Morgunblaðið - 11.01.2003, Page 11

Morgunblaðið - 11.01.2003, Page 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2003 11 Vorönn 2003 Innritun 11. og 12. janúar frá kl. 10 -13 - sími 511 3737 og 13. til 17. janúar frá kl. 9-12 - sími 861 7328 Einsöngsdeild Hóptímar – einkatímar – undirleikur I-V stig Unglingadeild 13-16 ára Syngdu með Hóptímar Tónfræði & Tónlistarsaga Kórskóli Stúlknakór Reykjavíkur Kór 1 Stúlkur fæddar ´95-´97 nokkur sæti laus Kór 2 Stúlkur fæddar ´90-´94 nokkur sæti laus Kór 3 Stúlkur fæddar ´86-´89 fullskipður Gospelsystur Reykjavíkur fullskipaður Vox Feminae fullskipaður Péturskirkjukór fullskipaður Agnar Már Magnússon Arnhildur Valgarðsdóttir Ástríður Haraldsdóttir Hanna B. Guðjónsdóttir Inga Backman Ingunn Ragnarsdóttir Margrét J. Pálmadóttir Már Magnússon Skarphéðinn Þ. Hjartarson Stefán S. Stefánsson Xu Wen Þórdís Guðmundsdóttir Domus Vox ehf., Skúlagötu 30, 2. h., 101 Reykjavík, sími 511 3737, fax 511 3738 www.domusvox.is Netfang: domusvox@hotmail.com Kennarar: STJÓRN Landsvirkjunar sam- þykkti á fundi í gær raforkusamn- ing við Alcoa, eða Fjarðaál, með sex atkvæðum gegn einu. Jafnframt var samþykkt að fela stjórnarformanni og forstjóra heimild til að undirrita sameiginlegan raforkusamning. Samþykktin var gerð með nokkr- um fyrirvörum. Í fyrsta lagi að eig- endur Landsvirkjunar, ríkið, Reykjavíkurborg og Akureyrarbær, samþykki að ábyrgjast lántökur Landsvirkjunar vegna Kárahnjúka- virkjunar, í öðru lagi að samningar takist við ítalska verktakann Impregilo um gerð stíflu og að- rennslisganga Kárahnjúkavirkjun- ar, í þriðja lagi að ljóst sé að úr- skurður Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) vegna samningsins við Alcoa verði Landsvirkjun í hag og í síð- asta lagi að stjórnarfrumvarp verði samþykkt á Alþingi vegna bygg- ingar álversins. Áhætta of mikil miðað við arðsemi Helgi Hjörvar, einn þriggja full- trúa Reykjavíkurborgar í stjórn- inni, greiddi atkvæði á móti orku- samningnum, og lagði fram bókun til að gera grein fyrir atkvæði sínu. Í bókun Helga segir m.a. að ekki sé sá ávinningur fyrir hendi af virkj- uninni að honum sé fært að styðja málið. Áhættan sé of mikil í hlutfalli við arðsemina. Tillagan um virkj- unina feli í sér að tæpir 100 millj- arðar króna verði teknir að láni með veði í eigum almennings og á ábyrgð skattgreiðenda. Gert sé ráð fyrir að greiða tæp 4% í vexti af lánum en samkvæmt forsendum Landsvirkjunar eigi að fást rúm 5% ávöxtun til að mæta vöxtunum. „Þeir eigendur sem ég er fulltrúi fyrir, Reykvíkingar, myndu fæstir veðsetja eignir sínar upp á þau býti,“ segir m.a. í bókun Helga, sem nálgast má í heild sinni á mbl.is. Edda Rós Karlsdóttir, hagfræð- ingur og fulltrúi ríkisins í stjórn- inni, lagði einnig fram bókun til að gera grein fyrir sínu atkvæði en hún samþykkti engu að síður samn- inginn við Alcoa. Í bókuninni segir Edda Rós að metin heildararðsemi verkefnisins, þ.e. arðsemi á lánsfé og eigið fé, sé lág og því töluverðar líkur á að verkefnið skili ekki við- unandi arðsemi til þjóðarbúsins. Það sé hlutverk lýðræðislegra kjör- inna fulltrúa á Alþingi, í borgar- stjórn og bæjarstjórn Akureyrar að taka afstöðu til þessa. „Miðað við fyrirliggjandi gögn mun Kárahnjúkavirkjun skila Landsvirkjun viðunandi ávöxtun á eigið fé miðað við þá ávöxtunar- kröfu sem gerð er til sambærilegra fyrirtækja erlendis. Arðsemin næst ekki síst vegna hagstæðra lánskjara sem tengjast ábyrgðum eigenda. Verkefnið mun samkvæmt því auka verðmæti Landsvirkjunar. Á þeirri forsendu samþykki ég fyrirliggj- andi tillögu,“ segir í bókuninni en greinargerð með henni er líkt og bókun Helga birt í heild á fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, undir liðn- um „Helstu mál: Kárahnjúkar.“ Auk Eddu Rósar samþykktu eft- irtaldir stjórnarmenn samninginn við Alcoa: Jóhannes Geir Sigur- geirsson, formaður, Árni Grétar Finnsson, varaformaður, báðir fyrir ríkið, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Pétur Jónsson, fulltrúar Reykjavík- urborgar, og Kristján Þór Júl- íusson, bæjarstjóri á Akureyri. Landsvirkjun samþykkti samning við Fjarðaál Einn fulltrúa borgarinnar á móti og einn þriggja fulltrúa ríkisins skilaði sérstakri bókun Morgunblaðið/Árni Sæberg Stjórn Landsvirkjunar á fundi sínum í gær. Fremst sitja Jóhannes Geir Sig- urgeirsson stjórnarformaður og Friðrik Sophusson forstjóri en fyrir miðju má sjá Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson og Kristján Þór Júlíusson. TENGLAR ..................................................... www.mbl.is Egilsstöðum – „Þetta er gleðidagur. Menn eru búnir að leggja mikið á sig og eru nú að uppskera,“ sagði Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð, í gærkvöld, þar sem hann fagnaði niðurstöðu Alcoa ásamt fjölda Reyðfirðinga og annarra gesta á Fosshóteli Reyðarfirði. „Ég tel að nú hafi verið teknar lyk- ilákvarðanir sem marki þáttaskil í þessu máli. Þessi törn hófst 1997 og þær hafa verið margar síðan um 1980, en nú er þetta á enda. Ég vona að þegar niðurstaða er fengin þá sameinist allir um það að gera eins gott úr hlutunum og hægt er. Það er grundvallaratriði,“ sagði Smári kampakátur. Þegar ljóst varð um fimmleytið í gærdag að Alcoa ætlar að byggja ál- ver á Reyðarfirði greip víða um sig mikill fögnuður og menn þustu til að samgleðjast á Fosshóteli. Guð- mundur Bjarnason, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, var ánægður með fréttirnar. „Menn eru í hátíðarskapi og það gefur augaleið að nú fara upp- gangstímar í hönd,“ sagði Guð- mundur. Alcoafánum var víða flaggað í Fjarðabyggð í gær og fréttist m.a. af því að Félag eldri borgara á Eskifirði hefði haft mikið fyrir því að nálgast einn slíkan til að draga að húni. Þeir þingmenn fjórðungsins sem stutt hafa virkjunar- og stóriðju- hugmyndir létu sig ekki vanta í fögn- uðinn. „Mér finnst þetta afar skemmtileg stund og gaman að Reyðfirðingar og aðrir skuli koma hér saman,“ sagði Arnbjörg Sveins- dóttir þingmaður. „Þetta eru miklar ákvarðanir sem nú hafa verið teknar og við Austfirðingar getum ekki ann- að en glaðst. Lengi búið að berjast, bíða og vona og mörg vonbrigði á þessari leið, en fagnaðarefni að nú skuli vera komin niðurstaða.“ Ekki aðeins var hótelið troðfullt af gestum, heldur var planið fyrir utan þéttskipað fullorðnum og börnum og nánast áramótastemning, því stjörnuljós flöktu um myrkrið og skoteldar lýstu upp himininn. Gamall og rótgróinn Reyðfirð- ingur dró fána í hálfa stöng „Við erum mjög bjartsýnar og ætl- um að taka lífinu létt næstu daga og vikur,“ sögðu Reyðfirðingarnir Birna Björnsdóttir og Dagbjört Gísladóttir. „Það er allt búið að vera hér á niðurleið síðustu árin þannig að þetta var alveg orðið tímabært.“ Þær segjast þó ekki hafa íhugað að flytja á brott eins og fjöldi manns hefur gert, en halda að líklega hafi bæjarbúar innst inni ekki trúað fylli- lega að þetta myndi nokkurn tíma gerast. „Þetta er geysileg lyftistöng fyrir bæjarfélagið og allan fjórðung- inn. Núna verður farið að halda uppi einhverju þjónustustigi hérna, sem ekki veitir af, því fólki hefur farið fækkandi og þjónustan sömuleiðis rýrnað.“ Þær láta allar yfirlýsingar um að mesta uppbyggingin muni verða á Egilsstöðum sem vind um eyru þjóta. „Unga fólkið sem hefur verið að mennta sig kemur heim aftur, því það sér framtíð í þessum tæknistörf- um hér í álverinu. Við vitum um fólk sem er orðið rótgróið fyrir sunnan og ætlar samt að taka sig upp og koma aftur heim.“ Aðspurðar hvort álversandstæð- ingar hafi verið áberandi í reyðfirsku bæjarlífi segja þær að þeir séu vissu- lega til. „Ég hitti einn í dag og spurði hann að gamni mínu hvort hann yrði ekki ánægður ef Alcoa tæki af skar- ið,“ segir Dagbjört. „En hann sagðist reikna með að draga fána í hálfa stöng. Þetta var nú gamall og inn- fæddur Reyðfirðingur sem sagði þetta.“ Einn af stærstu dögunum í sögu Austfirðingafjórðungs „Ég er mjög hamingjusamur, því þetta er einn af stærri dögum í sögu fjórðungsins og raunar þjóðarinnar allrar,“ sagði Einar Már Sigurðsson þingmaður. „Það er búið að berjast svo lengi að maður man vart eftir öðru. En þolinmæðin þrautir vinnur allar, það sannast enn einu sinni. Ég trúi ekki öðru en að menn sem búnir eru að berjast eins hatrammlega og ýmsir hafa gert í þessu máli átti sig á því að þetta mál er búið og nú er ekki annað að gera en að slíðra sverðin. Við verðum að sameinast um að gera það besta úr þessu, og það veitir ekki af því að nú blasa tækifærin við og þau þarf að nýta. Það er ekkert gagn að svona einstökum atburði ef menn nota ekki þau tækifæri sem hann skapar.“ Stuðningsmenn álvers fögnuðu ákvörðun Alcoa í gærkvöld Nú blasa tækifærin við á Austurlandi Morgunblaðið/Golli Fjöldi fólks safnaðist saman á Reyðarfirði í gær til að fagna þeirri ákvörðun Alcoa að reisa álver á Reyðarfirði. ALCOA er stærsta álfyrirtæki heims í dag, með starfsemi sem nær til 38 landa og starfsmenn eru um 127 þúsund talsins. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í vikunni eru uppi áform um að fækka starfsmönnum á árinu um átta þúsund vegna samdráttar í rekstri, aðallega í Banda- ríkjunum. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Pittsburgh og New York. Velta móðurfyrirtækisins á heimsvísu er nærri 23 milljarðar Bandaríkjadala, eða um 1.800 milljarðar íslenskra króna. Alcoa fram- leiðir súrál, hráál og unnið ál. Viðskiptavinir fyrirtækisins eru m.a. í flugvéla-, bíla-, umbúðaframleiðslu og í byggingariðnaði. Alcoa fram- leiðir einnig neytendavörur á borð við Reynolds-álumbúðir, Alcoa- felgur og Baco-álpappír. Þá framleiðir fyrirtækið einnig klæðningar utan á hús, stálsteypumót og rafkerfi í bíla. Alcoa í 38 löndum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.