN Trygg var kát þegar Danni brá á leik við hana á Arn- arhól. Trygg býr við Laugaveg og fær því ekki að fara eins oft og hún sjálf vildi. Það er því um að gera að nota tækifærið vel. Reyndar má ekki á milli sjá hvor skemmtir sér betur, Danni eða Trygg. Morgunblaðið/Golli Hundakúnstir ÁRNI Þór Sigurðsson, forseti borg- arstjórnar, segir að niðurstöður arð- semismats eigendanefndar vegna Kárahnjúkavirkjunar veiti engar leiðbeiningar um hvort verkefnið sé skynsamleg fjárfesting eða ekki og hefur því beint ákveðnum spurning- um til Sigurðar Snævarr borgarhag- fræðings sem hann á að svara ekki síðar en á borgarráðsfundi á þriðju- dag. Árni Þór Sigurðsson segir að svör- in hafi ekki áhrif á afstöðu sína til málsins, en fyrst ákveðið hafi verið að fara í þetta arðsemismat þurfi að liggja fyrir upplýsingar um arðsemi verkefnisins miðað við t.d. sambæri- lega ávöxtunarkröfu og Reykjavíkur- borg gerði til Nesjavallavirkjunar, í samanburði við meðalarðsemiskröfu álvera og kröfur norska fjármála- ráðuneytisins til framkvæmda sem bera svipaða áhættu. Í bréfi sínu til borgarhagfræðings spyr Árni Þór einnig hverjir séu helstu fyrirvararnir í tilboði Impregilo í stíflu- og jarðgangagerð, hver sé vænt raunávöxtun ríkis- skuldabréfa og hvaða líkur séu á að hún náist, og hvernig fjárfesting í þeim kæmi út samanborið við fjár- festingu í Kárahnjúkavirkjun, sé gert ráð fyrir sömu lánsvöxtum. Ennfrem- ur spyr hann hverju megi búast við varðandi gengisþróun í ljósi þeirra efnahagslegu áhrifa sem líklegt sé að verkefnið leiði af sér og hvernig arð- semi þess breytist með tilliti til þess- ara gengisbreytinga. Auk þess spyr hann hvernig tengslum verðbólgu og nafnvaxta sé háttað og hvaða áhrif það hafi á vexti, hækki verðbólga á ný til samræmis við sögulegt meðaltal. Þá spyr hann hver verði efnahagur Landsvirkjunar eftir 15 til 20 ár mið- að við annars vegar að fyrirtækið ráð- ist í Kárahnjúkavirkjun og hins vegar að ekki verði ráðist í virkjunina og þess í stað greiddar niður skuldir fyr- irtækisins, og hvers virði eignarhlut- ur Reykjavíkurborgar yrði í hvoru tilviki um sig. Að síðustu spyr hann hvers vegna eigendanefndin og/eða fulltrúi Reykjavíkur í nefndinni hafi ekki tekið mið af samþykkt borgar- stjórnar frá 21. júní 2001 um að meta eigi umhverfiskostnað og efnahags- leg áhrif virkjunarframkvæmdar áð- ur en ákveðið yrði að ráðast í slíkar framkvæmdir. „Hafi nefndinni ekki verið falið að skoða þennan þátt, hvernig getur borgarstjórn þá fengið fram mat á þessum þáttum?“ spyr forseti borgarstjórnar. Forseti borgarstjórnar óskar svara um arðsemi Kárahnjúkavirkjunar Segir að upplýsingar um arðsemi vanti KJELL Magne Bondevik, forsætis- ráðherra Noregs, hét því á fundi með íbúum Lekness í N-Noregi á fimmtudagskvöld að norsk yfirvöld tækju björgun Guðrúnar Gísladótt- ur KE-15 yfir ef Íshús Njarðvíkur stæði ekki við skuldbindingar sínar. Íshúsið hefur frest til hádegis á þriðjudag til að ljúka fjármögnun verkefnisins og mun fjármögnun vera á lokastigi. Skipið hefur nú leg- ið í hálft ár á 40 metra dýpi skammt frá Leknesi. „Við höfum tilkynnt að verði tog- arinn ekki hífður upp frá sjávarbotni fyrir 15. janúar, muni norsk yfirvöld grípa í taumana. Þá fer Strandgæsl- an í málið og fjarlægir olíu úr skip- inu. Við ræðum svo um kostnaðinn síðar,“ hefur Avisa Nordland eftir Bondevik á borgarafundinum. Hann sagði mikilvægt að vernda strand- svæðin við Lófóten, sem væru gjöful fiskimið, en skipið liggur á hrygn- ingarslóð þorskins og fleiri tegunda. „Þetta hefur tekið allt of langan tíma. Margt bendir til þess að regl- urnar séu ekki nógu góðar, þegar flak getur legið á hafsbotni í hálft ár. Þennan lærdóm mun ég taka með mér og koma til ríkisstjórnarinnar,“ sagði Bondevik ennfremur. Njótum trausts Norðmanna Ásgeir Logi Ásgeirsson, sem er í forsvari fyrir björgunaraðgerðirnar í Noregi, var á íbúafundinum í Lek- nesi í gær. Hann segir að það sé ekki rétt sem haft er eftir forsætisráð- herra Norðmanna að Íshús Njarð- víkur hafi frest til miðvikudags til að hífa skipið upp, heldur verði eigend- ur skipsins að sýna fram á það fyrir hádegi á þriðjudag að búið sé að fjármagna allt verkið, en mikill við- bótarkostnaður hafi bæst við vegna tafa. „Ef Íshúsið stendur ekki við sitt þá segir Íshúsið sig frá verkinu og þá mun norska ríkið grípa inn í. Það er enginn akkur í því fyrir Ís- húsið að draga menn á asnaeyrunum um víðan völl. Við myndum ekki gera það,“ segir Ásgeir Logi. Alltaf hafi verið ljóst að norsk yfirvöld fjarlægðu olíu og lest úr skipinu ef eigendur skipsins stæðu ekki við sitt til að bjarga skipinu. Sjö Íslendingar eru staddir í Nor- egi vegna björgunaraðgerðanna. Að- spurður segist Ásgeir Logi telja að þeir njóti enn trausts norskra yf- irvalda og þeirra sem að málinu koma. „Ég held að þeir hefðu ekki gefið okkur þennan frest ef þeir hefðu ekki trú á því að við gætum ekki staðið við það sem við erum að bjástra við,“ segir Ásgeir. Björgun- arteymið sé tilbúið til að hefjast handa um leið og búið sé að tryggja fjármögnun. Haukur Guðmundsson, eigandi Íshúss Njarðvíkur, segist bjartsýnn á að það náist að útvega banka- tryggingu fyrir tilsettan tíma. Í norskum fjölmiðlum hefur verið full- yrt að um 100 milljónir króna vanti upp á, en í upphafi var gert ráð fyrir að aðgerðirnar myndu kosta um 200 milljónir. Haukur segir þetta algjöra firru, upphæðin sem vanti sé mun lægri. „Þetta er eitthvert bull sem kemur frá kafaranum okkar fyrrver- andi, Stein-Inge Riise,“ segir Hauk- ur. Bondevik heitir því að flak Guðrúnar verði fjarlægt Eigandi Íshúss Njarðvíkur bjartsýnn á að það takist að ljúka fjármögnun ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ LEIKSKÓLARÁÐ Reykjavíkur- borgar hefur staðfest fjögurra vikna sumarlokanir á leikskólum borgar- innar. Ákveða á í samráði við for- eldra í kjölfar skoðanakannana hve- nær leikskólum verður lokað yfir sumartímann. Jafnframt var ákveð- ið að bjóða upp á að opið yrði á ein- stökum leikskólum fyrir börn for- eldra sem alls ekki geta tekið sumarleyfi á þeim tíma sem viðkom- andi leikskóli er lokaður. Miðað er við að nægilegur fjöldi barna sé til þess að halda úti starfsemi fyrir tvo starfsmenn á deild og einn í eldhúsi. Sjálfstæðismenn sátu hjá við af- greiðslu málsins og báru jafnframt upp tillögu á fundinum um að fallið yrði frá sumarlokunum. Guðlaugur Þór Þórðarson, fulltrúi D-lista, segir að þjónusta verði skert verulega. „Það verður erfiðara fyrir fjölskyld- ur að vera saman í sumarleyfinu. Það segir sig alveg sjálft og það þó svo að menn reyni að plástra eitt- hvað með því að vera með svipaða þjónustu og er hjá gæsluvöllunum ef það eru nógu margir sem biðja um hana.“ Sumarlok- anir stað- festar í leik- skólaráði LEKI kom skyndilega að norska flutningaskipinu Ice Bear sem sökk að morgni gamlársdags um 73 sjó- mílur suðaustur af Dalatanga. Eftir að lekans varð vart var skipinu snúið tafarlaust aftur til Íslands. Dælur voru notaðar til að dæla sjó úr skip- inu. Þegar þær biluðu ákváðu skip- verjar að yfirgefa skipið. Sjópróf fór fram í Noregi sl. þriðjudag þar sem skipverjar gáfu skýrslu um atvikið. Ekki er vitað með vissu hvað olli lekanum. Rann- sókn beinist meðal annars að því hvort farmur skipsins hafi farið af stað í lestinni. Skipstjóri skipsins sagðist hafa haft umsjón með hleðslu skipsins meðan það lá í höfn. Lögmaður Tryggingamiðstöðvar- innar var við skýrslutökuna, en tryggingafélagið tryggði farm Síld- arvinnslunnar sem sökk með skip- inu. Verðmæti farmsins er metið á 85 milljónir króna. Sex skipverjar voru um borð áður en skipið sökk. Þyrla Landhelgis- gæslunnar bjargaði mönnunum úr björgunarbátunum. Þá var komin allt að fimmtíu gráða slagsíða á skip- ið. Kallað var eftir aðstoð dráttar- báts frá Færeyjum en skipið sökk um áður en hann náði til þess. Sjódælur Ice Bear biluðu ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.