Morgunblaðið - 11.01.2003, Side 27

Morgunblaðið - 11.01.2003, Side 27
VERÐ á Cape-vínberjum frá Suður- Afríku hefur farið lækkandi á mörk- uðum ytra og segir Eggert Gíslason framkvæmdastjóri Mata ehf. sem flytur Cape-vínber til landsins að heildsöluverð hafi lækkað um 36% síðastliðinn mánudag. Hefur verð á vínberjum lækkað undanfarna daga og kemur til með að lækka meira um helgina og í byrjun næstu viku. Áætla má að um eða yfir 50 tonn séu flutt inn til landsins af suður-afrísk- um vínberjum í desember og janúar. Eggert segir að sending af vín- berjum hafi komið með skipi til landsins fyrir skömmu og sé nú að skila sér á markaðinn. Cape-vínber- in sem voru í verslunum yfir hátíð- irnar voru flutt með flugi, að hans sögn. Í lauslegri verðkönnun Morgun- blaðsins á vínberjum í hádeginu í gær kostaði kíló af Cape-vínberjum sem hér segir: Bónus 499 krónur Fjarðarkaup 559 krónur Sparverslun 559 krónur Nettó 799 krónur Hagkaup 949 krónur Nóatún 998 krónur Suður-afrísk vínber, stundum nefnd jólavínber, kostuðu 798–998 krónur kílóið í verslunum á höfuð- borgarsvæðinu 30. desember síðast- liðinn. Til samanburðar má geta að jóla- vínber voru á 578 krónur upp í 1.299 krónur kílóið í verðkönnun Morgun- blaðsins 7. janúar í fyrra. Von á enn frekari lækkunum Kaupás flytur inn suður-afrísk vínber, ekki Cape, en sambærilega vöru og segir Sigurður Gunnar Markússon rekstrarstjóri Nóatúns að enn sé verið að selja ber sem flutt voru flugleiðina frá Suður-Afríku. „Við eigum von á sendingu með skipi á mánudag eða þriðjudag og ekki að búast við lækkunum fyrr en hún er komin. Þá er verð á mörk- uðum ytra að lækka og því má búast við enn meiri lækkun á vínberjaverði í þarnæstu viku,“ segir Sigurður Gunnar. Bjarni Finnsson forstöðumaður ávaxta- og grænmetis hjá Búri ehf. segir að heildsöluverð á vínberjum muni lækka um 42% á mánudag. Vínberin sem Kaupás selur nefnast Safe og segir Bjarni um að ræða sömu vínber og seld eru með Cape- vörumerkinu. „Hér er um að ræða bændur sem hafa klofið sig út úr Cape-samstarfinu,“ segir hann. Vínberjaverð var hæst um 1.500 krónur kílóið fyrir jólin í verslunum í fyrra og mun að sögn ekki vera um afgerandi breytingar á innkaups- verði að ræða milli ára. Segir Bjarni Finnsson reyndar að ástæða margfalt lægra vínberja- verðs um þessar mundir sé harka í samkeppni milli matvöruverslana. Sigurður Reynaldsson innkaupa- stjóri Hagkaupa segir verð á suður- afrísku vínberjunum jafnan hátt meðan eftirspurnin er mest á heims- markaði og að Hagkaup séu enn að selja vínber sem flutt voru með flugi. Segir hann loks að kíló af Cape- vínberjum muni lækka umtalsvert í verslunum Hagkaupa í dag og verði seld á 699 krónur kílóið. Jólavínberin hafa lækkað um 36% Verð á vínberjum hefur lækkað umtalsvert í þessari viku og er frek- ari lækkunum spáð næstu daga. Helga Kristín Einarsdóttir ræddi við innflytjendur og verslunarmenn og bar saman verð í nokkrum verslunum. Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir Kaupmenn segja mikla samkeppni hafa leitt til mun lægra vínberja- verðs nú en á sama tíma í fyrra. Lægsta kílóverð var 499 kr. í há- deginu í gær. NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2003 27 INGVI Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Sparverslunar gerir athugasemd við þau orð Ingimars Jónssonar, forstjóra Kaupáss, að innflutningur Búrs ehf. hafi orðið til þess að lækka verð á ávöxtum og grænmeti undanfarna mánuði. „Ég finn mig knúinn til þess að hrekja orð forstjóra Kaupáss í Morgunblaðinu á fimmtudag. Ástæðan er einfaldlega sú að um mitt síðasta ár gerðum við hér í Sparverslun mikið átak og fram- kvæmdum reglulegar verðkannan- ir á ákveðnum grunntegundum ávaxta og grænmetis hjá Nóatúni og Hagkaupum, sem eru sambæri- legar verslanir við Sparkaup að mati Samkeppnisstofnunar. Sam- kvæmt gögnum sem ég hef undir höndum byrjuðu þeir ekki að lækka verð fyrr en um miðjan október. 30% verðmunur Um var að ræða verðkannanir á kínakáli, hvítkáli, blómkáli, papr- iku, tómötum, gúrku, eplum, app- elsínum og banönum og í verð- könnun frá 2. október var kílóverð með körfu af þessum tegundum um 30% hærra í Nóatúni og 22% hærra í Hagkaupum en í Spar- verslun. Það var síðan ekki fyrr en að við auglýstum þennan verðmun opinberlega að við urðum varir við að þeir lækkuðu verð. Hvers vegna lækkaði það ekki um leið og þeir hófu innflutning sjálfir?“ segir Ingvi Guðmundsson. Segir Sparverslun hafa riðið á vaðið ÚTLÍNUR opnustúlkna í tíma- ritinu Playboy hafa orðið kyn- lausari í áranna rás, samkvæmt rannsókn sem greint hefur verið frá í læknatímaritinu British Medical Journal. Brjóst- og mjaðmamál hefur minnkað og mittismál aukist en þyngd staðið í stað. Rannsakendur tilheyra deild sálgreiningar og sállækninga í læknaskóla háskólans í Vín- arborg og voru niðurstöðurnar birtar í BMJ í lok desember. Skoðuðu þeir 577 tölublöð Playboy, frá desember 1953, þegar tímaritið kom fyrst út, til desember 2001. Fram kom í samanburði á myndum í tímaritunum að lík- amsfita fyrirsætna hefur minnk- að og hæð þeirra aukist, en nú- tímamaðurinn mun almennt vera að lengjast, samkvæmt rannsóknum. Heilsa og líkamlegt ágæti „Líkamsstuðull [æskilegt hlut- fall þyngdar og hæðar, svokall- að BMI-vægi] og ákjósanlegt hlutfall milli mjaðmabreiddar og mittismáls er tengt frjósemi, innkirtlastarfsemi, sjúkdóms- hættu og langlífi. Æskilegur lík- amsstuðull með tilliti til heilsu- fars er að jafnaði 20 og hlutfall milli mittis- og mjaðmamáls [svokallað epla/peruhlutfall] 0,7. Sama formúla virðist gilda þegar mælt er hvaða konur hafa mest aðdráttarafl fyrir karla og þar sem hár aðlöðunarstuðull endurspeglar líka ákjósanlegt líkamsform með tilliti til frjó- semi og heilsufars ætti hún ekki að vera tískusveiflum háð,“ seg- ir í BMJ. Í niðurstöðum segir enn- fremur að breytingar á máli fyr- irsætnanna virðist til komnar vegna væntinga nútímans. Stundaglas eða þvengur „Dæmigert BMI-vægi Playboy fyrirsætu er orðið minna en hjá konum almennt, meðan epla/ peruhlutfall er líkara því sem gengur og gerist. Í stuttu máli sagt hafa útlínur opnufyr- irsætna orðið kynlausari með tímanum. Fullyrt hefur verið að vöxtur fyrirsætnanna dragi meiri dám af stundaglasi en skó- þveng, en af þessum nið- urstöðum má vera ljóst að epla/ peruhlutfall kvenna sem þykja hvað mest aðlaðandi kynferð- islega er að breytast,“ segir BMJ. Þess má geta að lokum að hægt er að reikna út BMI-vægi og epla/peruhlutfall á heimasíðu netdoktor.is. Opnustúlkur sagðar kynlausari nú en áður Reuters Sautjándu aldar kona að hætti Rubens, kvikmyndagyðjan Marilyn Monroe um miðja síðustu öld og Eva Herzigova á tískusýningarpalli nútímans.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.