Morgunblaðið - 11.01.2003, Síða 6
FRÉTTIR
6 LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
„JÁ, sjómennskan var mitt aðalfag. Ég vildi
hvergi annars staðar vera en á sjó, sem var auð-
vitað tóm vitleysa. En svona var það nú,“ segir
Jónatan Sveinsson, sem á hundrað ára afmæli í
dag. Hann fæddist á bænum Selárdal í Hörðudal
í Dalasýslu en bjó lengst af í Hafnarfirði og und-
anfarin ár á Hrafnistu í Reykjavík.
„Ég hætti á sjónum þegar ég var sjötugur, þá
mátti ég ekki vera á sjó lengur. Ég byrjaði sex-
tán ára á sjó. Reri á árabátum í Arnarfirði 1916–
1922, hugsaðu þér,“ segir hann hlæjandi er hann
rifjar starfsferilinn upp. „Þá var ég orðinn upp-
gefinn á árabátunum. Við vorum allt árið að
þvælast á þeim.“
Alltaf sjóveikur
Jónatan er enn stálminnugur en segir að ein-
staka sinnum gleymi hann nöfnum. „Ég var svo
slæmur í maga, núna er búið að taka hann úr
mér, hugsaðu þér. En á tímabili vann ég í vél-
smiðju en síðan sótti sjórinn á mig og ég fór aft-
ur í sjómennskuna. En ég var alltaf sjóveikur, en
samt vildi ég alltaf vera á sjónum.“
Jónatan var yngstur átta systkina og bjó fram
að tvítugu vestur á fjörðum. Hann missti föður
sinn, Svein Sveinsson, ungur að árum og bjó hjá
skyldfólki þar til hann flutti til Hafnarfjarðar
þar sem systur hans tvær og móðir, Sólveig Jón-
atansdóttir, bjuggu.
„Nei, ég hef aldrei gift mig, en bjó með tveim-
ur konum. Þeirri seinni í ellinni, Önnu Ein-
arsdóttur,“ segir hann og bendir á mynd af sam-
býliskonu sinni ungri sem hann hefur við rúmið
sitt.
„Nei, nei, heilsan er búin að vera dálítið slöpp
hjá mér,“ segir hann aðspurður um heilsu-
hreysti. „Það er búið að skera mig fimm sinnum
á kviðinn. En ég var alltaf fljótur að ná mér upp
svo sem.“
En síðan sjómennskunni sleppti hefur Jónatan
ekki setið auðum höndum. Hann ók bíl til 93 ára
aldurs og er hann flutti að Hrafnistu tók hann til
við að sauma út og prjóna og hélt meira að segja
sýningu á verkum sínum.
Nú notar hann tímann til að hlusta á sögur af
snældum en einnig hlustar hann á útvarp og er
það oftast popptónlist sem verður fyrir valinu.
Í dag verður heitt á könnunni milli kl. 18 og 20
í Helgafellskaffisalnum á Hrafnistu í tilefni af-
mælisins.
Jónatan Sveinsson fagnar aldarafmæli í dag
Morgunblaðið/Þorkell
Jónatan Sveinsson saumaði út þar til hann var 96
ára og ók bíl til 93 ára aldurs. Hann er 100 ára í
dag og fagnar afmælinu í hópi vina á Hrafnistu.
Var þreytandi að
stunda sjó á árabát
VILHJÁLMUR Egilsson alþingis-
maður hefur sagt af sér þing-
mennsku frá og með 16. janúar
næstkomandi. Adolf H. Berndsen,
framkvæmdastjóri á Skagaströnd,
tekur sæti hans á Alþingi.
Ýmsar breytingar verða á verka-
skiptingu í þingflokki sjálfstæðis-
manna vegna þessa. Adolf tekur
einnig sæti Vilhjálms í efnahags- og
viðskiptanefnd og sjávarútvegs-
nefnd. Einar K. Guðfinnsson lætur
af formennsku í sjávarútvegsnefnd
og tekur við stjórnartaumunum í
efnahags- og viðskiptanefnd. Árni R.
Árnason verður formaður sjávarút-
vegsnefndar. Þá verður Gunnar I.
Birgisson varamaður í utanríkis-
málanefnd og tekur jafnframt sæti
Vilhjálms í Íslandsdeild þingmanna-
nefndar EFTA. Adolf verður sömu-
leiðis varamaður í þeirri nefnd.
Vilhjálmur er annar þingmaður
sjálfstæðismanna sem segir af sér
þingmennsku á kjörtímabilinu.
Hjálmar Jónsson, nú dómkirkju-
prestur, sagði af sér þingmennsku
fyrir um tveimur árum til að sinna
preststörfum og tók Siglfirðingurinn
Sigríður Ingvarsdóttir sæti hans á
þingi.
Stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæð-
isflokksins í Norðvesturkjördæmi
sér ekki forsendu til að ógilda próf-
kjör flokksins í kjördæminu í haust
en harmar ágalla á framkvæmd
þess. Stjórnin kom saman til fundar í
Borgarnesi á fimmtudagskvöld þar
sem fjallað var um bréf Vilhjálms
Egilssonar alþingismanns, sem
hafnaði í 5. sæti í prófkjörinu þann 9.
nóvember, en hann fór fram á að
prófkjörið yrði ógilt.
„Stjórn kjördæmisráðs þakkar
Vilhjálmi Egilssyni störf hans fyrir
Sjálfstæðisflokkinn á liðnum árum
og óskar honum velfarnaðar á nýjum
starfsvettvangi,“ segir í samþykkt
stjórnarinnar. Kjördæmisþing verð-
ur haldið í Dalabúð í Búðardal,
sunnudaginn 19. janúar og verður
þar endanlega gengið frá lista Sjálf-
stæðismanna í kjördæminu fyrir
næstu kosningar.
Vilhjálmur hættir á þingi
Adolf H.
Berndsen
Vilhjálmur
Egilsson
Prófkjör Sjálf-
stæðisflokks í
Norðvestur-
kjördæmi gildir
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úr-
skurðaði í fyrradag fjóra erlenda
menn í áframhaldandi gæsluvarð-
hald til 13. febrúar, en þeir eru grun-
aðir um innbrot á Suður- og Vest-
urlandi. Mennirnir voru handteknir
eftir innbrot á Snæfellsnesi hinn 1.
desember í fyrra. Munir úr tíu inn-
brotum, allt frá Jökulsárlóni á
Breiðamerkursandi að Snæfellsnesi,
fundust á dvalarstað mannanna og í
bifreið sem þeir voru í þegar lög-
regla stöðvaði þá.
Gæsluvarðhald
framlengt
SAMBAND íslenskra sveitarfélaga
hefur áætlað að tekjutap sveitarfé-
laga vegna formbreytingar, þ.e.
færslu einkareksturs yfir í rekstur
einkahlutafélaga, hafi numið um 1,1
milljarði króna í fyrra. Þá áætlar
sambandið að við lok síðasta árs hafi
eigendur einkahlutafélaga á Íslandi
verið 19.250 talsins en að þeir hafi
verið 14.900 árið áður og 8.500 árið
1998. Miðað við tölur Hagstofunnar
má því ætla að eigendur einkahluta-
félaga hafi verið hátt í 12% af vinn-
andi fólki í fyrra en árið 1998 var
hlutfallið innan við 6%.
Höfum reynt að áætla skerð-
inguna eftir bestu vitund
Gunnlaugur Júlíusson, sviðsstjóri
hag- og upplýsingasviðs Sambands
íslenskra sveitarfélaga, flutti erindi
um áhrif skattabreytinga ríkis-
stjórnarinnar frá 2001 á fjárhag
sveitarfélaganna á hádegisfundi Fé-
lags viðskipta- og hagfræðinga í vik-
unni. Gunnlaugur segir að sam-
bandið hafi reynt að áætla tölur um
tekjutap sveitarfélaganna vegna
breytinga á einkarekstri í einka-
hlutafélagsrekstur fyrir síðasta ár
eftir bestu vitund og getu. „Við
reyndum að leggja fram heiðarlega
nálgun á þetta. En þetta er, eins og
raunar hefur komið fram bæði hjá
fjármála- og félagsmálaráðherra,
auðvitað engin sönnun. Þetta er ein-
faldlega tilraun til þess að nálgast
stærðargráður.
Þegar við reiknuðum út fjölda eig-
enda einkahlutafélaganna gerðum
við ráð fyrir að það væru að með-
altali tveir um hvert félag. Það er
sömuleiðis nálgun en ekki heilög
tala. En við fórum yfir tiltæk gögn,
ræddum við ríkisskattstjóra og fleiri
aðila og söfnuðum saman þeim gögn-
um sem tiltæk voru og út frá þeim
stilltum við upp því dæmi sem við
gátum sannast fundið,“ segir Gunn-
laugur.
Gunnlaugur segir að þetta séu
vissulega upphæðir sem skipti sveit-
arfélögin máli.
„Það sem gerir þetta enn alvar-
lega er að þetta skiptist ekki jafnt á
milli sveitarfélaganna. Það fer eftir
samsetningu atvinnulífsins á hverj-
um stað hvort það séu hlutfallslega
margir smáatvinnurekendur sem
hafa verið með sinn rekstur á eigin
kennitölu en færa nú reksturinn yfir
í einkahlutafélag.“
Aðspurður segir Gunnlaugur að
það hafi komið fram á fundinum
áhyggjur um mismun í skattlagn-
ingu. „Mönnum þykir sá munur, sem
er á skattlagningu almennra laun-
þega, og þeirra sem hafa möguleika
á að nýta sér aðrar skattareglur,
vera orðinn úr hófi fram.“
Segja tekjurnar skerð-
ast um 1,1 milljarð
!
"
#$%%
$&'%
('%%
')(
$*(#
+$*
#&'%
''%%
##%%%
)#*
)(%*
',*
##%%
))%%
#+&%%
)&$
(&+,
(#+
('%
,$'%
#$*%%
)%%
(*$%
*()
&#,'
*)&'
#*&'%
)%%
##''%
##++
HÆSTIRÉTTUR felldi í gær úr
gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir
manni sem er sakaður um að hafa
stungið konu í síðuna á heimili
hennar á aðfangadagskvöld. Taldi
Hæstiréttur ýmislegt óljóst um
málsatvik. Hvað sem því liði hefði
lögreglan í Reykjavík ekki fært við-
hlítandi rök fyrir því að nauðsynlegt
væri að maðurinn sæti í gæsluvarð-
haldi á grundvelli almannahags-
muna, en krafa lögreglu var ein-
göngu reist á þeirri forsendu.
Í greinargerð lögreglustjórans í
Reykjavík kemur fram að lögreglan
rannsaki meinta tilraun mannsins til
manndráps eða hættulega líkams-
árás. Hending ein er talin hafa vald-
ið því að stungan varð ekki dýpri en
hefði svo verið hefði hún hæglega
getað valdið bana. Maðurinn ber við
minnisleysi en segist muna eftir því
að hafa annað hvort dregið hníf úr
sári konunnar eða haldið á blóð-
ugum hníf. Kona sem einnig var í
íbúðinni hefur borið að hún hafi átt í
átökum við konuna og hafi beðið
manninn um að hjálpa sér. Stuttu
síðar hafi konan hnigið niður og hún
þá séð manninn standa með blóð-
ugan hníf í hendi.
Rannsókn málsins er ekki lokið
en erfitt hefur reynst að fá vitni til
að mæta til skýrslutöku. Þá hefur
verið ákveðið að fram fari DNA-
rannsókn á fatnaði mannsins, hnífi
og skærum sem fundust blóðug á
vettvangi. Gunnlaugur Geirsson,
réttarmeinafræðingur sé hins vegar
í stuttu fríi um þessar mundir og því
sé sú rannsókn ekki hafin.
Óljóst um
málsatvik
í hníf-
stungumáli
VÉLSTJÓRI slasaðist á hrygg þeg-
ar hann féll þrjá metra niður í lest
frystiskipsins Björgvins þar sem það
lá við höfn í Eelmshaven í Hollandi á
fimmtudagskvöld. Maðurinn, sem er
á fimmtugsaldri, brákaðist á hryggj-
arlið en vonir standa til að hann nái
sér að fullu.
„Þetta var nokkuð vel sloppið mið-
að við fallið,“ sagði Matthías Magn-
ússon, framkvæmdastjóri Fisk-
vinnslunnar Háteigs sem gerir
skipið út. Verið var að vinna við
hleðslu á skipinu þegar slysið varð.
Vélstjórinn var fluttur á sjúkrahús í
Groeningen þar sem hann liggur.
Segir Matthías að læknar telji góðar
líkur á að hann nái sér að fullu.
Féll ofan í lest
og slasaðist
ÓSKAÐ hefur verið eftir því
við dönsk lögregluyfirvöld að
þau lýsi eftir Guðrúnu Björgu
Svanbjörnsdóttur í þarlendum
dagblöðum. Guðrúnar hefur
verið leitað frá því fyrir áramót.
Jónas Hallsson, aðstoðaryfir-
lögregluþjónn í Reykjavík, seg-
ir að vonast sé til þess að konan
sé enn í Kaupmannahöfn og að
auglýsingin kunni að koma lög-
reglu í borginni á sporið. Lög-
reglan í Reykjavík lýsti eftir
konunni hinn 30. desember og
gerð var að henni umfangsmikil
leit. Vegna mistaka í verkbeiðni
frá lögreglunni í Reykjavík til
lögreglunnar á Keflavíkurflug-
velli kom ekki í ljós fyrr en á
mánudaginn, 6. janúar, að hún
hafði farið úr landi 29. desem-
ber.
Lýst eftir
konunni í
Danmörku
♦ ♦ ♦