Morgunblaðið - 11.01.2003, Síða 25

Morgunblaðið - 11.01.2003, Síða 25
GUÐJÓN Kristinsson hefur und- anfarnar vikur unnið að lagfær- ingum á grjótgarðinum umhverfis Húsið á Eyrarbakka. Aðfaranótt 9. janúar 1799, fyrir 204 árum, gekk sjór á land víða um suðvestanvert landið í stórstreymi og aftakaveðri. Tók þá af kaupstað- inn á Bátsendum og flest kaupstað- arhúsin á Eyrarbakka og Búðum á Snæfellsnesi eyddust. Þetta flóð hefur síðan gengið undir nafninu Bátsendaflóðið. Eftir flóðið var hlaðinn mikill og rammger grjótgarður umhverfis Húsið á Eyrarbakka, sem hefur síð- an staðið af sér mörg stórviðri og flóð. Einhverjar viðgerðir munu hafa farið fram á garðinum um aldamótin 1900 en nú fara fram vandaðar endurbætur á þessu aldna mannvirki. Guðjón Kristinsson frá Dröngum, sem nú býr í Árbæ í Ölfusi, hefur haft verkið með höndum að mestu einn, en sonur hans hefur einnig komið við sögu. Guðjón segir að sjá Gamalt handverk og nýtt við Húsið Eyrarbakki Morgunblaðið/Óskar Magnússon Guðjón Kristinsson við garðinn. megi mikinn mun á handbragði í gömlu hleðslunni á nokkrum stöð- um og augljóst að fleiri en einn hafi þar unnið að, sumir flinkir hleðslu- menn og aðrir síðri. Hann kveðst reyna að nota sem mest gömlu steinana en óhjá- kvæmilegt er að bæta úr þar sem gamla grjótið hefur hreinlega molnað í frostum og sól þessi tvö hundruð ár. HAFNAR eru framkvæmdir við sjó- varnargarð fyrir vestan Stokkseyri. Gísli Viggósson forstöðumaður hafn- arsviðs hjá Siglingastofnun segir að garðurinn eigi að ná frá Kaðlastöð- um vestur fyrir Hraunsá þar sem ós árinnar verður breytt þannig að garðarnir verða látnir vera mislægir svo að sjórinn eigi ekki greiða leið upp ósinn. Verkið var boðið út á haustmán- uðum og áttu Ræktunarsamband Flóa og Skeiða lægsta boð sem hljóð- aði upp á kr. 24.961.500 en það er 67,2% af heildarkostnaðaráætlun verksins. Verktakinn tekur efni í þessa framkvæmd í grjótnámu í landi Hrauns í Ölfusi. Þetta er stærsta sjóvarnarverk- efnið á þessu ári og eru áætluð verk- lok 23. apríl 2003. Einnig sagði Gísli að til stæði að vinna tvö minni verk í Árborg á þessu ári Það eru styrking garðsins á Stokkseyri við Íragerði og Hásteinsveg annars vegar og hins vegar á Eyrarbakka styrking sjó- varnargarðarins milli samkomuhúss og bryggjunnar. Sjóvarnargarður og breytingar á ósnum Stokkseyri Morgunblaðið/Gísli ÁRBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2003 25 „MAÐUR er auðvitað alltaf að hugsa um að hafa verkefni fyrir starfsemina og alla þessa starfs- menn og það er auðvitað mun betra að starfa í heimabyggð eða sem næst henni,“ segir Ólafur B. Snorra- son, framkvæmdastjóri Ræktunar- sambands Flóa og Skeiða. Hann tók við starfi framkvæmdastjóra 1. júní 1979 en hafði þá unnið með hléum á vélum og á verkstæði félagsins. „Ég tók við á þeim tíma sem ríkið tók upp útboðsstefnu sína að bjóða út verk í vegagerð. Við helltum okk- ur út í það að gera tilboð, þá með 6–8 starfsmenn, og það hefur gengið vel með því að fara ekki of geyst. Við höfum alltaf verið með afburða starfsmenn sem þetta hefur allt byggst á en við pössum okkur á að taka ekki of stóra bita í einu,“ segir Ólafur þegar hann er inntur eftir þróun og starfsemi fyrirtækisins. Nú eru starfandi hjá fyrirtækinu 60 manns og hafa verið það und- anfarin þrjú ár. Umfang og starf- semi fyrirtækisins hefur breyst og verkefnin orðið fjölbreyttari. „Við höfum sérhæft okkur í borun eftir heitu og köldu vatni og tökum að okkur rannsóknarboranir og er þá um að ræða djúpar rannsóknar- holur vegna jarðgangagerðar og margvíslegra verka s.s. vegna gangagerðar við Kárahnjúkavirkj- un. Við höfum útbúið okkur vel í þetta og höfum ákveðið forskot þó svo alltaf sé mikil samkeppni um verkin. Einnig höfum við komið okkur upp hönnunardeild sem gerir okkur kleift að taka að okkur verk og hönn- un þeirra um leið. Af þessum sökum berast til okkar verk án útboða.“ Þið keyptuð nýlega land hér í ná- grenni Selfoss, Hagalandið niður með Eyrarbakkavegi. „Já, við sáum fyrir okkur að byggðin myndi þróast niður með Eyrarbakkaveginum og keyptum þetta land með það í huga að þar mætti koma fyrir íbúðalóðum í einhverri framtíð. Svo vantaði okk- ur athafnapláss vegna verka sem við erum í á Selfossi, við stofnræsi sem kallar á mikla efnisflutninga að og frá skurðunum. Þá erum við einnig í gatnagerð í Fosshverfinu. Við ætl- um að skipuleggja Hagalandið sem íbúðarbyggð og erum í samstarfi við Fossmenn ehf. um kaup á meira landi suður af Haga þar sem flug- völlurinn stendur. Það er auðvitað viðkvæmt að snerta svæði flugvallarins en við höf- um hugsað það þannig að það sé auðvelt að flytja hann til. Það er auð- velt að benda á nýtt svæði undir flugvöllinn neðan við svonefnda Síb- eríu hér niður með Eyravegi í landi sem er í eigu sveitarfélagsins Ár- borgar. Þar mætti auðveldlega koma vellinum fyrir. Ef hugað er að því strax þá ætti að vera auðvelt að flytja efni í hann á ódýran hátt ef menn hafa tíma fyrir sér til þess,“ segir Ólafur. Gullfiskar í garðinum „Ég eyði frítímanum á sumrin í laxveiði sem ég hef ákaflega gaman af og svo er garðurinn heima dálítið áhugamál en þar er ég með gullfiska á sumrin en þeir fá að hvíla sig í bíl- skúrnum yfir vetrartímann. Svo þarf maður auðvitað að sinna fjölskyld- unni með vaxandi fjölda barnabarna sem er mjög gefandi og ánægju- legt,“ sagði Ólafur B. Snorrason, framkvæmdastjóri Ræktunarsam- bands Flóa og Skeiða á Selfossi. Gætum okkar á að taka ekki of stóra bita í einu Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Ólafur B. Snorrason, framkvæmdastjóri Ræktunarsambands Flóa og Skeiða, við stæðu af fóðringum fyrir stærstu holurnar sem fyrirtækið borar. Ólafur B. Snorrason, framkvæmdastjóri á Selfossi Selfoss Í SJÖUNDA sinn á jafnmörgum ár- um var slegið upp tónlistarveislu í ár á Hótel Örk. Margir af þeim tón- listarmönnum sem búa eða hafa bú- ið í Hveragerði komu saman og spiluðu og sungu, þar á meðal var hljómsveitin Loðmundur sem þekkt var fyrir „nokkrum“ árum. Upphafsmaður að þessari skemmtun er Sölvi Ragnarsson, rafvirki og tónlistarmaður. Fyrir sjö árum ákvað hann að halda upp á afmælið sitt með því að bjóða nokkrum tónlistarmönnum að koma og skemmta sér og öðrum. Ein þeirra hljómsveita, sem Sölvi hefur verið í, hét „Með afa“ og er tónlistarveislan nefnd eftir þeirri sveit. Þessi afmælisveisla hefur síð- an undið upp á sig og er nú orðin helsta skemmtun Hvergerðinga á milli jóla og nýárs. Í fyrra var hátíðin haldin á Þing- húscafé, en í ár var ákveðið að taka stóra salinn á Örkinni undir herleg- heitin og veitti ekki af. Salurinn var troðfullur svo opna þurfti inn í hlið- arsalinn. Misjafnt er á milli ára hverjir koma og troða upp og er fjölbreytni mikil. Fyrri hluta kvöldsins voru tón- leikar þar sem boðið var upp á ým- iskonar tónlist, en þegar Loðmund- ur tók lagið gátu gestir ekki hamið sig lengur og dansinn dunaði langt fram á nótt. Það var skemmtilegt að sjá að burtflognir Hvergerð- ingar halda tryggð við bæinn sinn með því m.a. að koma og hitta alla gömlu vinina. Með afa á Örkinni Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir Kristinn Harðarson, Sölvi Ragnarson afmælisbarn, Hafsteinn Bjarnason og Björn Eiríksson spiluðu gömlu góðu lögin og kunna þau öll ennþá. Hveragerði SUNDKONAN Kolbrún Ýr Krist- jánsdóttir var útnefnd íþróttamaður ársins á Akranesi hinn 6. janúar sl. og fékk Kolbrún fullt hús stiga hjá þeim sem greiddu atkvæði að þessu sinni. Þetta er í fjórða sinn á sl. fimm árum sem Kolbrún Ýr er kjörin íþróttamaður Akraness en hún var einnig kjörin sundkona ársins af Sundsambandi Íslands á sl. ári. Hún tryggði sér rétt til þess að taka þátt í Evrópumeistaramótinu í 25 m og 50 m laug í janúar í fyrra. Hún varð fimmfaldur Íslands- meistari í 25 m laug í mars og bætti um betur á Íslandsmótinu í 50 metra laug í júlí er hún varð sexfaldur Ís- landsmeistari. Kolbrún Ýr tryggði sér rétt til þess að taka þátt í heims- meistaramótinu í 50 m laug sem fram fer í sumar, en hún tók þátt í Evrópumeistaramótunum í 25 metra laug og 50 metra laug á árinu sem var að líða. Kolbrún verður tvítug í nóvember á þessu ári og er hún í undirbúningshóp Ólympíusambands Íslands fyrir Ólympíuleikana í Aþenu sem fram fara árið 2004. Hvert aðildarfélag innan Íþrótta- bandalags Akraness, ÍA, tilnefndi einn íþróttamann úr sínum röðum en þeir eru: Hólmsteinn Valdimarsson, badminton, Ingibergur Jónsson, hestaíþróttir, Ester María Ólafs- dóttir, fimleikar, Lindberg Már Scott, íþróttir fatlaðra, Stefán Orri Ólafsson, golf, Eydís Líndal Finn- bogadóttir, karate, Reynir Leósson, knattspyrna, Magnús Þórður Helga- son, körfuknattleikur, Birgitta Þura Birgisdóttir, keila, og Stefán Örlygs- son, skotfimi. Athöfnin fór fram í íþróttamiðstöðinni á Jaðarsbökkum að lokinni árlegri álfabrennu á þrett- ándanum og þar fengu allir Íslands- meistarar ársins 2002 úr röðum ÍA viðurkenningu. Morgunblaðið/Sigurður Elvar Kolbrún Ýr íþróttamað- ur ársins í fjórða sinn Akranes ÞEIR voru kátir á fyrsta degi árs- ins, frændurnir Ísak og Davíð, þeg- ar farið var með þá í sleðaferð á ísi- lagða tjörn. Morgunblaðið/Gunnar Sleðaferð á ísnum Grundarfjörður LANDIÐ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.